Morgunblaðið - 21.12.2001, Page 67

Morgunblaðið - 21.12.2001, Page 67
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 67 ELVA Dögg Þórðardóttir bar sigur úr býtum í árlegri pip- arkökuhúsakeppni Kötlu og Kringlunnar en úrslit voru gerð kunn um helgina. Elva Dögg þótti vel að sigrinum komin en piparkökugerðar- maðurinn lét eitt hús ekki duga sem sitt framlag í keppnina heldur galdraði hún heilt þorp út úr bakaraofnin- um og skreytti kirkjuna, veit- ingahúsið, bakaríið og dóta- búðina í piparkökuþorpinu af miklu listfengi og var engu líkara en sjá mætti örsmáum piparkökukerlingum og -körl- um bregða fyrir inni í húsun- um. Verðlaunin fyrir þriggja vikna vinnu Elvu Daggar voru ekki af verri endanum, 300 þúsund króna úttekt í Val- húsgögnum og 100 þúsund króna úttekt í Byggt og búið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þegar pipar- kökur bakast … Morgunblaðið/Ásdís Á KAFFITÁRI, kaffihúsi í versl- uninni Sautján við Laugaveg, stendur nú yfir sýning KATOR á fantasíuhúsgögnum og munum eft- ir Katý Hafsteins. Verkin á sýning- unni eru stólar klæddir leðri og skinnum og bólstraðir speglar. Katý gefur gömlum húsgögnum nýtt líf með því að láta hugmynda- flugið ráða ferðinni. Verkin á sýn- ingunni eru til sölu og stendur hún til áramóta, segir í fréttatilkynn- ingu. Morgunblaðið/Þorkell Sýning í Sautján SAMTÖK ferðaþjónustunnar og Flugfélag Íslands fagna því að flugleiðsögugjald skuli lagt niður á næsta ári, samkvæmt frumvarpi til laga um breyt- ingu á lögum um loftferðir sem nú liggur fyrir Alþingi. Þessir aðilar gera athugasemd við þá grein frumvarpsins að tryggt skuli að flugfélög hafi á hverj- um tíma nægilegt fé til þriggja mánaða reksturs. Telja þeir að slíkt geti reynst erfitt vegna mikilla árstíðasveiflna. Þá gera bæði Samtök ferða- þjónustunnar og Flugfélag Ís- lands athugasemd við 15. grein frumvarpsins þar sem segir að Flugmálastjórn sé heimilt að áskilja að fyrirsvarsmenn flug- rekenda, þ.e. framkvæmda- stjóri, flugrekstrarstjóri, tæknistjóri og gæðastjóri, sanni kunnáttu sína og hæfni með sérstöku prófi. Erna Hauksdóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónust- unnar, segir m.a. um þetta í bréfi sínu til samgöngunefndar Alþingis: „Samtökin eru sam- mála því að flugrekstrarstjór- ar, gæðastjórar og tæknistjór- ar sanni kunnáttu með þessum hætti en benda á að allt aðrar kröfur geti verið uppi þegar framkvæmdastjóri er ráðinn, sérstaklega hjá stærri flug- félögum. Samtökin telja því að þetta ákvæði þarfnist skýr- inga.“ Jón Karl Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags Ís- lands, segir m.a. í bréfi sínu til samgöngunefndar um þetta at- riði: „Mér finnst ekki rétt að Flugmálastjórn hafi eitthvað með val á framkvæmdastjóra þessara fyrirtækja að gera,“ og bendir á að þegar fyrirtækin eru stór og starfsmenn margir ráði aðrar kröfur vali á fram- kvæmdastjóra en þekking á flugrekstrarreglum. Fagna niður- fellingu Flugleiðsögugjald

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.