Morgunblaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA 4 B ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ  ARNAR Gunnlaugsson var ekki í leikmannahópi Leicester sem tapaði enn einum leiknum í ensku úrvals- deildinni. Leicester tapaði fyrir Tottenham og virðist á hraðri leið niður í 1. deild.  ÞÓRÐUR Guðjónsson lék sinn fyrsta alvöruleik frá því í maí á síð- asta ári. Þórður lék sinn fyrsta leik fyrir Preston sem tapaði fyrir topp- liði Manchester City í 1. deildinni. Þórði var skipt inná á 71. mínútu.  LÁRUS Orri Sigurðsson var traustur í vörn WBA sem sigraði Norwich á heimavelli, 1:0. Lárus lék allan tímann og hann kom í veg fyrir að Norwich skoraði þegar hann bjargaði ævintýralega af línunni.  HEIÐAR Helguson tók út leik- bann í liði Watford sem lagði Grimsby að velli, 2:0.  HELGI Valur Daníelsson sat á varamannabekk Peterborough allan tímann í 2:2 jafnteflisleik á móti Blackpool í 2. deildinni.  ALEX Ferguson, knattspyrnu- stjóri Man.Utd., hefur látið í veðri vaka að hann vilji fá Steve Mc- Claren, stjóra Middlesbrough, til að starfa við hlið sér á ný en Ferguson hefur ákveðið að halda starfi sínu áfram á Old Trafford næstu 3 árin.  FABIEN Barthez var ekki í leik- mannahópi United í leiknum við Charlton á sunnudaginn. Roy Caroll tók stöðu Frakkans en hvorki hann né forráðamenn United sögðu ástæðu þess að Barthez fékk frí væri sú að Barthez var sektaður á dög- unum fyrir að hanga á öldurhúsi langt fram á nótt tveimur dögum fyr- ir leik sinna manna.  SVÍINN Henrik Larsson skoraði enn eina þrennuna í skosku úrvals- deildinni þegar Celtic burstaði Dun- fermline, 5:0. Larsson skoraði þrennuna í fyrri hálfleik en Celtic hafði yfirhöndina í hálfleik, 4:0.  JÓHANNES Harðarson var ekki í leikmannahópi Groningen sem tap- aði 1:0 á heimavelli fyrir Feyenoord í hollensku úrvalsdeildinni.  HANNES Þ. Sigurðsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir norska liðið Viking. Hannes, sem gekk í raðir Vikings frá FH í haust, skoraði fyrra mark sinna manna í 2:2 jafnteflisleik á móti Vidar.  KAMERÚN varð Afríkumeistari í knattspyrnu í fjórða sinn þegar liðið sigraði Senegal í úrslitaleik keppn- innar. Staðan eftir venjulegan leik- tíma og framlengingu var jöfn, 0:0, en Kamerúnar voru betri af víta- punktinum og unnu í vítaspyrnu- keppninni, 3:2.  JUAN Sebastian Veron, argent- ínski miðjumaðurinn í liði Manchest- er United, vísar þeim fréttum á bug þess efnis að hann ætli að yfirgefa herbúðir United og ganga í raðir Lazio á nýjan leik. „Ég er á samningi hjá United og það hefur aldrei staðið til að rifta honum. Ég var staddur í Róm á dögunum til að láta líta á hnéð og ég heimsótti félaga mína og landa í liði Lazio í leiðinni,“ segir Veron.  ROMA og Juventus skildu jöfn í frekar tilþrifalitlum leik í toppslag ítölsku knattspyrnunnar um helgina. Rómverjar halda efsta sætinu þar sem Inter tapaði óvænt fyrir Bol- ogna, 2:1. Clarence Seedorf skoraði mark Inter á lokamínútum leiksins.  JUVENTUS varð fyrir áfalli í fyrri hálfleik þegar varnarmanninum Mark Iuliano var vikið af leikvelli. Þar með lögðust liðsmenn Juventus í vörn og náðu að hanga á jafnteflinu.  AC Milan er í sjötta sæti, 11 stig- um á eftir toppliði Roma, en Milan varð að láta sér lynda jafntefli á heimavelli á móti Perugia. Serginho skoraði mark AC Milan úr víti.  PÓLVERJAR sigruðu Færeyinga, 2:1, í vináttulandsleik sem fram fór á Kýpur um helgina. Pólverjar tefldu fram varaliði sínu en engu að síður stóðu Færeyingar sig vel en þeir eru sem kunnugt er með Íslendingum í riðli í undankeppni EM. FÓLK „ÉG varð fyrir gífurlegum von- brigðum með leik liðsins því við vorum að leika illa frá fyrstu mín- útu til hinnar síðustu. Engum finnst gaman að tapa svona grannaslag, hvorki leikmönnum, þjálfurum né stuðningsmönnum,“ sagði Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Stoke, eftir ósigur sinna manna á móti Port Vale í ensku 2. deildinni en rúmlega 24.000 áhorfendur fylgdust með grannaslagnum á Britannia-leikvanginum. Stoke heldur samt þriðja sætinu. Liðið er með 57 stig, Brighton er í öðru með 58 stig en hefur leikið tveimur leikj- um færra en Reading trónir á toppnum með 65 stig. „Ég get vel skilið gremju stuðn- ingsmanna okkar því leikurinn við Port Vale er einn lélagsti leikur liðsins á tímabilinu. En strákarnir þurfa á stuðningi að halda og ég vona að stuðningsmenn okkar snúi ekki baki við liðinu,“ sagði Guðjón ennfremur. Bjarni Guðjónsson lék allan leik- inn, Stefán Þór Þórðarson kom inná fyrir Ríkharð Daðason á 61. mínútu en hvorki Brynjar Björn Gunnarsson né Pétur Marteinsson gátu verið með vegna meiðsla. Guðjón vonsvikinn Við erum mjög ánægðir með sig-urinn og ekki síst að hafa haldið marki okkar hreinu. Þetta var erf- iður leikur því þeir voru með marga menn inni í teignum og spiluðu mikið með löngum sendingum sem setti okkur oft undir pressu í síðari hálf- leik. Það er ekki spurning að sú ákvörðun Fergusons að vera áfram við stjórnvölinn gaf okkur byr undir báða vængi og þetta á eftir að hjálpa liðinu mikið á lokasprettinum,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, framherji Manchester United, sem skoraði bæði mörk sinna manna í 2:0 sigri liðsins á móti Charlton og skaut þeim á toppinn að nýju en sólarhringnum áður hafði Liverpool og Newcastle tekist að komast upp fyrir meistar- anna. Solskjær skoraði fyrra markið 12 mínútum fyrir leikhlé með góðu skoti eftir frábæra sendingu Roy Keane og Norðmaðurinn innsiglaði svo sig- ur sinna manna þegar hann skoraði 12. mark sitt í deildinni stundarfjórð- ungi fyrir leikslok þegar hann skor- aði af stuttu fær. Sigur United var sá 11. í síðustu tólf leikjum. Flugeldasýning hjá Liverpool Liverpool gaf það sterklega til kynna að það ætlar að berjast til þrautar um titilinn. Liverpool sótti Ipswich heim á Portman Road og óhætt er að segja að það hafi verið leikur kattarins að músinni. Liver- pool setti á svið mikla flugeldasýn- ingu og áður en yfir lauk hafði „Rauði herinn“ skorað sex mörk gegn engu heimamanna. Michael Owen og Emile Heskey skoruðu tvö mörk hvor og hin tvö mörkin skoruðu varn- armennirnir Sami Hyypia og Abel Xavier en hann var að leika sinn fyrsta leik fyrir Liverpool. Fjórir sigrar í röð hjá Liverpool og 10:0 í síðustu tveimur leikjunum hafa kætt Phil Thompson, aðstoðarstjóra Liv- erpool, og hann var ánægður með leik sinna manna. „Þetta er besti leikur liðsins undir minni stjórn og langt síðan ég hef séð strákana spila eins vel. Þeir sýndu stórkostleg tilþrif. Afgreiðslan á mörkunum var til fyrirmyndar og þá hungraði mikið í að vinna leikinn,“ sagði Thompson. „Við megum bara þakka fyrir að hafa ekki fengið verri útreið. Liver- pool óð í færum allan tímann og það var engu líkara en að menn væru að kljást við drengi inni á vellinum. Við vorum í hlutverki drengjanna og leikmenn Liverpool hreinlega völt- uðu yfir okkur,“ sagði George Burl- ey, stjóri Ipswich, en fyrir leikinn höfðu hans menn unnið sjö af átta leikjum sínum. Hermann Hreiðars- son lék allan tímann í liði Ipswich en náði sér ekki á strik frekar en aðrir liðsmenn „Traktoranna“. Heppnismark hjá Wiltord Frakkinn Sylvain Wiltord var hetja Arsenal á Goodison Park en hann skoraði eina mark leiksins um miðjan síðari hálfleik. Heppnisstimp- ill var á marki Frakkans. Hann hitti knöttinn illa en engu að síður skrúf- aðist boltinn yfir markvörð Everton og í netið fór hann. Arsenal er því enn eina liðið í úrvalsdeildinni sem ekki hefur tapað útileik á leiktíðinni. „Þetta var geysilega mikilvægur sigur. Við máttum alls ekki við því að tapa stigum eftir úrslitin hjá hinum toppleikjunum. Þetta var kannski ekki besti leikurinn sem við höfum spilað í vetur en það var jákvætt að halda markinu,“ sagði varnarjaxlinn Lee Dixon, sem kom inn í vörn Ars- enal snemma leiks í stað Matthews Upsons, og var kjörinn maður leiks- ins á Sky-sjónvarpsstöðinni. 2 stig í fimm leikjum hjá Leeds Leeds er hægt og bítandi að gefa eftir í toppbaráttunni og eftir 2:2 jafntefli á móti Middlesbrough verð- ur að telja harla ólíklegt að læri- sveinar Davids O’Learys nái að landa titlinum en Leeds hefur aðeins inn- byrt 2 stig í síðustu fimm leikjum. „Við köstuðum frá okkur sigri því enn og aftur fengum við á okkur mark úr föstu leikatriði. Við lékum vel fyrsta hálftímann en eftir það hleyptum við Boro inn í leikinn og lékum illa það sem eftir lifði leiks. Ég held að við komumst varla neðar,“ sagði O’Leary. Chelsea missti af tveimur mikil- vægum stigum þegar liðið gerði 1:1 jafntefli á móti Aston Villa á Villa Park. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea og fékk besta færi liðsins í fyrri hálfleik en honum brást bogalistin. Eiði var skipt útaf á 63. mínútu fyrir Finnann Mikael Forsell en Frank Lampard skoraði eina mark Lundúnaliðsins. Leikur liðanna þótt mjög slakur og ekki bætti úr skák að völlurinn var mjög erfiður viðureignar. „Mér fannst við eiga sigurinn skil- inn en því miður náðum við ekki að nýta nokkur góð færi sem við sköp- uðum okkur,“ sagði Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea. Langþráður sigur hjá Guðna Guðni Bergsson og félagar hans í Bolton fögnuðu langþráðum sigri en í fyrsta skipti í 13 leikjum tókst þeim að krækja í þrjú stig. Bolton bar sig- urorð af West Ham og skoraði Ric- ardo Gardner eina mark leiksins. Guðni lék allan tímann í hjarta varn- arinnar og átti mjög góðan leik. Strákarnir hans Bobby Robsons í Newcastle eru greinilega tilbúnir að berjast í toppbaráttunni til þrautar en þeir röndóttu lögðu Southampton, 3:1, þar sem Alan Shearer skoraði tvívegis og hann er því kominn með 19 mörk á leiktíðinni. „Við skoruðum þrjú mörk í fyrri hálfleik en samt sem áður fannst mér við ekki vera að leika neitt sérstak- lega vel. Í þeim síðari sýndi liðið frá- bær tilþrif og ég efast stórlega um að við getum leikið betur en það eina sem vantaði til að fullkomna frammi- stöðuna voru mörkin,“ sagði Bobby Robson eftir sigur sinna manna. AP Ole Gunnar Solskjær skorar sitt annað mark gegn Charlton, án þess að Chris Powell komi vörnum við. Liverpool með sýn- ingu á Portman Road TOPPLIÐIN í ensku úrvalsdeildinni áttu góðu gengi að fagna um helgina. Manchester United, Liverpool, Arsenal og Newcastle náðu öll í þrjú dýrmæt stig og slagurinn um titilinn virðist því ætla að standa á milli þessara fjögurra liða. United hefur tveggja stiga for- skot Liverpool og Newcastle og stigi þar á eftir er Arsenal. Leeds og Chelsea urðu að láta sér lynda jafntefli og þar með dvínuðu mjög möguleikar þeirra á að blanda sér í toppbaráttuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.