Morgunblaðið - 16.03.2002, Side 9

Morgunblaðið - 16.03.2002, Side 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 9 RÚMLEGA 180 gestir á Hótel Esju voru fluttir frá hótelinu snemma í gærmorgun eftir að grunur vaknaði um gasleka. Fljót- lega kom í ljós að lyktin barst frá steinolíuhitablásara í nýbyggingu hótelsins en hún þótti minna mjög á gaslykt. Gestir hótelsins voru því aldrei í hættu. Að sögn Kristínar Gylfadóttur, móttökustjóra hótelsins, tóku gest- irnir rúmruskinu af yfirvegun og skilningi. Flestir hafa þó efalaust viljað sofa lengur. Vaktmenn á hótelinu sem urðu varir við lyktina kölluðu til slökkvi- lið klukkan 5.52. Þá voru bruna- bjöllur hótelsins settar í gang og gestirnir ræstir á fætur. Þegar fjór- ir sjúkrabílar, tveir dælubílar og lögreglumenn komu á staðinn var rýming hótelsins þegar hafin. Fjór- ir strætisvagnar voru einnig kall- aðir til og voru nývaknaðir gestirnir fluttir frá hótelinu í öryggisskyni meðan verið var að kanna upptök hinnar meintu gaslyktar. Ekki leið á löngu þar til hið sanna kom í ljós en skv. upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafði loginn í hitablásaranum slokknað en blás- arinn hélt þó áfram að ósa. Lyktin barst inn í hótelið um loftræstikerfi og fór um stigaganga hótelsins. Engin hætta var þó á ferðum fyrir gestina. Um klukkan 6.15 voru gestirnir kallaðir til baka en stræt- isvagnarnir munu hafa ekið rólega um nágrennið meðan á þessu stóð. Móttökustjóri hótelsins segir að vafalaust muni hótelstjórinn eða framkvæmdastjóri þess eiga fund með byggingarfyrirtækinu sem á hitablásarann út af þessu atviki. Grunur um gasleka á Hótel Esju 180 gestir fluttir á brott með strætó TÓMAS Ingi Olrich menntamála- ráðherra hefur ráðið Guðbjörgu Sig- urðardóttur sem aðstoðarmann sinn. Guðbjörg lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1976, kennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands 1980 og BS-prófi í tölvun- arfræði frá Há- skóla Íslands 1983. Hún kenndi við Barnaskóla Akureyrar 1976–1977, starfaði við tölvudeild Ríkisspítala 1983–1997 og var deildarstjóri kerfisfræðideildar Ríkisspítala frá 1985–1997. Frá 1997 hefur hún gegnt starfi formanns verkefnisstjórnar um upplýsinga- samfélagið í forsætisráðuneyti en meginviðfangsefni verkefnisstjórn- arinnar er að hrinda í framkvæmd stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýs- ingasamfélagið. Guðbjörg hefur setið í nefndum og stjórnum ýmissa félaga og hefur m.a. verið formaður Félags tölvunar- fræðinga, RUT-nefndar og nor- rænnar nefndar um málefni upplýs- ingasamfélagsins. Einnig hefur hún setið í stjórn Persónuverndar eftir tilnefningu Skýrslutæknifélags Ís- lands. Guðbjörg var formaður nefndar á vegum menntamálaráðuneytis sem mótaði stefnu um menntun og upp- lýsingatækni. Afrakstur þeirrar vinnu er að finna í ritinu: Í krafti upplýsinga, sem gefið var út í mars 1996. Hún var formaður verkefnis- stjórnar um mótun upplýsingastefnu fyrir ríkisstjórn Íslands 1995–1996 og formaður verkefnisstjórnar um mótun upplýsingastefnu fyrir heil- brigðiskerfið 1996–1997. Guðbjörg er gift Skúla Kristjáns- syni tannlækni og eiga þau tvo syni. Nýr aðstoðarmaður menntamálaráðherra Guðbjörg Sigurðardóttir Vorum að taka upp meira af glæsilegum fatnaði fyrir fermingarmömmuna                Ný sending af glæsilegum fatnaði fyrir fermingar og ferðalög Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Ljósakrónur Skrifborð Skatthol Íkonar www.simnet.is/antikmunir Borðstofuborð og borðstofustólar Antíkmunir, Klapparstíg 40, sími 552 7977. Sigurstjarnan, Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545. Síðasti útsöludagur - allt á að seljast Húsgögn, pelsar, rúmteppi og dúkar - 50% afsláttur Lampar og ljós - 30% afsláttur Aðrar gjafavörur - 20% afsláttur Sigurstjarnan - Stórútsala Opið virka daga frá kl. 11-18, laugard. 11-15 Garðar Ólafsson úrsmiður - Lækjartorgi - sími 551 0081 Páska tilboð Úr: Omega, Gucci, Raymond Weil, Seiko, Tissot, Pierpont o.fl. Klukkur: Gólfklukkur, veggklukkur, vekjaraklukkur o.fl. Skartgripir: Demantshringar, gull- lokkar, gullhálsfestar, gullmen, gullkrossar, gullarmbönd o.fl. 30% afsláttur af öllum vörum Ný sending Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið í dag laugardag 10-14 A›eins 3 ver› kr. 990 - 1.990 - 2.990 opi› í dag laugardag 10-14 og á mánudaginn 10-18 Lok útsölumarka›ar Safnaramarkaður Á morgun sunnudaginn 17. mars verður safnaramarkaður í Síðumúla 17, 2.hæð kl. 13 - 17. Mynt - Seðlar - Minnispeningar - Barmmerki - Smáprent Frímerki - Umslög - o.m.fl. Myntsafnarafélag Íslands Félag frímerkjasafnara Reykjavík, Hverfisgötu 6, sími 562 2862 Vor 2002               

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.