Morgunblaðið - 31.03.2002, Side 49

Morgunblaðið - 31.03.2002, Side 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MARS 2002 49 Tölvunámskeið Word 1 5.4. - 6.4. 8:30 - 16:30 20 Windows 8.4. - 11.4. 8:30 - 12:00 20 Front Page 2 8.4. - 11.4. 13:00 - 16:30 20 AutoCad 2 12.4. - 13.4. 8:30 - 16:30 20 Word 2 12.4. - 13.4. 8:30 - 16:30 20 Excel 1 15.4. - 18.4. 8:30 - 12:00 20 Word 3 15.4. - 18.4. 13:00 - 16:30 20 Access 3 15.4. - 18.4. 17:30 - 21:00 20 Excel 2 22.4. - 24.4. 13:00 - 16:30 15 Power Point 2 22.4. - 24.4. 17:30 - 21:00 15 Internet 22.4. - 23.4. 8:30 - 12:00 10 Vélritun/fingrasetning Hringið til að fá nánari upplýsingar 20 Fagnámskeið Skjámyndir 1 4.4. - 6.4. 8:30 - 18:00 40 Skynjaratækni 2 4.4. - 6.4. 8:30 - 18:00 40 ISDN samnet 11.4. - 13.4. 8:30 - 18:00 40 Rafeindastýringar 11.4. - 13.4. 8:30 - 18:00 40 Loftnetskerfi 2 18.4. - 20.4. 8:30 - 18:00 40 Raflagnatækni 1 18.4. - 20.4. 8:30 - 18:00 40 LÍR-ÖS/öryggisstj. rafverktaka 19.4. - 20.4. 15 Námsk. fyrir skoðunarmenn rafv. 20.4. - 20.4. 8:30 - 17:00 10 Gagnaflutningur 25.4. - 27.4. 8:30 - 18:00 40 Reglunartækni 25.4. - 27.4. 8:30 - 18:00 40 Reglugerð og rafdreifikerfi 3 26.4. - 28.4. 8:30 - 18:00 40 Dags. Tími Lengd Námskeið í apríl Skeifan 11 b · Sími 568 5010 · Fax 581 2420 skoli@raf.is · www.raf.is Nánari upplýsingar og skráning í síma 568 5010 Gæði, úrval og gott verð! • Fást með loki eða öryggishlíf • Fáanlegir með vatns- og loftnuddkerfum • Margir litir, 10 gerðir sem rúma 4-12 manns • Veitum ráðgjöf um niðursetningu og frágang • Fáanlegur rafhitaður Framleiðum einnig hornbaðker úr akrýli. Komið og skoðið baðkerin og pottana uppsetta í sýningarsal okkar, eða hringið og fáið sendan litprentaðan bækling og verðlista. TREFJAR Hjallahrauni 2, 220 Hafnarfjörður. Sími: 555 1027 Fax: 565 2227 Netfang: pottar@trefjar.is Heimasíða: www.trefjar.is Verð frá aðeins kr. 94.860,- Heitirpottar Handavinna, viðtöl, páskamaturinn o.fl. Áskriftarsími 551 7044. Taktu Húsfreyjuna með í páskafríið ÖFLUGT menningarlíf er ein frum- forsenda þess að landsbyggðin geti haldið sínum hlut í þeirri óhjákvæmi- legu samkeppni sem ríkir milli land- svæða um fólk og fyrirtæki. Þetta er meðal þess sem kemur fram í menn- ingarstefnu Dalvíkurbyggðar sem bæjarstjórn samþykkti á dögunum. Menningarstefnan er staðfesting og viðurkenning bæjarstjórnar á mik- ilvægi og gildi menningarlífs í sveitar- félaginu, en bæjarstjórn vill stuðla að öflugu og frjóu lista- og menningarlífi í Dalvíkurbyggð í samstarfi við aðra opinbera aðila, frjáls félagasamtök og einstaklinga. Menning og listir auðgi líf einstaklinga og hafi þýðingu fyrir velferð þeirra og samfélagsins. „Markmið menningarstefnu Dalvík- urbyggðar er því að skapa sem best skilyrði fyrir varðveislu, ræktun og miðlun hins sameiginlega menningar- lífs. Ennfremur að búa í haginn fyrir skapandi, lifandi listastarfsemi og stuðla að sem almennastri þátttöku íbúanna á því sviði,“ segir í menning- arstefnunni. Þá er talið mikilvægt að menning- arstofnanir í byggðarlaginu auki sam- starf sín í milli og eins að stuðlað verði að samstarfi við lista- og menningar- stofnanir í nágrannabyggðalögum Dalvíkurbyggðar. Loks vill bæjar- stjórnin að þær lista- og menningar- stofnanir sem hún rekur njóti eins mikils sjálfstæðis í störfum sínum og kostur er, innan starfsáætlana og fjárhagsramma sem þeim er settur. Menningarstefna sam- þykkt í Dalvíkurbyggð Dalvíkurbyggð. Morgunblaðið. ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Dalvík- urbyggðar samþykkti á fundi sínum í vikunni að mæla með því að Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, Reykjavík, verði ráðinn starfsmaður Byggðastafnsins að Hvoli frá og með 1. júní næstkom- andi. Íris var valin úr hópi 5 umsækj- enda en þeir voru auk hennar; Dagur Óskarsson, Dalvík, Friðrik Arnars- son, Dalvík, Hulda Sigurdís Þráins- dóttir, Reykjavík, og Örvar B. Eiríksson, Reykjavík. Byggðasafnið á Hvoli Mælt með Írisi Ólöfu Dalvíkurbyggð. Morgunblaðið. BÚSTÓLPI ehf. á Akureyri hefur gert samstarfssamning við fyrir- tækið Údda ehf. á Húsavík, sem að standa fyrrum starfsmenn Bústólpa á Húsavík, um sölu fóðurs, áburðar og sáðvöru frá Bústólpa í Þingeyj- arsýslum en með samningnum er áfram tryggt að þingeyskir bændur geta sótt þessa þjónustu til Húsa- víkur. Lengst af annaðist Kaupfélag Þingeyinga sölu fóðurvara í Þing- eyjarsýslum, en eftir að það hætti rekstri færðist þjónustan yfir til Bústólpa. Með samningi sem Bú- stólpi gerði við starfsmenn sína á Húsavík verður sú breyting frá og með 1. apríl að fyrirtæki í þeirra eigu annast sölu vara frá Bústólpa. Í frétt frá Bústólpa er haft eftir Ólafi Jónssyni framkvæmdastjóra að samstarfssamningurinn sé mik- ilvægur í því að viðhalda og efla þá þjónstu sem félagið vilji veita bændum í Þingeyjarsýslu. Bústólpi framleiðir fóður fyrir nautgripi, sauðfé, svín, hross, varp- og alifugla auk þess sem á boð- stólum er úrval af áburði, sáðvöru og öðrum vörum tengdum fóðrun og jarðrækt. Áhersla hefur verið lögð á vöruþróun með það að mark- miði að bæta gæði framleiðslunnar. Einnig hefur aukinn áhersla verið lögð á að fræða bændur um fram- leiðsluvörur Bústólpa og fóðrun al- mennt. Ólafur Jónsson frá Bústólpa og Trausti Aðalsteinsson og Axel Reyn- isson frá Údda sömdu um sölu fóðurs, áburðar og sáðvöru. Bústólpi semur við Údda á Húsavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.