Morgunblaðið - 31.03.2002, Side 55

Morgunblaðið - 31.03.2002, Side 55
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MARS 2002 55 Hárgreiðslustofan Caracter flytur ATH. næg bílastæði Listhúsið Laugardal, Engjateig 17-19 Sími 55 30 300 Fax 55 30 331 caracter@binet.is í Listhúsið í Laugardal caracter H Á R G R E I Ð S L U S T O F A Kjartan Guðbrandsson og Sigurlína Guðjónsdóttir fögnuðu sigri á Bikarmóti Galaxy Fitness sem fór fram í íþróttahúsinu Varmá í Mosfellsbæ um síð- ustu helgi. Kjartan hefur verið við- loðandi fitness á Íslandi frá upphafi og kom, sá og sigr- aði eftir gífurlega harða keppni. Útvarpsmaðurinn Ívar Guðmundsson kom einnig mjög vel undirbúinn til leiks og hafnaði í öðru sæti og Benjamín Þor- grímsson var einnig í fantaformi og tók þriðja sætið. Dómarar létu þá þrjá deila með sér efsta sætinu í sam- anburði þar sem líkami og út- geislun eru vegin. Kjartan Guðbrandsson sett Ís- landsmet í upphífingum þegar hann hífði sig upp 53 sinnum en gamla metið var 51 sinni og átti hann það sjálfur. Í flokki kvenna lenti Svava Rafnsdóttir í öðru sæti á eftir Sigurlínu og Nancy Jóhanns- dóttir í því þriðja. Í samanburð- inum bar Sigurlína sigur úr být- um og Svava lenti í öðru sæti. Aðalheiður Jensen sigraði hins- vegar örugglega í armbeygjum enda hefur hún verið ósigrandi í þeim flokki undanfarið. Sigurlína fer til Kína seinna á árinu þar sem hún keppir á al- þjóðlegu fitness-móti. Næsta mót hérlendis verður sum- armótið sem haldið verður á Þjóðhátíð í Eyjum og sjálft Íslands- mótið fer síðan fram í október. Bikarmót Galaxy Fitness Sigurlína og Kjartan fögnuðu sigri eftir æsispennandi keppni. Það er leitun að þrautseigari ein- staklingum en keppendum í fitness. Morgunblaðið/Palli Sveins Kjartan og Sigurlína sigruðu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.