Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 1
87. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 16. APRÍL 2002 AÐ MINNSTA kosti 118 manns létu lífið þegar Boeing 767-þota kín- verska flugfélagsins Air China fórst í Suður-Kóreu í gær. Níu manna var enn saknað og björg- unarmenn fundu 39 á lífi í flakinu, en flestir þeirra voru alvarlega slasaðir. Suður-kóreskir rannsóknarmenn sögðu að slysið hefði að öllum lík- indum orðið vegna mistaka flug- manns. Vélin fórst í fjallshlíð í annarri tilraun til lendingar á flugvellinum við Busan á suðurströnd S-Kóreu. Veður var slæmt er slysið varð, um klukkan 11.30 að staðartíma, eða hálfþrjú í fyrrinótt að íslenskum tíma. Vélin var að koma frá Peking. Flugmálafulltrúar segja að margir þeirra sem komust lífs af hafi verið í fremri hluta þotunnar, og bendi það til þess að afturhluti hennar hafi fyrst komið niður er hún hrapaði. Einn þeirra sem kom- ust lífs af, Kim Mun-hak, 35 ára, sagði að vélin hefði hrapað skömmu eftir að farþegum var sagt að spenna sætisólarnar. „Vélin fórst með ægilegum hávaða, og mér tókst að komast út úr henni, og ég sá þykkan reyk og eld.“ Að sögn sjónarvotta tók það um tvo tíma að slökkva elda er kviknuðu í flakinu. Að sögn flugmálafulltrúa höfðu flugumferðarstjórar á Busan- flugvelli gefið áhöfn þotunnar heimild til lendingar, en beðið um að komið yrði inn úr andstæðri átt, vegna mikils mótvinds. Vélin rakst í fjallshlíðina þegar hún var á leið umhverfis flugvöllinn. Að sögn lög- reglu var rigning og þykk þoka er slysið varð. Flugritar vélarinnar voru komnir í leitirnar síðdegis í gær. Í þotunni voru 135 Kóreumenn, 30 Kínverjar og Úsbeki. Björgunarmenn eru hér að störf- um í flaki þotunnar. Reuters Flugslys kostar 118 lífið í S-Kóreu Kimhae. AP. AL-JAZEERA-sjónvarpsstöðin í Katar sýndi í gær myndband með Osama bin Laden, næstráðanda hans, Ayman al-Zawahri, og manni, sem var sagður hafa tekið þátt í hryðjuverkaárásunum í Bandaríkjunum 11. september sl. Ekki er ljóst hvenær myndirnar voru teknar en líklegast er, að þær séu misgamlar. Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði, að svo virtist sem um væri að ræða „samtíning af myndum“ sem tekn- ar hefðu verið í fyrra. Starfsmaður Al-Jazeera sagði, að myndbandið hefði borist stöð- inni fyrir nokkrum dögum en hún hefur áður birt myndbönd með bin Laden. Ætlar hún að birta nýja myndbandið í heild á fimmtudag en í gær sýndi hún lítinn bút af því. Sýnir hann bin Laden og al-Zaw- ahri sitja saman og sá síðarnefndi lýsir því yfir, að hryðjuverkin 11. september hafi verið „mikill sigur“. Annað myndskeið var af manni, sem sjónvarpsstöðin kallaði Algh- amdi, en FBI, bandaríska alríkis- lögreglan, segir, að tveir menn með því nafni, Hamza Alghamdi og Ahmed Alghamdi, hafi verið meðal hryðjuverkamannanna. „Það er kominn tími til að drepa Banda- ríkjamenn í þeirra eigin landi,“ segir maðurinn með tilbúna mynd af World Trade Center í ljósum logum í bakgrunninum. Al-Jazeera segir, að þetta sýni í fyrsta sinn, að hryðjuverkamenn- irnir hafi vitað, að þeirra biði einnig dauðinn. Reuters Bin Laden (t.h.) og al-Zawahri á myndbandi sem sýnt var í gær. Bin Laden á myndbandi Kairó. AP. Vaxandi stuðning- ur við ESB STUÐNINGUR við aðild Noregs að Evrópusambandinu fer vaxandi ef marka má skoðanakönnun sem dag- blaðið Aftenposten birti í gær. Samkvæmt könnuninni eru 54% Norðmanna nú hlynnt því að sótt verði um aðild að ESB og 46% andvíg. Sveiflan er umtalsverð því sam- kvæmt samskonar könnun voru fylk- ingarnar nokkurn veginn jafnstórar í febrúar. Í Aftenposten er þessi niðurstaða tengd við aukinn áhuga Íslendinga á aðild að ESB. Þannig telja 44% þátt- takenda að aðildarumsókn frá Íslandi myndi gera að verkum að nærtækara væri en ella fyrir Norðmenn að huga að því að bætast í hóp ESB-ríkja. 23% þeirra sem eru andvíg aðild telja að umsókn frá Íslandi myndi auka mik- ilvægi þess að Norðmenn sæktu einn- ig um inngöngu í Evrópusambandið. mein. „Verði hann drepinn eða auð- mýktur hefur það hörmulegar af- leiðingar fyrir Ísraela og magn- ar hringrás of- beldisins.“ Barghouti, sem er 42 ára, hefur verið nefndur sem hugsanlegur eftirmaður Arafats. Hann er á meðal þeirra Palestínumanna sem Ísr- aelsstjórn hefur lagt mesta áherslu á að handtaka og sakar um að hafa skipulagt hryðjuverk. Hann er talinn vera leiðtogi Al Aqsa-hersveitanna, sem hafa gert tugi skotárása á Ísr- aela og einnig staðið fyrir sjálfs- ÍSRAELSKIR hermenn handtóku í gær Marwan Barghouti, náinn sam- starfsmann Yassers Arafats, leið- toga Palestínumanna, og forystu- mann Fatah-hreyfingar Arafats á Vesturbakkanum. Barghouti var handtekinn í húsi annars Fatah-manns skammt frá höfuðstöðvum Arafats í borginni Ramallah. Talsmaður Ariels Shar- ons, forsætisráðherra Ísraels, stað- festi að Barghouti hefði verið tekinn til fanga ásamt tveimur samstarfs- mönnum sínum. Hann var fluttur í fangelsi ísraelsku öryggislögregl- unnar í Jerúsalem. Jibril Rajoub, æðsti embættis- maður Palestínumanna í öryggis- málum á Vesturbakkanum, varaði Ísraela við því að gera Barghouti morðsárásum á ísraelska borgara síðustu mánuði. Palestínskt hjúkrunarfólk flutti í gær lík úr flóttamannabúðum í Jenín á Vesturbakkanum undir eftirliti fulltrúa Alþjóðaráðs Rauða krossins, ICRC. „Fulltrúar ráðsins, sem skoð- uðu lítinn hluta búðanna, sáu eyði- leggingu sem minnti einna helst á jarðskjálfta: hrunin hús, brak út um allt og vegi sem hafa eyðilagst,“ sagði talsmaður ICRC. Mannréttindanefnd SÞ fordæmir hernaðinn Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna gagnrýndi hernað Ísraela harðlega og sakaði þá m.a. um „fjöldamorð“ og „gróf brot á mann- réttindum“, svo sem aftökur án dóms og laga, ólöglegar handtökur, pyntingar á föngum, umsátur um palestínska bæi og árásir á sjúkra- bíla og sjúkrahús. „Nefndin fordæm- ir harðlega stríðið sem Ísraelsher hefur hafið gegn palestínskum bæj- um og flóttamannabúðum og hefur kostað hundruð óbreyttra borgara lífið, meðal annars konur og börn.“ Yfirlýsing nefndarinnar var sam- þykkt með 40 atkvæðum gegn fimm og sjö sátu hjá. Fulltrúar Bretlands og Þýskalands greiddu atkvæði á móti yfirlýsingunni en önnur ríki Evrópusambandsins studdu hana. Ariel Sharon sagði í viðtali við CNN í gær að Ísraelar kynnu að flytja hersveitir sínar frá Jenín, Nablus og fleiri bæjum á sjálfstjórn- arsvæðum Palestínumanna innan viku en lagði áherslu á að þær yrðu lengur í Ramallah og Betlehem. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fór til Líbanons og Sýrlands í gær til að hvetja þarlend stjórnvöld til að stöðva árásir skæru- liðahreyfingarinnar Hizbollah í Líb- anon á landamærastöðvar Ísr- aelshers. Hann sagði að árásirnar gætu orðið til þess að nýtt stríð blossaði upp í Mið-Austurlöndum. Líbanskir og sýrlenskir embætt- ismenn sögðu hins vegar að Ísraelar bæru alla ábyrgð á átökunum og þeim myndi ekki linna fyrr en Ísr- aelsher færi af sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna. Powell ræðir við Sharon í dag og hyggst fara á fund Arafats á morg- un. Leiðtogi hreyfingar Arafats handtekinn Ramallah, Genf, Tel Aviv. AP, AFP. Marwan Barghouti  Arafat útilokar/22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.