Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ f a s t la n d - 8 0 3 0 - 1 6 0 3 0 2 S É R S N I ‹ N A R L A U S N I R O G F Y R I R T Æ K J A R Á ‹ G J Ö F + I S O 9 0 0 1 V O T T A ‹ G Æ ‹ A K E R F I + H A F ‹ U S A M B A N D Í S Í M A 5 6 3 3 0 0 0 + N Á N A R I U P P L † S I N G A R U M F E R M I N G A R T I L B O ‹ E R U Á W W W . E J S . I S Dimension 4400 er öflug bor›tölva frá Dell, sérhönnu› fyrir ungt og vaxandi fólk í flekkingarleit. Fermingarbörn og námsmenn fá öflugan Pentium örgjörva og stóran forritapakka til a› svífa um heiminn á netinu og gera n‡ja og spennandi hluti. Eins og engill R 164.700 m/vsk Pentium 4 1.7GHz, 256MB, 24xCD-RW, 40GB HD, hljó›kort, 17” skjár, 64MB nVidia GeForce2 MX TV-out, Trend vírusvörn, Windows XP, Harman Kardon hátalarar, ísl. lyklabor› og mús, MS Works forritapakki, 3ja ára ábyrg› 19” skjár í sta› 17”: 18.900 DeskJet 845 prentari (USB): 9.900 Garner Elite II leikjapakki: 7.500 Logitech QuickCam: 9.800 56k V. 90 mótald: 3.900 BÚNAÐARBANKINN efnir til ráðstefnu um fjármál eldri borgara í Súlnasal Hótels Sögu í dag, þriðjudaginn 16. apríl, frá 13.30–17. Árni Tómasson, bankastjóri Búnaðarbankans, setur ráðstefnuna. Jón Kristjánsson, heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra flytur ávarp. Gylfi Magnússon, dósent við viðskipta- og hag- fræðideild Háskóla Íslands, flytur erindi um skattlagningu lífeyristekna, Sólon R. Sigurðs- son, bankastjóri Búnaðarbank- ans ræðir um fjármálaþjónustu við eldri borgara, Ásgeir Jó- hannesson ráðgjafi fjallar um eignir og tekjur eldri borgara, Tryggvi Þór Herbertsson, for- stöðumaður Hagfræðistofnun- ar, fjallar um breytta aldurs- samsetningu og kostnað vegna snemmtöku eftirlauna og Bene- dikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara, ræðir loks um hrörnun al- mannalífeyriskerfisins. Á fund- inum verða niðurstöður nýrrar Gallupkönnunar um fjárhag eldri borgara kynntar. Fundin- um lýkur með pallborðsumræð- um. Ráðstefna um fjár- mál eldri borgara HAGNAÐUR af rekstri Síldar- vinnslunnar í Neskaupstað var 743 milljónir króna samkvæmt bráða- birgðauppgjöri. Þá er gert ráð fyrir því að rekstrarhagnaður allt árið verði 921 milljón króna. Þetta kom fram á aðalfundi SVN fyrir helgina, en á síðasta ári var tap á rekstri fé- lagsins. Á fundinum var samþykkt að greiða hluthöfum 12% fyrir síð- asta ár. Í áætlunum félagsins er gert ráð fyrir að fiskimjölsverksmiðja félags- ins taki á móti um 155 þúsund tonn- um af hráefni og að fiskiðjuver fé- lagsins taki á móti 2.262 tonnum af bolfiski og 23.750 tonnum af síld og loðnu til frystingar og söltunar. Gert er ráð fyrir að bolfisktogarar félags- ins fiski samtals 6.198 tonn og að uppsjávarfiskiskipin fiski samtals 125.700 tonn. Gert er ráð fyrir að framleiðsluverðmæti í fiskimjöls- verksmiðju félagsins verði 2.419 milljónir króna, framleiðsluverð- mæti í fiskiðjuverinu verði 1.565 milljónir króna og að aflaverðmæti skipa félagsins verði 2.205 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að markaðir verði stöðugir og afurðaverð verði svipað og var í lok síðasta árs. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á olíu- verði á árinu og reiknað er með að ekki komi til launabreytinga umfram umsamdar hækkanir. Rekstrartekjur áætlaðar 4,6 milljarðar Miðað við framangreindar for- sendur er gert ráð fyrir að rekstr- artekjur árins verði 4.612 milljónir króna, rekstrargjöld verði 3.086 milljónir króna og hagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnsliði verði 1.525 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að afskriftir verði 495 milljónir króna og fjármagnsliðir nettó 117 milljónir króna. Þá er búið að taka tillit til áhrifa vegna verðlagsbreytinga uppá 150 milljónir króna, en gert er ráð fyrir að beita verðbólgureiknings- skilum vegna ársins 2002. Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta er áætlaður 913 milljónir króna og reiknaður tekjuskattur 164 milljónir króna. Hagnaður af reglulegri starf- semi eftir skatta er þannig 749 millj- ónir króna. Gert er ráð fyrir hagnaði vegna sölu hlutabréfa að fjárhæð 172 milljónir króna, að teknu tilliti til reiknaðra skatta og hagnaður ársins 2002 þannig áætlaður 921 milljón króna. Áætlað veltufé frá rekstri er 1.258 milljónir króna fyrir árið 2002. Á fundinum kynnti Björgólfur Jó- hannsson, framkvæmdastjóri SVN, einnig bráðabirgðatölur fyrir fyrstu þrjá mánuði yfirstandandi árs. Þær sýna hagnað af reglulegri starfsemi eftir skatta uppá 708 milljónir króna, þegar tekið hefur verið tillit til hagn- aðar af sölu hlutabréfa, ríflega 182 milljónir króna eftir skatta. Áhrif vegna hlutdeildarfélagsins Barðs- ness ehf. eru jákvæð um 35 milljónir króna eftir reiknaða skatta og þann- ig er hagnaður tímabilsins 743 millj- ónir króna eftir reiknaða skatta. Þá hefur verið tekið tillit til reiknaðra tekna vegna verðlagsbreytinga uppá tæplega 39 milljónir króna. Vöxtur í fiskeldi Kristinn V. Jóhannsson, stjórnar- formaður SVN, fjallaði meðal annars um áform um mikinn vöxt í fiskeldi Sæsilfurs, sem félagið tekur þátt í. Hann sagði meðal annars í ræðu sinni: „Sett verða út 1.200 þúsund seiði í kvíar Sæsilfurs í Mjóafirði í ár og rúm milljón næsta ár, en á ár- unum 2004–2007 er áætlað að setja út 2,1 milljón seiða. Byrjað verður að slátra laxi á hausti komanda og er reiknað með að slátra um 700 tonn- um. Hugsanlega flyst einhver hluti slátrunarinnar fram yfir áramót. Ár- ið 2004 verður framleiðslan komin í 4.000 tonn og árið 2006 í átta þúsund tonn, ef allt gengur eftir. Veltan er ekki áætluð mikil í ár, en strax á næsta ári er hún áætluð yfir einn milljarður og vex svo upp í tvö þús- und og fjögur hundruð milljónir árið 2006, sem er tæpur helmingur heild- arveltu Síldarvinnslunnar í fyrra skv. ársreikningi. Lítum svo á at- vinnusköpunina, sem fylgir þessum umsvifum. Í þessum tölum er gengið út frá að þriðjungur af laxinum sé unninn. Svonefnd bein þjónusta, sem þarna er talin í ársverkum, er neta- gerð, fóðurframleiðsla og pakkn- ingaframleiðsla, svo dæmi séu tekin. Ársverk í Mjóafirði verða að líkind- um orðin 5 í haust, en verða orðin 12 árið 2005. Hjá Síldarvinnslunni er aðeins reiknað með 3 ársverkum í ár, enda ekki byrjað að slátra fyrr en seint í haust. Á næsta ári verða þau 15, síðan 40 og fjölgar í 65 árið 2006. Við þetta bætast svo beinu þjónustu- störfin sem áður var getið og áætlað er að þau verði 10 á næsta ári, en 25 árið 2006. Líklega verður meirihluti þessara starfa í Neskaupstað og öll verða þau í Fjarðabyggð. Það er því ljóst, að ef vel tekst til getur laxeldið orðið mikil lyftistöng hér eystra, það fellur vel að grunnstarfsemi Síldar- vinnslunnar og getur stutt annað eldi,“ sagði Kristinn V. Jóhannsson. Hagnaður SVN í ár áætlaður 921 milljón króna Ljósmynd/Ágúst Blöndal Frá aðalfundi Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Samþykkt var að greiða hluthöfum 12% arð fyrir síðasta ár. KRISTINN Þ. Geirsson, fram- kvæmdastjóri SkjásEins, segir að vanskil stöðvarinnar frá apríl á síð- asta ári, vegna aðgangs að ör- bylgjukerfi Norðurljósa, hafi verið greidd upp síðastliðinn föstudag. Hann segist þá jafnframt hafa sent bréf til Norðurljósa og óskað eftir endurskoðun á þeirri ákvörðun fyr- irtækisins að ætla að rifta samn- ingnum við SkjáEinn um endur- varp stöðvarinnar í dreifikerfi Norðurljósa. Ragnar Birgisson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Norðurljósa, segir að SkjáEinum hafi verið sent bréf síð- astliðinn föstudag þar sem tilkynnt var um riftun á samningi stöðv- arinnar við Norðurljós um endur- varp í dreifikerfi Norðurljósa. SkjárEinn hafi í framhaldinu greitt vanskilin samdægurs. Ragnar segir að þar sem forstjóri og fjármála- stjóri Norðurljósa séu erlendis vilji hann að öðru leyti ekki tjá sig um samning fyrirtækjanna á þessu stigi. Kristinn segir að sú staðreynd að Norðurljós hafi tekið SkjáEinn inn á sitt dreifikerfi eigi sér ákveðinn aðdraganda. Um hafi verið að ræða sátt við Póst- og fjarskiptastofnun því það væri ákveðnum vandkvæð- um háð að SkjárEinn byggði upp sitt eigið dreifikerfi. Þá truflist sendingar milli aðila og sáttin hafi gengið út á að um yrði að ræða eitt kerfi sem allir færu inn á. Vanskil SkjásEins við Norðurljós hafa verið greidd upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.