Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ STEFNT er að því að auglýsa deiliskipulagstillögu norður- svæðis Vatnsenda formlega í vikunni. Á svæðinu mun rísa blönduð íbúðarbyggð fyrir um 1.500 íbúa í tæplega 500 íbúð- um. Áætlað er að uppbygging svæðisins geti hafist á næsta ári. Norðursvæði Vatnsenda er í austurhlíðum Vatnsenda- hvarfs. Það afmarkast af at- hafnasvæði og Vatnsenda- hvarfi til norðurs og vesturs, núverandi byggð við Dimmu og fyrirhugaðri íbúðarbyggð á svokölluðum F-reit og hverf- inu „Milli vatns og vegar“ til suðurs og austurs, en skipulag þessara tveggja reita hefur verið umdeilt meðal íbúa Vatnsendasvæðisins. Í greinargerð með skipu- lagstillögunni segir að skipu- lagssvæðið sé 41 hektari að flatarmáli en þar af sé íbúðar- svæðið um 30 hektarar. Gert er ráð fyrir um 480 nýj- um íbúðum á svæðinu og segir í greinargerðinni að leitast hafi verið við að byggðin fái að stórum hluta yfirbragð sér- býlishúsabyggðar, falli vel að umhverfi svæðisins og núver- andi byggð þó að einnig sé gert ráð fyrir fjölbýlishúsum á svæðinu. Fyrirhugað bygging- arsvæði liggur í landhalla og frá því er mikið og fagurt út- sýni yfir Elliðavatn og Heið- mörk og allt að Hengilssvæð- inu, Vífilfelli og Bláfjöllum, að því er segir í greinargerðinni. Húsin ein til þrjár hæðir Deiliskipulagið er fellt að tíu einbýlishúsum og einum sum- arbústað sem fyrir eru á svæð- inu en aðrar byggingar verða fjarlægðar. Áætlaður íbúa- fjöldi er tæplega 1.500 íbúar sé miðað við þrjá í íbúð. Fjölbýlis- húsin verða tveggja og þriggja hæða auk kjallara en sérbýlis- húsin ein til tvær hæðir. Gert er ráð fyrir 68 nýjum einbýlis- húsum, 20 íbúðum í tvíbýli, 30 íbúðum í raðhúsum, 65 íbúðum í klasahúsum, 297 íbúðum í fjölbýli og einu sambýli fyrir fatlaða. Þá má byggja hesthús ásamt gerði á tilteknum lóðum en gert er ráð fyrir að núver- andi hesthús á tveimur lóðum verði færð og endurbyggð. Tvö bílastæði eru ráðgerð innan lóðar fyrir hverja íbúð í fjölbýli og í klasahúsum og skal helmingur þeirra vera í stakstæðri bílageymslu eða bílakjallara. Á einbýlishúsa- lóðum er miðað við þrjú bíla- stæði innan lóðar en tvö í tví- býli, parhúsum og raðhúsum. Heildstæður grunnskóli og tveir leikskólar verða á svæð- inu samkvæmt skipulaginu auk fyrrnefnds sambýlis fyrir fatlaða. Þá er hverfisverslun fyrirhuguð austan gatnamóta Vatnsendavegar og Elliða- hvammsvegar en svæðið er hluti stærri skipulagsheildar í Vatnsenda og verður ýmis þjónusta sameiginleg með henni. Aðkoma um Vatnsenda- hvarf fyrst um sinn Í tillögunni er aðkoma að byggðinni sýnd um Vatns- endaveg sem tengist í norðri við Arnarnesveg og Vatns- endahvarf sem tengist Breið- holtsbraut í norður. „Vatns- endahvarf miðlar í byrjun allri umferð að og frá svæðinu en kemur til með, er gatnakerfið verður að fullu mótað, að taka aðeins við umferð sem kemur úr vestri eftir Breiðholtsbraut og hleypa einungis umferð inn á Breiðholtsbraut til austurs,“ segir í greinargerðinni. Mislæg gatnamót við Arnar- nesveg og Breiðholtsbraut munu í seinni áfanga tengja íbúðarsvæðið um Vatnsenda- veg en í suður og vestur teng- ist deiliskipulagssvæðið Garðabæ og Salahverfi. Þá verður núverandi aksturs- tenging Vatnsendavegar og Breiðholtsbrautar við Skyggni lögð niður. Loks er gert ráð fyrir að almenningsvagnar aki um Vatnsendaveg. Á svæðinu verða gönguleið- ir þar sem gert er ráð fyrir æf- ingastöðvum eða leiktækjum á völdum stöðum en við jaðar svæðisins munu liggja reiðleið- ir. Hvað varðar opin svæði liggur svæðið að stóru opnu svæði til vesturs í Vatnsenda- hvarfi auk þess sem inni í hverfinu verða græn svæði sem nýtast fyrir göngu- og reiðleiðir, leiksvæði og trjá- rækt. Loks verða opin svæði til leikja og útiveru innan deili- skipulagsins, þ.e. grenndar- vellir og trjáræktarsvæði, ásamt leikskóla og grunn- skóla. Hönnun skipulagsins var í höndum Smára Smárasonar arkitekts auk starfsmanna Bæjarskipulags Kópavogs. Að sögn Birgis Sigurðssonar, skipulagsstjóra í Kópavogi, er ráðgert að uppbygging svæð- isins geti hafist á næsta ári en tillagan verður auglýst lög- formlega á næstu dögum. Hægt verður að kynna sér til- löguna á bæjarskipulagi Kópa- vogs, Fannborg 6, eftir að hún hefur verið auglýst og er aug- lýsingatíminn fjórar vikur. Eftir það hefur fólk tvær vikur til að gera athugasemdir ef einhverjar eru. Deiliskipulagstillaga 1.500 manna íbúðarbyggðar á norðursvæðinu auglýst á næstu dögum Uppbygging hefj- ist á næsta ári Vatnsendi                               ÚRSKURÐARNEFND skipulags- og byggingamála hefur ógilt þá ákvörðun borg- arráðs að fella útbyggingar- reit fyrir vinnustofu á Laug- arnestanga 65 þar sem hús Hrafns Gunnlaugssonar kvikmyndagerðarmanns stendur. Segir í úrskurðinum að með því hafi réttur Hrafns verið skertur verulega um- fram það sem þörf var til að ná fram lögmætum markmið- um og að ekki hafi verið gætt sem skyldi jafnræðis gagn- vart eigendum nágrannalóð- anna. Forsaga málsins er sú að árið 1990 var unnin deili- skipulagstillaga fyrir Laug- arnestanga þar sem gert var ráð fyrir um 100 fermetra vinnustofu á lóð Hrafns norð- an við hús hans og tveimur 100 fermetra vinnustofum við húsið númer 62. Borgarráð ákvað að auglýsa þessa til- lögu en ekki kom til sam- þykktar hennar. Í mars árið 1991 staðfesti borgarráð lóðarafmörkun og viðbyggingu vinnustofu við húsið númer 62 og á afstöðu- mynd vegna þeirrar viðbygg- ingar var sýndur byggingar- reitur fyrir vinnustofu norðan við hús Hrafns. Sömuleiðis er byggingarreit- urinn sýndur á teikningum vegna viðbyggingar og sól- skála við hús hans, en þær teikningar voru staðfestar í borgarráði í júlí árið 1991. Tillaga að lóðarmörkum lóð- arinnar var samþykkt og síð- ar staðfest af borgarráði í ágúst sama ár og var um- ræddur byggingarreitur sýndur á þeim uppdrætti. Lóðarmörk færð vegna fornminja Í janúar 1993 sótti Hrafn um að fá að byggja vinnu- stofuna eftir að hann hafði látið teikna hana. Í kjölfarið kom í ljós að fornminjar voru á byggingarreitnum og því var gerð tillaga að breyttum lóðarmörkum þannig að spildan með fornminjunum yrði utan þeirra en í staðinn kæmi spilda að sunnanverðu. Hrafn lét teikna breytingarn- ar og var hin nýja afmörkun lóðarinnar samþykkt á fundi skipulagsnefndar í nóvember 1993 þar sem gert var ráð fyrir vinnustofu á suðurhluta lóðarinnar. Sú samþykkt var ekki staðfest af borgarráði. Í maí og júlí 1996 barst Hrafni uppdráttur frá Borg- arskipulagi að afmörkun lóð- ar hans þar sem ekki var gert ráð fyrir byggingareitn- um undir vinnustofuna. Þrátt fyrir að hann gerði athuga- semdir við þetta voru ný mörk lóðarinnar samþykkt og staðfest af borgarráði síð- ar sama ár. Í nýju deiliskipulagi, sem samþykkt var í borgarráði í september árið 2000 er ekki gert ráð fyrir umræddum byggingarreit. Gerði Hrafn athugasemdir við þetta með- an á lögformlegu auglýsing- ar- og athugasemdatímabili stóð. Segir í bókun fulltrúa R- lista á skipulagsnefndarfundi í september 2000 að í stefnu- mótun um svæðið sé lögð áhersla á mikilvægi þess sem almenns útivistarsvæðis með góðu aðgengi almennings og því komi tillögur um aukið byggingarmagn á kostnað al- menns útivistarsvæðis ekki til greina. Í kjölfar samþykktarinnar skaut Hrafn málinu til úr- skurðarnefndar skipulags- og byggingarmála þar sem farið var fram á að samþykktin yrði felld úr gildi að því er varðar niðurfellingu á bygg- ingarreitnum á lóð hans. Nýtingarhlutfall lægra en hjá nágrönnum Í niðurstöðu úrskurðar- nefndarinnar segir að fallist sé á það með Reykjavíkur- borg að engin ákvörðun um byggingarreitinn eða leyfi til byggingar vinnustofu á lóð kæranda hafi verið staðfest af borgarráði eða borgar- stjórn eins og áskilið er sam- kvæmt skipulags- og bygg- ingarlögum. Því hafi Hrafn ekki átt lögvarinn rétt til byggingar vinnustofunnar. Hins vegar er á það bent að nýtingarhlutfall tveggja ná- grannalóða Hrafns sé 0,3 en á lóð hans sé það um helm- ingi lægra eða um 1,5 sem sé undir þeim mörkum Aðal- skipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir á umræddu svæði. Þá segir að ekki verði séð að sú staðreynd, að svæðið sé skilgreint sem almennt úti- vistarsvæði, réttlæti um- rædda skerðingu. Sömuleiðis hafi þau sjónarmið ekki verið ráðandi við skipulagsgerð á umræddu svæði. Ekki verði séð að þörf hafi verið fyrir þessa takmörkun á nýtingar- rétti Hrafns til að ná fram lögmætum markmiðum um útivistarsvæði og umferð al- mennings um svæðið, „sér- staklega þegar til þess er lit- ið að takmörkun þessi gekk þvert á það sem kærandi mátti vænta miðað við for- sögu málsins,“ segir í úr- skurðinum. Er það því niðurstaða nefndarinnar að ógilda sam- þykkt deiliskipulag fyrir Laugarnes, að því er varðar lóðina númer 65 á Laugar- nestanga. Morgunblaðið/Golli Í deiliskipulagi frá árinu 2000 var ekki gert ráð fyrir byggingarrétti fyrir vinnustofu á lóð Hrafns og hefur úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála ógilt þá ákvörðun. Deiliskipulag ógilt varðandi lóð Hrafns Gunnlaugssonar Laugarnes 103 UMSÓKNIR bárust um 26 einbýlishúsalóðir á Völlum í Hafnarfirði en það er nýtt íbúðahverfi sunnan við íþróttamið- stöð Hauka á Ásvöllum. Þá bárust fjölmargar umsóknir frá verktökum um lóðir undir rað- og fjölbýlishús og er þar um að ræða allt að 200 íbúðir í slíkum húsum. Það er fyrsti áfangi íbúðasvæðisins sem um- sóknirnar taka til þar sem alls er gert ráð fyrir á þriðja hundrað íbúðum að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ. Þar segir að framvinda máls- ins verði sú að dregið verði úr innkomnum um- sóknum 18. apríl næst- komandi samkvæmt út- hlutunarreglum sem bæjarráð hefur sam- þykkt. „Hinn 1. maí næst- komandi er síðan gert ráð fyrir að þeir sem uppfylla skilyrði sam- kvæmt úthlutunar- reglum dragi númer sem segir til um hvar þeir eru í röðinni við að velja sér. Þá fá lóðarhafar viku til að kynna sér staðhætti og eiginlegt lóðarval þeirra fer síðan fram 8. maí,“ segir í tilkynning- unni. Fjórir um hverja einbýlis- húsalóð á Völlum Hafnarfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.