Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 52
FRÉTTIR 52 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í Frímerkjablaðinu, 1. tbl., 3. árg., segir Þór Þorsteins frá því, að gefa átti út árið 1896 tveggja aura frí- merki. Telur Þór sig hafa hér dottið niður á athyglisverða uppgötvun í skjölum póstmeistaraembættisins. Ég sá ástæðu til, að á það yrði bent í næsta tölublaði Frímerkja- blaðsins, að hér er ekki um neina uppgötvun að ræða hjá Þór Þor- steins, því að þetta er löngu vitað, hafi menn á annað borð lesið bókina Íslenzk frímerki í hundrað ár. Setti ég því saman greinarkorn til þess að leiðrétta misskilning Þórs um þetta fyrirhugaða tveggja aura frímerki. Þar sem útgáfu Frímerkjablaðs- ins hefur því miður verið frestað um einhvern tíma, sé ég ástæðu til að taka þennan þátt úr sögu íslenzkra frímerkja upp hér í frímerkjaþátt minn, svo að lesendur Frímerkja- blaðsins þurfi ekki að bíða öllu leng- ur að vita hið sanna í þessu máli. Annars leit ég svo á og er enn sömu skoðunar, að viðbætur eða leiðrétt- ingar við það, sem missagt kann að koma fram í Frímerkjablaðinu, mál- gagni safnara, eigi fyrst og fremst heima þar, en ekki annars staðar. Hér kemur samt sú athugasemd, sem ætluð var í Frímerkjablaðið. Í síðasta Frímerkjablaðinu, 1. tbl., 3. árg., sem kom út á liðnu ári, slær Þór Þorsteins eftirfarandi frétt upp með stóru letri: Fyrirhugað 2ja aura frímerki 1896. Síðan er birt mynd af þess konar frímerki, eins og það hefði væntanlega litið út, hefði það séð dagsins ljós. Hér telur Þór sig hafa dottið niður á athyglisverða uppgötvun í skjölum póstmeistara- embættisins. Í þessu dæmi hefði hann að ósekju mátt minnast á það, sem segir ein- mitt um hugsanlegt tveggja aura frí- merki á 181. bls. í bókinni Íslenzk frí- merki í hundrað ár. Ég leyfi mér vegna lesenda blaðsins, bæði hér á landi og erlendis, að vitna í það, sem ég segi í bók minni. Einn kafli henn- ar nefnist Hugmyndir um ný íslenzk frímerki í lok 19. aldar. Þar eru rakt- ar tilraunir ýmissa manna til þess að auka eitthvað fjölbreytni íslenzkra frímerkja. Þorleifur Jónsson, sem var eig- andi og ritstjóri Þjóðólfs um nokkurt skeið og síðar póstmeistari í Reykja- vík, birti ritgerð í blaði sínu, sem nefndist Frímerki og frímerkjasöfn- un. Er næsta öruggt, að hann hefur verið höfundur þessarar greinar. Er þetta fyrsta grein, sem ég hef rekizt á, þar sem rætt er um að gefa út ný frímerki. Næstu ár á eftir var þessu máli haldið vakandi og þá ekki sízt bent á þann hagnað, sem hafa megi af útgáfu nýrra íslenzkra frímerkja, enda þau eftirsótt af söfnurum. Árið 1893 kom Alþingi saman. Fluttu þá fjórir þingmenn neðri deildar tillögu til þingsáyktunar um það „að láta búa til og innleiða ný ís- lenzk frímerki“, eins og tillagan var orðuð. Ekki urðu miklar umræður um hana í deildinni, enda var hún samþykkt nær einróma. Í efri deild átti hún hins vegar litlu fylgi að fagna. Þar var hún líka svo rækilega felld, að einungis einn maður greiddi henni atkvæði. Mun þar hafa skipt miklu, að sjálfur landshöfðinginn snerist öndverður gegn henni. Lesa má nánar um þetta í bók minni. Á Alþingi 1895 var málið tekið upp aftur, og horfði nú betur um afdrif þess, því að fjárlaganefnd neðri deildar tók það upp á sína arma og flutti um það frumvarp í sjö greinum. Verður ekki annað sagt en þar hafi gætt mikillar framsýni, enda áttu eftir að líða margir áratugir þar til það komst í framkvæmd í frímerkja- sögu okkar, sem hér var lagt til. 3. grein frumvarpsins hljóðaði svo: „Hin nýju frímerki skulu vera sem einkennilegust og fegurst að allri gjörð. Verðgildum skal öllum haldið sömu og áður, að viðbættum 25 og 30 aura almennum frímerkjum.“ Fram- sögu í málinu fyrir hönd fjárlaga- nefndar hafði Þórhallur Bjarnarson prestaskólakennari og síðar biskup. Ekki er ástæða til að fjölyrða um það, sem hann sagði, en hann gat þess, að samráð hefði verið haft við landshöfðingjann um málið. Kom þar fram, að landshöfðingi sæi engin þau ákvæði í frumvarpinu, sem gætu komið í veg fyrir staðfestingu þess hjá dönsku stjórninni og konungi. Var það veruleg breyting frá þinginu 1893. Einn þingmaður deildarinnar kvaddi sér hljóðs um frumvarpið, en hann var meðmæltur því í öllum að- alatriðum. Hann taldi óhentugt að bæta við 25 og 30 aura frímerkjum. Lagði hann til að hafa aðeins annað verðgildið, 25 aura frímerki. Þá taldi hann heppilegast að hafa aðeins 2 aura frímerki af lágu verðgildunum. Lagði hann fram breytingartillögu við 3. grein um þetta efni. Féllst fjár- laganefndin á þessa breytingartil- lögu við greinina. Þannig var frum- varpið einróma samþykkt með áorðnum breytingum og sent til efri deildar. Mælti formaður fjárlaga- nefndar þeirrar deildar eindregið með samþykkt þess. Var svo gert í einu hljóði umræðulaust. Upphaf 3. greinar var óbreytt, en niðurlagið hljóðaði svo eftir breyt- ingu neðri deildar: „Verðgildum skal haldið sömu og áður, að viðbættum 1 eða 2 og 25 aura almennum frímerkj- um.“ Frumvarpið fór síðan um hend- ur landshöfðingja til dönsku stjórn- arinnar. Í bréfi hans til hennar kemur skýrt fram, að hann er and- vígur nýrri frímerkjaútgáfu eins og 1893. Hann vill hins vegar ekki ganga gegn eindregnum vilja Alþingis. Svo fór, að konungur synjaði staðfesting- ar frumvarpsins um ný frímerki og gerði það samkvæmt tillögu ráðgjaf- ans fyrir Ísland. Þar með rann þessi viðleitni alþingismanna og vafalaust ýmissa utanþings um ný frímerki út í sandinn. Árið 1900 var svo gefið út 25 aura merki, en einseyris frímerki sá ekki dagsins ljós fyrr en áratug síðar og 2 aura frímerki aldrei. Af framansögðu er ljóst, að það er engin ný uppgötvun, eins og Þór Þorsteins heldur fram, að útgáfa 2 aura frímerkis hafi verið í undirbún- ingi árið 1896. Þar sem frumvarpið hlaut einróma samþykkt Alþingis 1895, var ekki nema eðlilegt, að ís- lenzk póstyfirvöld færu að undirbúa útgáfu slíks merkis á næstu mánuð- um eftir þinglok, enda hafa trúlega engir átt von á því, að danska stjórn- in gengi gegn eindregnum vilja Al- þingis, þótt sjálfur landshöfðinginn væri í raun við sama heygarðshornið og 1893, þegar hann fylgdi frum- varpinu úr hlaði með bréfi til dönsku stjórnarinnar. Það, sem segja má, að sé nýtt í frá- sögn Þórs, er bréfið frá Þorvaldi Jónssyni lækni og póstafgreiðslu- manni á Ísafirði í febrúar 1896. Aftur á móti kemur fram, að Þór hefur ekki athugað þá sögu, sem ég hef stiklað hér á, en lesa má betur um í bók minni. Hann segir um bréf Þorvalds: „ræðir hann um nýju póstfrímerkin (leturbreyting Þórs) og spyr hvort ekki verði leyft að selja þau undir eins og þau verði tilbúin þó ekki megi nota þau á þessu ári.“ Og Þór heldur áfram og segir: „Engin ný frímerki voru gefin út árið 1896 og hvað það var sem Þorvaldur ræddi um í bréfi sínu er nú óþekkt með öllu.“ Ég held, að svarið við því, sem Þorvaldur ræddi um, hafi komið fram hér að framan og raunar enn betur í bók minni og sé engan veginn óþekkt. Enn fremur segir Þór: „Nú vill svo til að Ísafoldarprentsmiðja prentar í desember 1895 nýtt eyðu- blað. Á það er nú skyndilega kominn reitur fyrir 2ja aura frímerki (hver örk á 2 kr.) sem ekki var á eldra eyðublaðinu, þannig að öruggt má telja að Póstmeistari taldi, að slíkt merki yrði gefið út.“ Hér er einungis komin ein sönnun til viðbótar því, sem ég hélt fram á sínum tíma, að al- þingismenn og póstyfirvöld hér heima hafa ekki trúað öðru en danska stjórnin og konungur stað- festu umyrðalaust eindreginn vilja Alþingis í þessu máli árið 1895. Þannig hljóðar sú athugasemd, sem ég hlaut að gera við þá fullyrð- ingu Þórs Þorsteins, að hann hafi fyrstur komið auga á þá fyrirætlun póstyfirvalda að gefa út tveggja aura frímerki árið 1896. Hún var kunn löngu áður, eins og skýrt kemur fram í því, sem að framan segir. Brot úr sögu íslenzkra frímerkja FRÍMERKI Tveggja aura frímerki 1896. Jón Aðalsteinn Jónsson Dagsöluturn m. grilli til sölu Vinsæll staður, sæti fyrir 20 manns, eigin fram- leiðsla á brauðmeti, hamborgurum, súpu og salatbar. Opið aðeins virka daga til kl 18.00. Selst vegna veikinda. Gott verð. FYRIRTÆKJASALA ÍSLANDS, Síðumúla 15, sími 588 5160, www.fyrirtaekjasala.is. TIL SÖLU Antik Ein elsta antikverslunin er til sölu vegna námsdvalar. Góð sambönd og þekking hér- lendis og erlendis. Kennsla fyrir kaupanda. Kaup á húsnæði eða langtímaleiga. Upplýsingar í síma 551 5222 eða 862 2322. SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA ■ www.nudd.is FÉLAGSLÍF  FJÖLNIR 6002041619 I Lf.  EDDA 6002041619 III  HLÍN 6002041619 IV/V Lf. I.O.O.F.Rb.4  1514168  MA.* I.O.O.F. Ob. 1 Petrus  1834168  Kallanir AD KFUK, Holtavegi 28. Fundur í kvöld kl. 20.00. Fundurinn fer fram í unglinga- rútunni. Farið verður í stutta óvissuferð. Allar konur velkomnar. Kristilegt félag heilbrigðisstétta Félagsfundur verður haldinn á Háaleitisbraut 58, 16. apríl kl. 20. Ingibjörg Hjaltadóttir hjúkrunar- fræðingur fjallar um lífsgæði aldraðra. Guðrún Dóra Guðmannsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur hug- leiðingu. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ST. JÓSEFSSPÍTALINN í Hafn- arfirði hyggst koma á skipulagðri leit að ristilkrabbameini. Til fjármögnunar á tækjabúnaði hefur Krabbameinsfélag Hafn- arfjarðar gengist fyrir söfnun með- al fyrirtækja og félagasamtaka. Rotaryklúbbur Hafnarfjarðar ákvað að gefa kr. 250.000 til þessa átaks, segir í fréttatilkynningu. Ljósmynd/ Guðni Gíslason Skúli Þórsson, formaður framkvæmdasjóðs, og Sigurþór Aðalsteinsson, forseti Rotaryklúbbsins, afhenda formanni Krabbameinsfélags Hafn- arfjarðar, Þóru Hrönn Njálsdóttur, framlagið. Gáfu fé til tækjakaupa MENNINGAR- og friðarsam- tök íslenskra kvenna halda op- inn fund miðvikudaginn 17. apríl kl. 20 í MÍR-salnum að Vatns- stíg 10 (bakhús). Fundurinn ber yfirskriftina „Umræðutorg um vatn“. Bergþóra Gísladóttir stjórnar umræðum um mikilvægi vatns í heiminum. Fjallað verður um auðlindina, umhverfissjónarmið, heilbrigði o.fl. Þátttakendur í umræðum verða: Freysteinn Sigurðsson jarðfræðingur á Orkustofnun, Ingólfur Gissurarson fulltrúi hjá Hollustuvernd, Nína Helgadótt- ir verkefnisstjóri hjá Rauða Krossi Íslands, Oddur Kr. Dag- bjartsson vélfræðingur og Þor- valdur Örn Árnason líffræðing- ur. Baldvin Halldórsson leikari les Vatnið eftir Nordahl Grieg og hljómsveitin 5TA Herdeildin flytur tónlist tengda vatni. Fundurinn er öllum opinn. Umræðutorg um vatn BANDARÍSKI geðlæknirinn Jonathan Shay heldur fyrirlestur á vegum Hugvísindastofnunar Há- skóla Íslands, í dag, þriðjudaginn 16. apríl, kl. 17.05 í Odda, stofu 101, og er hann öllum opinn. Jonathan Shay hefur sérhæft sig í geðrænum vandamálum uppgjafa- hermanna og starfar við Depart- ment of Veterans Affairs í Boston. Í fyrirlestrinum rekur Jonathan Shay efni bókar sinnar að hluta og ræðir um starf sitt með uppgjafaher- mönnum. Hann mun einnig tala um efni næstu bókar sinnar. Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku og er öllum opinn, segir í fréttatilkynningu. Hómer og nútímahernaður Fyrirlestur hjá Hugvísindastofnun SHEILA Jasanoff, prófessor í vís- indastjórnun og stjórnsýslufræðum við John F. Kennedy School of Go- vernment, Harvardháskóla, flytur opinberan fyrirlestur í boði Heim- spekideildar og Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn fer fram í Hátíðasal Háskólans í Aðal- byggingu, fimmtudaginn 18. apríl kl. 17.15. Allir eru velkomnir. Fyrirlesturinn nefnist Líftækni og stjórnmál í þekkingarþjóðfélögum og verður fluttur á ensku. Jasanoff fjalla um viðhorf til líf- tækni í nokkrum vestrænum þjóð- félögum. Hyggst hún einkum lýsa viðhorfum til líftækni í Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum og bera þau saman. Sheila Jasanoff hef- ur verið prófessor í vísindastjórnun og stjórnsýslufræðum við Har- vardháskóla frá árinu 1998. Áður starfaði hún við Cornellháskóla um tuttugu ára skeið, segir í fréttatil- kynningu. Fyrirlestur um líftækni og stjórnmál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.