Morgunblaðið - 20.04.2002, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 20.04.2002, Qupperneq 25
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002 25  Ólafur F. Magnússon og Margrét Sverrisdóttir flytja stutt ávörp.  Gísli Helgason og Herdís Hallvarðsdóttir leika nokkur lög.  Kaffi á könnunni. F-listinn opnar kosningaskrifstofu sína í Aðalstræti 9 (Miðbæjarmarkaði) í dag kl. 15-18 Við ætlum að ráða úrslitum! F-listinn Kosningaskrifstofa Aðalstræti 9, sími 552 2600, heimasíða: www.xf.is - netfang: xf @xf.is Hægt er að styrkja framboðið í síma 901 5101. Símtalið kostar 1.000 krónur. Kjörorð okkar er: FYRIRTÆKI sem skera niður markaðskostnað þegar kreppir að í efnahagslífinu hagnast minna en þau sem gera það ekki, þegar til lengri tíma er litið. Þetta kom fram á ráð- stefnu um markaðsstarf á samdrátt- artímum sem haldin var í gær. Á ráðstefninni fjallaði Marion Stern, sem er einn af æðstu stjórn- endum og meðeigandi í markaðs- rannsóknarfyrirtækinu PIMS í Bret- landi, um árangursríkar markaðs- aðgerðir á samdráttartímum. PIMS hefur verið leiðandi í rannsóknum á því hvernig haga megi markaðsstarfi á tímum samdráttar. Hún varaði stjórnendur fyrirtækja við að skera niður markaðs- og auglýsingakostnað þó að kreppti að í efnahagslífinu. Sagði Stern að úr gögnum sem unnin eru úr gagnabanka PIMS mætti ráða að þegar kreppti að í efnahagsmálum, borgaði sig fyrir fyrirtæki að bæta gæði þeirrar vöru sem þau bjóða. Það skilaði sér margfalt þegar efnahags- ástandið batnaði aftur. Efnahags- kreppa væri auk þess góður tími fyrir vöruþróun. Stern sagði að samkvæmt rann- sókn sem gerð var meðal breskra fyr- irtækja hafi komið í ljós að 119 fyr- irtæki af 183 skáru auglýsinga- kostnað niður við upphaf efnahags- samdráttar, 44 fyrirtæki hafi varið jafnmiklu fé til auglýsinga en 20 fyr- irtæki aukið kostnaðinn. Niðurstöður könnunarinnar hafi leitt í ljós að þau fyrirtæki sem skáru niður kostnaðinn hafi hagnast lítillega meira á meðan kreppunni stóð. Fyrstu tvö árin eftir kreppuna hafi þessi fyrirtæki hins- vegar skilað langminnstum hagnaði en þau sem lagt hafi meira fé í auglýs- ingar hafi hagnast mun meira þegar fram liðu stundir eða hátt í 30%, auk þess sem markaðshlutdeild þeirra jókst nærri helmingi hraðar eftir að kreppunni lauk. Huga þarf að ánægju viðskiptavina og starfsmanna Kristinn Ólafsson, markaðsstjóri IMG/Gallup, ræddi á ráðstefnunni um það hvernig íslensk fyrirtæki hafa brugðist við samdráttartímum. Sagði hann að könnun meðal stjórnenda ís- lenskra fyrirtækja sýndi að auglýs- ingakostnaður hefði hækkað í 27% fyrirtækjanna á árinu 2001 en þá hafi samdráttur einkennt umræðu um efnahagslífið. Sama könnun hafi sýnt að 51% stjórnenda hafi viljað eyða meira fé til markaðsstarfa á tímum efnahagslegrar niðursveiflu. Kristinn sagði að á samdráttartímum þyrftu fyrirtæki að leggja höfuðáherslu á þjónustu við viðskiptavini sína, til að tryggja ánægju þeirra, en um leið þyrftu fyrirtækin að huga að starfs- ánægju starfsfólks. Hann sagði að óyfirvegaður niðurskurður á mark- aðsstarfi á samdráttartímum gæti dregið úr samkeppnishæfni fyrir- tækja að samdráttartíma loknum. Niðurskurður geti leitt til óánægðra viðskiptavina, minni viðskiptatryggð- ar, óánægðra starsmanna, veikari vörumerkja og minni hagnaðar. Þannig sitji fyrirtæki eftir þegar efnahagslífið sveiflist upp á við á ný. Órökstuddur og óraunhæfur hönnunarkostnaður Iðunn Jónsdóttir, markaðsstjóri BYKO, lýsti á ráðstefnunni til hvaða aðgerða hefur verið gripið í markaðs- starfi fyrirtækisins á samdráttartím- um og í hverju það er frábrugðið starfinu á tímum stöðugleika. Hún sagði efnahagssamdrátt birtast á mismunandi hátt milli viðskiptahópa og því væri nauðsynleg reglubundin endurskoðun á markhópum. Sagði Ið- unn að í upphafi árs 2000 hafi sam- dráttur verið fyrirsjáanlegur og kall- að á ákveðnar breytingar í markaðsstarfi. Birtingaráætlanir hafi verið endurskoðaðar og dregið úr kostnaði við kynningarmál. Breyting- arnar hafi skilað um 16% söluaukn- ingu frá árinu 2000 til 2001. Gæði kynningarefnis og auglýsinga hafi batnað, þrátt fyrir að markaðskostn- aður hafi lækkað um 45 milljónir og aukið auglýsingaáreiti. Hún gagn- rýndi m.a. auglýsingastofur fyrir órökstudda og óraunhæfa verðlagn- ingu á hönnunarkostnaði. „Við höfum náð gífurlegum sparnaði sem gerir okkur kleift að auka auglýsingaáreiti og allar þær aðgerðir sem við höfum gripið til styrkja okkur og gera okkur kleift að takast á við samdráttartíma, án þess að gefa neitt eftir,“ sagði Ið- unn. Markaðs- starf í kreppu skilar sér Varhugavert að skera niður markaðs- og auglýsingakostnað í samdrætti Morgunblaðið/Þorkell Marion Stern, einn stjórnenda og meðeigandi breska markaðsrannsókn- arfyrirtækisins PIMS, á ráðstefnu um markaðsstarf á samdráttartímum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.