Morgunblaðið - 03.05.2002, Síða 56

Morgunblaðið - 03.05.2002, Síða 56
56 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ                     !  "  #   " BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. SENN líður að borgarstjórnakosn- ingum. R-listinn, hræðslubandalag vinstrisinna, býður nú fram í þriðja sinn í von um sigur. Athyglisvert er að nú hefur orðið sú breyting á, að gamlir kommar, lengst til vinstri, svo- kallaðir Vinstri grænir, hafa ekki bara náð lykilaðstöðu í framboðinu, heldur eru þeir gerðir að forystuafl- inu og fulltrúi þeirra látinn leiða listann. Þarna er því um mikla póli- tíska tímaskekkju að ræða og hlýtur að vera mörgum kjósendum verulegt áhyggjuefni, sérstaklega þeim sem aðhyllast frjálslynd viðhorf og vilja stuðla að framförum á sem flestum sviðum, borgarbúum til heilla. Framsókn lætur sig aftur hverfa Athyglisverðast er þó það að Framsóknarflokkurinn skuli enn og aftur láta sig hverfa inn í þetta hræðslubandalag vinstrimanna og nú undir forystu þessa róttæka vinstri- flokks. Stjórnmálaflokks, sem sann- arlega mun hér eftir sem hingað til, hafa allt á hornum sér og verða á móti öllu sem til heilla horfir í málefnum Reykvíkinga sem landsmanna. Fram- sóknarflokknum er kannski vorkunn, því þátttaka hans í vinstra samkrull- inu undanfarin ár hefur verulega dregið úr flokksstarfi hans í Reykja- vík og fylgið við hann þar minnkað mjög í samræmi við það. Þannig tóku einungis 16% flokksmanna þátt í könnun um áframhaldandi þátttöku í R-listanum og af þeim voru tæp 15% andvíg. Þetta sýnir betur en orð fá lýst hvernig komið er fyrir næst- stærsta stjórnmálaflokki þjóðarinnar til skamms tíma, í höfuðborg lýðveld- isins. Stjórnmálaflokki, sem áður fyrr höfðaði til hinnar þjóðlegu miðju, og hefði að sjálfsögðu átt að bjóða fram sem slíkur nú, með nýrri kynslóð frambjóðenda. Kosning Björns Bjarnasonar Fyrir okkur sem stutt hafa Fram- sóknarflokkinn og erum stuðnings- menn núverandi ríkisstjórnar kemur ekki til greina að kjósa úreltar vinstri áherslur við stjórn borgarmála og allra síst að taka undir þá draumsýn borgarstjóra þess efnis, að sigur R- listans í Reykjavík í komandi borg- arstjórnakosningum muni ráða úrslit- um um þróun mála í landsmálapólitík- inni. Þaðan af síður ber að styðja við áframhaldandi gegndarlausa skulda- söfnun, stóraukna skattheimtu og pólitíska óstjórn, sem einkennt hefur svo mjög valdatíma R-listans frá upp- hafi. „Stjórnviska“ Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur borgarstjóra hefur nefnilega valdið miklum vonbrigðum í einu mesta góðæri Íslandssögunnar. Þá „stjórnvisku“ ber alls ekki að heimfæra á landsvísu, þegar Ingi- björg haslar sér þar völl innan skamms. Kosning Björns Bjarnason- ar til borgarstjóra gæti því orðið bæði í senn nauðsynlegt andsvar við óraun- hæfri og hættulegri pólitískri draum- sýn núverandi borgarstjóra, og til heilla borgarbúum, og raunar þjóð- inni allri, eins og mál standa í dag. GUÐMUNDUR JÓNAS KRISTJÁNSSON, bókhaldari. Höfnum R-listanum Frá Guðmundi Jónasi Kristjánssyni: ÉG HEF alltaf verið þeirrar skoðun- ar að óæskilegt væri að sömu stjórn- sýslufulltrúar – t.d. í borgarstjórn, stjórnuðu mörg kjörtímabil í röð. Menn fara að umgangast fjármuni al- mennings sem sína eign og fyrir- greiðslupólitíkin fer að verða sérþjón- usta við þá sterkustu. Það leynir sér ekki að núverandi borgarstjórn hefur síðastliðið kjör- tímabil talið sig vera með það góða fylgisstöðu að hún þyrfti ekki að hlusta á aðra en þá sem borgarfulltrú- ar hafa valið sem forgangsaðila. Flugferð með fáeina útvalda, til að sýna þeim dýrð drottnandi höfðingja á kostnað – bendir til skammhlaups í skynseminni. Pólitíkusar eru klókir að nýta okk- ur kjósendur sér í hag fyrir kosning- ar, með því að vera sífellt að minna á sig og gefa okkur allskonar loforð, sem þeir ætla aldrei að efna í sam- ræmi við loforðið. Við kjósendurnir göngumst upp í þessu og finnst við vera bundnir þessum mönnum og kjósum alltaf það sama, sjálfum okk- ur til skaða. Hagsmunir heildarinnar byggjast ekki á því að við þjónum valdi pólitík- usa, heldur, að pólitíkusar þjóni sam- eiginlegum hagsmunum heildarinnar, óháð pólitískum skoðunum. Óvissan um það hvar atkvæðið fellur verður hvatning til að hugsa meira um heild- ina. Þess vegna þurfum við að skipta ört um pólitískt vald í stjórnsýslu. Vegna þessa tel ég rétt að skipta nú um pólitískt vald í borgarstjórn Reykjavíkur. Vegna framboðs Björns Bjarna- sonar sem borgarstjóraefni sjálfstæð- ismanna, kemur upp í hugann ávarp séra Jónmundar Halldórssonar prests á Stað í Grunnavík er honum var boðið að sitja borgarstjórnarfund í Reykjavík undir stjórn Bjarna Benediktssonar. Töluvert hafði verið um fólksflutninga úr Grunnavík og suður. Í ávarpi sínu sagði séra Jónmund- ur: „Mig dreymdi ekki alls fyrir löngu að ég kom til himnaríkis og hitti þar fyrir sjálfan Sankti-Pétur. Hinn heil- agi faðir leit á mig byrstur á svip og spurði: „Séra Jónmundur! Hvað hef- ur þú gert við sálirnar sem þér var trúað fyrir norður í Grunnavík?“ Mér hnykkti ekki lítið við þessa spurningu postulans. En þegar ég hafði áttað mig örlítið, svaraði ég skömmustuleg- ur: „Þær eru víst flestar komnar til hans Bjarna Benediktssonar.“ Þá brosti hinn heilagi faðir, tók upp lyklakippu sína og hleypti mér inn í hina himnesku sælu.“ (Ársrit sögu- félags Ísfirðinga). Það er því ekki ólíklegt að Pétri sé allvel til Björns. Það gæti því komið landbyggðarprestum vel á mikilvægri stund, ef Björn kæmist að sem borg- arstjóri í Reykjavík. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Hamrabergi 5, Reykjavík. Handhafi valds í eina sek- úndu á fjögurra ára fresti Frá Guðvarði Jónssyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.