Morgunblaðið - 12.05.2002, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 12.05.2002, Qupperneq 48
48 SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                                        BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ var í byrjun árs 1994 sem ég hitti Gunnar Marel í fyrsta skipti er hann kom til mín til að athuga með búnað fyrir víkingaskip. Í fyrstu hlustaði ég á áætlanir hans með ör- litlum efasemdum þar sem mér fannst það nánast út úr myndinni að einstaklingur hefði getu og áræði til að ráðast í slíkt stórvirki. Eftir nokk- urra mínútna samtal hafði þessi nú- tíma víkingur hrifið mig með sér og sannfært mig um að hann væri fær um verkefnið. Meðan á smíðinni stóð fór ég margar ferðir til að skoða skip- ið og dást að smíðinni og fylgjast með hvernig Gunnar leysti öll þau flóknu atriði sem fylgja því að smíða vík- ingaskip. Með hverri ferðinni óx hrifning mín á skipinu og álit mitt á Gunnari. Þegar skipið var fullsmíðað fór ég enn einu sinni til að virða fyrir mér afrekið. Er ég stóð fyrir framan stefni skipsins og horfði á fagrar línur þess, datt mér í hug sú samlíking að skip sem þessi hafi verið nokkurskon- ar þotur víkingana, svo rennilegur er skrokkur þessara skipa. Gunnari tókst sitt ætlunarverk og ég sé engan annan núlifandi Íslending sem gæti leikið þetta eftir honum. Gunnar lét ekki þar við sitja, heldur safnaði liði og sigldi til Ameríku eins og frægt er orðið. Hann og hans skipshöfn luku siglingunni með miklum sóma og við Íslendingar erum öll stolt af þessari fræknu ferð þessa duglega fólks. Fjölmiðlar hér heima og erlendis höfðu uppi hástemmd lýsingarorð og landafundanefnd var rígmontin af af- rekinu. En hvar er þakklæti okkar til Gunnars, jú eitthvað í orði en lítið á borði. Verkefnið hefur kostað hann allt sem hann á og mikið meira enn það. Í dag er hann skuldugur vegna þess sóma sem hann sýndi íslensku þjóðinni. Ég hef ekki hitt einn einasta mann sem ekki er því fylgjandi að reynt verði að aðstoða Gunnar til að komast frá þessu án þess að hann missi allt sitt, hann á annað skilið. Ágætu ráðamenn þessarar þjóðar: Ég skora á ykkur að taka á málinu af festu og öryggi við að koma skipinu til Íslands aftur og tryggja Gunnari þá fjármuni sem hann á inni hjá okk- ur Íslendingum fyrir sína stórkost- legu landkynningu. Skipinu skal síð- an fundinn góður staður þar sem koma má upp sýningu er sýnir smíð- ar og siglingar forfeðra okkar. JÓHANN ÓLAFUR ÁRSÆLSSON, Víðivangi 22, Hafnarfirði. Víkingaskipið Íslendingur Frá Jóhanni Ólafi Ársælssyni: Morgunblaðið/Þorkell Víkingaskipið Íslendingur og áhöfn. ÞESSIR ógnaratburðir sem eiga sér stað um þessar mundir í Palestínu eru í augum flestra hörmulegir og mikil vonbrigði fyrir alla, líkt og sjálf- an mig, sem leit á Bandaríkin sem talsmann hins frjálsa heims og Ísr- aelsmenn sem þjóðina sem hrakin um aldir, hötuð og myrt, fékk annað tæki- færi. En nú sýnir það sig því miður að meirihluti Bandaríkjamanna virðist ótrúlega óupplýstur og heilaþveginn og Ísraelsmenn sýna á sér þessa þjóð- ernisofstækishlið, sem líklega er ein helsta ástæða gyðingaofsókna fyrri tíma. Ástæða þess að Bandaríkja- menn stöðva ekki þennan hrylling samstundis er aðallega fjárhagslegs eðlis. Gyðingar í Bandaríkjunum eru geysilega öflugur þrýstihópur sem styður endurreisn fyrirheitna lands- ins í blindu trúarofstæki og eins og fyrirkomulag forsetakosninga er í Bandaríkjunum verður vesalings for- setaframbjóðandinn að dansa í kring- um gullkálfinn, líka eftir að í Hvíta húsið er komið. Hinn almenni borgari í Bandaríkjunum er mataður á ein- hliða síonískum áróðri, sem er svo veruleikafirrtur að flestir sæmilega upplýstir jarðarbúar fyllast viðbjóði og sorg yfir heimsku mannanna. Það er líka alveg ljóst að Sameinuðu þjóð- irnar eru máttlaus pappír þegar á hólminn er komið. Það er sömuleiðis kaldranalegt að drjúgur hluti sann- kristinna (að eigin sögn) álítur Ísr- aelsmenn guðs útvöldu þjóð og öðrum betri og byggir það aðallega á því að Jesús fæddist í Betlehem, en lítur framhjá því að einmitt trúarleiðtogar gyðinga létu krossfesta frelsarann fyrir að gefa sig út fyrir að vera Messías og hafa aldrei viðurkennt hann. Ef þessir bláeygu stuðnings- menn Sharons í baráttunni taka til að mynda ekkert mark á skoðunum Martins Lúters eða kaþólsku kirkj- unnar um síonisma veit ég ekki hvar annars staðar en úr Gamla testa- mentinu þeir fá þessar hugmyndir. Það er eins og mig minni að einhvers staðar í Nýja testamentinu vari Jesús við falsspámönnum sem komi fram í hans nafni en gangi í raun erinda ann- ars og heldur óskemmtilegri aðila. JÓNATAN KARLSSON, Hólmgarði 34, Reykjavík. Tímanna tákn Frá Jónatani Karlssyni:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.