Morgunblaðið - 13.06.2002, Side 2

Morgunblaðið - 13.06.2002, Side 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isArgentínska þjóðin er í sárum eftir HM/C4 Bjarki er kominn í raðir Skagamanna/C1 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í Á FIMMTUDÖGUM Morgunblaðið/Arnaldur Vegna hita og þurrka þarf að vökva gróðurinn í borginni með stórvirkum tækjum. Hitinn í Reykjavík mældist 20 gráður kl. 20 í gærkvöldi. HITAMET var slegið í Reykjavík á þriðjudag þegar hitinn fór upp í 22,4 stig og er það mestur hiti sem mælst hefur í Reykjavík í júnímánuði frá því að nútímamælingar hófust. Hæstur hiti fram að því var 20,7 gráður sem mældist 6. júní 1954, að sögn Björns Sævars Einarssonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Ís- lands, og segir hann að júníhitamet- ið hafi verið slegið vel og rækilega í ár. Hann segir að mestur hiti sem mælst hafi í Reykjavík sé 24,3 stig og var það 9. júlí 1976. Daginn eftir var reyndar næstum jafnheitt, en hitinn þá fór upp í 24,2 gráður, þannig að segja má að það hafi komið tveir ein- staklega heitir dagar í röð það árið. Björn á von á áframhaldandi blíðu hér suðvestanlands. „Það má gera ráð fyrir að það verði framhald á. Það verða austlægar áttir og vænt- anlega hlýjast suðvestan- og vest- anlands. Hitinn gæti farið upp í 18 stig hér á Suðvesturlandinu,“ bendir hann á. Ekki líklegt að fleiri hitamet falli í bráð Aðspurður hvort hann geri ráð fyrir að fleiri hitamet falli á næstu dögum, segist hann ekki búast sér- staklega við því. „Það er alltaf erfitt að fella svona hitamet, sérstaklega í Reykjavík, þar sem mikil hætta er á innlögn með vestanvindi frá hafi og þá dettur hitinn niður,“ bætir hann við. Björn segir að óvenjulegt sé að það sé svona hlýtt í veðri snemma í júní en bendir á að það eigi sér sínar skýringar. Að hans sögn hefur verið lægð sunnan við landið undanfarna daga og hæð fyrir norðan og þá ber- ist austlægar áttir og heitt loft sunn- anfrá, en loft þetta á uppruna sinn á meginlandi Evrópu. Íbúar Norður- og Austurlands hafa ekki notið sömu blíðu og aðrir landsmenn upp á síðkastið og segir Björn að þar hafi verið þoka og súld, þótt eitthvað virtist vera að rofa til á sunnanverðum Austfjörðum í gær. Næsta helgi er löng helgi og er líklegt að margir leggist í ferðalög og elti veðrið, en hvert ætli sé best að halda? „Það spáir austan- og norðaustanátt um helgina og það er útlit fyrir súld eða rigningu á aust- anverðu landinu, en skýjað með köfl- um og síðdegisskúrir vestantil. Þannig að það lítur út fyrir að besta veðrið verði á vestanverðu landinu,“ segir Björn og ítrekar að það verði hlýtt áfram. Búist við hlýindum næstu daga ÞAÐ hefur vart farið framhjá neinum að Heimsmeistara- keppnin í knattspyrnu stend- ur sem hæst um þessar mund- ir og er áhrifa hennar farið að gæta á fáeinar starfstéttir í landinu. Að sögn Sigurðar Árnason- ar, rekstrarstjóra hjá BM Vallá, hefur starfsemi í bygg- ingariðnaði raskast lítillega, þar sem leikir á mótinu eru sýndir klukkan hálfsjö flesta morgna vikunnar. „Ég tek ekki eftir að menn láti síðari leikina hafa áhrif á vinnuna, heldur láta menn freistast yfir leiknum klukkan hálfsjö. Starfsemin fer þar af leiðandi seinna af stað á daginn en vanalega, en hún stöðvast ekki,“ segir hann. Hann segir, aðspurður hvort unnið sé lengur fram á kvöld, svo ekki vera heldur sé reynt að vinna hraðar í stað- inn. „Það eru brettar upp ermarnar eins og maður seg- ir. Það þýðir ekkert annað þegar menn eru að skemmta sér að morgni,“ bætir hann við. Fáir til að taka við steypunni Sigurður segist ekki verða mikið var við knattspyrnu- áhorf starfsmanna BM Vallár, það hafi hins vegar borið við að fáir aðilar séu á staðnum til að taka við steypunni þegar þeir komi á sum byggingar- svæðin. „Við höfum ekki gefið leyfi til að starfsfólk mæti síð- ar. Menn fylgjast með í tölv- unni hjá sér í stað þess að vera heima,“ bendir hann á og segir að hann viti ekki til þess að starfsmenn hafi farið í sumarfrí gagngert á þessum tíma til að horfa á HM. Hann segist ekki hafa heyrt annað en að því hafi almennt verið vel tekið af atvinnurek- endum að vinnutímanum væri hliðrað smávegis til út af keppninni og bendir á að menn taki þessu með jafnað- argeði og bíði eftir að mótinu ljúki. „Ég hef helst merkt áhrifin í þessari viku þegar riðlarnir eru að klárast og þetta getur orðið verra eftir því sem líður á og meiri spenna fer að fær- ast í leikinn. Ég tek ekki eftir minni afköstum, heldur eru menn bara duglegri fyrir vik- ið þegar þeir mæta til vinnu,“ lýsir Sigurður. HM hefur áhrif á byggingariðnaðinn í landinu Starf- semin fer seinna af stað UM HELGINA verða opnaðir tveir af helstu fjallvegum landsins. Veg- irnir sem opnaðir verða eru Kjalveg- ur að sunnanverðu, en nyrðri hluti vegarins var opnaður fyrir viku, og einnig verður Fjallabaksleið nyrðri opnuð. Vegurinn inn í Lón opnast líka. Þá verður vegurinn frá hring- veginum að Dettifossi að vestan- verðu opnaður. Vegurinn upp að Laka er fær fjórhjóladrifnum bílum. Vegir um Kaldadal, Uxahryggi, Arn- arvatnsheiði og Sprengisand eru hins vegar enn lokaðir. Að sögn Ni- colai Jónassonar, deildarstjóra hjá Vegagerðinni, er verið að skoða hve- nær unnt verði að opna veginn um Sprengisand að sunnanverðu. „Það má segja að þetta sé mun fyrr á ferð- inni en við reiknuðum með vegna þess hve vorið hefur verið þurrt og mikill hiti í lofti,“ segir Nicolai. Fjallvegir opnaðir fyrr en venjulega                                       !  "# $  #         %      $     $     &''' $

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.