Morgunblaðið - 13.06.2002, Page 26

Morgunblaðið - 13.06.2002, Page 26
ERLENT 26 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ AMNESTY International-sam- tökin vöruðu í gær við því að Evrópusambandið (ESB) hæfi „stríð“ gegn innflytjendum, og sögðu að fjöldi hælisleitenda færi í raun og veru minnkandi. Í opnu bréfi sem mannréttindasamtökin birtu vegna væntanlegrar ráð- stefnu ESB á Spáni í næstu viku segir að ótti hafi verið látinn ráða ferðinni í umræðum um innflytj- endamál. Í bréfinu segir einnig, að svo virðist sem nú halli á mannréttindi og einkum réttinn til að fá hæli, og hætta sé á að þessum réttindum „verði fórnað á altari aukinnar víggirðingasmíði um Evrópu“. Á ráðstefnunni á Spáni eiga innflytjendamál að vera ofarlega á baugi. Á grundvelli upplýsinga frá Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna segja Amnesty-samtök- in að heildarfjöldi hælisbeiðna er lagðar hafi verið fram í ESB-ríkj- um hafi farið minnkandi síðan 1999, er Kosovo-stríðið varð til þess að margir albanskir íbúar héraðsins leituðu hælis í Vestur- Evrópu. Varað við „stríði“ gegn innflytjendum Brussel. AFP. NIÐURSTÖÐUR nýrrar rann- sóknar benda til þess, að um tvö þúsund manns látist í Bandaríkj- unum árlega einfaldlega vegna þess að þeir eru meðhöndlaðir á einkareknum sjúkrahúsum sem rekin eru í hagnaðarskyni, að því er greint var frá í bandaríska blaðinu USA Today nýlega. Talsmaður samtaka einkasjúkra- húsa segir að „ekki sé vottur af vísbendingum“ um að þetta sé rétt. Niðurstöðurnar eru byggðar á athugun á 15 öðrum rannsóknum og ná til 38 milljóna sjúklinga sem meðhöndlaðir hafa verið á undan- förnum 15 árum á einkareknum sjúkrahúsum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni og á sjúkrahúsum sem rekin eru í hagnaðarskyni, víðs vegar um Bandaríkin. Rannsóknir sem gerðar eru með þessum hætti eru oft gagnrýndar á þeim forsendum að skoðanir vís- indamannanna sjálfra kunni að hafa haft áhrif á val þeirra á þeim rannsóknum sem þeir athuga, og hvaða forsendur þeir gefa sér, að því er segir í frétt USA Today. Aðalhöfundur rannsóknarinnar er P.J. Devereaux, við McMaster- háskóla í Hamilton í Kanada. Sam- starfsmenn hans voru læknar frá bæði Kanada og Bandaríkjunum, en rannsóknin var gerð fyrir kan- adísk heilbrigðisyfirvöld. Niðurstöðurnar eru birtar í nýj- asta hefti Canadian Medical Asso- ciation Journal.„Umræðan hefur hingað til að mestu snúist um efna- hagslegu hliðina,“ segir í niður- stöðunum. „Það sem hefur gleymst að ræða, er hvaða áhrif útbreiðsla sjúkrahúsa sem rekin eru í hagn- aðarskyni hefur á sjúklingana.“ Í frétt USA Today kemur fram, að langflest sjúkrahús í Kanada séu fjármögnuð af hinu opinbera, en í Bandaríkjunum séu 15% sjúkrahúsa í eigu fjárfesta. Flest sjúkrahús í Kanada séu í eigu trúarsamtaka, bæjarfélaga og sjúkrahússstjórna. Rannsóknin hafi ekki verið þannig upp byggð að fram komi hverjar séu orsakir þess, að svo virðist sem sjúklingar séu í meiri hættu á sjúkrahúsum sem rekin eru í hagnaðarskyni, en vísinda- mennirnir geta sér þess til, að þrýstingurinn á að skila hagnaði kunni að leiða til þess, að á sjúkra- húsum sem eru í eigu fjárfesta séu starfsmenn færri eða sparað í læknisþjónustu. Chip Kahn, forseti Samtaka bandarískra sjúkrahúsa, sem í eru bandarísk sjúkrahús sem eru í eigu fjárfesta, sagði niðurstöðurn- ar „fáránlegar“, og bætti við, að þær stönguðust á við niðurstöður fyrri rannsókna. Nýja rannsóknin var kostuð af einkastofnunum og kanadískum yf- irvöldum. Ný rannsókn á kostum sjúkrahúsa er rekin eru í hagnaðarskyni Neikvæð niðurstaða vekur deilur BANDARÍSKA dagblaðið The Wall Street Journal birti sl. mánudag grein eftir einn af fréttamönnum sínum þar sem skýrt var frá korti Íslenskrar erfðagreiningar yfir erfða- mengi mannsins. Segir þar að vísindamenn fullyrði að kortið gæti auðveldað þeim að upp- götva hvaða gen gegni hlut- verki í sumum af algengustu og illvígustu sjúkdómum sem herja á manninn. Blaðið segir að við gerð kortsins sé byggt á upplýs- ingum um erfðir 146 íslenskra fjölskyldna. Áður hafi banda- rískir aðilar gert kort af svip- uðu tagi yfir erfðamengi átta stórra, franskra fjölskyldna í þrjár kynslóðir. Fleiri kort séu í bígerð, þ. á m. á vegum Ce- lera Genomics sem gerði ásamt opinberum stofnunum í fjöl- þjóðaframtakinu Human Ge- nome Project frumdrög að fyrsta kortinu yfir erfðamengi mannsins. „En vísindamenn segja að kort deCODE sé nákvæmara og ítarlegra en fyrri kort,“ segir í greininni. „Vís- indamennirnir sem hafi unnið kortið hafi kannað erfða- upplýsingar miklu stærra úr- taks, alls 869 foreldra og af- komenda þeirra og þetta hafi gert þeim kleift að búa til sér- stök erfðakort yfir hvort kyn.“ Blaðið segir frá því hvernig kortið hafi verið unnið og hvernig fundin séu ákveðin svæði, svonefnd erfðamörk, í erfðaefni litningsins og hvern- ig hægt sé að nota vitneskjuna til að greina breytingar og sér- stök einkenni sem berist milli kynslóða, til dæmis varðandi augnlit, hæð og næmi fyrir sjúkdómum. „Þetta eru mikilvægar fram- farir sé miðað við þau erfða- kort sem við höfum getað not- að hingað til. Enginn vafi leikur á því,“ sagði James We- ber, yfirmaður Miðstöðvar erfðalækninga hjá Marshfield- rannsóknastofnuninni í Marsh- field í Wisconsin. Rannsókna- teymi hans bjó til núverandi staðal yfir erfðamörk sem flestir vísindamenn við- urkenna,“ segir í The Wall Street Journal. The Wall Street Journal um erfðakort ÍE Nákvæmara og ítarlegra en eldri kort

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.