Morgunblaðið - 13.06.2002, Page 62

Morgunblaðið - 13.06.2002, Page 62
FÓLK Í FRÉTTUM 62 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Laugavegi 95 - Kringlunni - Smáralind Kringlukaststilboð: Lemmy bolir 2.490 1.690 Luca peysur 4.490 2.990 Trapp gallabuxur 6.990 3.990 Glenn leðurjakkar 9.900 5.990 o.fl. spennandi tilboð Laugavegi 97 - Kringlunni - Smáralind Kringlukast Kringlukaststilboð: Shoulderbolur 1.990 990 Plus skyrta 2.990 1.490 Edge pils 2.990 1.990 Ratri frakki 6.490 3.990 o.fl. spennandi tilboð MARIKO Margrét Ragnarsdóttir var að ljúka fyrsta ári í við- skiptafræði í Háskólanum í Reykja- vík. Með skólanum kenndi hún nem- endum Verzlunarskóla Íslands í aukatímum stærðfræði og þýsku. Í fyrravetur sá hún um Djúpu laugina á Skjá einum. Dans er eitt af hennar helstu áhugamálum og síðasta sum- ar ól hún manninn í Japan til að skerpa japönskukunnátu sína. Þóra Karítas Árnadóttir er að út- skrifast nú í vor frá Háskóla Íslands með BA-próf í guðfræði. Hún hefur látið til sín taka í Stúdentaleikhúsinu og var í vetur í stjórn UNIFEM. Líkt og Mariko er hún ekki alls óvön dagskrárgerð en hún á að baki þætt- ina Pensúm og Hjartslátt. Í haust kemur svo út bók í þýðingu Þóru sem ber heitið Við eigum hálfan heiminn og hefur að geyma ýmsan fróðleik ætlaðan unglingsstelpum. Þær Þóra og Mariko munu í sum- ar leiða saman hesta sína í stræt- isvagni í sjónvarpsþættinum Hjart- sláttur í strætó. Fullnæging í Kringlunni „Strætisvagninn okkar er orðinn voða kósý. Við erum búnar að gera hann mjög heimilislegan enda verð- ur hann eins og okkar annað heimili í sumar,“ byrjar Mariko. „Þátturinn mun þó ekki allur fara fram í strætó heldur verður hann eins konar tenging milli allra atrið- anna í þættinum,“ útskýrir Þóra. „Já, við keyrum um bæinn og finnum eitthvað skemmtilegt sem er að gerast. Við ætlum að reyna að hitta forvitnilegt fólk á förnum vegi, þátturinn verður ekki til að einblína á fræga fólkið, þótt það verði vissu- lega tekið með,“ segir Mariko. „Við vekjum alltaf einhvern þekktan ein- stakling í hverjum þætti. Það er gert til að reyna að ná fólki í sínu eðlilega umhverfi, ekki uppstilltu í upp- tökuveri heldur bara heima með stírurnar í augunum.“ „Ástæðan fyrir því er líka sú að upp á síðkastið hafa verið svo margir þættir á öllum sjónvarpsstöðvunum sem einbeita sér að þekktu fólki og ég held að fólk sé orðið svolítið leitt á því að sjá alltaf sömu andlitin,“ segir Þóra. Auk viðtala og listsýninga í stræt- isvagninum bjóða þær stöllur upp á leik sem nefnist Sex í strætó. Leik- urinn er í ætt við þá raunveruleika- sjónvarpsþætti sem öðlast hafa miklar vinsældir á síðustu árum. Í þessum leik verður þó enginn kosinn úr leiknum heldur safna keppend- urnir sex stigum svo að lokum stend- ur einn uppi sem sigurvegari. Þraut- irnar eru hinar fjölbreyttustu og þurfa keppendurnir meðal annars að apa eftir frægu fullnægingaratriði Meg Ryan úr kvikmyndinni When Harry met Sally í Kringlunni. „Keppendurnir okkar sex voru ótrúlega duglegir og viljugir að gera allt sem við báðum þá um,“ segir Mariko. Strætóinn skemmtilegur En af hverju skyldi strætisvagn hafa orðið fyrir valinu? „Upphaflega ætluðum við bara að hafa leikinn í strætó en svo fannst okkur strætóinn eiga svo vel við þáttinn að við ákváðum að hafa hann bara allan þar,“ segir Þóra. „Ég held að það henti líka blönduðum skemmtiþætti af þessu tagi að hafa einhverja tengingu milli atriða.“ „Strætó er líka bara svo skemmti- legur, þar er fullt af alls konar fólki,“ bætir Mariko við. Aðspurðar hvernig samstarf þeirra hafi borið að svarar Mariko: „Við kynntunst bara uppi á Skjá einum, þar sem Þóra hafði séð um Pensúm og ég Djúpu laugina. Svo var okkur í rauninni bara púslað saman í sumar.“ „En samstarfið hefur gengið ótrú- lega vel. Við náum mjög vel saman,“ fullyrðir Þóra og Mariko er sama sinnis. En hvað þarf að prýða góðan sjón- varpsþátt að mati hinna nýju þátta- stjórnenda? „Hann þarf að halda athygli, vera hraður og má alls ekki vera lang- dreginn,“ svarar Mariko að bragði. „Mér finnst líka skipta mjög miklu máli að umsjónarmenn þáttarins taki sig ekki of hátíðlega. Við ætlum að gera óspart grín að okkur sjálfum í þættinum,“ segir Þóra og bætir við: „Hallærislegt er eiginlega okkar hugtak.“ „Já,“ samsinnir Mariko. „Svona hallærislega skemmtilegt.“ Fyrsti þáttur af Hjartslætti í strætó er á dagskrá Skjás eins í kvöld klukkan 22 og hvetja strætó- stjórarnir alla áhugamenn um strætóferðir og fjölbreytt mannlíf til að setjast að viðtækjunum. Morgunblaðið/Jim Smart Strætóbílstjórarnir Þóra Karítas og Marikó Margrét. Hallærislega skemmtilegt Í kvöld hefur göngu sína nýr íslenskur sjónvarpsþáttur á Skjá einum. Af því tilefni hitti Birta Björnsdóttir strætó- stjórana Mariko Margréti Ragnarsdóttur og Þóru Karítas Árnadóttur. birta@mbl.is Hjartsláttur í strætó á Skjá einum í kvöld

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.