Morgunblaðið - 28.07.2002, Page 1

Morgunblaðið - 28.07.2002, Page 1
MORGUNBLAÐIÐ 28. JÚLÍ 2002 175. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Íslensk ljósmóðir í Hong Kong Verða börn hörundsdökk ef móðirin drekkur mikið kók eða sérlega gáfuð ef hún borðar mikið af gulrótum á meðgöngutímanum? Hafa spámenn áhrif á velgengni þeirra og lán? Hulda Þórey Garðarsdóttir, ljósmóðir í Hong Kong, segir Kristínu Gunnarsdóttur frá ólíkum viðhorfum til meðgöngu og barnsfæðinga í fjölþjóðlegum menn- ingarheimi. / 8 ferðalögGengið um GásirbílarHyundai GetzbörnBrunandi bílaleikurbíóDennis Farina Sælkerar á sunnudegi Langur eða stuttur kaffibolli Á Ítalíu eru mörg tilbrigði við hinn klass- íska kaffibolla Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 28. júlí 2002 B Merkar rannsóknir íslenskra vísinda- manna 10 Við þurfum að nýta auðlindirnar 12 Framtíðin er björt því efniviðurinn er nægur 20 Heimildum ber ekki saman um hvað olli slysinu en haft var eftir Grígorí Marsjenko, fulltrúa al- mannavarna, að snerting hefði orðið milli tveggja flugvéla sem varð til þess að flugmenn ann- arrar vélarinnar, sem var af gerðinni Su-27, misstu stjórn á henni og endastakkst hún í átt að áhorfendaskaranum með fyrr- greindum afleiðingum. Mikil ringulreið á slysstaðnum Vitni á staðnum sagði aftur á móti að herþotan hefði flogið á tré með þeim afleiðingum að flugmennirnir misstu stjórn á henni. Flugvélin hafði einungis verið í loftinu í um tvær mínútur þegar atburðurinn átti sér stað. Þúsundir manna sóttu flugsýn- AÐ minnsta kosti 66 manns fór- ust og fimmtíu til viðbótar slös- uðust þegar herþota brotlenti inni í miðjum hópi fólks sem komið hafði til að fylgjast með flugsýningu í Vestur-Úkraínu í gær. Flugmennirnir tveir voru sagðir hafa náð að varpa sér út úr flugvélinni áður en hún brot- lenti og sluppu þeir ómeiddir. Á myndinni hér að ofan, sem tekin er af sjónvarpsskjá, má sjá hvar mikill eldur gýs upp skömmu eftir að flugvélin brot- lenti. Atburðurinn varð rétt fyrir klukkan tíu í gærmorgun að ís- lenskum tíma á Sknyliv-herflug- vellinum, nærri borginni Lviv. Munu flugmenn nokkurra her- þotna af gerðinni Su-27 og Mig-29 hafa verið að sýna listir sínar í loftinu. inguna og vakti slysið mikla skelfingu meðal þeirra. Mikill eldur braust út eftir að flugvélin lenti á jörðinni og einnig mátti sjá hvar stórt reykský steig til himins. NTV-sjónvarpsstöðin rússneska sýndi myndir þar sem sjá mátti fólk sem orðið hafði fyrir meiðslum er smábútar úr flugvél- inni köstuðust í allar áttir eftir að hún brotlenti. Heyra mátti fólk æpa stöðugt af angist í bland við væl sjúkrabíla sem þustu á vettvang eftir að fréttist um at- burðinn. Hvarvetna mátti sjá for- eldra í leit að börnum sínum. Leoníd Kútsjma, forseti Úkra- ínu, hefur verið greint frá harm- leiknum og batt hann þegar enda á sumarfrí sitt í því skyni að fljúga til Lviv. Reuters Hátt í hundrað manns fórust í miklum harmleik á flugsýningu í Úkraínu Herþota brotlenti í áhorfendahópnum Kiev. AFP, AP. HELEN Clark verður væntanlega áfram forsætis- ráðherra á Nýja-Sjálandi en þingkosningar fóru fram í landinu í gær. Verkamanna- flokknum tókst þó ekki að tryggja sér hreinan meiri- hluta á þingi, en að því hafði Clark stefnt. Þegar búið var að telja næstum öll atkvæði benti allt til að Verkamannaflokkurinn fengi 52 þingsæti í stað 49 áður. Þjóðarflokkurinn, sem er helsti keppinautur Verkamannaflokksins, var talinn myndu fá 27 þingmenn í stað 39 áður. Vekur þetta mesta fylgishrun í sögu Þjóðarflokksins nokkra athygli en hann hefur gegnt lykilhlutverki í stjórnmálum á Nýja- Sjálandi allt frá lokum síðari heims- styrjaldar. Flokkurinn Nýja-Sjá- land í fyrsta sæti hafði unn- ið mikið á, fær líklega þrettán þingmenn í stað fimm áður og annar lítill flokkur, Samstaða, jók þingmannafjölda sinn úr einum í níu. Þá þótti senni- legt að Græningjar fengju átta þingmenn kjörna og hægriflokkurinn ACT níu. Vilja halla sér til vinstri Ian Tulloch, leiðtogi Samstöðu, sagðist reiðubúinn til viðræðna við Clark um myndun ríkisstjórnar en Mike Williams, flokksformaður Verkamannaflokksins, sagðist hlynntari samsteypustjórn með græningjum og tveimur þingmönn- um Framsóknarbandalagsins. Slík stjórn nyti stuðnings 62 af 120 fulltrúum á nýsjálenska þinginu. Ekki er þó víst að Clark vilji starfa með græningjum en þeir höfðu fyrir kosningarnar lýst því yf- ir að þeir myndu fella hverja þá stjórn sem gerði sig líklega til að heimila dreifingu og sölu erfða- breyttra matvæla. Hugsanlegt er að Clark taki þann kost að mynda minnihlutastjórn. Þingkosningar á Nýja-Sjálandi Clark áfram for- sætisráðherra Helen Clark Wellington. AP. AÐ MINNSTA kosti sextíu og fimm manns fórust þegar bát hvolfdi í ríkinu Kerala á Ind- landi eldsnemma í gærmorgun að indverskum tíma. Talið er að atvikið hafi átt sér stað vegna þess að báturinn var of- hlaðinn en honum mun hafa verið heimilt að ferja eitt hundrað manns. Gátu emb- ættismenn sér þess til að á milli 250 og 300 manns hefðu verið í bátnum þegar honum hvolfdi. Flestir farþeganna í bátn- um voru ungir karlmenn en þeir voru á leið til herskrán- ingar á vegum yfirvalda. 65 lík hafa fundist en búist er við því að fleiri lík eigi eftir að finnast því einungis fáeinum farþeg- um tókst að komast í land. Björgunaraðgerðir stóðu yfir í allan gærdag og þetta mun vera versta slys sinnar teg- undar í Kerala. Ferjuslys sem þessi eru þó algeng í Suður- Asíu og oftar en ekki hafa far- þegarnir reynst mun fleiri en reglur kveða á um. 65 fórust þegar bát hvolfdi á Indlandi Kumarakom. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.