Morgunblaðið - 28.07.2002, Page 39

Morgunblaðið - 28.07.2002, Page 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 2002 39 GIMLI GIMLI FASTEIGNASALAN GIMLI, GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - 570 4810 Hvernig væri að fá sér bíltúr til Hveragerðis og skoða ný, falleg raðhús sem eru til sölu á mjög hagstæðu verði. Söluaðilar verða á staðnum frá kl. 14.00 til 17.00 í dag með allar upplýs- ingar og bæklinga um verð og skilmála. Húsin eru 123 fm með innbyggðum bílskúr, fullfrágengin að utan, einangruð að innan með vélslípuðum gólfum. Afhending í ágústmánuði og hægt að flytja inn í nýtt hús í september. Mögulegt að fá húsin afhent full- frágengin. Ef þú kemst ekki á þessum tíma færðu allar upplýs- ingar um þessi hús hjá fasteignasölunni Gimli, Hveragerði, í síma 483 4151 og í gsm 892 9330. OPIÐ HÚS Í DAG, SUNNUDAGINN 28. JÚLÍ Hveragerði – Hveragerði Réttarheiði 2-12 og Bjarkarheiði 18-20 Opið hús í dag milli kl. 14 og 17 Suðurlandsbraut 20, sími 533 6050 www.hofdi.is Í dag býðst ykkur að skoða þessa gullfallegu og vel skipulögðu 106 fm 4ra herb. endaíbúð á 2. hæð. Íbúðin er í nýlegu fjölbýli á þessum barnvæna stað. Sérinngangur er í íbúðina. Frábært útsýni. Stór garð- ur fyrir börnin. Verð 13 millj. (2557) Trausti og Steinunn bjóða ykkur velkomin. Laufengi 28 – Íbúð 201 GIMLI GIMLI FASTEIGNASALAN GIMLI, GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - 570 4810 Í dag, sunnudaginn 28. júlí, verður heitt á könnunni hjá Hrönn og Kristjáni milli kl. 14.00 og 17.00. Þeir sem eru að leita að stóru einb. á góðum stað (innsta hús í botnlanga) fyrir ekki allt of mikið verð ættu að skoða þessa eign. 4–5 svefnher- bergi, vinkil-stofa, gott eldhús. Komin plata fyrir tvöfaldan bíl- skúr. Verð aðeins 12,9 millj. Fasteignasalan Gimli, Hveragerði. Sími 483 4151 og gsm 892 9330. OPIÐ HÚS Í BORGARHRAUNI 18, HVERAGERÐI STIGAHLÍÐ Eitt glæsilegasta og best staðsetta einbýlishús í Reykjavík. Húsið er stað- sett efst í Stigahlíð við Veðurstofuna og hefur því útsýni bæði til suðurs yfir Reykjanesið og til norðurs til Esjunnar. Húsið er 330 fm og mjög vandað að allri gerð og mikið lagt í alla hönnun og frágang. Nánari upplýsingar veitir Brynjar í síma 530-1500 eða 896-2299. SELBORGIR Sumarbústaðalóðir til leigu ca. 10 mín.frá Borgarnesi. Glæsilegar lóðir, kjarrivaxnar klettaborgir við vatn. Nánari upplýsingar: heimasíða: www.simnet.is/sumarlodir og netfang: sumarlodir@simnet.is eða Sigurbjörn í s. 437 1841/897 1841 og Ólafur í s. 567 5305/862 4895 Um er að ræða einstaklega snyrtilega 2ja herbergja 62 fm íbúð á 4. hæð í góðu fjölb.húsi. Rúmgóð stofa og svalir í vestur með fljúgandi útsýni. Flísalagt baðh. m. kari og glugga. Parket á eldh. Kristján tek- ur vel á móti þér og þínum milli kl. 14:00 og 16:00 í dag. Skoðaðu þessa strax! Verð aðeins 8,5. millj. Gnoðavogur 40 Opið hús í dag Mjög vel staðsett og fullbúin hárgreiðslustofa með góða og jafna viðskipta- vild til sölu. Stofan er í öruggu 65 fm leiguhúsnæði. Hér er gott tækifæri fyrir atorkusama/nn hárgreiðslumeistara að ganga beint inn í reksturinn. Stofan býður uppá mikla möguleika fyrir rétta aðila. Frábært verð og kjör. Frekari upplýsingar gefur Björgvin í s. 595 9012. FRÁBÆRT TÆKIFÆRI Í HÁRINU! Aðeins tvö hús eftir. Stórglæsileg 150 fm raðhús á útsýnisstað í Garðabæ. Fjögur svefnherbergi, sérlega björt stofa með stórum útsýnisgluggum. Húsin eru fullbúin að utan og fokheld að innan. Til afhending- ar nú þegar. Verð 14,5 millj. Birkiás - Garðabæ 33 og 35 Skúlagata 17 Sími 595 9000 Fax 595 9001 holl@holl.is - www.holl.is VEL heppnað Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum í flokki 12–14 ára var haldið á Dalvík um síðustu helgi. Mjög góður árangur náðist í mörgum greinum og voru m.a. sett tvö Íslandsmet. Eva Kristín, 14 ára keppandi frá HSH, kastaði 3 kg kúlu 11,96 m og bætti með því þriggja ára gamalt met Ásdísar Hjálms- dóttur, Ármanni, sem var 11,82 m. Eva Kristín sigraði einnig í spjót- kasti og varð því tvöfaldur Íslands- meistari. Þorsteinn Ingvarsson, HSÞ, bætti Íslandsmetið í 14 ára flokki pilta í langstökki um 5 cm þegar hann stökk 6,16 m. Fyrra metið átti Arnór Sigmarsson, UFA, frá árinu 1998. Kristján varð eins og Eva Kristín tvöfaldur Íslandsmeist- ari því hann sigraði einnig í 100 m hlaupi. Orri Guðmundsson, 14 ára piltur úr HSK, stóð sig einnig mjög vel og varð þrefaldur Íslandsmeist- ari en hann sigraði í 80 m grinda- hlaupi, kúluvarpi og spjótkasti. Hann vann silfur í 100 m hlaupi, há- stökki og langstökki og varð stiga- hæsti einstaklingur keppninnar og halaði með því inn mörg stig fyrir sitt félag sem bar sigur úr býtum í stigakeppni félaganna. Aðrir ein- staklingar sem unnu fleiri en einn Íslandsmeistaratitil í einstaklings- greinum voru Eva Magnúsdóttir, UFA, sem sigraði í 60 m hlaupi og langstökki 12 ára stelpna, Aðalbjörn Hannesson, UFA, sigraði í 100 m hlaupi og 80 m grindahlaupi 13 ára pilta, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, USVH, sigraði í hástökki og kúlu- varpi 13 ára telpna, Hildur Kristín Stefánsdóttir, ÍR, sigraði í 100 m hlaupi og langstökki 14 ára telpna, Brynja Finnsdóttir, UMFA, sigraði í 80 m grindahlaupi og langstökki 13 ára telpna, Örn Davíðsson, HSK, sigraði í hástökki og kúluvarpi 12 ára stráka og Sveinn Elías Elíasson, Fjölni, sigraði í 800 m hlaupi og spjótkasti. Önnur úrslit má sjá á heimasíðu UFA en slóðin er www.ufa.is. Það var samdóma álit forsvars- manna margra félaga að vel hefði tekist til með framkvæmd mótsins, segir í frétt frá UFA, og að ekki hafi veðrið spillt fyrir. Vindur fór mjög sjaldan yfir leyfileg mörk sem eru 2,0 m/sek. í frjálsum íþróttum til að fá árangur staðfestan, og mjög oft var hann á bilinu 0,1–0,7 m/sek. Sigurlið HSK í stigakeppni félaga. Rósa Björk Þórólfsdóttir, 14 ára úr Ármanni, í langstökkinu. Kristján Ingvarsson setti Íslandsmet í langstökki 14 ára pilta og Eva Kristín Kristjánsdóttir setti Íslandsmet í kúluvarpi 14 ára telpna. Vel heppnað Meistara- mót Dalvík. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.