Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 2
DAGLEGT LÍF 2 B FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HANN var enginn sei,sei-afi,“ segir Mar-grét E. Laxness,útlitshönnuður hjá Eddu – miðlun og útgáfu, og getur ekki varist brosi þegar hún lýsir því hvernig Halldór Laxness, afi hennar, kom henni fyrir sjónir sem stelpu á sjö- unda áratug tuttugustu aldar- innar. Tilefnið er útkoma barnabókarinnar „Skrýtnastur er maður sjálfur“ um Nóbels- verðlaunaskáldið Halldór Lax- ness. Bókin er sköpunarverk tveggja barnabarna Halldórs. Auður Jónsdóttir, dótturdóttir hans, er höfundur textans og Margrét, sonardóttir hans, sá um hönnun, umbrot og kápu. Fleiri bækur en Skrýtnastur er maður sjálfur standa hjarta Margrétar nærri í jólabóka- flóðinu. Ekki aðeins á hún heið- urinn af útlitshönnun fjölda annarra barnabóka heldur sá hún um myndskreytingar við endursögn Brynhildar Þórar- insdóttur á Njálu fyrir börn og unglinga. Margrét byrjar á því að taka sér Njálu í hönd. „Ég kem eig- inlega að bókagerðinni eftir dá- litlum krókaleiðum,“ segir hún hikandi og flettir síðunum var- lega. „Ég stundaði nám í textíldeild Myndlistarskólans. Eftir útskrift stundaði ég síðan samtímis nám til kennsluréttinda við textíldeildina og í nýlistadeildinni einn vetur. Málunin náði að lokum yfirhendinni í fram- haldsnámi mínu í Róm á árunum 1983 til 1985.“ Allir eiga sínar hetjumyndir Eftir námið þurfti Margrét að finna leið til að sjá sér farborða. „Ég keypti mér tölvu, lærði að setja upp texta og fór út í bókagerð. Mynd- skreytingarnar geri ég með hefð- bundnu aðferðinni í kompunni inn af svefnherberginu heima. Lengst af notaði ég þunna vatnsliti við mynd- irnar. Upp á síðkastið hef ég verið að fara út í að mála meira með þekjulit- um eins og ég geri í Njálu. Hver mynd getur tekið langan tíma í vinnslu. Eftir að skissurnar eru klár- ar getur vinnan við myndina tekið heilan dag og stundum meira. Við innskönnunina verður stundum smá blæbrigðamunur á myndunum. Smám saman lærist manni að taka mið af því við alla vinnsluna. Eins er hægt að nota tölvuna til að laga myndirnar örlítið eftir á.“ Margrét játar því að til hafi staðið að gefa Njálu út fyrir síðustu jól. „Við runnum einfaldlega út á tíma. Bæði myndskreytingarnar og söfn- un fræðsluefnis fyrir bókina tóku meiri tíma en áætlað var í upphafi. Eins og þú sérð er talsvert fræðslu- efni til hliðar við aðaltextann,“ segir hún og bendir á dæmi. „Fræðsluefn- ið varð til þess að ég þurfti ekki að leggja eins mikið upp úr umhverfinu og annars. Ég gat leyft mér að leggja meiri áherslu á söguþráðinn og fólk- ið sjálft. Flestar myndirnar sýna að- alhetjurnar í sögunni, t.d. Gunnar og Hallgerði. Annars hef ég orðið vör við að sumum finnst hálf óþægilegt að sjá myndir af þeim í bókinni. Flestir Íslendingar eru náttúrulega búnir að kynnast Njálu einhvern tíma á ævinni og hafa sínar eigin hugmyndir um hvernig Gunnar og Hallgerður líta út.“ Djarft að láta hausinn fjúka Almenningi bregður líka fyrir á sumum myndanna. „Já,“ segir Mar- grét. „Ég hef sérstaklega gaman af myndinni úr brennunni. Á henni sjást tvær konur inni í bænum slökkva fyrsta eldinn með mysu – rétt eins og sagt er frá í sögunni. Næsta mynd sýnir Flosa standa Helga Njálsson að því að lauma sér út úr bænum í kvenmannsklæðum. Þú getur rétt ímyndað þér hvers konar geðshræring hefur gripið um sig þegar höfuð hans var látið fjúka mitt í kvenna- og barnahópnum fyrir utan bæinn.“ Höfuðið sést þó ekki fjúka á mynd- inni. „Nei, ég ákvað að leggja ekki sérstaka áherslu á ofbeldi í mynd- skreytingunum þótt nóg sé af ofbeldi í sögunni. Fyrst þú nefnir hausa verð ég þó að viðurkenna að undir lokin fær einn að fjúka þótt myndin sé í sjálfu sér ekkert rosalega ógeðsleg. Myndin sýnir Kára taka síðasta brennumanninn af lífi í Bretlandi. Þegar Kári kom að honum var hann að telja silfurpen- inga af því að hann ætl- aði að fara að kvænast ríkri konu þar í landi. Eins og segir í sögunni hljóp Kári til hans með sverðið brugðið og hjó hálsinn og nefndi höfuðið tíu þegar það fauk af bolnum,“ rekur Margrét upp úr text- anum til hliðar við myndina og bætir því við að myndin hafi vakið sérstaka athygli sona sinna 11 og 13 ára. „Þeim þótti ég djörf að þora að láta hausinn fjúka,“ segir hún. Grettir réttilega örvhentur Margrét er spurð að því hvort hún hafi sérstakan áhuga á Íslendinga- sögunum. „Já, Íslendingasögurnar hafa lengi verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér,“ segir hún og stendur upp til að ná í útgáfur Halldórs afa síns af Njálssögu, Grettissögu og Laxdælu. „Ég varð alveg heilluð þegar ég las þessar sögur í fyrsta skipti þegar ég var svona 18 ára. Ekki spillir heldur fyrir að myndskreytingarnar eru í algjörum sérflokki. Allar sögurnar þrjár eru myndskreyttar af mynd- listarmönnum í hópi fremstu mynd- listarmanna þjóðarinnar,“ heldur Margrét áfram hugsi og flettir út- gáfu Halldórs af Njálu. Hafðir þú sjálf myndskreytt ein- hverjar aðrar Íslendingasögur áður en þú myndskreyttir nýju útgáfuna af Njálu? „Ég myndskreytti tvær litlar bækur með köflum úr Grettissögu fyrir Námsgagna- stofnun fyrir nokkrum árum,“ rifjar Margrét upp og er spurð að því hvort myndlistarmenn eigi yfirleitt góða samvinnu við textahöfunda í tengslum við myndskreytingar. „Einn skemmtilegasti þátturinn við vinnslu bókar er einmitt sam- vinnan við höfundinn og forlagið. Fyrsta skrefið felst í því að þessir þrír aðilar koma sér saman um hvaða leið sé best að fara. Venjulega eru síðan skissur að myndum eða hugmyndir að kápum bornar undir textahöfundinn og fulltrúa frá for- laginu áður en verkið er fullunnið. Á þessum fundi fær hönnuðurinn oft góðar ábendingar og auðvitað er reynt að gera öllum til hæfis. Texta- höfundarnir verða náttúrulega að vera ánægðir með útkomuna. Ann- ars man ég eftir svolítið skemmti- legu dæmi í sambandi við Grettis- sögu því þegar ég bar myndirnar undir textahöfundinn – gamlan kennara – sagði hann við mig: „Þú hefur haft hann örvhentan. Það er einmitt sérstaklega tekið fram í sög- unni.“ Ég kinkaði bara kolli því að ég hafði ekki haft hugmynd um að Grettir hefði verið örvhentur. Ég er sjálf örvhent og ósjálfrátt verður fólkið á myndunum mínum stundum örvhent líka.“ Engin guðspjöll Bæði kaflarnir úr Grettissögu og Njála eru með frekar auðlesnum texta og myndskreytingum. Finnst þér mikilvægt að koma menningar- arfinum til skila með þessum hætti? „Ekki spurning,“ segir Margrét. „Mér finnst líka svolítil mýta að halda því fram að allir Íslendingar hafi getað kynnst Íslendingasögun- um sem börn með því að lesa upp- runalegu útgáfurnar. Ýmislegt bendir til þess að stór hluti hafi kynnst Íslendingasögunum í gegn- um endursagnir og upplestur. Við skulum heldur ekki gleyma því að nokkrar Íslendingasögur voru gefn- ar út í myndasögubúningi í teikni- myndaseríunni Sígildum sögum fyr- ir alllöngu. Ef ekki er komið til móts M Y N D IR fornum köppumskrýtnum afa Morgunblaðið/Kristinn Auður Jónsdóttir með afa sínum Halldóri Laxness. Skrýtnastur er maður sjálfur er ekki aðeins barnabók heldur barnabarnabók því bókin um Halldór Laxness er sköpunar- verk tveggja af barnabörnum Nóbelsverðlaunaskáldsins. Anna G. Ólafsdóttir hitti Mar- gréti E. Laxness, annað barna- barnið, og ræddi við hana um þær tvær bækur sem standa hjarta hennar næst í jólabóka- flóðinu. Margrét með afa sínum Halldóri Laxness. Einbeitingin skín úr andlitum Íslendingasagnahetjanna í bardagasenunni. af og Margrét með fingurinn við mynd af sér og afa sínum aftan á kápunni á Skrýtnastur er maður sjálfur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.