Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 6 . D E S E M B E R 2 0 0 2 B L A Ð B  MYNDIR AF FORNUM KÖPPUM OG SKRÝTNUM AFA/2  MEÐ KRÓK Á MÓTI BRAGÐI/4  PÆLINGAR UM PLEBBASKAP/5  SAFNAR UPP Á SÍNA TÍU FINGUR/6  LEIÐIN AÐ BÆTTRI LÍÐAN/7  AUÐLESIÐ/8  NÚ er hafinn tími sam-kvæma eins og jólahlað-borða, nýársfagnaða og svo árshátíða. Þar sem kona stendur berskjölduð í ermalaus- um síðkjól er gott að eiga sam- kvæmisveskið að vini; eitthvað til að halda sér í. Samkvæmisveskin fylgja tísku- straumunum eins og aðrir fylgi- hlutir en samkvæmisveskið er einn af fáum fylgihlutum sem gera mikið gagn. Veskin eru lítil og þar kemst ekki mikið fyrir. Varaliturinn og púðrið, kortið og kannski gemsinn? Kögur og fjaðrir Hippatískan ræður ríkjum í fatnaði sem og fylgihlutum og margar töskur og samkvæmis- veski eru með kögri, hvort sem það er klippt upp í rúskinnið eða kögur úr grönnum fjöðrum eða litlum perlum sett á veskin. Fjaðrir eru einnig vinsælar, t.d. sem kragi efst á veskin og pallíettur í öll- um litum. Nú er vinsælast að samkvæmis- veskin séu hand- töskur með lítilli ól til að setja yfir framhandlegg eða úlnlið. Einfaldir kjólar – skrautlegir fylgihlutir Margir litir koma til greina og það fer allt eftir lit samkvæm- iskjólsins, hvers konar veski er valið. Svart er sígildur litur og einfalt svart samkvæmisveski er alltaf vinsælt. Í Mondo á Lauga- vegi fengust þær upplýsingar að nú sé mjög vinsælt að kjólarnir séu einfaldir og fylgihlutirnir þeim mun meira áberandi og skrautlegir, samkvæmisveskin séu t.d. með rauðum fjöðrum eða marglitu pallíettuskrauti. Í snyrtivöruversluninni Hygeu eru blúndur vinsælar á sam- kvæmisveskjum, jafnvel með fjöðrum líka. Einnig silfruð og glitrandi samkvæmisveski. Brúnir tónar eru áberandi í vetrartískunni og fylgja veskin þar með. Í Skarthúsinu á Lauga- vegi er mikið af brúnum veskjum og þá í stíl við skartgripina sem eru gylltir, brúnir og appels- ínugulir. Blómaskraut og pallíett- ur er einnig vinsælt á fín sam- kvæmisveski. Vínrautt veski með fjaðrakögri frá Hygeu. Svart samkvæ misveski með rauðum fjaðrakraga f rá Mondo. Dæmi um skreytingu á tösku frá Mondo. Jólaleg samsetning. Gyllt og rautt skraut- legt pallíettu- veski við rauð- an síðkjól í Mondo. Svart veski með áföstum rykktum blúnd- um og fínlegum fjaðrakraga frá Hygeu. veskið að vini M or gu nb la ði ð/ Sv er ri r Með Veski með marglitu pallíettuskrauti ogperlukögri frá Skarthúsinu. Óvenjuleg veski frá Mondo. Ann- ars vegar með austurlenskum áhrifum og hins vegar veski sem vír og marg- víslegir steinar vefjast utan um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.