Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 5
Blm: Ég er líka sammála þér þegar þú segir: Þú ert plebbi ef þú hefur farið í misheppnaða skurðaðgerð og sagt frá því í DV eða Séð og heyrt. Þetta er auð- vitað eitt það fáránlegasta tiltæki sem menn geta látið hafa sig út í. Jón Gnarr: Já, þetta er það hræðileg- asta sem ég sé. Svona nokkuð á ekki er- indi við annað fólk. Ég veit ekki hvaðan þessi hvöt er sprottin. En það er dálítið misjafnt hvernig fólk ber andstreymi og erfiðleika. Sumir reyna að taka ábyrgð á því og um leið öðlast veikleikinn gildi og getur snúist upp í styrk. Maður hittir stundum fólk sem fullyrðir að áföll í lífi þess hafi orðið því til blessunar og mað- ur verður alltaf jafnundrandi. Erfiðleik- ar í lífinu eru ekki tilkomnir fyrir neina tilviljun, það er einhver meining í þeim. Andlegur og líkamlegur sársauki felur í sér svar. Ef ég er að labba um á slæm- um skóm og fæ verk í fæturna, þá eru fæturnir að segja mér að ég þurfi nýja skó. Þegar ég var 24 ára áttaði ég mig á því að öll fáum við nokkuð jafnan skammt af ömurleika þessa lífs, hvernig svo sem það leggst á okkur. Ég fór að vinna við nýtt starf og það var verið að setja mig inn í það. Mér fannst þetta voðalega erfitt, ég barmaði mér mikið, vorkenndi sjálfum mér og átti mjög erf- itt í lífinu. Maðurinn sem var að setja mig inn í starfið var að stappa í mig stál- inu. Ég var hins vegar vælandi yfir því hvað þetta væri vonlaust: „Ég er svo óheppinn og gengur svo illa í lífinu. Allt gengur svo vel hjá öllum nema mér,“ og svona væl. En maðurinn hvatti mig áfram og sagði: „Þetta er nú alls ekki svo slæmt hjá þér, Jón minn. Það eru margir sem hafa það verra en þú,“ og eitthvað í þeim dúr. Síðan komst ég að því nokkrum mánuðum seinna að þessi maður var með heilaæxli, sem var tif- andi tímasprengja í höfðinu á honum og leiddi hann svo til dauða einu eða tveim- ur árum seinna. Ég skammaðist mín niður í rassgat fyrir þetta og áttaði mig á því að þegar fólk á virkilega erfitt og tekst á við andstreymið tekur það ábyrgð á því. Menn eru þá ekkert að deila því með hverjum sem er, jarmandi á hverju götuhorni um ólánið sem mað- ur hefur lent í. Blm: Eftir þennan fyrirlestur þinn fer maður nú að átta sig á að það er heimspekilegur undirtónn í þessari Plebbabók þinni. Grafalvarlegar pæl- ingar á bak við allt saman? Jón Gnarr: Já, út frá minni grund- vallartrú, sem er sú að lífið getur verið alvarlegt og skemmtilegt í einu, bara út frá því viðmiði sem við gefum okkur. Fyrir nokkrum árum sagði kona frá því í Séð og heyrt, í löngu máli, hvernig hún hefði smitast af herpes og baráttu sinni við það andstreymi. Og fyrirsögn- in var svona glaðleg og uppörvandi: Ekki lengur með herpes. Þetta er hins vegar grafalvarlegt mál. Ef ég þekkti einhvern með herpes myndi ég ekki hlæja að honum. En að setja þetta upp svona, í skemmti- ritinu Séð og heyrt, sem hefur slagorðið: Gerum lífið skemmti- legra, er auðvitað út í hött. Jú, það má kannski hugsa sér að þetta sé öðruvísi aðferð til að létta sér lífið. Þarna er einhver sem fékk herpes og er að reyna að gera eitthvað létt úr því og skemmtilegt. En svo fór ég að lesa greinina og komst þá að raun um að konan nafngreindi sambýlis- mann sinn og lét mynda sig með börn- unum sínum. Það var það sorglegasta af öllu við þessa grein. Ekki það að konan hefði fengið herpes heldur þetta ábyrgðarleysi að draga börnin sín inn í þetta. Ég þekki einelti af eigin raun og get ímyndað mér hvaða útreið börnin hafa fengið eftir að greinin birtist. Börnin voru hin raunverulegu fórnar- lömb, ekki herpessjúklingurinn. Blm: Ég get tekið undir þetta. En ég er dálítið svekktur út í þig vegna þess- arar fullyrðingar: Þú ert plebbi ef þú heldur með útlensku knattspyrnuliði. Nú er ég mikill United-aðdáandi og er bara stoltur af því. Jón Gnarr: Já, ertu það? Ég hef fylgst dálítið með svona fólki eins og þér, sem gengst upp í að halda með út- lensku knattspyrnuliði. Þetta er mjög áberandi hjá fólki úti á landi. Því lengra sem maður fer út á land, þeim mun meira flaggar fólk því að halda með út- lensku knattspyrnuliði. Maður sér stærri og stærri fána og jafnvel heilu húsin eru máluð í einkennislitum ein- hvers knattspyrnuliðs. Ef maður hefur áhuga á fótbolta er eðlilegast að stunda hann sjálfur og reyna að ná einhverjum árangri. En fæstir nenna að leggja á sig þær æfingar og undirbúning sem þarf til að ná árangri í fótbolta. Í staðinn velja menn þá auðveldu og þægilegu leið að sitja fyrir framan sjónvarp og fylgjast með fótboltanum á skjánum, en samt í þeirri trú og fullvissu að það hafi einhverja meiningu og að maður sé með, án þess að gefa nokkuð af sér. Blm: Í bókarlok telur þú upp nokkra fræga plebba svo sem David Beckham og frú, og í þessari upptalningu eru meðal annarra Fjölnir Þorgeirsson, Marín Manda, Valli sport, Ástþór Magnússon, Homer Simpson og Vík- verji. Hvað finnst þér svona hallæris- legt við Víkverja? Jón Gnarr: Bara allt. Hann er alltaf að lenda í einhverjum fáránlegum að- stæðum, er oftast nöldrandi og svekkt- ur. Það er alltaf verið að handtaka hann fyrir umferðarlagabrot. Milli þess sem hann er að leggja fólki lífsreglurnar eða skammast yfir einhverju þá lendir hann sjálfur í einhverju klandri, sem hann þarf að atyrðast út í. Ef plebbinn á ann- að borð er sammannlegt fyrirbæri þá er Víkverji persónugervingur plebbans. Víkverji hefur gaman af Spaugstofunni, hann pirrast út í hluti sem koma honum ekki við. Það kemur okkur ekkert við hvað annað fólk er að gera. Það er ekki mitt mál hvernig fólk lifir kynlífinu, eða hvort það stundar hnefaleika eða hvað það gerir í frítímanum. Það kemur mér ekkert við hvernig fólk keyrir bílinn sinn, en Víkverji er voða mikið upptek- inn af því hvernig aðrir keyra. Blm: Eitt hérna að lokum sem ég hnaut um: Þú ert plebbi ef þú notar orð- ið „skaufi“ um kynfæri karlmanna. Er það eitthvað verra orð en til dæmis typpi? Jón Gnarr: Typpi er eðlilegra orð. Það er það sem þetta heitir. Allt annað er bara plebbaháttur. Ég var að hugsa um að setjast einhvern tíma niður og skrifa bók um öll þessi orð sem menn eru farnir að nota yfir kynfæri karla. Það er búið að skrifa svo mikið um kyn- færi kvenna, en það vantar fræðilega úttekt á typpinu. Með því að nota orðið „skaufi“ ertu að gera eitthvað meira úr þessu líffæri en efni standa til. Typpi er svona eðlilegt, hlutlaust og huggu- legt orð. Alveg á sama hátt og orðið „kind“ er eðlilegt, en „rolla“ felur í sér ein- hverjar meiningar, eitt- hvað niðrandi. Svo finnst mér dálítið snobbað að nota orðið „ær“. Það fer í snobb-bókina. Ég er nefnilega að skrifa bók um snobb. Best að skrifa þetta hjá sér: Þú ert snobb ef þú notar orðið ær. NGAR bbaskap Jón Gnarr reynir að skýla sér á bak við Plebbabókina. Ef grannt er gáð má sjá að farin hefur verið heldur ódýr leið við hönnun bók- arkápu. Hún er einfald- lega stolin frá Íslands- klukku Halldórs Laxness. Morgunblaðið/Þorkell svg@mbl.is Kringlunni, sími 588 1680, v. Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. iðunn tískuverslun Ný sending af peysum DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 B 5 Þátttaka á námskeiðið kostar kr. 7.500 (félagsmenn SVFR kr. 6.000) Fyrsta námskeiðið hefst 20. janúar 2003 Skráning á námskeiðið fer fram á skrifstofu SVFR í símum 568 6050 og 696 1130 FLUGUVEIÐISKÓLINN Tveggja kvölda námskeið þar sem farið verður yfir nær allt er tengist stangveiði með flugu. Val á veiðitækjum, fluguval, fluguhnýtingar, lestur straumvatns, veiðiaðferðir og siðferði í stangveiði. Öllum þátttakendum sinnt persónulega. Landsþekktir veiðimenn leiða skólann, Einar Páll Garðarsson (Palli í Veiðihúsinu), Sigurður Héðinn (leiðsögumaður í Norðurá) og Gísli Ásgeirsson (Gísli í Atlas) VILTU VERÐA VAR? „Tæknin að veiða straumvatn með flugu“ Sérfræðingar svipta hulunni af leyndardómum fluguveiða! Tilvalin jólagjöf Nýr ilmur frá FIORUCCI w w w .fo rval.is Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.