Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐEFNI Morgunblaðið/Ásdís Jón Arnar Magnússon í keppni í kúluvarpi í tugþrautarkeppni. JÓN Arnar Magnússon er talinn vera fjórði besti tug-þrautarmaður heims á þessu ári samkvæmt styrkleika-lista bandaríska frjáls-íþróttatímaritsins Track&Field News sem gefin er út á hverju ári. Jón Arnar er eini Íslendingurinn sem er á listum blaðsins fyrir þetta ár. „ Ég er að mörgu leyti sáttur við árið þótt ég hefði vissulega viljað geta gert betur á einhverjum mótum. Aðalmálið er þó að maður er laus við öll meiðsl og því á ekkert að vera því til fyrirstöðu að maður haldi áfram að vera í þessum hópi eitthvað áfram. Þetta er fyrst og fremst heiður og viðurkenning fyrir mig,“ segir Jón sem býr í Gautaborg í Svíþjóð um þessar mundir með fjölskyldu sinni. Þar einbeitir hann sér að æfingum og hefur í hyggju að halda sínu striki fram yfir Ólympíu-leikana í Aþenu árið 2004. Jón Arnar á meðal þeirra bestu á ný TILNEFNINGAR til Íslensku tónlistar-verðlaunanna 2002 voru tilkynntar á dögunum. Flestar tilnefningar, eða fjórar hver, hlutu Bubbi Morthens og hljómsveitirnar Leaves og Sigur Rós Eru þeir allir tilnefndir í flokki popp- og rokk-tónlistar, en tónlistar-verðlaun eru einnig veitt í flokki djass-, nútíma- og sígildrar tónlistar. Djasstónlistar-mennirnir Jóel Pálsson, Skúli Sverrisson og Davíð Þór Jónsson fá þrjár tilnefningar hver sem og hljómsveitin Írafár. Athygli vekur að sigurvegarar Íslensku tónlistar-verðlaunanna í fyrra, XXX Rottweilerhundar, sem gáfu út nýja plötu á dögunum, fengu enga tilnefningu í ár. Íslensku tónlistar-verðlaunin verða afhent 23. janúar á næsta ári og verður bein sjónvarps-útsending frá athöfninni. Morgunblaðið/Golli Íslenska rokksveitin Leaves er tilnefnd sem flytjandi árs- ins, fyrir bestu plötuna og besta lagið, og Arnar Guðjóns- son sem besti söngvari. Bubbi, Leaves og Sigur Rós áberandi Tilnefningar til Íslensku tónlistar-verðlaunanna 2002 HLUTI af stýrinu á Concorde-þotu datt af í síðustu viku að því er sagt var frá á miðvikudag. Ekki er vitað hvers vegna hluti af hliðar-stýrinu svo kallaða datt af. En verið er að rannsaka málið. 105 manns voru um borð í Concorde-þotunni sem missti stýrið. Engan sakaði þó í óhappinu og lenti flugvélin heilu og höldnu. Þotan var á leiðinni frá London, höfuð-borg Bretlands, til New York í Bandaríkjunum. Sérfræðingar segja að fólkið um borð í þotunni hafi ekki verið í neinni hættu. Hliðar-stýrið skiptist í fjóra hluta. Getur þotan flogið þótt aðeins einn hluti stýrisins sé í lagi. Þetta er í fjórða skiptið á stuttum tíma sem Concorde-þota lendir í erfiðleikum. Stýrið datt af þotunni Reuters Concorde-þota í lendingu. FYRIR nokkrum árum voru mörg hænsnabú á Húsavík. En nú er engin hæna í bænum lengur. Það er ekki langt síðan margir íbúar í Suður-Þingeyjarsýslu og í öðrum sveitum höfðu hænur á heimilinu. En sagt er að egg þeirra séu betri en þeirra sem búa inni allt árið. Heimilis-hænur fá nefnilega flestar að vappa um úti þegar þær vilja og geta þá tínt orma og borðað arfa og grös. Það kostar hins vegar pening og vinnu að hafa hænur. Og þar sem egg úr stórum verksmiðju-búum eru ódýr borgar sig ekki alltaf að selja eggin úr heimilis-hænunum. Þá hefur reglum verið breytt og má nú ekki lengur hafa hænur í fjósum. En hænurnar eru sagðar þurfa meiri hita en kýrnar. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Krakkarnir á bænum Hólmavaði í Aðaldal leika sér við hænurnar. Engin hæna býr á Húsavík Netfang: auefni@mbl.is KONA á þrítugsaldri slasaðist alvarlega og er á gjörgæslu-deild eftir að bíll sem hún ók lenti á hvolfi í Hólmsá síðast-liðinn föstudag. Þriggja ára dóttir hennar sem var með henni í bílnum slasaðist líka. Tvö eldri börn, 6 og 11 ára, sem voru einnig í bílnum slösuðust minna. Konan virðist hafa misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann endaði í ánni. Er talið að hann hafi verið á kafi í nokkrar mínútur. Vegfarendur sem komu að slysinu björguðu fólkinu út. Þeir þurftu að skera á bílbelti konunnar og litlu stúlkunnar til að losa þær úr bílnum. „Hugsun mín snerist um að ná öllum út úr bílnum. Erfiðast var að sjá hann á hvolfi í ánni og heyra í börnunum, sagði Sigmundur Felixson. En hann bjargaði fólkinu í félagi við Sigurð G. Ragnarsson. Margir lögreglu-menn og slökkviliðs-menn komu einnig á slysstað til aðstoðar. Konu og börnum bjargað úr Hólmsá Morgunblaðið/Júlíus Bíllinn endaði á hvolfi í Hólmsá en konan virðist hafa misst stjórn á honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.