Morgunblaðið - 15.12.2002, Síða 58

Morgunblaðið - 15.12.2002, Síða 58
58 SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Russell Crowe er í giftingar- hugleiðingum. Ástralski leikarinn, sem á dögunum lýsti yfir að hann ætlaði að leggja kvikmyndaleikinn á hilluna um óákveðinn tíma, mun nú loksins tilbúinn til að festa ráð sitt. Sú lukkulega er ástralska leik- konan Danielle Spencer sem Crowe hefur átt í stormasömu sambandi við um allnokkurt skeið. Og hvað hafa heimildamenn fyrir sér? Átta millj- óna króna demantshring sem Crowe hefur pungað út fyrir. Vinir hans staðfesta þetta líka: „Crowe hefur hugsað sinn gang og komist að þeirri niðurstöðu að það sem hann vantar í líf sitt er fjölskylda.“ Ekki alls fyrir löngu missti Crowe föður sinn. Hann tók föðurmissinn mjög nærri sér og leitaði svars í flöskunni … Moby var barinn til óbóta af tveimur Eminem- aðdáendum á föstudag. Fautarnir króuðu Moby af og þóttust vilja eiginhandaráritun en gengu í skrokk á honum eftir að hafa lokk- að hann afsíðis. Tónlistarmaðurinn var fluttur í snatri á spítala þar sem gert var að sárum hans sem blessunarlega reyndust minnihátt- ar. Töluverð togstreita hefur ríkt milli Mobys og Eminems und- anfarnar vikur og þótt Moby hafi ítrekað lýst því yfir að hann vilji grafa stríðsöxina hefur Eminem verið óþreytandi í að senda honum ögrandi glósur. Þótt lögreglu- yfirvöld velti nú vöngum yfir hvort árásin sé tengd þessum hanaslag er Eminem sjálfur ekki talinn viðrið- inn málið … Halle Berry ræktar nú trúna til að reyna að bjarga hjóna- bandi sínu og tónlistarmannsins Erics Benets. Parið sækir saman messu í Los Angeles á hverjum ein- asta sunnudegi. Er Benet ávallt berfættur en Berry heldur á Biblíu. Hann baðst nýlega af- sökunar op- inberlega fyrir að hafa haldið framhjá hinni fögru eiginkonu sinni … Leik- arinn Richard Harris, sem lést fyrir skömmu, sést á tjaldinu í þriðju myndinni um galdrastrák- inn Harry Potter, Harry Potter og fanginn frá Azkaban. Nútímagaldr- ar gera þetta kleift en notast verð- ur við ónotaðar upptökur af leik- aranum, sem lést úr krabbameini í október. Andlit Harris verður sett með tölvutækni yfir andlit Harrys nokkurs Robinsons, sem var stað- gengill Harris í fyrstu tveimur myndunum. Kunnugir segja að Robinson, sem er 72 ára, eigi á endanum eftir að taka við hlutverki Dumbledores prófessors … FÓLK Ífréttum Russell Crowe Richard Harris Miðasala opnar kl. 13.30 HUGSAÐU STÓRT Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Mán kl. 4 og 6. EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 2, 5, 6, 8, 9 og 10.50. Mán kl. 5, 6, 8, 9 og 10.50. B.i.12 ára 4, 7 og 10 Hvað gerist þegar þú týnir hálfri milljón dollara frá mafíunni? Hörku hasarmynd með töffaranum Vin Diesel úr xXx, Dennis Hopper og John Malkovich. YFIR 36.000 GESTIR DV “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i i i RadíóX Sýnd kl. 2 og 4. Mán kl. 4. Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.10. Mán kl. 5.30, 8 og 10.10. Rapparinn Lil Bow Wow finnur galdraskó sem Jordan átti og kemst í NBA! Margur er knár þó hann sé smár - frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Jonathan Lipnicki úr Jerry Maguire og pabbinn úr American Pie fara á kostum! Falleg kvenúr LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900 www.michelsen.biz Kíktu á úrvalið á Sýnd kl. 6, 8 og 10.45. Mán kl. 6B.i. 16 ára Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10. Mán kl. 6 og 9. B.i. 12 ára “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i i i RadíóXDV YFIR 36.000 GESTIR. Lína fer í skóla kl. 3. Lína fer í Tívolí kl. 4.30.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.