Morgunblaðið - 31.12.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.12.2002, Blaðsíða 26
LISTIR 26 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ TVEIR ungir tónlistarmenn, Jón- as Guðmundsson söngvari og Magn- ús Ragnarsson orgelleikari, sem munu ljúka framhaldsnámi erlendis innan tíðar, héldu hádegistónleika í Langholtskirkju sl. laugardag. Jónas Guðmundsson hefur þegar vakið at- hygli fyrir fallega náttúrurödd og músíkalskt innsæi og af söng hans á þessum tónleikum sýndi sig að hann hefur tekið stórum framförum, sér- staklega er varðar vaxandi hljómgun raddarinnar. Viðfangsefni hans voru Ave María eftir Kaldalóns, sem var fallega mótuð, Pieta, Signore eftir Stradella, sem var einstaklega fal- lega sungin, og sama má segja um Ave Maríuna sem Gounod samdi við fyrstu prelúdíuna í Das Wohltemper- ierte Clavier eftir J.S. Bach og Panis Angelicus eftir César Franck. Ásamt aríunni Pieta, Signore var lokavið- fangsefni Jónasar, arían Cujus anim- an úr Stabat Mater eftir Rossini, glæsilega sungin og hefði verið áhugavert að heyra Jónas syngja sambærileg viðfangsefni, því bæði röddin, hljómgæði hennar og vídd, ásamt túlkun og vandaðri mótun hendinga, gefa fyrirheit um glæsileg- an listamann, þegar honum dregst til tími og þjálfun. Samleikari Jónasar var Magnús Ragnarsson, sem stundar orgelnám í Svíþjóð. Undirleikur er listgrein sem ekki er aðeins fólgin í að skila réttum nótum, heldur að vera þau leiktjöld sem klæða skulu sem best hvert við- fangsefni fyrir sig. Það mátti heyra að Magnús kann ýmislegt fyrir sér í orgelleik, sem hann sýndi í vel gerð- um orgeltilbrigðum yfir sálminn Jésu mín morgunstjarna eftir Gunnar Reyni Sveinsson, Prelúdíu og fúgu í c-moll, BWV 546, eftir J.S. Bach og tveimur Schubler-kóralforspilum eft- ir Bach, þrátt fyrir að ýmislegt ætti sér stað, t.d. í fúgunni og hér og þar í hinum verkunum. Auk tilgreindra verka lék hann fáránleg tilbrigði yfir jólalagið Ding, dong! Merrily on high eftir Matrin Setchell, sem vel hefði mátt sleppa, svo og laginu eftir barnalagahöfundinn Alice Tegnér. Það var svo í undirleiknum, svo einfaldur sem hann oft er, að nokkuð vantaði á öryggið hjá Magnúsi. Þrátt fyrir smáóhöpp í undirleiknum er ljóst að Magnús er efnilegur tónlist- armaður og gefa einleikur hans og söngur Jónasar tilefni til mikillar bjartsýni varðandi framtíð hinna ungu tónlistarmanna. Jón Ásgeirsson Morgunblaðið/GolliMagnús Ragnarsson og Jónas Guðmundsson. Tilefni til mikillar bjartsýni TÓNLIST Langholtskirkja Jónas Guðmundsson og Magnús Ragnarsson fluttu trúarleg einsöngs- og orgelverk. Laugardagurinn 28. desember. SÖNGUR OG ORGELLEIKUR SÖGUÞRÁÐUR þýsku bíómynd- arinnar Halbe Treppe (Grill Point), sem frumsýnd verður 2. janúar, fjallar um tvenn vinaleg hjón á fer- tugsaldri í þýsku borginni Frankfurt, sem ekki er talin meðal fjörugustu borga veraldar. Líf þeirra er í föstum skorðum, en stefnan er talsvert óljós og ómarkviss. Útvarpsmaðurinn Chris og seinni konan hans Katrín hafa ekki mikið við hvort annað að segja, á daginn eða á næturnar. Vin- ur hans Chris, Uwe, þrælar dag og nótt á pylsustaðnum sínum og gleym- ir að rækta bæði eiginkonu og börn. Það þarf því ekki að koma neitt á óvart að Chris og Ellen, eiginkona Uwe, fara að draga sig saman. En þegar þau eru gripin glóðvolg vakna allir harkalega af dvalanum. Hetj- urnar okkar neyðast til að endur- skoða líf sitt gaumgæfilega og skyndilega kemur í ljós að lítil krafta- verk geta gerst, jafnvel í borg á borð við Frankfurt, ef maður aðeins trúir á þau. Handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar er Andreas Dresen, en framleiðandi er Peter Rommel, sem framleitt hefur þrjár síðustu myndir Friðriks Þórs Friðrikssonar í sam- vinnu við hann, Fálka, Engla al- heimsins og Djöflaeyjuna. Þessi þýska mynd hefur farið sigurför um heiminn á síðustu mánuðum og m.a. hlotið silfurbjörninn sem besta myndin frá samtökum kvikmynda- húsaeigenda á kvikmyndahátíðinni í Berlín, einni virtustu hátíð heims. Leikstjórinn hlaut tilnefningu til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna auk þess sem myndin hefur hlotið til- nefningar og verðlaun á fleiri hátíð- um vítt og breitt um heiminn. Gerð myndarinnar var um margt nokkuð óvenjuleg og úr takt við hefð- bundnar framleiðsluaðferðir kvik- myndagerðarmanna. Í fyrsta lagi var handritið ekki skrifað fyrir tökurnar, heldur var látið nægja að skapa fjór- ar persónur í ákveðnum aðstæðum. Leikarar spunnu svo samtöl og fram- vindu ásamt leikstjóra við tökurnar sjálfar. Vaknað af dvala hvers- dagsins Háskólabíó frumsýnir Halbe Treppe (Grill Point) Leikarar: Steffi Kühnert, Gabriela Maria Schmeide, Thorsten Merten og Axel Prahl. JESSICA Spencer virðist lifa full- komnu lífi. Hún er fallegasta og vinsælasta stelpan í skólanum sín- um. Hún er fyrirliðinn í klapp- stýruliði skólans og kærastinn hennar er fyrirliði fótboltaliðsins. En eitthvað á ímyndin öll eftir að breytast þegar hún vaknar einn morguninn í líkama fertugs manns. Hún gerir sér fljótt grein fyrir því að útlitið kemur henni ekki langt lengur og hún þarf að lifa með þetta útlit þangað til hún nær að breyta sér aftur í sitt upprunalega útlit. Þetta er í stórum dráttum sögu- þráður gamanmyndarinnar The Hot Chick, sem Sambíóin frumsýna á nýársdag. Rob Schneider leikur aðal- hlutverkið, hina fertugu Jessicu, en hann er einkum kunnur fyrir hlut- verk sín í Deuce Bigalow: Male Gig- olo, Big Daddy, The Animal, The Waterboy, Home Alone II og Down Periscope. Schneider, sem fæddur er í San Francisco, hóf að skrifa gamanmál á unglingsaldri og þreytti frumraun sína sem skemmtikraftur í sjónvarpi hjá David Letterman árið 1987 en hafði þar áður komið lítillega við sögu hjá Jay Leno og Jerry Seinfeld. Sem leikari var hann svo uppgötvaður af Lornu Michaels, framleiðanda Sat- urday Night Live, þar sem hann tróð upp á HBO í þætti ungra skemmtikrafta. Framleiðandi myndarinnar er Adam Sandler, sem á að baki m.a. Waterboy, Big Daddy, Deuce Bigalow: Male Gigolo, The Animal og Mr. Deeds. Handritshöfundur og leikstjóri The Hot Chick er hins- vegar Tom Brady, sem hér er að þreyta frumraun sína í leik- stjórastólnum. Hann á að baki reynslu sem leikstjóri á háskóla- árum sínum við Harvard auk þess sem hann hefur tekið þátt í hand- ritsgerð og framleiðslu sjónvarps- þátta á borð við The Critic, The Simpsons, Home Improvement og Sports Night. Leiðir þeirra Bradys og Rob Schneider lágu saman í gerð Men Behaving Badly fyrir NBC- sjónvarpsstöðina. Útlitið hefur margt að segja Sambíóin frumsýna The Hot Chick Leikarar: Rob Schneider, Rachel Mc- Adams, Anna Faris, Andrew Keegan, Matthew Lawrence, Paige Peterson, Sam Doumit og Adam Sandler. Sjálfsímynd Jessicu Spencer á öll eftir að breytast þegar hún vaknar einn morguninn í líkama fertugs manns. A %B ' B C            !" # $ %&B #3(  : B *  $'  '  B !  0 #B *  $'  () B A %   #B DE* (   *+, +) B F  & #B  -,.+ & B G  +B DE* ( /$  &B ,( ' B *  $'  0 +. .B *  ' #B   12 & +.$   B H    #B ! 3 4 0)$+ B !    #B  #  ( )   "  B + &) / #B *  $'  H   # I  8@1:77 - 7          '  B !  0 #B *  $'  0)$+ B !    #B  #  ( )  "  B + &) / #B *  $'  3  $+&B H   , #B  #  4) " B    J&  B DE* ( -   B  '  J B  3# (.5+B   %# #B *  $'  - )&$6B .  H B *  $'   7  &)& &B * ) ,) B DE* ( -    B +  B 3   8@1:77 A '8@@ @AB           /$  &B ,( ' B *  $'  8 +. 9): (. B H# J#&B DE* ( 3 B   .    B  #  * + * B  ) ' ,  B  #  ( + B D "K G #B DE* (  + ;")&  " 5+& +&<<<B + & EB DE* ( 0  " B  H #B J!/L #+ #,=+B  / # # ! D "#3 #B  3# >  . B ,   B  #  (  +.   $+$<<<B ! D B  #    8@C7AB             *+, +) B F  & #B      ? <  @A1 B 0  D # #5 5B DE* ( 0+&& $  B ! *   B DE* (  +  .B . G   B *  $'   .+B+ + B , 0  H) 5 # D '  5   B 5 '  *)  &+. < B '  .#  #   B 5 '     < B '  (    #B   4 C+" B D , B  #  3&++ B   - M #B *  $'  $+ & B$ + <<<B !  #  3  E B ! 3 4 A!<  %!$(5&3$     4 &)  #    3  ?95  5 @99@5 1  # 3 0N 4 )   3 (   # 4 3 $ #   &   5  3        4  3     )    5 B D@ 8@7          !" # $ %&B #3(  : B *  $'  () B A %   #B DE* ( -,.+ & B G  +B DE* ( 0 +. .B *  ' #B    2 & +.$   B H    #B ! 3 4 !" (& ) D$ &B ,  #B  #  E.).  + & B + & EOB DE* ( # ,+  B  0  '  #B *  $'  )   +, +B D "K E " B DE* ( 9 B  3  " B DE* (  8@1:77  9          !" ).B D  ( B  #  $ +.&$+B 0 3 '   B  #  F.B ' # !   #B '2(  >++ ., )&& B .#   ' B  #      . $ B   '   #B # 3)$)&  $ $+  B H)   B *    #  $++ B A   0  !   #B  (  '  +  "B # '   # & B '2(  8 &+. )&+"B   B *  $'  9&B D % ## B D*E ( 1234567 0  85 59  3(  #     N -  & N ' )( N N '  3#   ( N ' 3  H #N   EN   E$H # !   N '    ,  *   '  2  &   : ,/234567 0  85  9 E$ 3(   &)N   &)  &  D  % # N    2 5 *$'(& N '&    E$& N &B'    N ! E$H #N , # N !   2N H   *   '  2 N  &      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.