Morgunblaðið - 12.06.2003, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 12.06.2003, Qupperneq 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 23 YFIR sumartímann eru fimmtudagar á Minjasafni Austurlands þjóðhátta- dagar, þar sem hæfileikafólk sýnir handverk og forna hætti í margskon- ar sýnikennslu. Sem dæmi um við- fangsefnin eru útskurður í tré og ýsu- bein, tínugerð, eldsmíði, vefnaður, notkun jurta og jurtalitun, íslenskt prjón og lerkisveppatínsla. Á Minjasafni Austurlands kl. 13–17 í dag, fimmtudag, sýnir Guðmundur Magnússon handbrögð sem tengjast tálgutækni í tré. Á morgun og laugar- dag verður haldið námskeiðið: „Lesið í skóginn – tálgað í tré“ á Miðhúsum, á vegum Minjasafns Austurlands, Egilsstöðum. Á námskeiðinu kemur saman skógfræði og handverks- kennsla í tálgutækni, þar sem notaðar eru ferskar viðarnytjar. Leiðbeinandi er Guðmundur Magnússon. Nánari upplýsingar má sjá á slóð- inni www.minjasafn.is. Þjóðhátta- dagar á Minjasafni Austurlands BLÚSNÁMSKEIÐ fyrir hljóðfæra- leikara verður haldið helgina 21. og 22. júní kl. 10–17 báða dagana í Tón- listarskóla Hafnarfjarðar. Kennarar eru þeir Halldór Bragason og Guð- mundur Pétursson. Námskeiðið er ætlað öllum aldurs- hópum og eru öll hljóðfæri og söngv- arar velkomnir. Skráning m.a. á slóðinni bluesice- @hotmail.com. Blúsnámskeið í Hafnarfirði ALDA Ingibergsdóttir sópran held- ur einsöngstónleika í Hafnarborg kl. 20.30 í kvöld. Undirleikari er Ólafur Vignir Al- bertsson píanó- leikari. Alda flyt- ur lög af nýútgefinni geislaplötu sinni. Alda er fædd og uppalin í Hafn- arfirði. Hún er menntuð við Söngskólann í Reykjavík og útskrifaðist með Dipl- oma frá Trinity College of Music í London árið 1996. Alda hefur sungið víða, m.a. við Íslensku óperuna og áður í Hafnarborg. Alda Ingi- bergsdóttir syngur í Hafnarborg Alda Ingibergdóttir ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ www.markid.is • Sími: 553 5320 • Ármúla 40 ORLANDO stækkanlegir barna línuskautar. Skautinn stækkar með barninu. Mjúk dekk og APEC legur. Stærðir 25-29, 30-35 og 36-40 Verð kr. 9.900, stgr. 9.405 fyrirtæki í forystu í þróun betri og þægilegri línuskauta Varahlutir og viðgerðaþjónusta 5% stgr. afsláttur H ön nu n: G un na r S te in þ ór ss on / M ar ki ð / 06 . 2 00 3 línuskautar Stærðir 36 - 47 Alls konar útfærslur Verð frá kr. 10.500 til 21.000 Fagmenn í flutningum á traustum farkostum Landflutningar–Samskip reka öflugt flutningakerfi sem veitir allri landsbyggðinni góða þjónustu. Rík áhersla er lögð á að tryggja öryggi í akstri. Vel er fylgst með hvíldartíma bílstjóranna og ökuhraði flutningabílanna er takmarkaður með tölvubúnaði við 90 km hámarkshraða. Aðgát skal höfð! Bílstjórar Landflutninga-Samskipa hafa ADR-réttindi – réttindi til að flytja hættulegan varning. Landflutningar eru fyrsta almenna flutningafyrirtækið sem hefur sett viðbragðsbúnað í alla þá flutningabíla fyrirtækisins sem gætu þurft að flytja hættuleg efni. Flutningabílar með slíkan farm eru merktir með ferhyrndu, appelsínugulu skilti. Fáðu okkar fólk til að annast flutninginn! 03 -0 29 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.