Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 11 FULL þörf er á að stofna sérstaka sveit eða sveitir lögreglumanna sem geta rannsakað eða aðstoðað við rannsókn á stórum umferðarslysum um land allt. Þetta er samdóma mat rannsóknarnefndar umferðarslysa og Lögreglunnar í Reykjavík. Ágúst Mogensen, framkvæmdastjóri rannsókn- arnefndar umferðarslysa, segir reynsluna af sér- hæfðri deild lögreglumanna sem rannsakar um- ferðarslys í Reykjavík vera mjög góða. „Það hefur sýnt sig að þeir eru vanari og gera færri mistök en aðrir.“ Hann segir þetta eðlilegan hlut sem þó verði að vinna gegn eins og hægt er. Ágúst bendir á að í sumum umdæmum verður ekki banaslys í áraraðir, en svo þegar það verður er ekki nægileg reynsla til staðar í umdæminu til að rannsaka málið. Þetta vandamál er hægt að minnka mikið með því að stofna einn eða fleiri hópa lögreglumanna sem sérhæfa sig í rannsókn stærri umferðarslysa og eru tilbúnir að fara strax á vettvang hvar sem er á landinu eins og þörf kref- ur. Nýleg skýrsla rannsóknarnefndar umferðar- slysa gagnrýnir einmitt harðlega ósamræmi í vinnubrögðum lögreglu milli embætta og oft á tíð- um ófullnægjandi rannsóknir á banaslysum. Senda má menn á milli „Í flóknum málum þurfa að koma til verksins menn sem hafa þar til bæra þekkingu og þó aðal- lega reynslu,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlög- regluþjónn hjá Lögreglunni í Reykjavík. Spurður um hugmyndir rannsóknarnefndarinn- ar um að koma upp sérhæfðum rannsóknardeild- um á nokkrum stöðum á landinu segir Geir Jón: „Ég held að það sé miklu nær að styrkja rann- sóknir þessara mála hér á höfuðborgarsvæðinu og senda menn héðan út á land til að aðstoða staðar- lögreglu við úrvinnslu þessara mála.“ Hlutverk lögreglu skýrt Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er lögreglan einnig gagnrýnd fyrir að vera of upptekin af því að finna einhvern sem beri ábyrgð á slysinu með það fyrir augum að hann verði látinn sæta ábyrgð, og rannsaka þá minna slys þar sem ljóst er að enginn verður dreginn til ábyrgðar. Geir Jón segir hlutverk lögreglu mjög skýrt í rannsóknum á banaslysum jafnt sem öðrum mál- um. „Rannsóknin miðast að því að finna brot í mál- um, en rannsóknarnefndin er aftur á móti að tala um eitthvað víðtækara en það. Það sem þeir eru að tala um í skýrslunni er ákveðinn rannsóknarþáttur lögreglu sem hefur aldrei tíðkast. Við erum að rannsaka slysið, orsök þess og afleiðingu, hver ber ábyrgð og hver ekki. Rannsóknarnefndin telur að rannsóknin eigi að vera mun víðfeðmari en hún er, en það hefur bara aldrei verið þannig. Þessi gagn- rýni ætti þannig fremur að vera óskir um að það séu gerðar ákveðnar breytingar á rannsóknarað- ferð lögreglu.“ Það ætti fremur að vera hlutverk rannsóknar- nefndarinnar sjálfrar að vinna ítarlegri rannsókn ef hún telur þörf fyrir hana, segir Geir Jón. Hlut- verk nefndarinnar ætti þannig í raun að vera á svipuðum grunni og hlutverk rannsóknarnefndar flugslysa og rannsóknarnefndar sjóslysa sem framkvæma eigin rannsóknir. Spurning um peninga Þessu er Ágúst ósammála og segir nefndinni eins og hún starfar núna ekki vera ætlað að safna frekari upplýsingum, hún hafi hreinlega ekki bol- magn til þess. „Rannsóknarnefnd flugslysa hefur mun sértækara rannsóknarhlutverk,“ segir Ágúst. Lögreglan hefur alltaf sinnt öllum rannsóknum á bílum á meðan til dæmis rannsóknarnefnd flug- slysa vinnur sjálfstæðar skýrslur um öll flugslys sem verða. Ágúst segist ekki vera viss um að það myndi ganga upp að láta nefndina rannsaka málefni dýpra en lögreglan gerir í dag. Lögreglan hefur rannsóknarforræði í opinberum málum, segir hann, og bendir á að hann hafi rætt við marga rannsóknarmenn hjá lögreglunni sem vilja það ekki og vilja að málið sé alfarið í þeirra höndum. Ágúst segir þetta á endanum vera spurningu um peninga, hver eigi að bera kostnaðinn af ítarlegum rannsóknum. „Menn hafa aðeins veigrað sér við því að leggja út í þennan kostnað.“ Ljóst er að slys þar sem ökumaður er einn í bíl, keyrir út af og lætur lífið, og augljóst að enginn verður sóttur til saka, eru verr rannsökuð en mál þar sem hugsanlega er hægt að finna sök, segir Ágúst. „Þá er það bara spurningin, er rétt að gera þetta svona? Er rétt að rannsaka það mál minna en mál þegar hugsanlega er einhver sem ber sök? Ég held að svarið við því sé nei,“ segir hann og bendir á það sé skylda lögreglu að rannsaka öll mál eins og hægt sé jafnvel þó ljóst sé að enginn beri beina ábyrgð annar en sá sem lætur lífið. Hafa ekki fengið tilboð Annað atriði sem rannsóknarnefnd umferðar- slysa átaldi í skýrslu sinni var að rannsóknum á ökutækjum sem lenda í slysum sé oft ábótavant. Þess vegna sé oft erfitt að segja til um af lögreglu- skýrslum hvað sé orsök og hvað afleiðing slyssins, eða jafnvel hvað hafi gerst við flutninga bifreiðar- innar til skoðunar. Geir Jón segir að þetta sé ákveðið vandamál sem lögreglan eigi við að etja. Ekki hafi fengist framlengdur samningur við skoðunarfyrirtæki sem lögðu til sérfræðing til að rannsaka bíla á slys- stað utan almenns afgreiðslutíma skoðunarstöðva. Því þurfi nú að skoða alla bíla á dagvinnutíma. „Enn höfum við ekki fengið þá þjónustu sem við þurfum á að halda, að fá sérstakan tæknimann á slysavettvang,“ segir Geir Jón. „Við höfum ekki einu sinni fengið tilboð.“ Aðspurður segir hann að ekki komi til greina að lögreglan komi sér upp sér- hæfðu starfsfólki til að skoða bíla. „Þetta þurfa að vera fagaðilar sem þurfa að vera í tengslum við þá sem skoða ökutæki. Lögreglan hefur ekkert með það að gera.“ Geir Jón segir að þarna geti vissu- lega verið um peningaspursmál að ræða, enda dýrt að halda manni á bakvakt allan sólarhringinn ef einungis er að meðaltali eitt útkall í mánuði. Geir Jón segir að það væri æskilegt að lögreglu- embætti landsins sameinuðust um að kaupa þessa þjónustu í stað þess að embættið í Reykjavík stæði í kostnaðinum eitt. Hann segir að embættið í Reykjavík hafi óskað eftir því bréflega í febrúar við Ríkislögreglustjóra að þeir mundu gera sam- komulag við skoðunaraðila sem mundi þjónusta allt landið en að engin svör hafi borist enn þrátt fyrir munnlegar ítrekanir. Þörf á sérhæfðri sveit til að rannsaka alvarleg umferðarslys um allt land Vilja menn með reynslu Morgunblaðið/Golli Mikill munur getur verið á rannsóknum á umferðarslysum milli umdæma. Mikill munur getur verið á lög- reglurannsóknum á stórum um- ferðaslysum milli umdæma. Fag- aðilar telja eðlilegt að sérstök sveit sérhæfðra lögreglumanna séu til taks til að fara hvert á land sem er þegar reynslu skortir í einstökum umdæmum. Eiga rétt á upplýsingum úr sakaskrá NÝ barnaverndarlög tóku gildi í fyrra. Samkvæmt þeim á Barnaverndarstofa rétt á upplýsingum úr sakaskrá um menn sem hafa hlotið dóm fyrir kyn- ferðisbrot, þ.m.t. fyrir að eiga barna- klám. Barnaverndarstofa getur tilkynnt viðkomandi barnaverndarnefnd flytji maður sem veruleg hætta er talin stafa af í umdæmi hennar. Ef rík barnavernd- arsjónarmið mæla með getur barna- verndarnefnd gert öðrum viðvart, að fengnu samþykki Barnaverndarstofu. Óheimilt er að ráða menn sem hafa hlotið dóma fyrir kynferðisbrot til starfa hjá barnaverndaryfirvöldum, heimilum eða stofnunum. Yfirmenn skóla, sumardvalarheimila, íþrótta- og tómstundarmiðstöðva og annarra slíkra stofnana eiga einnig rétt á upplýsingum um hvort tiltekinn maður hafi hlotið dóm fyrir kynferðisbrot, að fengnu sam- þykki hans. Í lögunum segir enn fremur að ef barnaverndarnefnd fær ábendingu um að atferli manns, sem starfa sinna vegna hefur samskipti við börn, sé stór- lega ábótavant skal nefndin, ef hún telur tilefni til, hefja könnun málsins og til- kynna það viðkomandi starfsmanni og vinnuveitanda hans ef við á. ÞAÐ er hæpið að veita stjórnvöldum og stofnunum víðtækari heimildir til að halda skrá yfir menn sem taldir eru óæskilegir í barnastarfi en þau hafa nú þegar. Það þarf á hinn bóginn að huga alvarlega að því að vanda meðmæli þannig að hægt sé að treysta því að þau geymi réttar og sannar upplýs- ingar um starfsfólk en séu ekki „blaður út í loftið“. Þetta er álit Guðjóns Bjarnasonar, sálfræð- ings og deildarstjóra hjá Barnaverndarstofu, en Morgunblaðið leitaði í gær álits hans á hugmyndum framkvæmdastjóra KFUM og KFUK í Reykjavík um að Barnaverndarstofa héldi einhvers konar lista yfir feril þeirra sem starfa að æskulýðsmálum, m.a. til að koma í veg fyrir að óæskilegir eða jafnvel hættulegir menn verði ráðnir til æskulýðsstarfa. Guðjón bendir á að í nýjum barnaverndar- lögum sem tóku gildi í fyrra sé barnaverndar- yfirvöldum, skólum, ýmsum stofnunum, sum- ardvalarheimilum o.fl. veitt heimild til að leita upplýsinga um hvort tiltekinn maður hafi hlotið dóm fyrir kynferðisbrot. Þessum ákvæðum laganna hafi þó lítið verið beitt. Hann segir hæpið að safna á lista nöfnum manna sem ekki hafa hlotið dóm og líklegt að slíkt brjóti gegn ákvæðum um persónuvernd og mannréttindi. Nú þegar séu stjórnvöld komin út á ystu nöf í þeim efnum. Kæruleysisleg meðmæli Guðjón segir að mál mannsins sem hefur játað að eiga stærsta safn barnaklámsmynda sem fundist hafa hérlendis ætti að verða til þess að menn geri sér betur grein fyrir þeim möguleikum sem eru fyrir hendi í lögum. Það sé á hinn bóginn erfitt að eiga við þessi við- sjárverðu mál. „Þetta eru varkárir menn og vel skipulagðir. Og það er auðvitað höfuð- vandinn að sjá við þeim því þeir eru mörgum leikjum á undan,“ segir hann. Guðjón segir að það sé ekki hægt að ætlast til að stjórnvöld reyni ein að sjá við slíkum mönnum. Það væri nær að vinnuveitendur tækju til í sínum ranni. Hér á landi hafi tíðkast ákveðið kæru- leysi við að veita meðmæli, mælt hafi verið með fólki án þess að nokkurt tilefni sé til þess og slíkt sé ótækt. Sérstaklega þurfi að vanda til verka þar sem reyni mikið á heilindi manna, s.s. í æskulýðsstarfi. Í Morgunblaðinu í fyrradag var greint frá því að fyrrnefndum manni sem hefur játað að eiga stærsta safn barnakláms, var vikið úr vetrarstarfi KFUM í Reykjavík eftir að hann varð uppvís að ósæmilegri kynferðislegri hegðun í garð drengja. Guðjón segist ekki al- veg skilja í vinnubrögðum samtakanna gagn- vart þessum manni. Hann hafi verið talinn ófær um að vera leiðbeinandi í sumarbúðum samtakanna en samt sem áður fenginn til starfa fyrir KFUM eftir að komist var að þeirri niðurstöðu. Deildarstjóri hjá Barnaverndarstofu segir að vanda þurfi meðmæli Hæpið að halda lista yfir „óæskilega“ menn Óskaði ekki eftir meðmæl- um frá KFUM PÉTUR Þorsteinsson, safnaðar- prestur Óháða safnaðarins, óskaði ekki eftir meðmælum frá KFUM áð- ur en hann réði mann til starfa við fermingarfræðslu en maðurinn hef- ur játað að hafa átt gríðarlegt safn barnakláms. Hann vissi engu að síð- ur að maðurinn hafði verið viðloð- andi samtökin. Í samtali við Morgunblaðið sagði Pétur að maðurinn hefði verið sjálf- boðaliði við fermingarfræðslu síðast- liðna tvo vetur. Þeir, ásamt öðrum sjálfboðaliða, hafi farið á heimili for- eldra fermingarbarna á laugardög- um, tvo tíma í senn, en aldrei verið einir með börnunum. Pétur ræddi við foreldra og enginn hafi kvartað undan manninum og hann hafi held- ur ekki reynt að hafa samband við börnin eftir að fermingarfræðslunni lauk. Hann telur tilefni til að íhuga nýjar vinnureglur, t.d. að Barna- verndarstofa héldi utan um lista yfir óæskilega menn. Að sögn Péturs lét maðurinn þess ekki getið að hann hafi starfað fyrir KFUM þegar hann kom fyrst til starfa fyrir söfnuðinn. „Ég vissi þó af því að hann hefði verið í starfi þar,“ sagði Pétur. Maðurinn lagði ekki heldur fram meðmælabréf og ekki var óskað eftir því. Hann hafi aldrei fengið boð um að manninum hefði verið vísað úr starfi hjá KFUM. Aðspurður sagði Pétur að í ljósi þessa máls sé nauðsynlegt að breyta vinnubrögðum. Framvegis verði bakgrunnur manna kannaður betur en ekki gengið út frá því að þeim sé treystandi eins og hingað til. Fylling bauð lægst í Vest- fjarðaveg TILBOÐ voru opnuð á mánudag í útboði Vegagerðarinnar vegna 3 km nýs Vestfjarðavegar milli Eyrarár og Múla í Kollafirði í Austur-Barða- strandarsýslu. Fylling ehf. frá Hólmavík átti lægsta tilboð, 54,6 milljónir króna, sem er 84,1% af áætluðum verktakakostnaði Vega- gerðarinnar upp á tæpar 65 milljónir króna. Fjögur tilboð bárust og næstlægst bauð Kubbur ehf. frá Ísafirði, 56,7 milljónir. Önnur boð voru talsvert yfir áætlun, eða upp á 85 og 86 millj- ónir frá Klæðningu ehf. í Kópavogi og Hólsvélum ehf. frá Bolungarvík. Vegaframkvæmdum á þessum kafla skal að fullu vera lokið í september á næsta ári. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.