Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍSRAELSHER handtók í gær 150 meinta félaga í herskáum hreyfing- um Palestínumanna á Vesturbakk- anum, þeirra á meðal 130 meinta Hamas-menn í borginni Hebron, og hefur ekki handtekið jafnmarga í einu frá því að uppreisn Palestínu- manna hófst fyrir tæpum þremur ár- um. Ísraelsk yfirvöld ákærðu einnig fimm leiðtoga Íslömsku hreyfingar- innar, stærstu stjórnmálasamtaka ísraelskra araba, fyrir að veita Ham- as fjárhagsaðstoð. Aðgerðir Ísraelshers í Hebron stóðu í nokkrar klukkustundir. Í til- kynningu frá hernum sagði að for- ystumenn Hamas í borginni hefðu staðið fyrir árásum sem kostað hefðu 52 Ísraela lífið. Á meðal hinna handteknu voru skyldmenni Palestínumanna sem gert hafa sjálfsmorðsárásir á Ísraela og mágkona Abdullah Kawasme, leiðtoga Hamas í Hebron, sem ísra- elskir hermenn skutu til bana fyrir nokkrum dögum. Fólkið var flutt í ísraelska herstöð nálægt Hebron og var því haldið í stóru tjaldi. Fólkið sat þar handjárnað og með bundið fyrir augu þar til það var flutt í ná- læga byggingu til yfirheyrslu. Vopnahlé á næstu dögum? Handtökurnar voru taldar minnka líkurnar á því að Hamas féllist á vopnahlé í viðræðum við Mahmud Abbas, forsætisráðherra palestínsku heimasjórnarinnar. Leiðtogi Hamas, Abdul Aziz al-Rantissi, sagði að handtökurnar greiddu ekki fyrir vopnahléi. „Hamas mun taka afstöðu [til vopnahlés] á réttum tíma og get- ur ekki gert það þegar ráðist er á Hebron og óvinir okkar halda áfram morðtilræðunum,“ sagði hann. Áður höfðu palestínskir embætt- ismenn og Ahmed Maher, utanríkis- ráðherra Egyptalands, sem hefur haft milligöngu um vopnahlé, sagt að búist væri við samkomulagi í viðræð- unum á næstu dögum. Ísraelskir embættismenn hafa hins vegar mikl- ar efasemdir um gildi vopnahléssam- komulags og segja að viðræðurnar séu aðeins kænskubragð af hálfu Hamas sem vilji vinna tíma til að undirbúa fleiri árásir á Ísraela. Dagblöð í Ísrael sögðu þó í gær að búist væri við samkomulagi um vopnahlé og brottflutning ísraelskra hermanna frá norðurhluta Gaza- svæðisins og Betlehem á Vestur- bakkanum fyrir heimsókn Condol- eezzu Rice, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, til Ísraels um helgina. Fimm forystumenn Íslömsku hreyfingarinnar í Ísrael voru ákærð- ir í gær fyrir að hafa safnað fé að andvirði allt að 750 milljóna króna í Þýskalandi og Bandaríkjunum til að styrkja líknarstarf Hamas á her- teknu svæðunum og fjölskyldur árásarmanna hreyfingarinnar. Ísl- amska hreyfingin er einnig sökuð um að hafa þegið fé af „ólöglegum samtökum erlendis sem tengjast Hamas“. Ísraelska forsætisráðuneytið gaf út yfirlýsingu þar sem einn forystu- manna Íslömsku hreyfingarinnar er sakaður um tengsl við leyniþjónustu Írans. Ísraelsher handtekur 150 Palestínumenn Jerúsalem. AFP, AP. Reuters Palestínumenn, handjárnaðir og með bundið fyrir augun, í ísraelskri her- stöð á Vesturbakkanum eftir að þeir voru handteknir í Hebron í gær. VLADIMÍR Pútín Rússlandsforseta var tekið opnum örmum í Lundúnum í gær við upphaf fjögurra daga opin- berrar heimsóknar hans til Bret- lands, sem er fyrsta heimsókn rússn- esks þjóðhöfðingja til landsins frá því á dögum rússneska keisaradæmisins. Næstu daga verða Pútín og eigin- kona hans, Lyudmyla, persónulegir gestir Elísabetar II Bretadrottning- ar og gista í Buckingham-höll í mið- borg Lundúna. Karl Bretaprins tók á móti Pútín- hjónunum er þau lentu á Heathrow- flugvelli síðdegis. Stjórnvöld bæði í Rússlandi og Bretlandi líta á heimsóknina sem kærkomið tækifæri til að berja í bresti vináttusambands landanna í kjölfar Íraksdeilunnar, en eins og kunnugt er beittu Rússar sér – ásamt Frökkum og Þjóðverjum – gegn hernaðaríhlutun Breta og Banda- ríkjamanna í Írak. En vestrænn sendierindreki í Moskvu tjáði AFP að Pútín hefði komið þessari áberandi heimsókn í kring „til að líta vel út í augum kjósenda“ í aðdraganda for- setakosninga sem fram eiga að fara í Rússlandi á vori komanda. Erindrekar brezku stjórnarinnar segja að heimsóknin muni efla tengsl- in milli landanna; Pútín muni fá „klapp á bakið“ fyrir efnahagsum- bæturnar sem stjórn hans er að hrinda í framkvæmd og hún ýti undir frekari viðskipta- og fjárfestinga- tengsl. Vegna stórra fjárfestinga í olíu- og gasvinnslu í Rússlandi eru Bretar í ár orðnir stærstu erlendu fjárfestarnir í landinu. Olíurisinn BP vonast til að ná að ganga frá 6,75 milljarða dala samningi um kaup á 50% hlut í TNK meðan á heimsókn Pútíns stendur, en gangi það eftir verður þar með til þriðja stærsta olíu- og gasfyrirtækið í Rússlandi. Í gærkvöld voru Pútín-hjónin og fylgdarlið boðin til hátíðarkvöldverð- ar í Buckingham-höll, en þetta er í fyrsta sinn frá því Viktoría Breta- drottning tók á móti Alexander II Rússakeisara árið 1874 sem rússn- eskur þjóðhöfðingi nýtur gestrisni Breta. Í dag fara rússnesku forsetahjónin í dagsferð til Edinborgar, höfuðborg- ar Skotlands, en snúa í kvöld aftur til Lundúna þar sem borgarstjórinn heldur þeim veizlu. Heimsókninni lýkur á föstudag. Reuters Vladimír Pútín kannar heiðursvörð konunglegu brezku riddaravarðliðssveitarinnar við komuna til Lundúna. Lundúnum. AFP. Fyrsta heimsókn rússnesks þjóð- höfðingja frá keisaratímanum Pútín fær höfðinglegar móttökur í Bretlandi MEÐ aðeins fjórum orðum talaði John F. Kennedy sig inn í sögu kalda stríðsins með eftirminnileg- um hætti, er hann flutti ávarp í heimsókn sinni sem Bandaríkja- forseti til hinnar skiptu Berlínar- borgar fyrir réttum 40 árum. „Ich bin ein Berliner,“ sagði for- setinn í ávarpi fyrir utan ráðhús Vestur-Berlínar í Schöneberg- hverfi og uppskar mikil fagnaðar- læti áheyrenda. Þessi orð hans urðu strax fleyg og bárust um alla jarð- arkringluna. Svo virtist sem (Vest- ur-)Berlín væri örugg. Í bili að minnsta kosti. Ræðu Kennedys, sem var flutt 26. júní 1963, verður m.a. minnzt með sérstakri sýningu í Þýzka sögusafn- inu í Berlín um hina eftirminnilegu heimsókn bandaríska forsetans og þýðingu hennar fyrir samskipti Þjóðverja og Bandaríkjamanna þá og nú. Sýningin verður opnuð í dag. Á morgun verður hljóðupptöku af ræðunni sjálfri útvarpað úr há- tölurum á nákvæmlega sama stað og sama tíma dags og hún var flutt réttum 40 árum áður, kl. 18:44 af svölum ráðhússins í Schöneberg. „Heimsókn Bandaríkjaforseta til víglínuborgar kalda stríðsins var mikilvægt teikn fyrir samskiptin [milli Þjóðverja og Bandaríkja- manna],“ segir Andreas Etges, sem stýrði uppsetningu sýningarinnar um heimsóknina. Forsetanum var fagnað eins og poppstjörnu. Hundruð þúsunda borgarbúa fylgdust með bílalest hans í þá átta tíma sem heimsóknin varði. Þetta var í júní 1963. Kalda stríð- ið var í hámarki. Sumarið áður, 1962, hafði bæði Berlínarmúrinn verið reistur og Kúbudeilan verið í algleymingi. Kennedy var í vináttuheimsókn um Evrópu er hann lagði leið sína til Berlínar. Hann kom tvisvar í heimsókninni alveg að Berl- ínarmúrnum. Það sem hann varð þar vitni að – auk hins óvænta mikla mannfjölda sem mætti til að hylla hann – varð til þess að Ken- nedy breytti hinum undirbúna ræðutexta. Þótt síðustu mánuði hefði áherzla verið lögð á að leitast við að draga úr spennunni í kalda stríðinu dró forsetinn í Berlínar- ræðunni ekkert undan í gagnrýni á kommúnismann. Ræðunni lauk hann á orðunum: „Allir frjálsir menn, hvar sem þeir kunna að búa, eru borgarar Berlínar og því segi ég, sem frjáls maður, af stolti þessi orð: Ich bin ein Berliner.“ 40 ár frá Berlínar- ræðu Kennedys Berlín. AFP. AP John F. Kennedy flytur ræðu sína af svölunum á ráðhúsi V-Berlínar. NÝ MEÐFERÐ við krabbameini sem unnið hefur verið að í Ástr- alíu er sögð marka tímamót. Þeg- ar hefur framúrskarandi árangur náðst af meðferðinni við með- höndlun krabbameins í blöðru- hálskirtli og hvítblæði. Aukaverk- anir af meðferðinni eru mjög litlar og talið er að hún verði almennt tekin í notkun innan tveggja ára. Meðferðin verður prófuð á sex virtum sjúkrahúsum í Evrópu og Bandaríkjunum á næstunni. Þetta kom fram í gær á líftækniráð- stefnunni Bio2003 sem haldin er í Bandaríkjunum. Meðferðin felst í því að ónæmis- kerfið er eflt með því að örva hóst- arkirtilinn til að auka framleiðslu T-frumna, helstu varnar líkamans gegn krabbameini og veirusýk- ingum, en undir venjulegum kringumstæðum minnkar kirtill- inn eftir kynþroskaskeiðið. Með þessum hætti getur líkaminn bet- ur varist krabbameini og hugsan- lega einnig HIV-sýkingum og al- næmi. Stórkostlegt afrek í líftækni Meðferðin byggist á notkun lyfja sem kölluð eru GnRH-hlið- stæður og eru almennt notuð til að stöðva framleiðslu kynhormóna í sjúklingum sem þjást af krabba- meini í blöðruhálskirtli, brjósta- krabbameini og legslímuvillu. Meðferðina þróuðu vísindamenn við Monash University í Melbo- urne er þeir áttuðu sig á því að GnRH-hliðstæður virka sem hvat- ar á T-frumur. Að sögn forsætisráðherra Vikt- oríuríkis í Ástralíu, Steves Bracks, er þetta í raun fyrsta bylt- ingin í meðferð krabbameins. „Þessi nýja meðferð er stórkost- legt afrek fyrir líftækniiðnaðinn í þessu ríki og festir í sessi góðan orðstír okkar á sviði læknisfræði- legra rannsókna,“ sagði hann á blaðamannafundi. Fjögur sjúkrahús í Bandaríkj- unum, eitt í Bretlandi og eitt í Sviss hafa ákveðið að prófa með- ferðina á völdum hópum krabba- meinssjúklinga. Þá munu sviss- nesk sjúkrahús jafnframt prófa meðferðina á HIV-smituðum og alnæmissjúklingum í samvinnu við bandarískar heilbrigðisstofn- anir. Bóluefni gegn sortuæxlum Á fyrrnefndri líftækniráðstefnu kynntu Ástralar jafnframt aðra tímamótaniðurstöðu í baráttunni við krabbamein, bóluefni sem hef- ur reynst árangursríkt við með- ferð sortuæxla. Virkar það með sama hætti og fyrrnefndu lyfin, hleypir nýju lífi í ónæmiskerfið með því að „yngja upp“ hóstar- kirtilinn. Yngingarferlið gerir það að verkum að líkaminn eykur framleiðslu T-frumna. Að sögn framkvæmdastjóra ástralska líftæknifyrirtækisins Norwood Abbey, Peters Hansens, er fyrirtækið mjög nálægt því að geta sett bóluefnið á markað. Byltingar- kennd meðferð krabbameins Sydney. AFP. Ástralar kynna nýja meðferð sem hefur skilað góðum árangri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.