Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 48
HANN tekur á móti mérárla dags í huggulegriíbúð þar sem hann býrmeð konu sinni og tveggja ára syni. Hann hellir upp á afbragðsgott kaffi og við setjumst niður við borðstofuborðið. Ég er kominn til að kynnast Jóni Jósep Snæbjörnssyni, sem oftast er ein- faldlega kallaður Jónsi og kenndur við hljómsveitina Í svörtum fötum. Jónsi hefur á síðustu tveimur ár- um skotist upp á stjörnuhimininn með hljómsveit sinni en er þessa dagana önnum kafinn við æfingar á söngleiknum Grease þar sem hann leikur aðalhlutverkið á móti Birgittu Haukdal. Það var því ekki úr vegi að byrja á að spyrja Jónsa hvernig hann hafn- aði þar sem hann er í dag: „Ég man þegar ég var fimm ára gamall og var að róla á leikvelli heima á Akureyri. Meðan ég rólaði söng ég einhverja ótrúlega aríu sem ég samdi á staðnum um prúðuleik- arana eða eitthvað álíka,“ segir hann um fyrstu minningarnar af söngferl- inum. Tónelskur strákur frá Akureyri „Þetta var auðvitað æskudraum- urinn, að fá að starfa í þessum geira eða vera kvikmyndastjarna eða flug- maður. Tónlistin varð eins og örugg höfn. Það var svo þægilegt að geta leitað á náðir hennar til að fá frið frá amstri hversdagsins. Þegar ég var 13 ára átti Örvar frændi minn kassa- gítar sem við æfðum okkur að spila á „Wild Thing“. Bibbi vinur minn kom til okkar í kjallarann með trommu- sett og við fórum að prufa okkur áfram. Svo kviknaði neistinn á ein- hverri æfingunni. Það gerðist eitt- hvað skemmtilegt og það varð ekki aftur snúið. Eftir það fór ég alltaf strax eftir skóla til Örvars niður í kjallara og spilaði á trommurnar og söng.“ Að loknu námi við Menntaskólann á Akureyri fluttu Jónsi og kærasta hans Rósa til Reykjavíkur. Hann fór í söngnám og vann fyrir sér á leik- skóla en hún fór í háskólanám: „Ég fór fyrst og fremst til borgarinnar til að læra söng en markmiðið var ekki að byrja í hljómsveit eða eitthvað þess háttar. Ég vildi bara taka mér þetta dæmigerða ársleyfi eftir menntaskólann; fara suður, vinna og kynnast menningarlífinu. En að byrja í hljómsveit, það var ekki einu sinni fjarlægur möguleiki.“ Ökónómískar hreyfingar Unga söngnemanum bauðst hálfu ári eftir komuna til Reykjavíkur aukahlutverk í poppuðu óperunni Carmen Negra. Þar má segja að Jónsi hafi fyrst fyrir alvöru komist í sviðsljósið og hann fékk að starfa við hlið margra stærstu stjarna íslensks tónlistarlífs. „Það var auðvitað ævintýri út af fyrir sig að fá að vinna með mönnum á borð við Egil Ólafsson, Bubba Morthens, Helga Björnsson, Berg- þór Pálsson og Garðar Thór Cortes. Þeir voru allir afskaplega ólíkir en ég gat lært svo ofboðslega mikið af þeim.Mér er til dæmis minnisstætt eitt sinn þegar Egill Ólafsson kom til mín þegar ég hafði nýlokið ein- hverjum loftköstunum í einleiks- atriði. Þá sagði hann við mig: „Jón, þú verður að vera ökónómískur í hreyfingum.“ Ég hef aldrei gleymt þessari setningu því þetta lýsti mér svo vel, að vera að gera einhverja óþarfa hluti svo ég snerti varla jörð- ina á meðan,“ segir Jónsi hlæjandi dátt og bætir við að á einu ballinu með hljómsveit sinni hafi hann jafn- vel farið slíkum hamförum að hon- um tókst að togna í einum snún- ingnum. Græni hljóðneminn Eftir Carmen Negra lá leið Jónsa í Abba-sýninguna á Broadway þar sem hann söng fyrst með Birgittu Haukdal. Þau voru þá vitaskuld grunlaus bæði tvö um að nokkrum árum síðar yrðu þau orðin einar skærustu poppstjörnur landsins. Fljótlega eftir Abba varð Í svörtum fötum til: „Það var haustið 1998 að vinur minn úr MA, Einar Örn, hafði sam- band við mig og bað mig að mæta á æfingu hjá hljómsveit, sem ég síðan gerði og tók með mér leikfanga- hljóðnema sem ég fékk í stúdents- gjöf.“ Jónsi gengur að stofuskápnum og tekur fram skærgrænan leikfanga- hljóðnema og ýtir á takka á honum svo að fjarska hallærislegur trommutaktur byrjar að óma: „Þar sem ég kunni ekkert af þeim lögum sem þeir kunnu – og þeir eng- in af þeim lögum sem ég kunni – þá tók ég leikfangamíkrófóninn og söng bara í hann „Psycho killer!““ Jón mundar hljóðnemann og syngur með pönktilþrifum: „sææækó killaaaah.“ „Þeir horfðu á mig í forundran þegar þeir sáu þennan rugludall og veinuðu af hlátri. Mér fannst samt eins og þeir væru hálffúlir og að þeir hefðu ekki fílað þetta með míkrófón- inn of vel. Við Einar komum okkur hins vegar saman um að ég mætti á næstu æfingu, og ég komst að því seinna að þetta hefði verið hálfgert inntökupróf þar sem ég var valinn úr litlum hópi fólks.“ Ballhljómsveit verður til „Þetta var magnað alveg frá byrj- un,“ segir Jónsi spurður um lífið með hinni nýstofnuðu hljómsveit. „Við byrjuðum að spila í janúar 1999 sem fönk-soul-bandið Í svörtum föt- um. Á þessum tíma voru Funkmas- ter 2000 og Jagúar í blóma og okkur langaði að búa til sálar-fönk með söng – taka Marvin Gaye og Arethu Franklin og þannig, en hafa svolítið stuð í því. Við fórum að spila hér og þar og vorum beðnir að hafa smádiskó með, svo við bættum inn smádiskói. Svo vorum við beðnir um pínulítið rokk og við bættum því við. Á endanum var sálarprógrammið að mestu gleymt og grafið og í staðinn orðin til hljómsveit sem var hrein og klár ballhljómsveit.“ Bandið gaf út í flýti plötuna Verk- efni 1 fyrir jólin 2000. „Við ákváðum að gefa út plötu í byrjun desember. Við settum okkur það markmið að koma henni út á 12 dögum. Á þeim tíma sömdum við efni á hana, tókum upp og prentuðum diskana. Hún kom síðan út á Þorláksmessu og seldist í …“ Jónsi hikar og kímir „…fleiri hundruðum eintaka.“ „Eftir það ákváðum við að taka fyrsta lagið af plötunni og gera bet- ur við það. Við fengum þá til okkar Hafþór Guðmundsson, trommuleik- ara SSSólar, til að stjórna upp- tökum, en hann bjó hreinlega til allt annað lag sem hét „Nakinn“ og þar byrjaði boltinn að rúlla fyrir alvöru.“ Það var einmitt með því lagi sem hljómsveitin sló fyrst í gegn. Laglín- an í viðlaginu „Þú! Ég vil vera eins og þú! Því ég – ég er nakinn eins og þú“ ómaði gegndarlaust á öllum út- varpsstöðvum og var á vörum flestra ungmenna í landinu sumarið 2001. September sama ár gerði bandið samning við Skífuna um út- gáfu fjögurra platna en síðustu jól gaf Í svörtum fötum út samnefnda plötu sem seldist í um 5.000 eintök- um. Daníel Zoëga í íslensku úthverfi Síðustu jól fékk Jónsi símtal þar sem hann var beðinn að leika í Grease. Hann segist ekki vera það gamall að hann muni eftir Grease- æðinu sem reið yfir 1978 þegar John Travolta og Olivia Newton-John gerðu sumarást Dannys og Sandyar ódauðlega: „En Grease er mér auðvitað hjartkær eins og öllum enda kvik- myndin alveg yndisleg. Það er ein- hver neisti í henni sem er alveg hreint lygilegur. Ég horfði á mynd- ina eftir að hafa gengið frá hlutverk- inu í söngleiknum og finnst bara svo mikil gleði í myndinni: Þessi sumar- tilfinning hinnar ungu, óháðu og óþroskuðu Ameríku með Kádiljáka, leðurjakka og brilljantín í hárinu.“ Jónsi ljómar allur upp þegar hann segir frá verkinu. Söngleikurinn, sem frumsýndur verður á morgun, er staðfærð út- gáfa, þýdd af Gísla Rúnari Jónssyni og leikstýrt af Gunnari Helgasyni. Sögusviðið er úthverfi í Reykjavík samtímans. Danny Zuko heitir þannig Daníel Zoëga, Kádiljáknum er skipt út fyrir Hyundai og Birgitta Haukdal er utanbæjarsnót sem talar með akureyrskum hreim. Innblástur frá gömlu skólaföntunum Við undirbúning hlutverksins leit- aði Jónsi meðal annars fanga í eigin æsku: „Þegar ég fór að kryfja Danna fór ég að skoða töffarana í skólunum norður á Akureyri. Ég rifjaði upp Jón Jósep Snæbjörnsson leikur Daníel Zoëga í Grease Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Klíkuforinginn tekur lagið: Jónsi í hlutverki sínu í Grease sem Daníel Zoega, aðalgaurinn í strákagenginu. Jón Jósep Snæbjörnsson leikur annað aðal- hlutverkið í söngleiknum Grease sem frum- sýndur verður í Borgarleikhúsinu á morg- un. Ásgeir Ingvarsson ræddi við hann um æskuna á Akureyri, risið upp á stjörnuhim- ininn og ókosti frægðarinnar. Hamingjan er lífsviðhorf 48 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6 og 8. B.i. 12 Sýnd kl. 6, 8 og 10.Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B. i. 16 ára. Sýnd kl. 10. B i. 12 HL MBL "Triumph!" Roger Ebert  SG DV Frá höfundi "Training Day" kemur kyngimagnaður löggutryllir með hinum svala Kurt Russell. "Fyrsta stórmynd ársins 2003" US WEEKLY ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16. KVIKMYNDIR.IS Frá höfundi "Training Day" kemur kyngimagnaður löggutryllir með hinum svala Kurt Russell. "Fyrsta stórmynd ársins 2003" US WEEKLY KVIKMYNDIR.COMÓHT Rás 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.