Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ LJÓSMYNDASÝNING MORGUNBLAÐSINS Á HÚSAVÍK Í veitingahúsinu Sölku á Húsavík stendur yfir sýning á verðlauna- myndum úr ljósmyndasamkeppni sem Okkar menn, félag fréttaritara Morgunblaðsins á landsbyggðinni, og Morgunblaðið efndu til í vetur. Á myndunum má sjá fjölbreytt við- fangsefni fréttaritara Morgunblaðsins sem starfa um allt land. Fólk er í brennidepli linsunnar. Sýningin stendur til miðvikudagsins 2. júlí. Myndirnar eru til sölu í Myndasafni Morgunblaðsins á mbl.is LANDSMENN Í LINSUNNI Ljósmynd: Fyrsta sturtan, Hafþór Hreiðarsson á Húsavík. GRUNNSKÓLANUM var slitið annað árið í röð í júnímánuði og eins og áður voru skóla- slitin tvískipt. Nemendur úr 1. til 9. bekk sóttu vitnisburð sinn á formlegri samkomu í íþróttahúsinu en 10. bekkingar héldu út- skriftarhátíð síðdegis sama dag á Hótel Borg- arnesi. Þar fóru fram ávörp, tónlistarflutn- ingur og afhending einkunna og viðurkenninga. Að venju voru þeim nemendum veittar við- urkenningar sem náð hafa framúrskarandi námsárangri. Sá nemandi sem náði bestum árangri á grunnskólaprófi við skólann þetta skólaár var Nanna Einarsdóttir. Hlaut hún viðurkenningar í íslensku, stærðfræði, dönsku, ensku og náttúrufræði. Nanna tók einnig próf við Fjölbrautaskóla Vesturlands í ensku 103 og stærðfræði 103 og fékk 10 í stærðfræðiáfanganum. Birgitta Stefánsdóttir var jafnhá Nönnu í náttúrufræðum og Birgir Þórisson náði sömu einkunn og Nanna í ensku og hlutu þessir nemendur því einnig viðurkenningar. Fyrir góðan námsárangur í samfélagsfræðum fengu Birgir Þórisson og Jakob Orri Jónsson viðurkenningar. Enn- fremur fengu nemendur viðurkenningar fyr- ir góðan árangur í list- og verkgreinum. Í heimilisfræðum var það Bjarni Freyr Björg- vinsson, í tæknimennt Gísli Birgir Guð- steinsson og í myndmennt Nanna Ein- arsdóttir. Kvenfélag Borgarness veitir á hverju ári viðurkenningar þeim nemendum sem sýnt hafa mestar framfarir í námi. Her- dís Guðmundsdóttir, fulltrúi Kvenfélagsins, afhenti þeim frænkum Guðrúnu Ósk Ámundadóttur og Sjöfn Hilmarsdóttur þær. Að athöfn lokinni buðu foreldrar viðstöddum upp á veisluhlaðborð. Hlaut viður- kenningar fyrir sex námsgreinar Borgarnes Morgunblaðið/Guðrún Vala Þeir sem fengu viðurkenningar fyrir námsárangur ásamt umsjónarkennara bekkjarins. Neðri röð frá vinstri: Birgitta Stefánsdóttir, Nanna Einarsdóttir, Sjöfn Hilmarsdóttir, Ragnhildur Kristín Einarsdóttir kennari, Guðrún Ósk Ámundadóttir. Efri röð frá vinstri: Birgir Þórisson, Jakob Orri Jónsson og Bjarni Freyr Björgvinsson. Á myndina vantar Gísla Birgi Guðsteinsson. SÍÐARI hluti nýrra nemendagarða við Landbúnaðarháskólann á Hvann- eyri er nú tilbúinn og var formlega af- hentur Magnúsi B. Jónssyni, rektor skólans, sl. miðvikudag. Heildar- stærð hússins er 1.092 m² og var fyrri hlutinn (13 litlar íbúðir) tekinn í notk- un um áramót, en í þessum seinni hluta eru 6 tveggja og þriggja her- bergja íbúðir. Einnig var tekin skóflustunga að nýjum nemendagarði 5. apríl sl. Það hús verður svipað að stærð og í því verða 18 íbúðir. Áætluð verklok á því húsi eru um næstu áramót. Verktaki að þessum byggingum er P. J. bygg- ingar ehf. Hvanneyri. Fréttaritari Mbl. hitti Magnús B. Jónsson, rektor Landbúnaðarháskól- ans á Hvanneyri, að máli af þessu til- efni. Magnús sagði þennan áfanga í uppbyggingu nemendagarðanna koma sér mjög vel nú þegar aðsókn að skólanum er stöðugt að aukast. Nemendagarðarnir eru í öllu hinir glæsilegustu og íbúðirnar fjölbreyti- legar að stærð. Einstaklingsíbúðir með öllum þægindum og tveggja til fjögurra herbergja fjölskylduíbúðir sem henta ættu öllum fjölskyldu- stærðum. Íbúðirnar eru í tveim tveggja hæða húsum sem eru tengd saman með sameiginlegum vistarverum. Allar vistarverur eru útbúnar með tölvu- tengingum sem eru tengdar tölvu- kerfi skólans og með öflugri netteng- ingu. Húsaleigu er stillt í hóf eins og lög gera ráð fyrir í félagslegu hús- næði en nemendur eiga rétt á húsa- leigubótum. Aðspurður segir Magnús að nem- endum fari fjölgandi ár frá ári og nú eru fleiri umsóknir um háskólanám á Hvanneyri en nokkru sinni fyrr. At- vinnumöguleikar að námi loknu eru margvíslegir og greiður aðgangur að framhaldsnámi á grundvelli sam- starfssamninga skólans virkar einnig aðlaðandi fyrir nemendur. Þá bjóðast nemendum frá Hvanneyri margvís- legir styrkir til framhaldsnáms. Þar er bæði um að ræða sjóði í vörslu skólans og einnig eru styrktarsjóðir landbúnaðarins, s.s. Framleiðnisjóð- ur, mjög virkir í styrkveitingum til nemenda í framhaldsnámi í landbún- aði. Fullt í námsbraut í umhverfisskipulagi Nýjar námsbrautir skólans vekja athygli og er þegar yfirfullt í náms- braut í umhverfisskipulagi á komandi vetri og aðsókn að landnýtingu fer vaxandi enda líklegt að þar vanti fag- þekkingu til leiðbeiningar og rann- sókna á komandi árum vegna þeirra verkefna sem unnið er að á vettvangi landgræðslu og skógræktar hér á landi og aðstæður með þeim hætti að mikilvægt er að efla íslenska sér- þekkingu á þessum fræðasviðum. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri Nýir nemenda- garðar afhentir Morgunblaðið/Davíð Pétursson Magnús B. Jónsson, rektor LBH, og Pétur Jónsson verktaki. Skorradalur HEITAVATNSHOLA sem boruð var á Eskifirði á síðasta ári gefur ekki nóg afköst ef miðað er við væntanlega íbúafjölgun í bænum í kjölfar virkjana- og stóriðjufram- kvæmda á Austurlandi. Heitavatnsholan gefur nú rúma 16 sekúndulítra af 80 gráðu heitu vatni og kostaði borun og frágang- ur hennar um eitt hundrað millj- ónir króna. Bæjarstjórn Fjarða- byggðar tekur ákvörðun í vikunni um hvort bora eigi nýja vinnslu- holu og er verið að leggja loka- hönd á kostnaðaráætlun vegna þess, en talið er að kostnaður við hana verði mun lægri en við fyrri holuna. Frekari boranir fyrirhugaðar Eskifjörður KONUR í Kvenfélaginu Einingu á Hvolsvelli héldu upp á kvenrétt- indadaginn 19. júní með því að fara í sannkallaða kvennaferð í Þórsmörk. Í hópnum voru 30 kon- ur á öllum aldri. Haldið var af stað frá Hvolsvelli síðdegis og gengið um í Mörkinni og síðan grillað og sungið fram að miðnætti. Mættu sumar kvennanna með mikla eyrnalokka og í fjallapilsum í til- efni dagsins og þrátt fyrir að ekki hafi farið mikið fyrir umræðu um kvenréttindamál voru félagar í Kvenfélaginu Einingu á einu máli um að það væri sérstaklega hress- andi að halda upp á daginn með ferð á þennan fallega stað á bjart- asta tíma ársins. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Héldu upp á daginn í Þórsmörk Hvolsvöllur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.