Morgunblaðið - 25.07.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.07.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hverafold 1-3 • Torgið • Grafarvogi Sími: 577 4949 Enn meiri verðlækkun Opnunartími: 11-18 mánudag-föstudag 12-16 laugardag BAUGUR stefnir að því að hefja sölu á bensíni og olíu á neytenda- markaði en hyggst ekki fara inn á stórnotendamarkaðinn fyrst í stað þótt það kunni vel að koma til greina síðar. Baugur hefur þegar tekið fyrstu skrefin í þá átt að hrinda áform- unum í framkvæmd og hefur m.a. óskað eftir viðræðum við borgaryf- irvöld vegna bensínstöðvar við Holtagarða. Þá hefur félagið sent utanríkisráðuneytinu bréf og falast eftir afnotum að olíutönkum varn- arliðsins í Helguvík. Skarphéðinn Berg Steinarsson, yfirmaður innlendra fjárfestinga Baugs, segir félagið hafa skoðað þennan möguleika í allnokkurn tíma og raunar staðið að prófunar- vinnu frá því á síðasta ári og það telji sig eiga fullt erindi inn á þenn- an markað og geta keppt við olíufé- lögin í verði. „Við höfum fyrst og fremst einblínt á neytendamarkað- inn, a.m.k. enn sem komið er en auðvitað er mjög stór hluti af heild- armarkaðinum stærri viðskiptavin- ir, bæði í útgerð, framleiðslu auk verktaka og stofnana og við útilok- um ekkert þann markað í framtíð- inni en áherslan nú snýr að neyt- endamarkaðinum.“ Tankarnir í Helguvík væru hentugur kostur Skarphéðinn segir tankana í Helguvík vera einn möguleika til þess að að geyma olíu og bensín en alls ekki þann eina. „Það væri auð- vitað mjög hentugt að geta notað þá aðstöðu sem fyrir er og uppfyllir allar þær kröfur sem gerðar eru vegna geymslu á eldsneyti. Það er líka auðvitað hægt að vera í sam- starfi við aðra en það að vera með sem flesta þætti í eigin höndum tryggir best að við getum gert þetta með þeim hætti sem við telj- um vera hagkvæmastan.“ Að sögn Skarphéðins er Baugur með nokkrar lóðir í takinu þar sem gert sé ráð fyrir besnínstöðvum í skipulagi en það heyrir undir skipu- lagsyfirvöld að heimila slíka land- notkun þannig að þar þurfi ekki að koma til breytingar á aðalskipulagi. Skarphéðinn segir að hugmynd- irnar gangi út á að opna sjálfs- afgreiðslustöðvar eða stöðvar sem séu að hluta eða mestu leyti til sjálfsafgreiðslustöðvar. „Við mun- um leggja áherslu á að halda kostn- aði sem lægstum fyrir kaupendur og stór liður í því efni er nátt- úrulega að draga úr kostnaði vegna starfsmannahalds. Við höfum horft til þess að setja upp stórar stöðvar með mörgum dælum og ná þannig stærðarhagkvæmni til þess að geta boðið sem hagstæðast verð. Svæðið við Miklagarð liggur t.d. mjög vel við umferðarleiðum og eiga Stoðir talsverðar eignir á því svæði. Við höfum áhuga á að koma fyrir stórri bensínstöð á þessu svæði í tengslum við aðra starfsemi sem við erum með það.“ Skarphéðinn segir ekkert liggja endanlegt fyrir í því hvort einhver önnur smásölustarfsemi verði í tengslum við bensínstöðvarnar. „Við höfum svo sem séð fyrir okkur þann möguleika að hafa eitthvað víðtækari þjónustu á hverjum stað, hvort sem það væri verslunarrekst- ur í því formi sem menn þekkja í dag eða veitingastarfsemi eða ann- að. Baugur er í smásölurekstri og þekkir þann rekstur mjög vel og neytendur hafa tekið fyrirtækinu vel. Hvort verður byggt á þeirri reynslu eða farið inn á einhverjar nýjar brautir hefur ekki enn verið ákveðið. En við höfum ýmsar hug- myndir í þeim efnum.“ Baugur stefnir í bensínsölu á neytenda- markaði „ÞETTA var heilmikið ævintýri,“ segir Hermann Þorsteinsson, um ferð nær fimmtíu KFUM-drengja, til Jótlands í Danmörku árið 1953, en utanförin var í tilefni 75 ára af- mælis KFUM í Danmörku það árið. Drengirnir dvöldu í tjaldbúðum við bæinn Bygholm, skammt frá Hors- ens á Jótlandi, og nefndu þeir sig „Hólmverja“ m.a. með tilliti til nafns staðarins, sem þeir dvöldu á. Auk íslensku drengjanna, sem voru frá Vestmannaeyjum og Reykjavík, voru fjölmargir KFUM-drengir frá Danmörku og nágrannalöndum. Fimmtíu ár eru nú liðin frá Dan- merkurferðinni og af því tilefni hittist hópurinn með fjölskyldum sínum, börnum og barnabörnum, í Perlunni í gær. Síðan var haldið að Friðrikskapellu við Hlíðarenda. Hermann var fararstjóri drengj- anna á sínum tíma og segir í samtali við Morgunblaðið að tjaldbúðunum í Bygholm, þar sem drengirnir dvöldu, hafi verið skipt í 40 sóknir og um fjörutíu drengir voru í hverri sókn. „Þarna var því mikill fjöldi drengja frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi, Englandi og Hollandi.“ Hann segir að íslenski hópurinn hafi siglt með Gullfossi fram og til baka; þeir hafi komið að landi í Edinborg og skoðað sig um í Skotlandi. Þá ferðuðust þeir um Jótland en í Bygholm dvöldu þeir í um vikutíma. Þar var dagskráin þéttskipuð. Hópurinn var, að sögn Hermanns, vakinn klukkan sjö á morgnana og tíminn fyrir hádegi fór m.a. í morgunþvott, morgunmat og Biblíulestur. Eftir hádegi var m.a. farið í knattspyrnu þar sem „okkar strákar stóðu sig vel“, rifjar Hermann upp og á kvöldin var varðeldur og leikið og sungið. Hann segir að ferðin hafi tekist vel og verið afskaplega skemmtileg. „Það var heldur ekki algengt á þessum tíma að krakkar færu mikið til út- landa.“ Kunnum ekki alla hirðsiðina Eins og fyrr segir var mótið í Danmörku í tilefni 75 ára afmælis KFUM í Danmörku. Hermann rifjar það upp að Friðrik Danakonungur og Ingiríður eiginkona hans hafi heilsað upp á KFUM-drengina á mótsvæðinu. Kom það í hlut Her- manns að taka í höndina á konungs- hjónunum en íslensku drengirnir stóðu hjá „nýþvegnir og stroknir“, eins og hann orðar það. Hermann átti þó í fyrstu ekki von á því að kóngurinn myndi koma við hjá íslenska hópnum. „Ég hafði ver- ið á Þingvöllum árið 1944 þar sem við Íslendingar kvöddum Danakon- ung. Ég hélt því að hann myndi sniðganga okkur á mótinu þar sem við höfðum verið svo ókurteis að segja bless við hann á Þingvöllum. En þau komu, blessuð hjónin, og heilsuðu okkur vinalega og spjöll- uðu,“ segir hann. Og þegar kon- ungshjónin kvöddu stóðu dreng- irnir „í fallegri röð“, bætir hann við. „Við kunnum ekki alla hirðsið- ina en við reyndum að vanda okk- ur.“ Hermann segir að hópurinn hafi hist fyrir tíu árum. Þá höfðu þeir ekki hist í fjörutíu ár. Það hafi síð- an þótt ástæða til að hittast nú þeg- ar fimmtíu ár eru liðin frá Dan- merkurferðinni. „Okkur hinum eldri fannst við þurfa að sjá strák- ana og hvernig þeir taka sig út og báðum þá einnig um að taka börnin og barnabörnin með,“ segir Her- mann að síðustu. Að vonum urðu miklir fagnaðarfundir í gær þar sem skemmtileg atvik frá utan- landsförinni góðu voru án efa rifjuð upp. Saman á ný nær 50 árum eftir KFUM-ferð til Danmerkur Hittu Danakonung nýþvegnir og stroknir Morgunblaðið/Kristinn Hópurinn kom saman með fjölskyldum, börnum og barnabörnum í Perl- unni í gær. Síðan var haldið að Friðrikskapellu við Hlíðarenda. SKRIFAÐ var undir samninga um kaup Orkuveitu Reykjavíkur (OR) á vatnsveitu Borgarness. Heildarverð samningsins er um 200 milljónir króna. Að undanförnu hafa farið fram athuganir á vegum OR og Borgar- byggðar á uppbyggingu á nýrri vatnsveitu fyrir sveitarfélagið og hagkvæmni slíkrar framkvæmdar. Þörfin fyrir öfluga vatnsveitu í Borg- arbyggð er aðkallandi, ekki síst vegna þeirrar uppbyggingar sem átt hefur sér stað á svæðinu frá Bifröst að Borgarnesi. Samkomulag er um að OR byggi upp vatnsveitu frá Grábrókarhrauni í Borgarfirði og leggi aðveituæð til Borgarness sem framlag sitt til þess- arar uppbyggingar. Framvegis mun OR eiga og reka vatnsveitu sveitarfé- lagsins. Með þessu verður tryggð fullnægjandi vatnsöflun fyrir Borg- arnes og nærsveitir auk þess sem gæða- og öryggismál vatnsveitunnar munu verða færð til sama horfs og hjá OR á næstu tveimur til þremur árum. Viljayfirlýsing um aðkomu OR að rekstri rafveitna Vatnsveita Borgarbyggðar verður frá og með 1. janúar 2004 eign OR og mun starfsemi vatnsveitu Borgar- ness verða hluti af starfsemi Orku- veitunnar. Þá lýsir OR yfir vilja til að kanna kaup eða sameiningu vatns- veitu Álftanesshrepps og verður mið- að við að slíkri athugun verði lokið um mitt ár 2004. Ennfremur undirrituðu aðilar viljayfirlýsingu um að kannað verði hvort OR geti einnig komið að rekstri rafveitna í sveitarfélaginu. Helga Halldórsdóttir, forseti bæj- arstjórnar, fagnaði kaupunum og sagði samninginnn leysa úr vanda sveitarfélagsins varðandi vatnsskort. Héraðið yrði betra til búsetu og þar sem hér væri nú þegar fyrirtæki sem breytti vatni í vín, og skírskotaði þar til Víngerðarinnar ehf., væri von til þess að fleiri fyrirtæki kæmu. Helga þakkaði jafnframt samvinnu þeirra aðila sem að málinu komu og sagði að hún hefði verið jákvæð og góð. Alfreð Þorsteinsson þakkaði þeim sem stóðu að vinnu við undirbúning og óskaði til hamingju með kaupin. Hann sagði að svæðið frá Reykjavík og upp í Borgarfjörð væri orðið að einu og sama svæðinu og hvarvetna gerðu menn sömu kröfur um verð og gæði. Augljóst er að vatn eykur gæði búsetunnar hvar sem er. Orkuveita Reykjavíkur kaupir vatnsveitu Borgarness Verðmæti samnings- ins 200 milljónir króna Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Páll S. Brynjarsson bæjarstjóri og Alfreð Þorsteinsson stjórnarformaður OR innsigla samninginn með handabandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.