Morgunblaðið - 25.07.2003, Síða 46

Morgunblaðið - 25.07.2003, Síða 46
ÍÞRÓTTIR 46 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BIRGIR Leifur Hafþórsson, GKG, lék best í karlaflokki á fyrsta keppnisdegi af fjórum á Íslands- mótinu í höggleik í golfi sem fram fer í Vestmannaeyjum. Alls voru átta kylfingar í karlaflokki sem léku á pari eða undir pari gær og var Birgir Leifur þremur höggum undir pari. Næstur í röðinni er Sig- urpáll Geir Sveinsson úr GA sem á titil að verja en Sigurpáll lék á 68 höggum eða tveimur undir pari. Örn Ævar Hjartarson GS, Björg- vin Sigurbergsson GK, Magnús Lárusson GKj., Davíð Már Vil- hjálmsson GKj. og Ólafur Már Sig- urðsson GK eru allir á einu höggi undir pari. Birgir Leifur fékk fimm fugla í gær, tvo skolla og ellefu pör. Sig- urpáll Geir fékk einnig fimm fugla en fékk að auki þrjá skolla og tíu pör. Viggó Viggósson úr GR átti endasprett dagsins en hann fékk fjóra fugla í röð, á 15., 16., 17. og 18. braut og endaði einn yfir pari. Það eru þrír kylfingar sem eru efstir í kvennaflokki og léku þær á 77 höggum eða 7 höggum yfir pari. Íslandsmeistarinn frá því í fyrra Ólöf María Jónsdóttir úr GK er þar í baráttunni ásamt Þórdísi Geirs- dóttur úr GK og Helenu Árnadóttur úr GA. Ragnhildur Sigurðardóttir GR, Nína Björk Geirsdóttir GKj. og Katrín Dögg Hilmarsdóttir úr GKj eru höggi á eftir þeim efstu. Morgunblaðið/ Jón Svavarsson Birgir Leifur Hafþórsson Birgir Leifur byrj- aði vel í Eyjum ÚRSLIT Jón Þorgrímur Stefánsson, semvar allt í öllu á Kaplakrikavelli í gær var að vonum kampakátur í leikslok: „Fyrri hálf- leikur var dæmi- gerður fyrir okkur í ár. Við þurftum að fá á okkur mark til að vakna enn eina ferðina. En í síðari hálfleik vorum við miklu betri að mér fannst. Allir leikmenn lögðu sig fram og sigurinn í kvöld var fyrst og fremst sigur sterkrar liðsheildar,“ sagði Jón Þorgrímur og vildi lítið gera úr eigin stórleik. „Ég neita því ekki að ég er ánægður með minn leik í kvöld en ég var nú aðeins að gera það sem kantmaður á að gera og það er að koma boltanum fyrir markið til framherjanna. Nú eru það Valsmenn í næsta leik. Við höfum sigrað þá tvisvar það sem af er tímabili og að sjálfsögðu ætlum við okkur ekkert annað en sigur að Hlíðarenda.“ Leikur gærkvöldsins hófst mjög fjörlega og eftir aðeins hálftímaleik var staðan orðin 2:2. Gestirnir frá Akureyri höfðu náð forystunni tvisv- ar en Hafnfirðingarnir jöfnuðu jafn- harðan. Eftir mörkin róaðist fyrri hálfleikur en KA-menn voru þó með undirtökin. Eins og svo oft áður í sumar hófu FH-ingar síðari hálfleik af krafti. Strax á fyrstu mínútu hálfleiksins átti Ásgeir Ásgeirsson skot eftir hornspyrnu frá Jóni Þorgrími sem Dean Martin varði á línu. Heima- menn tóku síðan öll völd á vellinum og á 61. mínútu skoruðu FH-ingar mark sem dæmt var af vegna rang- stöðu. Úr blaðamannstúkunni virtist ekki vera um rangstöðu að ræða. En Hafnfirðingar létu þetta ekki slá sig út af laginu og sjö mínútum síðar skoraði Allan Borgvardt sigurmark leiksins. Það sem eftir lifði leiks reyndi Þorvaldur Örlygsson, þjálfari KA allt sem hann gat til að blása lífi í slakan sóknarleik gestanna en án ár- angurs. FH-ingar voru nær því að bæta við marki undir lok leiksins en Jónas Grani Garðarsson fór illa að ráði sínu í dauðafæri. Hafnfirðingar fögnuðu sigrinum vel í leikslok enda fyrsti sigur þeirra í deildinni frá því að lið lagði ÍBV í Eyjum 22. júní. Vörn heimamanna var slök í upphafi leiks en vann sig þó inn í leikinn. Á miðjunni var Ásgeir Ásgeirsson manna bestur en minna fór fyrir Heimi Guðjónssyni fyrirliða. Í fram- línunni átti Atli Viðar Björnsson sinn besta dag í sumar. En bestur í liði heimamanna var títtnefndur Jón Þorgrímur sem lék oft vörn KA manna grátt sem vissu stundum ekki hvort þeir voru að koma eða fara. KA menn voru góðir í fyrri hálf- leik og klaufar að tapa forystu í tví- gang. En í síðari hálfleik fann liðið aldrei taktinn og hefði getað tapað stærra. Í jöfnu liði gestanna börðust Dean Martin og Óli Þór Birgisson vel auk þess sem Jóhann Helgason var sprækur í upphafi leiks. „Leikurinn tapaðist í fyrri hálfleik“ Þorvaldur Örlygsson, þjálfari gestanna var ómyrkur í máli að leik loknum: „Leikurinn tapaðist í fyrri hálfleik. Við áttum að vera yfir í hálf- leik, tvö eða þrjú núll. Klaufaleg mis- tök urðu okkur hins vegar að falli. En í síðari hállfleik vorum við aldrei líklegir. Ég skil ekki af hverju við vorum svona slakir í síðari hálfleik eftir að hafa yfirspilað andstæðinga okkar í þeim fyrri.“ Enginn meðal Jón FH-INGAR unnu sinn fyrsta leik í efstu deild, Landsbankadeild- inni í knattspyrnu, í rúman mán- uð í gær þegar þeir lögðu KA að velli í gærkvöldi á Kaplakrika- velli í Hafnarfirði, 3:2. Sigur- mark FH-inga kom á 68. mínútu þegar Allan Borgvardt skallaði inn í mark fyrirgjöf frá Jóni Þor- grími Stefánssyni, sem var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins. Hjörvar Hafliðason skrifar KNATTSPYRNA 1. deild karla: Ásvellir: Haukar – Víkingur R..................20 Dalvík: Leiftur/Dalvík – Njarðvík ............20 Kópavogur: HK – Þór ................................20 Keflavík: Keflavík – Breiðablik.................20 2. deild karla: Sauðárkrókur: Tindastóll – Selfoss ..........20 3. deild karla A: Skeiðisv.: Bolungarvík – Víkingur Ó. .......20 Akranes: Deiglan – Númi ..........................20 3. deild karla B: Þorlákshöfn: Ægir – Afríka.......................20 3. deild karla C: Grenivík: Magni – Hvöt .............................20 Hofsós: Neisti H. – Snörtur ......................20 3. deild karla D: Vopnafj.: Einherji – Neisti D. ...................20 Seyðisfj.: Huginn – Fjarðabyggð..............20 Í KVÖLD KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild: ÍBV - Valur ................................................2:1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson 5., Ingi Sigurðsson 71. - Tom Betts (7.) sjálfsmark. Þróttur R. - ÍA...........................................1:3 Søren Hermansen 48. (víti) - Gunnlaugur Jónsson 50., Guðjón Heiðar Sveinsson 57., Hjörtur Hjartarson 82. FH - KA......................................................3:2 Atli Viðar Björnsson 18., Allan Borgvardt 29., 68. - Jóhann Helgason 9., Steinar Tend- en 23. Grindavík - Fylkir ....................................1:1 Eyþór Atli Einarsson 43. - Sverrir Sverr- isson 31. (víti) Staðan: Fylkir 11 6 2 3 16:9 20 Grindavík 11 6 1 4 17:17 19 Þróttur R. 11 6 0 5 19:16 18 KR 10 5 2 3 12:12 17 ÍBV 11 5 1 5 18:16 16 FH 11 4 3 4 17:17 15 KA 11 4 2 5 18:17 14 ÍA 11 3 5 3 14:13 14 Valur 11 4 0 7 14:19 12 Fram 10 2 2 6 13:22 8 Markahæstu menn: Björgólfur Takefusa, Þróttur R................. 9 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV ............. 9 Steinar Tenden, KA .................................... 7 Sören Hermansen, Þróttur R. ................... 6 Hreinn Hringsson, KA ............................... 5 Jóhann H. Hreiðarsson, Valur ................... 5 Guðjón H. Sveinsson, ÍA............................. 4 Haukur Ingi Guðnason, Fylkir .................. 4 Jónas Grani Garðarsson, FH ..................... 4 Kristján Brooks, Fram ............................... 4 Sinisa Kekic, Grindavík .............................. 4 Björn Viðar Ásbjörnsson, Fylkir............... 3 Óli Stefán Flóventsson, Grindavík ............ 3 Sigurbjörn Hreiðarsson, Valur.................. 3 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, KR .............. 3 Tommy Nielsen, FH ................................... 3 Veigar Páll Gunnarsson, KR...................... 3 Allan Borgvardt, FH................................... 2 Atli Jóhannsson, ÍBV.................................. 2 Atli Viðar Björnsson, FH ........................... 2 Ágúst Gylfason, Fram................................. 2 Ármann Smári Björnsson, Valur ............... 2 Finnur Kolbeinsson, Fylkir........................ 2 Grétar Rafn Steinsson, ÍA.......................... 2 Guðmundur A. Bjarnason, Grindavík ....... 2 Gunnar Þór Pétursson, Fylkir ................... 2 Gunnlaugur Jónsson, ÍA............................. 2 Hálfdán Gíslason, Valur.............................. 2 Hjálmar Þórarinsson, Þróttur R. .............. 2 Ian Jeffs, ÍBV .............................................. 2 Ingvar Ólason, Fram .................................. 2 Ólafur Örn Bjarnason, Grindavík .............. 2 Paul McShane, Grindavík........................... 2 Pálmi Rafn Pálmason, KA.......................... 2 Ray Anthony Jónsson, Grindavík.............. 2 Stefán Þór Þórðarson, ÍA........................... 2 Sverrir Sverrisson, Fylkir.......................... 2 1. deild karla: Afturelding - Stjarnan .............................2:3 Sveinn Magnússon (sjálfsmark) 19., Þor- valdur Már Guðmundsson 50. - Vilhjálmur Vilhjálmsson 16., 29. (víti), Valdimar Krist- ófersson 76. Staðan: Keflavík 10 7 2 1 26:11 23 Víkingur R. 10 5 4 1 14:7 19 Þór 10 5 3 2 23:17 18 Haukar 10 4 2 4 15:15 14 HK 10 4 2 4 13:13 14 Stjarnan 11 3 5 3 15:16 14 Njarðvík 10 3 2 5 16:18 11 Afturelding 11 3 2 6 13:22 11 Breiðablik 10 3 1 6 9:13 10 Leiftur/Dalvík 10 2 1 7 10:22 7 2. deild karla: Víðir - ÍR ....................................................1:0 Kristinn Jóhannsson. Staðan: Völsungur 11 8 1 2 36:18 25 Fjölnir 11 7 2 2 32:16 23 Selfoss 11 7 1 3 27:14 22 KS 11 5 3 3 20:17 18 Víðir 12 5 2 5 15:16 17 ÍR 12 5 1 6 22:22 16 Tindastóll 11 5 1 5 20:21 16 KFS 11 4 1 6 25:31 13 Léttir 11 2 1 8 9:39 7 Sindri 11 0 3 8 15:27 3 3. deild karla B: ÍH - Reynir S. ............................................0:3 Leiknir R. - Hamar .................................12:1 Staðan: Leiknir R. 10 8 1 1 38:7 25 Reynir S. 10 7 2 1 37:17 23 ÍH 10 6 1 3 33:17 19 Árborg 10 5 2 3 36:19 17 Freyr 10 5 0 5 18:29 15 Hamar 10 3 1 6 13:28 10 Afríka 9 1 0 8 5:30 3 Ægir 9 0 1 8 7:40 1 3. deild karla C: Vaskur - Reynir Á. ....................................0:2 Staðan: Vaskur 11 8 1 2 32:14 25 Reynir Á 11 6 2 3 20:16 20 Magni 10 5 2 3 25:15 17 Hvöt 10 4 3 3 21:9 15 Neisti H. 10 2 2 6 18:27 8 Snörtur 10 0 2 8 9:44 2 3. deild karla D: Leiknir F. - Höttur....................................2:3 Staðan: Fjarðabyggð 10 7 0 3 25:12 21 Höttur 11 6 2 3 20:13 20 Huginn 10 5 0 5 21:22 15 Neisti D. 10 4 1 5 15:23 13 Leiknir F. 11 4 0 7 22:26 12 Einherji 10 3 1 6 14:21 10 Svíþjóð Halmstad - IFK Gautaborg .....................1:0 Æfingamót í Malasíu Newcastle - Birmingham.........................2:1 Shearer (37. vítas.), Ameobi (75.) – Devlin (73. vítas.). Cunningham, Birmingham, var rekinn af leikvelli á 36 mín.  Newcastle mætir Chelsea eða landsliði Malasíu í úrslitum á sunnudag. GOLF Íslandsmótið í höggleik – í Vestmannaeyj- um. Listinn yfir þá kylfinga sem náðu best- um árangri á fyrsta keppnisdegi: KARLAR Birgir Leifur Hafþórsson, GKG.........67 (-3) Sigurpáll Geir Sveinsson, GA....................68 Örn Ævar Hjartarson, GS.........................69 Björgvin Sigurbergsson, GK ....................69 Magnús Lárusson, GKj. ............................69 Davíð Már Vilhjálmsson. GKj. ..................69 Ólafur Már Sigurðsson, GK ......................69 Kristinn Gústaf Bjarnason, GKG .............70 Viggó Viggósson, GR .................................71 Sveinn Sigurbergsson, GK........................71 Haraldur H. Heimisson, GR .....................71 Björn Þór Hilmarsson, GR........................71 Brynjólfur Einar Sigmarsson, GKG ........71 KONUR Þórdís Geirsdóttir, GK ..............................77 Ólöf María Jónsdóttir, GK.........................77 Helena Árnadóttir, GA ..............................77 Nína Björg Geirsdóttir, GKj. ....................78 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR ................78 Katrín Dögg Hilmarsdóttir, GKj..............78 Anna Lísa Jóhannsdóttir, GR ...................79 Helga Rut Svanbergsdóttir, GKj..............80 FH 3:2 KA Leikskipulag: 4-3-3 Landsbankadeildin, 11. umferð Kaplakriki Fimmtudaginn 24. júlí 2003 Aðstæður: Rigning, 13 stiga hiti, völl- urinn góður. Áhorfendur: Um 600 Dómari: Garðar Örn Hinriksson, Þrótt- ur R., 5 Aðstoðardómarar: Hans Scheving, Ingvar Guðfinnsson Skot á mark: 12(7) - 10(5) Hornspyrnur: 4 - 2 Rangstöður: 4 - 1 Leikskipulag: 4-4-1-1 Daði Lárusson Guðmundur Sævarsson M (Baldur Bett 75.) Tommy Nielsen Sverrir Garðarsson Magnús Ingi Einarsson Ásgeir Gunnar Ásgeirsson M Heimir Guðjónsson Hermann Albertsson (Freyr Bjarnason 81.) Jón Þorgrímur Stefánsson MM Allan Borgvardt M Atli Viðar Björnsson M (Jónas Grani Garðarsson 83.) Sören Byskov Örlygur Þór Helgason M Slobodan Milisic (Hreinn Hringsson 65.) Ronnie Hartvig Steingrímur Örn Eiðsson Pálmi Rafn Pálmason Steinn V. Gunnarsson M Óli Þór Birgisson M Jóhann Helgason (Elmar Dan Sigþórsson 80.) Dean Martin M Steinar Tenden (Þorleifur K. Árnason 80.) 0:1 (9.) Örlygur Helgason sendi boltann fyrir af hægri kannti. Þar var Jóhann Helgason sem skoraði af stuttu færi. 1:1 (18.) Jón Þórgrímur Stefánsson lék glæsilega upp vinstri kannt og inn að miðju, dró til sín varnarmann og gaf hann á Atla Viðar Björnsson sem skoraði með góðu innanfótarskoti 1:2 (23.) Jóhann Helgason með sendingu frá vinstri á Steinar Tenden sem snéri á varnarmann í markteig FH-inga og skoraði. 2:2 (29.) Jón Þorgrímur lék Steingrím Eiðsson grátt á hægri kannti. Eftir að hafa leikið hann hann upp úr skónum sendi hann knöttinn fyrir markið og eftir smá barning í teignum barst boltinn til Allan Borgvardt sem skor- aði. 3:2 (68.) Jón Þorgrímur fékk boltann á hægri kannti. Hann spyrnti glæsilegri fyr- irgjöf fyrir marki þar sem Allan Borgvardt mætti á mikill ferð og skor- aði með glæsilegum skalla. Gul spjöld: Hermann Albertsson, FH (52.) fyrir brot  Atli Viðar Björnsson, FH (54.) fyrir brot  Óli Þór Birgisson, KA (70.) fyrir brot  Dean Martin, KA (76.) fyrir brot. Rauð spjöld: Engin Heimamenn byrjuðu leikinn afmiklum krafti og voru þrisvar sinnum mjög nálægt því að komast yfir. Gestirnir geta þakkað Magnúsi Karli Péturssyni, markverði Stjörn- unnar, fyrir að hafa ekki lent undir en hann varði í tvígang mjög vel. Stjarnan komst yfir á 16. mínútu þegar Vilhjálmur Vilhjálmsson skor- aði fallegt mark en þetta var í fyrsta sinn sem gestirnir ógnuðu marki heimamanna. Afturelding jafnaði metin þremur mínútum síðar en þá varð Sveinn Magnússon fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Gestirnir komust aftur yfir á 29. mínútu en þá skoraði Vilhjálmur aft- ur og nú úr vítaspyrnu eftir að brot- ið hafði verið á Brynjari Sverrissyni. Þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik fékk Magnús Karl rauða spjaldið fyrir að brjóta á Henning Jónssyni. Ólafur Gunnarsson, varn- armaður gestanna, fór í markið en enginn varamarkvörður var á bekknum hjá Stjörnunni. Heimamenn jöfnuðu metin á 50. mínútu en þá skoraði Þorvaldur Már Guðmundsson beint úr hornspyrnu. Gestirnir sátu til baka fyrstu tutt- ugu mínútur síðari hálfleiks en Aft- urelding náði ekki að skapa sér nein marktækifæri í þessum leikkafla. Eftir þetta hresstust gestirnir til muna og hófu að sækja stíft að marki heimamanna. Pressa Stjörn- unnar bar árangur á 76. mínútu þeg- ar Valdimar Kristófersson skoraði af stuttu færi eftir að Axel Gomez, markvörður Aftureldingar, hafði misst boltann eftir aukaspyrnu Vil- hjálms. Leikmenn Aftureldingar mótmæltu markinu kröftuglega en þeir töldu að Brynjar Sverrisson hefði brotið á Axeli áður en Valdi- mar náði boltanum. Það sem eftir lifði leiks sátu gestirnir til baka en Afturelding náði aldrei að ógna marki Stjörnunnar að ráði. Stjörnu- menn sóttu hratt á heimamenn þeg- ar færi gafst en þeir voru klaufar að gera ekki fleiri mörk og þá sérstak- lega Brynjar Sverrisson sem fékk fjögur úrvalsfæri, oft eftir að hafa leikið varnarmenn Aftureldingar grátt. Maður leiksins: Valdimar Kristófersson, Stjörnunni. Stjörnumenn hirtu öll stigin STJARNAN sigraði Aftureldingu, 2:3, í Mosfellsbæ í 1. deild karla en Stjörnumenn hafa leikið vel að undanförnu eftir slæma byrjun. Atli Sævarsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.