Morgunblaðið - 25.07.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.07.2003, Blaðsíða 23
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2003 23 „AÐSTAÐAN hentar mér ágætlega, ég er ekki háður snjóhvítum sýning- arsal. Þetta er falleg bygging og gaman að koma hingað inn,“ sagði Daði Guðbjörnsson listmálari sem í gær var að setja upp sýningu í Salt- fisksetri Íslands í Grindavík. Málverkasýningin er í listsýning- arsal á 2. hæð Saltfisksetursins. Hún verður opnuð á morgun og stendur til 31. ágúst. Salurinn er opinn alla daga vikunnar frá klukkan 11 til 18. Daði segir að upplagt hafi verið að þiggja boð Saltfisksetursins um að sýna þar. „Ég hef verið að vinna mikið með báta, fiska og hafið, þótt ekki sé það beint tengt fiskveiðum heldur meira tákn fyrir ferðalag okkar í gegnum lífið. Hafið er lif- andi form, síkvikt. Maður veit aldrei hvað gerist á sjónum. Það er fallegt en líka hættulegt,“ segir Daði. Á sýningunni eru ellefu olíu- málverk sem listamaðurinn hefur málað á síðustu tíu árum. Að- spurður segir Daði að einu tengsl hann við Grindavík séu kynni hans af Guðbergi Bergssyni og segist þekkja staðinn í gegn um sögur hans. Daði sýnir í Saltfisksetri Íslands Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Venus í Feneyjum heitir myndin sem Daði Guðbjörnsson er að hengja upp. Ferðalag okkar í gegn um lífið Grindavík LIFANDI laugardagur verður á Hafnargötunni í Keflavík og víðar í miðbæ Reykjanesbæjar á morgun. Undirbúningsnefnd að stofnun mið- bæjarsamtaka í Reykjanesbæ og líkamsræktarstöðin Lífsstíll standa fyrir ýmsum uppákomum. Lífsstíll heldur árlega sumarhátíð og að þessu sinni taka verslanir og þjónustufyrirtæki þátt. Margar verslanir verða opnar til klukkan 15, þær verða með útimarkað á Hafnargötunni og handverks- og listafólk sýnir framleiðslu sína. Ýmsar uppákomur verða við hús- næði Lífsstíls og víðar, meðal ann- ars bílasýningar og listflug. Nýja hringtorgið á mótum Aðalgötu og Hafnargötu í Keflavík verður tekið í notkun í dag og þar með fyrsti hluti Hafnargötu eftir endurbætur. Í gær unnu starfsmenn Nesprýðis við lokafrágang og tengingu torgs- ins við Aðalgötuna. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Starfsmenn Nesprýðis voru í gær að leggja síðustu hönd á hringtorgið á gatnamótum Hafnargötu og Aðalgötu og tengingu þess við Aðalgötuna. Lifandi laugardagur á Hafnar- götunni Keflavík HÁSKÓLI Íslands hefur í sam- vinnu við Sandgerðisbæ ákveðið að stofna fræðasetur Háskóla Íslands í Sandgerði, svokallað Háskólasetur Suðurnesja. Bæjarstjórn Sandgerð- is hefur samþykkt málið fyrir sitt leyti. Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Sandgerði, segir að Háskóli Íslands hafi ákveðið að koma upp formlegum háskólasetr- um á nokkrum stöðum á landinu. Sandgerði hafi verið inni í þeirri mynd. Háskólinn er ásamt fleiri stofnunum aðili að Rannsóknastöð- inni í Sandgerði og þar hefur verið unnið að ýmsum rannsóknum á veg- um Líffræðistofnunar skólans. Seg- ir Sigurður Valur að stofnun form- legs háskólaseturs hafi verið næsta skrefið. Rannsóknastöðin starfar áfram sjálfstætt að sínum verkefnum og er háskólasetrið því viðbót, að sögn Sigurðar. Að Rannsóknastöðinni standa Hafrannsóknastofnun, Nátt- úrufræðistofnun Íslands og Sand- gerðisbær, auk Háskóla Íslands, og er unnið að endurskoðun samstarfs- samnings um starfsemi stöðvarinn- ar. Hefur nýr samningur verið sam- þykktur í bæjarstjórn Sandgerðis. Háskólasetrið verður í húsnæði Fræðasetursins í Sandgerði eins og Rannsóknastöðin og Náttúrustofa Suðurnesja. Er að sögn Sigurðar horft til enn frekari samvinnu. Meginhlutverk Háskólaseturs Suðurnesja verður að efla rann- sókna- og fræðastarf Háskóla Ís- lands á Suðurnesjum. Í drögum að reglum þess kemur fram, að það á að gera meðal annars með því að stuðla að margvíslegri háskóla- kennslu á Suðurnesjum og stuðla að því að halda norræn og/eða alþjóð- leg námskeið. Einnig er talað um að efla tengsl skora, deilda og stofnana Háskóla Íslands og tengsl annarra íslenskra rannsóknastofnana við at- vinnu og þjóðlíf á Suðurnesjum og að efla rannsóknir á náttúrunni. Stofnsetja Háskólasetur Sandgerði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.