Morgunblaðið - 27.07.2003, Síða 9

Morgunblaðið - 27.07.2003, Síða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 9 FRELSI Í ÚTLÖNDUM – TAKTU fiA‹ ME‹ fiÉR! Frelsi í útlöndum er n‡ fljónusta hjá Símanum GSM sem gerir flér kleift a› nota Frelsis- númeri› flitt í útlöndum. fia› eina sem flú flarft a› gera er a› skrá flig í Frelsi í útlöndum og eftir fla› flarftu ekki a› gera frekari rá›stafanir í hvert skipti sem flú fer› til útlanda. Skrá›u flig í verslunum Símans e›a á siminn.is – fla› kostar ekkert – og vertu svo í gó›u sambandi vi› vinina me› Frelsi í útlöndum. Nánari uppl‡singar á siminn.is/frelsi og í síma 800 7000. Fer›astu um heiminn me› Frelsi í útlöndum G O TT F Ó LK M cC A N N -E R IC K S O N · S ÍA · 2 3 4 9 3 EKKI er laust við að veiðimenn- irnir hafi gerst fullheimakomnir á mótum Hvítár og Stóru-Laxár við Iðu, þegar ljósmyndari Morgun- blaðsins átti leið hjá. Stólar, borð og bíll, allt á sínum stað, og ekki úr vegi að hefja veiðiskapinn. Meira að segja stangirnar voru vel geymdar í sínum rekka. Má bjóða þér sæti? Morgunblaðið/Arnaldur Ný reglugerð um slátrun JÓN Helgi Björnsson, formaður Landssambands sláturleyfishafa, segir nokkuð víst að sláturhúsum eigi eftir að fækka þegar ný reglugerð um slátrun og meðferð sláturafurða taka gildi. Reglugerðin tekur gildi 1. jan- úar 2004 að undanskyldu ákvæði um hangandi fláningu en varðandi hana er gert ráð fyrir 5 ára aðlögunartíma. „Hangandi fláning skilar kjötinu hreinna og er forsenda fyrir því að menn fái útflutningsleyfi. Þegar þetta ákvæði tekur gildi neyðast þau slát- urhús sem ekki hafa slíka fláningu að koma sér þessu upp en það er tiltölu- lega dýrt.“ Jón Helgi bendir á að með þessu sé í raun verið að setja sama staðal fyrir kjöt sem slátrað er fyrir innlendan markað og fyrir það sem gert er fyrir erlendan markað. „Það er æskilegt fyrir iðnaðinn í heild að færri slátur- hús slátri því fé sem er tiltækt. Það myndi lækka kostnað við þessa at- vinnugrein og vonandi auka arðsemi fyrirtækja innan greinarinnar. Per- sónulega tel ég þetta vera tímabæra reglugerð. Það er eðlilegt að gerðar séu sömu kröfur til þess kjöts sem er selt innanlands og þess sem er selt er- lendis,“ segir Jón Helgi. Keikó enn við Noregs- strendur HÁHYRNINGURINN Keikó held- ur sig enn við Noregsstrendur, nán- ar tiltekið við Taknes í Aravíkurfirði, afskekktu nesi skammt frá Krist- jánssundi. Að sögn Halls Hallssonar, framkvæmdastjóra Keikó-samtak- anna á Íslandi, er þess gætt að mannfólk ónáði hann ekki. „Honum er sinnt af sérfræðingum, sem fylgj- ast með honum og gefa honum að éta,“ sagði Hallur í samtali við Morgunblaðið. Hann var fluttur að Taknesi í nóvember síðastliðnum eftir að hann hafði elt bát til hafnar og leikið sér við börn í höfninni. Vonast er til þess að háhyrningar komi inn á svæðið síðsumars og Keikó sláist í för með þeim. ♦ ♦ ♦ VEGFARENDUR í nágrenni Akra- ness urðu varir við óvenjumikinn reykjarmökk er steig upp af Járn- blendiverksmiðjunni á Grundartanga upp úr miðnætti á fimmtudagskvöld. Að sögn Helga Þórhallssonar, aðstoð- arforstjóra Járnblendifélagsins, var um bilun í viftu að ræða um skamma hríð en álag á viðkomandi ofn var þá minnkað þar til gert hafði verið við bilunina. Þegar slík bilun verður myndast yfirhiti og skorsteinn opnast þá til að lofta út. „Þarna hefur kannski verið um nokkrar mínútur að ræða og menn skyldu átta sig á því að við erum að reka þessi reykhreinsivirki á rekstr- artíma sem er í kringum 0,1% af rekstrartíma ofnanna. Heimild okkar samkvæmt starfsreglum er að vera með reyklosun upp í 2% og það er ekkert reykhreinsivirki á byggðu bóli sem hefur annan eins rekstrartíma og okkar,“ sagði Helgi og bætti því við að hann hefði verið forstjóri sambæri- legrar verksmiðju í Noregi og væri ís- lenska verksmiðjan til fyrirmyndar að öllu leyti miðað við hvað þar tíðk- aðist. Allt kísilryk er selt til Japans. Vikulega eru sendir út 12–16 gámar. Mikill reykur frá Járn- blendiverksmiðjunni ♦ ♦ ♦ Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.