Morgunblaðið - 27.07.2003, Side 53

Morgunblaðið - 27.07.2003, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 2003 53 KRINGLAN Sýnd kl. 8. KRINGLAN Sýnd kl. 10.10. AKUREYRI Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8. KRINGLAN Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 1.45, 3.45, 5.50, 8 og 10.10. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára. Það er erfitt að falla inn í hópinn þegar þú skerð þig svona hrikalega úr ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10. B.i. 12. YFIR 42.000 GESTIR! KEFLAVÍK Sýnd kl. 2, 3.45 og 8. Rómantísk gamanmynd með Amanda Bynes og ColinFirth (Bridget Jones´s Diary) SG. DV EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.50, 8 OG 10.10. B.I. 16 ÁRA ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4 og 6. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8. b.I. 12 ára. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16 ára. JOHN TRAVOLTA OG SAMUEL JACKSON I FYRSTA SINN SAMAN SIÐAN PULP FICTION Í ÞESSARI MÖGNUÐU SPENNUMYND. FRUMSÝNING KRINGLAN Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16 ára. AUÐUR Lilja Davíðsdóttir er ein af þremur nýjum stjórnendum stefnu- mótaþáttarins Djúpu laugarinnar. Milli þess sem hún vinnur sem söluráðgjafi og leggur línurnar fyrir veturinn í Djúpu lauginni er hún að undirbúa brúðkaup en hún gengur að eiga unnusta sinn í lok ágúst. Hvað ertu með í vösunum? Ég er sjaldnast með eitthvað í vös- unum, yfirleitt er ég frekar með troðfulla hliðartösku þar sem öllum nauðsynjum má koma léttilega fyrir því það eru alveg ótrúlega margir hlutir ómissandi fyrir unga konu í hinu daglega lífi s.s sími, varagljái, lyklar, seðlaveski og naglaþjöl! Uppvaskið eða skræla kartöflur? Ég vel uppvaskið tvímælalaust. Ég held að það sé varla til leiðinlegra verkefni en það að skræla kart- öflur. Enda vandi ég dóttur mína snemma á það að borða hýðið með! Uppvaskið er líka vanmetin stund til þess að eiga smá gæða- tíma með sjálfum sér og djúpum hugsunum og ég nýti mér þær óspart. Ef þú værir ekki þáttastjórnandi, hvað myndirðu þá helst vilja vera? Ég myndi sennilega vilja vera al- þingiskona, þá gæti ég lagt mitt af mörkunum til þess að breyta ýmsu í þjóðfélaginu s.s. lækka skatta og margt fleira. Ég fengi þá líka borgað fyrir að tala og það veit Guð að ég væri rík manneskja í dag fengi ég krónu borgaða fyrir hvert orð talað úr mínum munni. Hefurðu tárast í bíói? Já, alveg örugglega og oftar en einu sinni. Ég fer reyndar ekki oft í bíó en ég grenjaði úr mér augun þegar Leonardo DiCaprio andaðist í stór- myndinni Titanic hérna um árið. Það var með sorglegri atvikum sem ég hef orðið vitni að á hvíta tjaldinu. Ég fer nú sennilega oftast á róm- antískar gamanmyndir í bíó því ég er veik fyrir góðum endi og það klikkar sjaldnast í þeirri gerð af kvikmyndum. Hverjir eru minnisstæðustu tón- leikarnir sem þú hefur farið á? Ég hef nú ekki farið á marga tón- leika í gegnum tíðina en minnis- stæðustu tónleikar sem ég hef far- ið á eru tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands og Sálarinnar hans Jóns míns hérna í fyrrahaust. Ég hef alla tíð verið mikill Sálar-aðdá- andi og þetta var einstakur viðburð- ur sem ég hefði alls ekki viljað missa af. Hvaða leikari fer mest í taugarnar á þér? Þeir eru nú ansi fáir, ég á hins vegar alveg fullt af uppáhaldsleikurum. Leiðinlegastur er þó Woody Allen, ég bara get ekki horft á myndir með honum og næ bara alls ekki upp í þann frama sem hann hefur náð í kvik- myndagerð og leik. Maðurinn er bara leiðinlegur. Hver er þinn helsti veikleiki? Óhreinindi. Ég má ekki sjá óhreinindi og drasl þá lang- ar mig til þess að þrífa og taka til. Þetta getur alveg auðveldlega gengið út í öfgar hjá mér og háir mér oft þegar mig langar mest til þess að setjast niður eftir langan vinnudag og slappa af. Þá bara get ég það ekki nema ég sé búin að brjóta saman þvottinn, þurrka af og taka úr uppþvottavélinni! Finndu fimm orð sem lýsa per- sónuleika þínum vel. Glaðlynd, brosandi, jákvæð, óþol- andi óþolinmóð og smámunasöm. Bítlarnir eða Stones? Bítlarnir, engin spurning. Ég hef aldrei getað fílað hann Mick Jagger, kannski bara af því að hann klikk- aði á því að hætta þegar að þeir voru á toppnum. Uppáhaldsbítla- lögin eru mörg en upp úr stendur „All You Need is Love“. Hver var síðasta bók sem þú last tvisvar? Ég er mikil bókakona og mitt helsta áhugamál er bókalestur. Það er ekkert betra en að gleyma sér við lestur góðrar bókar. Ég var að enda við að lesa „Bridget Jones’s Diary“ í annað skiptið og svo hef ég oftar en einu sinni gripið í bókina „Fegr- aðu líf þitt“ eftir Victoriu Moran. Hvaða lag kveikir blossann? Fyrsta lagið sem mér dettur í hug er „Flugvélar“ með Ný dönsk. Það er eitthvað við þetta lag sem er svo fal- legt og grípandi að það fær mann til þess að gleyma stað og stund. En ég verð líka að nefna „Ó, hvílíkt frelsi“ sem Páll Óskar syng- ur, það er líka afskaplega fal- legt lag. Svo standa öll lögin með Sálinni hans Jóns míns alltaf fyrir sínu og ég held upp á þau öll með tölu. Uppvaskið er vanmetið SOS SPURT & SVARAÐ Auður Lilja Davíðsdóttir M or gu nb la ði ð/ Á rn i S æ be rg …Samkvæmt könnun sem banda- ríska útvarpstöðin KIIS FM í Los Angeles lét gera, þykir Eminem vera sannferðugri maður en forset- inn, George W. Bush. Spurningar voru lagðar fyrir 1.016 manns og þótti 53% aðspurðra meira spunnið í texta Eminems en ræður Bush, hvað sannleiksgildi varðar. FÓLK Ífréttum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.