Morgunblaðið - 12.09.2003, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 12.09.2003, Qupperneq 52
ÍÞRÓTTIR 52 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRASILÍSKU heimsmeist- ararnir í knattspyrnu eru einir með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar í und- ankeppni HM 2006 í Suður- Ameríku. Þeir lögðu Ekvador, 1:0, á heimavelli sínum í Man- aus í fyrrinótt og það var Ron- aldinho sem skoraði sig- urmarkið strax á 13. mínútu, með skalla eftir fyrirgjöf frá Robert Carlos. Ronaldinho var í leikbanni þegar Brasilíumenn unnu Kólumbíu á útivelli, 2:1, í fyrstu umferðinni um síðustu helgi. Argentína og Chile eru í öðru og þriðja sæti með fjögur stig en hinar sjö þjóðirnar í riðl- inum hafa allar tapað leik. Þriðja umferðin í Suður- Ameríku verður leikin um miðj- an nóvember en undankeppni HM er hvergi annars staðar hafin. Liðin þurfa að leika 18 leiki og keppninni er því dreift á þrjú ár að þessu sinni í stað tveggja áður. Fjórar efstu þjóð- irnar komast í lokakeppnina í Þýskalandi og sú fimmta spilar aukaleiki um HM-sæti. Brasilíumenn eru fyrstu heimsmeistararnir sem þurfa að fara í gegnum undankeppni en tillaga þess efnis var sam- þykkt á síðasta þingi Alþjóða- knattspyrnusambandsins, FIFA. Ronaldinho tryggði Brasilíu sigur AP Knattspyrnusnillingarnir Ronaldo og Ronald- inho gleðjast yfir sigurmarki gegn Ekvador. NORÐUR-ÍRAR settu í fyrrakvöld Evrópumet sem þeir vildu eflaust að yrði slegið sem fyrst. Þeir töpuðu, 0:1, á heimavelli fyrir Armeníu í undankeppni EM í knattspyrnu og þar með léku þeir sinn tólfta leik í röð án þess að ná að skora mark. Fyrra metið átti Liechtenstein sem ekki skor- aði í ellefu leikjum í röð. Sammy McIlroy, þjálfari Norður-Íra, sagði eftir leikinn að markaleysið væri vissulega farið að hafa áhrif á sína menn. „Ég vildi að ég vissi hvað við þyrftum að gera til að skora mark. Ég skil ekki hvernig við komumst hjá því að vinna þennan leik, við bara gátum ekki skorað úr okkar færum. Ef við fengjum engin marktækifæri í leikjunum væri þetta virkilegt vandamál, en markvörður Armena varði nokkrum sinnum glæsilega,“ sagði McIlroy. Lið hans er með þrjú stig eftir sjö leiki í 6. riðli, eftir þrjú marka- laus jafntefli, en markatalan er ekkert mark gegn sjö. Evrópumet í markaleysi hjá Norður-Írum FÓLK  ARON Kristjánsson skoraði 5 mörk og þótti leika vel fyrir Tvis Holstebro er liðið lagði Fredericia HK í 8-liða úrslitum dönsku bik- arkeppninnar í handknattleik í fyrrakvöld. Í undanúrslitum mæta Aron og félagar liði Skjern sem Aron lék með fyrir nokkrum árum við góðan orðstír. Leikurinn fer fram upp úr næstu mánaðarmót- um á heimavelli Tvis Holsteebro.  CARLTON Cole, framherjinn sem Charlton er með í láni frá Chelsea, verður ekki með Lund- únaliðinu í leiknum við Manchest- er United um helgina, frekar en Hermann Hreiðarsson. Cole meiddist í leik með varaliðinu í vikunni og verður frá næstu tvær til þrjár vikurnar.  PINI Zahavi, umboðsmaður og náinn samstarfsmaður Rússans Romans Abramovich, eiganda Chelsea, segir ekki rétt það sem Alex Ferguson, stjóri Manchester United, heldur fram að Abramov- ich hafi boðið Ferguson að taka við stjórastöðunni hjá Chelsea í sumar.  IBRAHIM Ba er nú orðinn leik- maður Bolton, en honum hefur gengið illa upp á síðkastið á fá nauðsynleg skjöl í hendur til þess að hann geti gengið til liðs við Bolton. Nú er pappírsvinnunni lokið og Ba getur nú leikið með Bolton áhyggjulaus. Ba hefur ver- ið án félags síðan hann var leystur undan samningi hjá AC Milan í vor.  WAYNE Quinn hefur verið lán- aður í einn mánuð frá Newcastle til 1. deildarliðsins West Ham.  FÉLAG knattspyrnustjóra í ensku knattspyrnunni vill að fram fari rannsókn á aðdraganda upp- sagnar Alan Pardew hjá Reading. Pardew sagði upp í fyrradag eftir að honum var meinað að ræða við West Ham um knattspyrnustjóra- starfið hjá félaginu. Forráðamenn Reading taka uppsögnina ekki til greina og því stendur málið fast um þessar mundir.  NÚ er orðið ljóst að Chris Kirk- land, varamarkvörður Liverpool, verður frá keppni í a.m.k. sex vik- ur eftir að hann meiddist á æfingu hjá enska landsliðinu í byrjun vik- unnar fyrir leikinn við Liechten- stein. Kirkland verður semsagt lengur frá æfingum en upphaflega var ætlað þegar hann meiddist.  TYRKNESKI landsliðsmaðurinn Alpay gæti verið á förum frá Aston Villa til Herthu Berlin í Þýskalandi. Alpay, sem á níu mán- uði eftir af samningi sínum við Aston Villa, hefur átt í viðræðum við Dieter Höness, yfirmann knattspyrnumála hjá Herthu, um að koma til félagsins en Alpay virðist ekki eiga framtíð hjá Villa undir stjórn Davids O’Learys. Berti Vogts, landsliðsþjálfariSkota, var í viðtali við bresku sjónvarpsstöðina BBC í beinni út- sendingu eftir leikinn þegar skosk rödd heyrðist kalla: „Þeir eru svindl- arar, andskotans svindlarar.“ Vogts brást snöggt við í miðri útsendingu og kallaði höstuglega í leikmanninn: „Christian, Christian,“ og opinber- aði þar með hver þarna var á ferð. Dailly var foxillur eftir leikinn, sérstaklega vegna þess að félagi hans, Maurice Ross, var rekinn af velli um miðjan síðari hálfleik fyrir meint brot á Tobias Rau. Dailly ásakaði Rau um leikaraskap, en leik- menn þýska liðsins hópuðust í kring- um Anders Frisk dómara og kröfð- ust þess að Ross yrði rekinn af velli. „Ég veit að ég þarf að gæta tungu minnar en það var mikill leikara- skapur í gangi inni á vellinum. Það þarf einhver að fara að taka á þessu vandamáli, dómararnir, FIFA eða einhver annar, en það er ótrúlegt að horfa upp á knattspyrnumenn haga sér á þennan hátt. En hvað getur maður gert? Okkur er sagt að al- þjóðleg knattspyrna sé svona. Það breytist ekki fyrr en einhver tekur á því af alvöru. Við þurfum að hefja okkur upp fyrir svona framkomu og halda áfram að spila eins og við er- um vanir, með skoska laginu, sem er best,“ sagði Dailly við The Scotsm- an. Rudi Völler, landsliðsþjálfari Þjóðverja, var sammála því að brott- rekstur Maurice Ross hefði verið strangur dómur, en samt fyllilega réttlætanlegur. „Kannski sleppa menn við refsingu fyrir svona brot í Skotlandi, en ekki annars staðar í Evrópu. Brotið verðskuldaði gult spjald, og þar sem leikmaðurinn hafði þegar fengið gula spjaldið var hann að sjálfsögðu rekinn af velli,“ sagði Völler. Ross verður í banni þegar Skotar mæta Litháum í lokaumferð 5. riðils hinn 11. október og Skotar óttast að Christian Dailly verði sömuleiðis refsað fyrir sína framkomu eftir leikinn með leikbanni. Dailly ásakaði Þjóð- verja um að svindla CHRISTIAN Dailly, varnarmaður skoska landsliðsins í knatt- spyrnu, gæti átt yfir höfði sér refsingu frá UEFA, Knattspyrnu- sambandi Evrópu, vegna ummæla sem hann lét falla eftir leikinn gegn Þjóðverjum í Dortmund í fyrrakvöld. Reuters Þótt knattspyrnuáhugamenn í Þýskalandi hafi velt mikið vöngum yfir væntanlegri þátttöku landsliðs þjóðarinnar í Evrópumótinu í Portúgal á næsta sumri hafa forvígismenn þýskrar knattspyrnu um fleira að hugsa um þessar mundir. Í dag eru 1.000 dagar þar til flautað verður til leiks í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í Þýskalandi og er undirbúningur fyrir löngu hafinn og mun ganga sam- kvæmt áætlun. Vegna tímamótanna í dag verður vígður 15 metra hár glerknöttur eftir listamanninn Andre Heller við Brandenborgar- hliðið í Berlín, en boltinn mun verða tákn heimsmeistarakeppninnar og standa við Brandenborgar-hliðið fram yfir keppnina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.