Morgunblaðið - 12.09.2003, Side 57

Morgunblaðið - 12.09.2003, Side 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 57 ORGELKVARTETTINN Apparat er stöðugt að vinna sér inn nýja og nýja bandamenn um heim allan. Í byrjun október mun kvartettinn, sem meðlimir sjálfir hafa kallað „stærsta orgelkvartett heims“ enda er hann fimm manna, spila í Pompidou-safninu í París. Safn það er eitt það virtasta þar í borg og þykir arkitektúr bygg- ingarinnar sem það hýsir vera afar merkilegur, en öll rör hússins liggja utan á því, í stað þess að vera inni í veggj- um eins og eðlilegt þykir. Kvartettinn mun leika þar á einum tónleikum og meðal annars verður kynnt í fyrsta skipti sjónarspil sem hann- að hefur verið sérstaklega fyrir kvartettinn af hinum ýmsu listamönnum og verður það keyrt meðfram tónleik- unum. Sérstakur gestur á tónleikunum verður Kira Kira sem mun flytja nýtt verk, sem samanstendur af hljóð- og sjónrænum þáttum. Annað er það frétta að smáskífa með laginu „Rom- antica“ hefur gengið vel að sögn Jóhanns Jóhannssonar, eins meðlima kvartettsins. Platan var gefin út í sumar af Duophonicmerkinu, sem er í eigu hljómsveitarinnar Ste- reolab. „Platan hefur gengið vel og hreyfist ágætlega. Hún fékk góða dreifingu og sömuleiðis góðar viðtökur.“ Jóhann efast þó um að það verði framhald á því sam- starfi, þar sem samstarfið var bara byggt í kringum þessa einu smáskífu. „Við höfum líka verið að vinna í dreifingarmálum er- lendis og það er komið skrið á þau mál í Japan og Am- eríku. Það eru að detta inn tilboð þaðan.“ Þess má að lokum geta að í október 2004 mun íslensk listahátíð fara fram í Frakklandi. Tónleikar Orgel- kvartettsins eru hugsaðir sem einhvers konar forspil að þessu. Orgelkvartettinn Apparat í góðum málum Á leið til Pompidou Orgelkvartettinn Apparat. BYLGJAN, Kringlan og Danssmiðjan standa fyrir söfnun til styrktar Krafti, baráttufélagi ungs fólks sem greinst hefur með krabba- mein og aðstandenda þeirra. Söfnunin nefnist Dans- Kraftur og gengur út á að fá einstaklinga, hópa og fyr- irtæki til að láta fé af hendi rakna. Hvert framlag er merkt með tveimur nöfnum þekktra Íslendinga og er þar með skorað á viðkomandi að mæta í Kringluna á laug- ardaginn og taka línudans- spor. „Jónsi í Svörtum fötum er búinn að lýsa því yfir að hann vilji vera með en það er ekki búið að skora á hann ennþá. Hann er klár að koma á laugardaginn ef einhver skorar á hann,“ segir Jóhann Örn Ólafsson danskennari, sem ætlar að taka að sér stjórnina á dansgólfinu á morgun. Jóhann Örn efast ekki um að einhver skori á Jónsa á Bylgj- unni í dag og er spenntur fyrir laugardeginum. „Það verður gam- an fyrir fólk að fylgjast með eða taka þátt í línudansinum,“ segir hann en línudansuppákoma verður klukkan 13, 14 og 15 á laugardag- inn. „Við erum með fullt af flinkum línudönsurum og Lalla töframann og við verðum með skemmtiatriði inn á milli.“ Allir geta tekið þátt í þessu. „Þegar ég tek fólk út á gólfið vegna áskorananna þá eru allir velkomnir með því þá er ég að kenna línudans- inn. Svo er lagið sett á og allir dansa.“ Jóhann Örn hvetur fólk til að senda netpóst á bylgjan@bylgjan.is eða hringja í síma 567 1111 með framlög í söfnunina og áskoranir. Um leið og fé verður safnað með þessum skemmtilega hætti verður opið símanúmer Krafts 907 2700 og ef hringt er í það númer greiðast 1.000 krónur með næsta símreikn- ingi. Söfnunin Dans-Kraftur hefst í dag Verður skorað á Jónsa? Morgunblaðið/Jim Smart Jón Jósep Snæbjörnsson, Jónsi í Svörtum fötum, er búinn að lýsa því yfir að hann vilji vera með en það er ekki búið að skora á hann ennþá. HINNI annáluðu kvikmyndahátíð í Toronto verður slitið nú um helgina. Myndirnar Nói albínói í leikstjórn Dags Kára Pétursson og Stormviðri í leikstjórn Sólveigar Anspach hafa verið sýndar fyrir fullu húsi á öllum sýningum og hafa hlotið afar góðar viðtökur áhorfenda sem og blaðamanna. Báðar myndir munu fara í almenna dreifingu í Kanada en auk þess mun Nói albínói fara í dreifingu í Bandaríkjunum snemma á næsta ári. Einn virtasti leikstjóri Kanada, Guy Madden, en hann er af íslensku bergi brotinn, frumsýndi einnig mynd sína Saddest Music in the World. Myndin hefur hlotið góðar viðtökur gagnrýnenda jafnt sem áhorfenda. Madden var á hátíðinni og kynnti myndina ásamt aðalleikonunni, Isabellu Rosselini. Kvikmyndahátíðinni í Toronto lýkur um helgina Íslendingar áberandi Ljósmynd/Jón Gústafsson Laufey Guðjónsdóttir ásamt Sólveigu Anspach.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.