Morgunblaðið - 07.10.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.10.2003, Blaðsíða 26
LISTIR 26 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MÁL og menning sendir frá sér fjölda bóka á þessu hausti en útgáf- an leggur megináherslu á íslenskan skáldskap og erlendar öndvegisbók- menntir auk ævisagna og bók- mennta fyrir börn og unglinga. Skáldskapur Herra Alheimur eftir Hallgrím Helgason er vísindaskáldsaga með tilvistarlegum undirtóni sem fjallar um Guð. Einar Kárason hefur skrif- að samtímasögu sem heitir Stormur eftir aðalpersónunni Eyvindi Jóns- syni Stormi. Þetta er saga um hippamóral, landeyður, auðnuleys- ingja, bókaútgefendur og íslenska námsmenn erlendis. Guðmundur Andri Thorsson sendir frá sér skáldsöguna Náðarkraftur. Hún fjallar um kynslóð „síðustu sósíalist- anna“ sem stendur frammi fyrir nýrri heimsmynd. Gyrðir Elíasson sendir frá sér söguna Hótelsumar. Hún fjallar um ungan mann sem er nýskilinn og dvelur sumarlangt á litlu hóteli í fæðingarbæ sínum. Að baki daganna heitir ljóðabók eftir Pétur Gunnarsson en 30 ár eru nú liðin frá útkomu fyrstu ljóðabókar hans, Splunkunýr dagur, sem fylgir með í 2. útgáfu í þessu nýja safni af ljóðum og textum frá 1974–2001. Einn nýliði kveður sér hljóðs með skáldsögu á vegum Máls og menn- ingar; Sölvi Björn Sigurðsson með sögu sem heitir Radíó Selfoss. Sagt er frá uppvexti tveggja ungra pilta á Selfossi og skrautlegum fjöl- skyldum þeirra. Mál og menning gefur líka út í kilju fyrir jólin nýtt úrval smásagna eftir gamlan meistara smásagna- formsins, Ólaf Jóhann Sigurðsson, sem sonur hans, Ólafur Jóhann Ólafsson hefur valið og ritar for- mála að. Af þýðingum kemur út Miðnæt- urbörn eftir Salman Rushdie í þýð- ingu Árna Óskarssonar. Með þess- ari bók kvaddi Rushdie sér hljóðs víða um heim. Hálfbróðirinn eftir Lars Saabye Christensen í þýðingu Sigrúnar Magnúsdóttur. Skáldsaga fjögurra kynslóða sem hlaut Bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs 2002. Bóksalinn í Kabúl eftir norsku blaðakonuna Åsne Seierstad. Eftir fall talibana í Afganistan dvaldi hún hjá Khan-fjölskyldunni í Kabúl og lýsir bókin lífi fjölskyldunnar á þeim tíma. Fyrir börn og unglinga Sigrún Eldjárn sendir frá sér skáldsöguna Týndu augun. Hún fjallar um tvö systkini á flótta. Þau hrekjast um í dimmri þoku og úfnu hrauni og á vegi þeirra verða ýmsir torkennilegir hlutir og verur. Krist- ín Helga Gunnarsdóttir sendir frá sér bókina Strandanornir. Þar segir frá tveimur systrum, tíu og tólf ára, sem fara ásamt göldróttri ömmu sinni og allri fjölskyldunni norður á Strandir. Eyjadís nefnist ævin- týrasaga eftir Unni Þóru Jök- ulsdóttur og fjallar um leit að týnd- um draumi. Eyjamaðurinn Axel Gunnlaugsson sendir frá sér bókina Eldgos í garðinum. Bók Tove Jans- son Vetrarundur í Múmíndal verður endurútgefin í þýðingu Steinunnar Briem. Ævintýrið um Augastein eftir Felix Bergsson með myndum Höllu Sólveigar Þorgeirsdóttur. Hér segir frá því þegar jólasvein- arnir sitja uppi með lítið barn sem þeir vita ekki hvað þeir eiga að gera við. Ólafur Gunnar Guðlaugsson sendir frá sér fimmtu bókina um Benedikt búálf, Höfuðskepnur Álf- heima. Tvær bækur með barna- ljóðum koma út hjá forlaginu: Það er komin halastjarna og hin sígilda bók Jóhannesar úr Kötlum Ömmu- sögur sem kom fyrst út árið 1933. Brian Pilkington sendir frá sér Mánasteinar í vasanum. Þar segir frá lítilli stelpu og leynivini hennar, Dínusi dreka. Anna Cynthia Leplar skrifar og teiknar bókina Ég vildi að ég væri… sem lýsir þönkum lítils hunds sem kemst að því að best er að vera hann sjálfur. Úr smiðju Ás- laugar Jónsdóttur kemur bókin Eggið. Þar segir frá því þegar egg fellur úr hreiðri og lendir í faðmi villikattarins. Leyndarmálið hennar ömmu eftir Björk Bjarkadóttur fjallar um sex ára afmælisdaginn hans Óla. Blóðregn – Sögur úr Njálu er teiknimyndasaga eftir Ingólf Örn Björgvinsson og Emblu Ýr Báru- dóttur. Í bókinni lifna þekktar per- sónur við og þúsund ára gömul átök eru færð í mál og myndir nýrra tíma. Á slóð skepnunnar eftir Isabel Allende segir frá ferðalagi inn í frumskóga Suður-Ameríku þar sem allir eru að leita hinnar dularfullu skepnu. Bókina þýddi Kolbrún Sveinsdóttir. Gallabuxnaklúbburinn í þýðingu Önnu Heiðu Pálsdóttur. Þetta er fyrsta skáldsaga ungrar konu, Ann Brashers, sem lýsir við- burðaríku sumri í lífi fjögurra æskuvinkvenna. Ævisögur og fleira Guðjón Friðriksson sendir frá sér síðara bindi ævisögu Jóns Sigurðs- sonar forseta. Í þessari bók er rakin ævi Jóns frá þjóðfundinum 1851. Gísli Pálsson mannfræðingur hefur skrifað um landkönnuðinn Vilhjálm Stefánsson, Frægð og firnindi. Í bókinni eru birtar ókunnar heim- ildir, þ.á m. nýfundin einkabréf. Sally Magnusson hefur skrifað bók- ina Draumurinn um Ísland – á ferð með Magnúsi Magnússyni. Sally er dóttir Magnúsar og saman ferðast þau feðgin um Ísland á vit upprun- ans. Árni Heimir Ingólfsson og Guðmundur Arnlaugsson hafa skrif- að bók um ævistarf Þorgerðar Ing- ólfsdóttur sem ber heitið Þorgerður og kórarnir. Þar er rakin í máli og myndum saga Hamrahlíðarkóranna. Þýddar bækur og ýmis efni Greppikló eftir Axel Sheffler og Juliu Donaldson í þýðingu Þórarins Eldjárns. Þá koma út fjórar galdra- myndabækur: Í sveitinni, Úti að leika, Ég sofna og Ég vakna. Þetta eru harðspjaldabækur með víxl- mynd í hverri opnu sem breytist þegar bókinni er snúið. Þorleifur Hauksson hefur skrifað bókina Sagnalist – íslensk stílfræði II – skáldsögur 1850–1970. Í bók- inni er fjallað um stíl og frásagn- arbrögð margra af helstu rithöf- undum þjóðarinnarm svo sem Halldórs Laxness, Þórbergs, Guð- mundar Hagalíns, auk höfunda sem síðar kveðja sér hljóðs. Flugubók Péturs í Nesi er bók um fluguhnýt- ingar og flugufræði eftir Pétur Steingrímsson. Af norskum rótum – norsk hús á Íslandi er bók um mörg hús á landinu sem eru af norskum uppruna. Mál og menning sendir frá sér fjölda bóka af ýmsu tagi á þessu hausti Áhersla á íslenskan skáld- skap og öndvegisbókmenntir Kristín Helga Gunnarsdóttir Sigrún Eldjárn Salman Rushdie Hallgrímur Helgason AÐALSTEINN Ásberg Sigurðsson, formaður Rithöfundasambands Ís- lands, segir að stjórn sambandsins muni skoða erindi Hannesar Hólm- steins Gissurarsonar á stjórnarfundi í dag eða á morgun. Hannes Hólm- steinn hefur sem kunnugt er leitað liðsinnis Rithöfundasambandsins vegna ákvörðunar fjölskyldu Hall- dórs Laxness um að takmarka að- gang að bréfum hans í vörslu Lands- bókasafns Íslands. „Við munum taka afstöðu til málsins á næsta stjórn- arfundi,“ segir Aðalsteinn. Rithöfundasamband Íslands Fer yfir erindi Hannesar AÐSÓKNIN virtist koma að- standendum tónleika Kjartans Sig- urjónssonar í Digraneskirkju á sunnudaginn var í opna skjöldu, því ljósrita þurfti fjölda aukaein- taka af tónleikaskránni á staðnum. Dagskráin var fremur stutt, um þriggja kortéra, en skemmtilega valin með þrjú íslenzk verk í seinni hluta. Lux aeterna eftir finnska ný- klassísistann Joonas Kokkonen (1921-96) var efst á blaði. Að hluta dulúðugt en vandað lítið orgelverk sem undirr. mundi ekki eftir í svip en hljómaði líkt og gæti staðið framarlega meðal norrænna org- elverka 20. aldar. Tilbrigði belg- íska tónskáldsins Flors Peeters (1903-86) um fornhymnuna Veni creator spiritus voru ekki síður áheyrileg, enda frábærlega vel skrifuð fyrir orgel og hjómuðu allt upp í glæsilega á hið ómfagra litla orgel Björgvins Tómassonar. Tók- ust bæði verkin nokkuð vel í flutn- ingi, og virtist eins ætla að fara um hina glæsilegu F-dúr tokkötu Bachs BWV 540, enda hafði flytj- andinn vaðið fyr- ir neðan sig í fremur varfærnu tempóvali. En þrátt fyrir nokk- uð vænlegt upp- haf tókst flytj- anda ekki eins vel upp í seinni hluta þessa krefjandi verks, þar sem bar á nokkrum truflandi hikum er komu manni á óvart miðað við hinn fyrri. Bráðfallegur sálmforleikur Jóns Þórarinssonar um svipmikla ís- lenzka þjóðsálminn Jesú, mín morgunstjarna, hefur náð öruggum sessi í orgelbókmenntum landsins og streymdi áfram af öryggi. Eftir Jón Ásgeirsson kom síðan Stutt fantasía er sveiflaðist sérkennilega á milli tónallar hefðar og bítónallar raddsamstigni; áheyrilegt verk og vel heppnað í flutningi burtséð frá einu smáhiki. Loks var Ostinato et Fughette eftir Pál Ísólfsson, skemmtilegt verk er gæti verið undir einhverjum áhrifum frá alda- mótameisturum franska skólans. Tókst þrástefjakaflinn þokkalega vel, og hress fúghettan sömuleiðis, burtséð frá smástirðleika á einum stað eða tveim. Erlent og innlent TÓNLIST Digraneskirkja Verk eftir Kokkonen, Peeters, J.S. Bach, Jón Þórarinsson, Jón Ásgeirsson og Pál Ísólfsson. Kjartan Sigurjónsson orgel. Sunnudaginn 5. október kl. 15. ORGELTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Kjartan Sigurjónsson LAB Loki, í samstarfi við Kassandra Production, kynnir „millilandaleiksýninguna“ Aurora Borealis í Nýlendunni Nýlendugötu 15a kl. 19 og 21 í dag. Við sýninguna er beitt gagnvirkri vídeó-tækni milli landa með aðstoð veraldarvefjarins og þannig skapað eitt verk á einum stað á sömu stundu. Sýningin fer fram á sama tíma í Danmörku. Leikarar eru Páll S. Pálsson og Steinunn Knútsdóttir. Leikstjóri er Rúnar Guð- brandsson. Í fréttatilkynningu segir m.a.: „Sýningin fer fram í þröngu rými á báðum stöðum. Fólk lokað inn í íbúðum, tilfinningar lokaðar inní fólki. Kammerspil þarsíðustu aldamóta og sjónvarpsgláp samtímans. Dauðadans Strindbergs á gólfinu, Sid og Nancy í rúminu. Ást í sjónvarpinu, klám í tölvunni og einhver í símanum.“ Næstu sýningar eru á morgun, fimmtudag, föstudag og laugardag og á veraldarvefnum: www.labloki.com kl. 19 og 21. Morgunblaðið/Árni Sæberg Millilandasýning í Nýlendunni ♦ ♦ ♦ Biobörn er eftir Yrsu Sigurð- ardóttur. Bókin var nýlega valin besta sagan í samkeppni um Íslensku barna- bókaverðlaunin árið 2003. Fyrirtækið Bio- börn stofnar frumkvöðlasetur fyrir afburðabörn. Fjölmörgum gáfnaljósum er boðið á námskeiðið en fyrir mistök er tröss- unum Önnu Lísu og Ragga boðið líka! Í bókinni segir frá þeim Önnu Lísu og Ragga, Möggu, sem er af- burðagreind stelpa, og Arnari, sem er fulltrúi blindra á námskeiðinu. Forstjóri fyrirtækisins, doktor Guð- geir, vekur fljótlega forvitni krakk- anna og gruna þau hann um að standa í einhverju vafasömu. Þau fara að kanna málið betur og leiðir sú rannsókn ýmislegt óvænt í ljós. Biobörn er fimmta bók Yrsu sem áður hefur hlotið viðurkenningu IBBY samtakanna á Íslandi árið 2000 fyrir bókina Við viljum jólin í júlí. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bók- in er 208 bls., prentuð í Odda hf. Kápumynd er eftir Ragnar Helga Ólafsson. Verð: 2.690 kr. Börn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.