Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞJÓRSÁRVER og annað umhverfi Norðlingaölduveitu eru talin verð- mætust af því 41 virkjunarsvæði sem eru til athugunar í rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Næst á eftir koma virkjunarsvæði við Jökulsá á Fjöllum, Kárahnjúka- svæðið, Fljótsdalsvirkjun og virkj- anamöguleikar á Torfajökulssvæð- inu. Við mat á svæðunum var tekið mið af jarðminjum og vatnafari, vist- gerðum, tegundum lífvera, landslagi og víðerni auk menningarminja. Byggt á skilgreindum viðmiðum Sveinbjörn Björnsson, formaður verkefnisstjórnar um rammaáætl- unina, ræddi um náttúruvernd og aðra landnýtingu og kynnti í erindi á umhverfisþingi tilgang áætlunarinn- ar og þær forsendur sem fjórir fag- hópar við hana nota. Gert er ráð fyr- ir að áætlunin verði tilbúin síðar í mánuðinum og þá lögð fyrir iðnaðar- ráðherra og umhverfisráðherra. Nefndi hann framangreint sem dæmi um mat á náttúrufarsverð- mætum svæða en kvaðst ekki greina frá niðurstöðum áætlunarinnar um áhrif framkvæmda á þessi verðmæti að sinni. Í erindi sínu sagði Sveinbjörn skoðað hver væri hagkvæmni orku- vinnslu, verndun náttúru, útivist og ferðaþjónusta, hlunnindi, þróun byggðar, áhrif á vatnakerfi og fram- burð og mengun lofts og vatns. Hann sagði áherslu lagða á að skilgreina ákveðin gildi og viðmið og síðan velja aðferð til að meta virkjunarhug- mynd í heild. Sagði hann einkunna- gjöf byggjast á ótvíræðum og fyr- irfram skilgreindum viðmiðum. Sem dæmi um vinnubrögð um mat nefndi Sveinbjörn mat faghóps I á verðmætum virkjanakosta. Eins og áður er vikið að var svæðið umhverf- is Norðlingaölduveitu talið verð- mætast svæða vegna margra teg- unda lífvera á svæðinu og vegna vistgerðar og jarðvegs svæðisins. Verðmætustu atriðin við Jökulsá á Fjöllum voru taldar jarðminjar og vatnafar og menningarminjar og verðmætust á Kárahnjúkasvæðinu voru talin vistgerðir og jarðvegur og síðan menningarminjar. Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma tilbúin í lok mánaðar Þjórsárver talin verðmætust svæða KONUR úr hinum dreifðu byggð- um landsins komu saman í Smára- lind í fyrradag og gerðu sér glaðan dag á alþjóðlegum degi dreifbýlis- kvenna. Voru þar ýmsar uppá- komur sem ætlað var að kynna líf og störf íslenskra dreifbýliskvenna jafnt sem dreifbýliskvenna víða um heim. Á dagskrá var dans og söngur, þjóðlagatónlist og myndasýning auk þess sem þrettán ára snót, Íris Einarsdóttir, söng lag dagsins, Ég og þú byggjum brú, við góðar undirtektir. Markmið alþjóðlegs dags dreif- býliskvenna er meðal annars að vekja athygli á mikilvægu framlagi og um leið slæmu hlutskipti dreif- býliskvenna í þróunarlöndum. Einnig var markmið dagsins að efla samstöðu með dreifbýliskonum nær og fjær. Í því skyni komu konurnar allar með stein, hver úr sinni land- areign eða landsfjórðungi. Úr þessu grjóti verður reist varða, sem mun verða tákn dagsins og mun standa sem vegvísir og minnismerki um samstöðu Íslendinga með þeim þjóðum sem vilja vekja athygli á stöðu fátækra kvenna í þróunar- löndum og þrýsta á um úrbætur þeim til handa. Kvennasveitin kjölfesta í mannlífi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti í tilefni dagsins yfir- lýsingu þess efnis að frá og með þessum degi væri það ætlun þjóð- arinnar að helga dreifbýliskonum sínum daginn. Í yfirlýsingunni seg- ir meðal annars: „Við sem ólumst upp í litlum þorpum þar sem sólin hvarf á dimmum vikum fundum í æsku að kvennasveitin var kjölfest- an í mannlífinu, að framlag hennar var samhengið í árstíðunum. Á vor- in og haustin gáfu þær taktinn í daglegri önn, voru athvarf hinna ungu, öldruðum stoð og stytta, jafn- an sú rödd sem úrslitum réði á ör- lagastund.“ Anna Margrét Stefánsdóttir, verkefnisstjóri dags dreifbýlis- kvenna, segist ánægð með afrakst- ur dagsins og þátttöku í honum. „Við vildum vekja athygli á aðbún- aði kvenna í þriðja heiminum og bárum saman aðstæður hér og þar. Ísland er ríkt land, hér er gnótt vatns og nægt landrými, á meðan vatnsskortur og réttindaleysi gagn- vart eignarhaldi á landi hrjáir kon- ur í þriðja heiminum. Þær eru oft með réttindi á við búsmalann og engum finnst ómaksins vert að gera brunn nær heimilinu þótt það væri hægt. Við ætlum í framtíðinni að nota þennan dag, 15. október, til að minna á hvort tveggja, sérstöðu þessa lífs sem við lifum í hinum dreifðu byggðum landsins og jafn- framt að taka þátt í alþjóðlegum þrýstingi um betri kjör stéttar- systra okkar.“ Alþjóðlegur dagur dreifbýliskvenna Morgunblaðið/Árni Sæberg Mikilvægt en vanmetið framlag BANKARNIR eru með beinum af- skiptum sínum af fyrirtækjum komnir út fyrir verksvið sitt þrátt fyrir að ekki sé þörf á að setja frekari lög um eignarhald þeirra í fyrirtækj- um. Bankarnir byggja afkomu sína á trausti viðskiptavinanna og þess vegna mun markaðurinn sjá til þess að þeir takmarki eignarhald í óskyldum rekstri. Þá er ekki ráðlegt að aðskilja viðskiptabanka- og fjár- festingarbankastarfsemi enda hefur slíkt ekki gefið góða raun í öðrum löndum. Þetta voru meginniðurstöður framsögumanna á fundi Félags við- skipta- og hagfræðinga á Grand Hót- el í gær. Yfirskrift fundarins var „Af- skipti bankanna af fyrirtækjum“ en erindi fluttu Erlendur Magnússon framkvæmdastjóri Alþjóðasviðs Ís- landsbanka, Vilhjálmur Bjarnason rekstrarhagfræðingur og Jafet Ólafsson framkvæmdastjóri Verð- bréfastofunnar. Traust mikilvægasta eignin Þremenningarnir voru á einu máli um að bankarnir væru komnir út fyrir verksvið sitt með fjárfestingum í óskyldum fyrirtækjum. „Það er mín skoðun að það samræmist ekki hags- munum banka að vera stefnuráðandi fjárfestir nema í fyrirtækjum á sviði fjármálaþjónustu,“ sagði Erlendur Magnússon. „Það getur leitt til hags- munaárekstra, bæði í viðskiptum við þessi fyrirtæki og ekki síður í við- skiptum við aðra viðskiptavini. Og það getur þar af leiðandi dregið úr trausti á banka en traust er mikil- vægasta eign fjármálafyrirtækis. Stjórnendur eiga að einbeita sér að því sem þeir kunna og geta gert en ekki vera að dreifa athygli sinni í ýmsar áttir.“ Vilhjálmur Bjarnason vitnaði í lög um fjármálafyrirtæki og sagði þar koma fram að bönkunum sé aðeins heimil tímabundin starfsemi og yf- irtaka eigna hjá fyrirtækjum í óskyldri starfsemi. „Ég tel að fjár- málafyrirtæki séu komin dálítið út fyrir það sem löggjöfin hreinlega heimilar þeim,“ sagði Vilhjálmur. Jafet Ólafsson minnti jafnframt á reynslu Þjóðverja á þessu sviði. „Reynslan í Þýskalandi, þar sem bankarnir hafa mjög mikið farið inn í fyrirtækjarekstur, er slæm og þeir hafa játað það. Og nú eru þeir á hraðri útleið úr þeim fyrirtækjum sem þeir geta selt.“ Ekki þörf á lagasetningu Framsögumenn voru einnig sam- mála um að óþarfi væri að grípa til lagasetningar um eignarhald banka í fyrirtækjum. „Núverandi löggjöf er mjög góður rammi utan um þessa starfsemi. Reynslan sýnir að sértæk lagasetning, sama hvort er í fjár- mála- eða öðrum þáttum þjóðlífsins hefur yfirleitt verið af hinu verra vegna þess að menn hafa oft og tíð- um ekki horft nógu skýrt á heild- armyndina og afleiðingarnar verið stundum aðrar en menn ætluðu,“ sagði Erlendur. Mun markvissara sagði hann að markaðurinn setti þær takmarkanir sem þyrfti að setja. „Ef bankarnir ganga of langt í slíkum viðskiptum þá missa þeir traust og um leið við- skiptavini og það vill enginn banki gera.“ Aðskilnaður viðskiptabankastarf- semi og fjárfestingarbankastarfsemi var ennfremur til umræðu á fund- inum og bentu menn á að í þeim löndum þar sem aðskilnaður hefur verið tekinn upp, s.s. í Bandaríkjun- um og Japan, hafi verið horfið frá að- skilnaðinum aftur. Erlendur sagði ástæðuna þá að hann hafi ekki geng- ið í nútímaumhverfi. „Það er líka ljóst að hér á landi yrði slíkur að- skilnaður mjög dýr. Við búum í það litlu hagkerfi að ég sé ekki fram á að við fengjum hér góða fjárfestingar- banka, sem hefðu enga aðra starf- semi með höndum, sem gætu ráðið við verkefni sem íslenskt atvinnulíf þarf á að halda.“ Kínamúrarnir ansi þunnir Vilhjálmur og Jafet tóku undir að algjör aðskilnaður væri óþarfur en gagnrýndu þó svokallaða Kínamúra, þ.e. þann aðskilnað sem á nú þegar að vera til staðar á milli deilda bank- anna. Vilhjámur sagði: „Ég vil leyfa mér að efast um tilvist þessara Kína- múra og tel því miður að Kínamúrar í íslenskum stofnunum séu meira í ætt við japanska veggi, þ.e. ansi þunn skilrúm.“ Jafet tók undir þetta og sagði að Kínamúrarnir væru „oft dálítið þunnir.“ „Þá er líka spurning,“ sagði Vil- hjálmur, „eru starfsmenn og stjórn- endur banka á innherjalista í fyrir- tækjunum sem eiga í viðskiptum við þá? Þessi spurning hefur vaknað hjá mér t.d. í undangengnum viðskiptum með hlutabréf í Eimskipafélaginu.“ Þá kom fram gagnrýni á Fjár- málaeftirlitið á fundinum. „Við höf- um mjög gott eftirlitskerfi, sem er Fjármálaeftirlitið, sem sinnir þessu vel. Þeir mættu kannski sinna því hraðar, vera fljótari að afgreiða sín mál. Í þessum mikla hraða sem er í viðkiptum þá þarf FME að vinna að- eins hraðar,“ sagði Jafet og Vil- hjálmur lýsti þeirri skoðun sinni að Fjármálaeftirlitið mætti vera árás- argjarnara, taka af skarið og hafa frumkvæði en ætti ekki að bíða eftir að leitað væri til þess. Erlendur sagðist hins vegar hafa reynslu af samskiptum í fjármálaeft- irlitinu í Bretlandi og sagði hann ís- lenska fjármálaeftirlitið miklum mun skilvirkara en það breska. Bankarnir komnir út fyrir verksvið sitt „Kínamúrarnir meira í ætt við þunn japönsk skilrúm.“ Morgunblaðið/Ásdís Á fundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga kom fram að ef bankarnir gangi of langt í viðskiptum með fyr- irtæki þá missi þeir traust og um leið viðskiptavini. ● FLUGLEIÐIR-Frakt hefja 2. nóv- ember næstkomandi vikulegt flug frá Keflavík til Boston. Flogið verður á sunnudögum og er þetta viðbót við það sem flogið er með í farþega- flugi sex sinnum í viku. Þá eru flutt 5–10 tonn í hverri ferð, en í frakt- flugið verður notuð Boeing 757- 200PF-fraktvél með 39 tonna burð- argetu. Flugið hefst í Liege í Belgíu og er reiknað með að helmingur flutninga komi frá Evrópu og helmingur frá ís- lenska markaðnum. Í frétt frá Flug- leiðum kemur fram að verði eft- irspurn frá Íslandi meiri víki erlenda fraktin. Frá Boston verður flogið um Halifax þar sem tekinn er lifandi humar auk almennrar fraktar. Flug- leiðir – Frakt hefur þjónað Halifax um eins árs skeið með fraktvélum á leið frá New York. Með því að tengja flugið Boston gefst kostur á að tvö- falda flutninga á humri í um 32 tonn í ferð. Humrinum er svo dreift frá Keflavíkurflugvelli á áfangastaði í Skandinaviu og Mið-Evrópu, en innflutningur frá Bandaríkjunum og Kanada hefur farið vaxandi. Áfram verður flogið þrisvar í viku til New York en fjöldi ferða milli Keflavíkur og Liege fer úr sex í viku í sjö. Flugleiðir með frakt til Boston ● ÚTGJÖLD til kaupa á dagvöru voru á föstu verðlagi 5,5% meiri í sept- ember síðastliðnum en í sama mán- uði í fyrra, samkvæmt nýrri smásölu- vísitölu Samtaka verslunar og þjónustu. Í tilkynningu frá samtök- unum segir að þetta sé sami munur og þegar borinn sé saman ágúst- mánuður á þessu ári og því síðasta. Smásöluvísitalan, sem IMG reikn- ar út frá upplýsingum frá fyr- irtækjum, sýnir að útgjöld til áfeng- iskaupa jukust um 1,5% milli septembermánaðar í ár og í fyrra og að aukning smásöluvísitölu lyfja- verslana var um 9%. Í Hálffimm fréttum Kaupþings Búnaðarbanka segir að fyrstu níu mánuði ársins hafi útgjöld til dagvöru aukist um 4,4% frá sama tíma árið áður. Þessar tölur séu í samræmi við aðrar vísbendingar sem borist hafi af efnahagslífinu að undanförnu um að mikill vöxtur sé hlaupinn í neyslu. Smásöluvísitalan hækkar um 5,5% milli ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.