Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þórey Rósa Stef-ánsdóttir fæddist á Akureyri 3. nóvem- ber 1933. Hún lést á líknardeild Landa- kots 9. október síð- astliðinn. Foreldrar Þóreyjar voru hjónin Guðmunda Eirný Sigurjónsdóttir, f. á Ísafirði 20. júní 1907, d. 9. apríl 1991, og Stefán Friðriksson, f. á Gilsbakka í Eyja- fjarðarsveit 15. júní 1893, d. 8. janúar 1967. Þau voru lengst af búsett á Akureyri. Systkini Þóreyjar voru: 1) Ingi- björg Sigrún Eyfjörð, f. 27. sept- ember 1926, d. 26 mars 1956. Fyrri maður hennar var Ingólfur Guðmundsson, f. 15. ágúst 1923, d. 12 maí 1999, og seinni maður Ásgrímur Stefánsson, f. 30. maí 1920, d. 10. apríl 1998. 2) Guðrún Lovísa, f. 15. júní 1929, d. 17 apríl 1970. Eiginmaður hennar var Ás- geir Ólafsson, f. 6. júlí 1928. 3) Rafn Stefánsson, f. 12 júní 1943, d. 31 desember 1996. Eiginmaður Þóreyjar er Mar- íus Guðmundsson, f. 1. júlí 1935. Foreldrar hans voru hjónin Fann- ey Jóhannesdóttir, f. 28. septem- ber 1895, d. 21. desember 1963, og Guðmundur Jónasson, f. 5. júlí 1886, d. 10 apríl 1970. Þórey og Maríus eiga þrjú börn. Þau eru: 1) Ingibjörg Sigrún Eyfjörð, f. 5. maí 1960, gift Har- aldi Benediktssyni, f. 28 mars 1959. Börn þeirra eru Hjördís Anna, f. 12. júlí 1981, Maríus Þór, f. 5. mars 1985 og Harpa Sif, f. 17. desember 1986. 2) Guðmundur Maríus- son, f. 9. september 1962, kvæntur Guð- nýju Pétursdóttur, f. 28. júní 1961. Börn þeirra eru Hlynur Rafn, f. 21. október 1995, og Hrund, f. 10. mars 2001. Fyrir átti Guðný Vilborgu Einarsdóttur, f. 5. júlí 1984. 3) Guðrún Rós, f. 10. júní 1970. Unnusti hennar er Helgi Leifur Þrastarson, f. 1. júní 1971. Dóttir þeirra er Sunna Dís, f. 3. desember 2002. Fyrir átti Guðrún Þóreyju Lovísu Sigurmundsdótt- ur, f. 21. desember 1997. Fyrir átti Helgi Steinþór, f. 4. nóvem- ber 1989, og Maríu Björk, f. 12. október 1994. Þórey Rósa ólst upp á Akureyri til 14 ára aldurs er hún fór í vist til Hafnarfjarðar og fluttist síðar til Reykjavíkur þar sem hún hóf búskap. Hún vann við ýmis störf en lengst af vann hún við ræst- ingar og síðar einnig í mötuneyti Hagaskóla. Útför Þóreyjar fer fram frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Fallin er frá tengdamóðir mín eftir harða baráttu við krabbamein. Hún tók örlögum sínum af miklum styrk og æðruleysi og þótt hún hefði gjarnan óskað sér lengri tíma fór hún sátt við Guð og menn. Það gefur okkur sem eftir lifa mikinn styrk. Ég kynnist Tótu fyrir ellefu ár- um og var mér strax tekið opnum örmum og ekki síður dóttur minni Vilborgu sem var strax tekin sem eitt af barnabörnunum. Hún er nú stödd erlendis en sendir kærar kveðjur og þökk fyrir allt. Tóta var mjög hress og skemmti- leg kona, ein sú mesta keppnis- manneskja sem ég hef þekkt. Hún fylgdist með næstum öllum íþrótta- viðburðum í sjónvarpi og var í ess- inu sínu ef voru landsleikir eða KR- leikir og gat þá heldur betur hvinið í. Ekki var keppnisskapið minna þegar kom að spilamennsku. Und- anfarin ár hefur stórfjölskyldan komið saman á þorrablóti og þá er spiluð félagsvist. Þar var Tóta í ess- inu sínu, höfuð fjölskyldunnar, og stóð oftar en ekki uppi sem sig- urvegari. Nú er komið að kveðjustund, þú ert nú komin í faðm foreldra þinna og systkina sem þú talaðir svo mik- ið um undir lokin og það er áreið- anlega sungið og spilað eins og í gamla daga. Ég kveð þig elsku Tóta með virð- ingu og þökk. Þín tengdadóttir Guðný. Elsku amma mín, það er sárt að kveðja þig núna. Ég vildi að þú hefðir lifað lengur, en þessu er ekki hægt að ráða. Ég á erfitt með að trúa að þessi elskulega kona sé far- in fyrir fullt og allt. Sem betur fer á ég gnótt af minningum sem lifa áfram. Mig langar til að rifja upp nokkr- ar minningar sem mér finnst að lýsi þér vel. Ég man að þegar þú pass- aðir mig sem barn fórstu varla út úr húsi án þess að gera þrennt, laga hárið, setja á þig varalit á og fara í kápuna. Ég man enn hvernig þú fórst að því að mála á þér varirnar. Þú varst rosalega nákvæm en þú gast gert það með eða án spegils. Það var alltaf gott að borða hjá þér. Maturinn þinn var ekta ís- lenskur matur og pönnukökurnar ógleymanlegu sem þú bjóst til, al- veg næfurþunnar og svo bragðgóð- ar að maður gat ekki hætt að borða. Og alltaf bauðstu meira. Ef ég af- þakkaði þá spurðir þú gjarnan hvort mér þætti maturinn vondur. Þá fékk ég mér meira á diskinn til að gleðja þig. Þú varst góður fulltrúi Vest- urbæinga og hélst alltaf tryggð við KR. Það var meiri æsingur í þér fyrir framan sjónvarpið en hjá pabba mínum sem er forfallinn fót- boltafíkill. Þú varst stundum svo spennt að þú gast ekki setið kyrr í stólnum. Ég hef ekki áhuga á að horfa á fótbolta- eða handboltaleiki í sjónvarpi en það var svo gaman að fylgjast með hvernig þú horfðir á sjónvarpið. Þegar ég var lítil fórstu á tákn- málsnámskeið til að geta talað við mig. Þegar ég varð eldri ræddum við oft um þessa gömlu daga og við skoðuðum saman myndaalbúmin, bæði þitt og hennar mömmu þinn- ar. Þú varst svo dugleg að fræða mig um lífið í gamla daga og hvern- ig þú upplifðir það. Það er þér að þakka hvað ég veit mikið um upp- runa minn og frá þér fékk ég sögur af forfeðrum mínum. Fyrir skömmu fórstu á tölvu- námskeið til að geta haldið meira sambandi við mig með tölvupósti. Það gaf þér einnig tækifæri til að forvitnast á vefnum um ættina þína á islendingabok.is. Ég man sérstak- lega vel eftir einni samverustund okkar fyrir framan tölvuna þar sem við vorum að skoða ættina og ætt- artréð. Okkur þótti þetta báðum skemmtilegt og þar mátti greina margar sögur af forfeðrum og fjöl- skyldum. Að lokum langar mig að segja að það var svo mikill kærleikur sem bjó í þér og þú og Rafn bróðir þinn gáfuð mér ótakmarkað af honum og þess hef ég notið í gegnum tíðina. Það er mér ómetanlegt. Nú kveð ég þig og segi góða ferð. Nú færðu að hitta ættingja þína aftur. Vonandi sjáumst við síðar og þá hef ég margt að segja þér. Megi Drottinn taka vel á móti þér. Hjördís Anna Haraldsdóttir. Núna setjumst við niður til að kveðja ömmu Tótu. Hvað getum við gert? Við vissum að amma væri veik, en af hverju þurfti hún samt að deyja? Minningarnar um ömmu verða með okkur alla ævi, mjúka faðmlagið og kossinn þegar við komum í heimsókn eða æsingurinn þegar sest var við eldhúsborðið og spilað á spil. Alltaf sagðir þú þegar búið var að borða mat eða kaffi: „Fáið ykkur nú meira.“ Þú vissir alltaf hvað við vorum að gera og hvernig okkur gekk í skólanum og íþróttunum. Eitt skiptið, þegar fjöl- skyldan fór í sumarbústað í Vík í Mýrdal, þurfti Maríus að keppa í fótbolta. Þá bjargaðir þú málunum, keyrðir bara með hann austur eftir leik. Þá lofaði hann þér að hann skyldi keyra þig þegar hann fengi bílpróf og þig vantaði far. Við munum alltaf muna eftir lyktinni í eldhúsinu þegar þú varst að elda eða baka. Og hvernig við systkinin hentumst upp á 4. hæð um leið og við fundum ilminn af pönnukökunum þínum. Þú varst alltaf tilbúin að gera allt fyrir okk- ur, hvort sem það var að keyra okk- ur út um allan bæ eða passa gælu- dýrin okkar á meðan við vorum í útlöndum. Við munum eftir ævintýralegri ferð okkar saman til Mallorca sum- arið 1997. Það var ein af betri ferð- um sem við förum í á okkar lífsleið. Þetta var þriggja vikna ferð og Maríus fékk þann heiður að vera með ykkur afa í herbergi tvær af þessum þremur vikum. Það var sér- stök upplifun að sofa í sama hót- elherbergi og hjón sem hafa eytt yfir 40 árum saman í einni sæng. Það er mjög minnisstætt hvernig hroturnar í ykkur afa höfðu sam- lagast hver annarri. Það var alveg þess virði að vera andvaka nokkrar nætur. Ég vona að ég eigi eftir að finna mér konu sem ég vil eyða æv- inni með og láta hrotur okkar sam- lagast eins og ykkar. Við eigum eft- ir að sakna þín sárt og öll spilakvöldin og jólaboðin verða ekki söm án þín. Þú kenndir okkur svo margt um lífið og tilveruna. Elsku amma, nú er höfuð ætt- arinnar horfið og farið að hitta sína. Þú sagðir að eftir lífið hitti maður gamla ástvini og eyddi eilífðinni með þeim. Nú hittir þú fyrir tvær systur þínar og litla bróður. Við vit- um að þú hefur saknað þeirra mjög mikið, alveg eins og við eigum eftir að sakna þín. Þú munt ávallt halda verndar- hendi yfir okkur og fylgjast með okkur og við vonum að þú verðir ánægð með för okkar í gegnum líf- ið. Það er og verður bara ein amma Tóta og það ert þú. Hvíldu í friði elsku amma. Maríus Þór og Harpa Sif. Nú hefur Þórey kvatt þetta líf eftir erfið veikindi. Ég man ekki hvenær ég sá hana fyrst, ég hef lík- lega ekki verið meira en svona 10– 11 ára hnokki í húsi afa og ömmu norður á Raufarhöfn. Hún ung og glæsileg síldarstúlka sem vann á sama síldarplani og Maríus móð- urbróðir minn. Með þeim tókust ástir en hún varð vinkona mín sem þreyttist aldrei á að taka svari mínu þegar henni fannst á mig hall- að. Þetta varð upphaf að löngum kynnum okkar sem ekki bar á skugga allt til þess að yfir lauk. Á þessum árum var hún oft gest- ur á heimili móðurforeldra minna og vann þar hug heimilismanna með glaðværð og lipurlegri fram- komu sem einkenndi hana alla tíð. Þegar þau Maríus hófu búskap í Reykjavík fækkaði fundum okkar, enda langt á milli. Það átti þó eftir að breytast þegar strákur fór að sækja skóla fyrir sunnan. Þá var heimili Tótu og Maríusar á Forn- haganum það athvarf sem oftast var leitað í. Þær voru ófáar stund- irnar við eldhúsborðið þessi ár yfir kaffibolla eða mat. Umræður voru oft líflegar um atburði líðandi stundar og Tóta hrókur alls fagn- aðar. Í þessu rabbi kom skýrt fram réttsýni hennar og tilfinning fyrir meðbræðrum og -systrum. Hún var ætíð málsvari lítilmagnans og gat verið föst fyrir og hélt fram skoð- unum sínum af einurð ef með þurfti. Tóta og Maríus eignuðust þrjú börn sem nú eru vaxin úr grasi fyr- ir löngu og eiga orðið fjölskyldur. Hún var barnabörnunum góð og vinsæl amma. Þar kom til hlýleiki hennar og óþrjótandi áhugi á því sem barnabörnin höfðust að, hvort sem þau voru kornung eða komin vel á legg. Hún var vel viðræðuhæf um hvaðeina sem þau höfðu áhuga á, þar voru íþróttir engin undan- tekning. Þeim fannst alltaf gott að koma til ömmu, hvort sem það var til að rabba eða fá sér í svanginn. Börn okkar hjóna nutu einnig þessarar góðvildar og ræktarsemi og okkur fannst oft eins og hún setti þau á svipaðan stall og barna- börn sín. Það var ekki ónýtt að fá inni hjá Tótu þegar pabbi og mamma brugðu sér af bæ. Tóta kom mér oft á óvart. Fáein- um mánuðum áður en hún veiktist fór hún á tölvunámskeið. Kona sem aldrei hafði komist í tæri við tölvu og hafði til þessa ekki haft tól af því tagi á heimili sínu. Eitt sinn þegar við hjón komum í heimsókn sýndi hún okkur hvað hún hafði lært og var heilluð af þessari tækni. Við fórum að skrifast á og það var stór- kostlegt að fá skeyti frá Tótu í vet- ur þegar við dvöldum í útlöndum. Þar fengum við fréttir af börnum og barnabörnum, ættingjum og vin- um. Frásögnin var lipur og heillandi. Heimilið á Fornhaganum er einkar snoturt og smekklegt. Tóta lét sér annt um það og þau Maríus voru samhent í að búa vel. Við hjón komum í heimsókn fyrir fáeinum vikum. Tóta var þá þrotin að kröft- um og vissi vel að hverju stefndi. Hún sýndi okkur sýnishorn af áklæði. Henni fannst tími til kom- inn að skipta um áklæði á borð- stofustólunum. Hún leit glettnis- lega á okkur og sagði: „Ja, maður verður að halda þessu við, það dug- ar ekkert annað.“ Hún leit alltaf fram á veg, hvað svo sem fram- undan var. Nú kveðjum við Tótu og þökkum henni samfylgdina. Kynni okkar hafa verið löng og þar höfum við notið mannkosta, glaðlyndis og hlýju. Þó svo hún sé okkur horfin og við munum ekki oftar spjalla yfir kaffibolla eða rabba saman í síma mun hún ylja okkur í minningunni. Við sendum Maríusi, börnum þeirra hjóna og barnabörnum sam- úðarkveðjur. Megi minning um góða konu verða þeim huggun. Guðmundur B. Kristmundsson, Sigríður Bjarnadóttir. Það er eitthvað svo sérkennilegt að sitja nú og skrifa um þig minn- ingargrein, elsku Tóta mín. Við átt- um eftir að spjalla svo margt og nú fór að hægjast um hjá mér og ég hafði heitið mér því að nota tíma minn betur með þeim sem mér þótti vænst um. Þú varst ein af þeim. Ég hef þekkt þig svo lengi sem ég man eftir mér. Fyrstu minningarbrotin eru frá því að ég sat uppi á barnavagninum sem bar frumburð þinn og þú ýttir á undan þér. Marsi, maðurinn þinn, var á sjónum og ég fékk að fara með þér heim og gista hjá þér. Systir þín, hún mamma mín, var einnig með kornabarn á sama aldri og þitt barn og henni hefur sjálfsagt þótt gott að eitt af okkur systkinunum fór heim með þér og ég var sú heppna. Það var alltaf svo gott að koma heim til þín. Þú tókst svo hlýlega á móti manni og spurðir frétta af öll- um. Af heilum hug tókst þú þátt í gleði okkar í fjölskyldunni og einn- ig í sorg okkar, eins og þegar við misstum hana mömmu okkar svo unga, þá varst þú alltaf til staðar með stuðning og elsku. Ég man að á unglingsárunum var gott að líta inn til Tótu og Marsa og oftast fór það nú svo að Marsi var löngu farinn að sofa en við sátum saman í eldhúsinu og spjölluðum um lífið og tilveruna og trúna á Drottinn. Það tók oftast langan tíma að kveðja og ég held að í hvert sinn þá komst þú fram á stigapall- inn og þar var spjallað í a.m.k kort- er áður en við sögðum endanlega „góða nótt“ og maður labbaði út í nóttina eitthvað svo hress og end- urnærður eftir heimsóknina. Það var líka gaman að horfa með þér á fótboltaleiki í sjónvarpinu, sérstak- lega ef KR var að keppa. „Áfram strákar“ hrópaðir þú hárri röddu og það var bara eins og leikurinn færi fram í stofu heima hjá þér, þú tókst þátt í honum af lífi og sál. Þau verða heldur ekki söm án þín, spila- kvöldin okkar á Þorranum. Þar höf- um við hist öll í stórfjölskyldunni og þú stjórnaðir spilavistinni með mikilli röggsemi. En þú gerðir ekki bara það, þú leitaðir frétta hjá hverjum og einum, hvað hann væri að gera og hvernig gengi hjá hon- um, þú vildir fá að fylgjast með. Þannig bara varst þú, elsku Tóta, okkur öllum sem þekktum þig og núna ert þú farin, en við vitum að það hefur verið vel tekið á móti þér á nýjum stað. Systkini þín öll og foreldrar voru farin á undan þér og ég veit að það hafa verið fagnaðar- fundir á meðal ykkar, því ykkur þótti svo vænt um hvert annað. Við sem eftir erum munum sakna þín, elsku Tóta, en við vitum að þetta varð ekki umflúið. Um leið og ég þakka þér, elsku Tóta, hvað þú varst mér og mínum, læt ég hann fylgja með sálminn sem þér þótti svo vænt um og bið góðan Guð að geyma þig. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Eirný. Kveðja frá Hagaskóla Þórey Rósa Stefánsdóttir var af þeirri kynslóð sem batt tryggð við vinnustað sinn. Hún vann við ræst- ingar í Hagaskóla um áratuga skeið, fyllti þann fríða flokk kvenna sem kom til vinnu þegar aðrir voru á leið heim og sá um að skila skól- anum hreinum og gljáandi að morgni næsta vinnudags. Þórey sá einnig um mötuneyti nemenda um nokkurra ára skeið og gegndi auk þess starfi trúnaðar- manns félaga sinna í skólanum. Þórey var iðin og samviskusöm í hvívetna og eru henni þökkuð frá- bær störf við skólann nú að leið- arlokum. Innilegar samúðarkveðjur til eig- inmanns og fjölskyldu. Einar Magnússon. ÞÓREY RÓSA STEFÁNSDÓTTIR Elsku amma Tóta, ég sakna þín svo mikið. Takk fyrir að kenna mér að reima. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Hlynur Rafn. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.