Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2003 47 LÍKT og síðasta ár mun styrkt- arsjóður Ragnhildar Rúnar í Grund- arfirði selja jólakort. Ragnhildur Rún lést aðeins 4ra ára að aldri úr heilahimnubólgu. Auk þess að hafa fæðst með afar sjaldgæfan fæðing- argalla glímdi Ragnhildur Rún við hreyfihömlun alla sína stuttu ævi. Kortin eru hönnuð og máluð af móður hennar myndlistarkonunni Hrafnhildi Jónu og prentuð í prent- smiðjunni Odda. Jólakortin seljast tíu í pakka, ekk- ert eins í pakkanum, á krónur 1.000. Ágóðinn af kortasölunni rennur annars vegar til sérstaks sjóðs sem ætlaður er til að létta undir hjá þeim börnum sem eiga við veikindi að stríða og hins vegar í málefni tengd velferð grundfirskra barna. Þeim, sem vilja styrkja þennan sjóð, er bent á að hægt er að skoða þau á heimasíðunni www.hrafnhildur.com og panta þau í netfanginu hjj@mi.is. Hægt er að greiða með Visa/Euro. Kortin eru einnig til sölu í Hrann- arbúðinni í Grundarfirði. Jólakort styrktarsjóðs Ragnhildar Rúnar Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar stendur fyrir málþingi á Ísafirði sem ber yfirskriftina: „Ísafjarð- arbær, bær ungra Íslendinga?“ Mál- þing fer fram laugardaginn 18. októ- ber kl. 12, í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, 4. hæð og er haldið í tilefni 200. fundar félagsmálanefndar. Frummælendur verða ungir íbúar Ísafjarðarbæjar. Þátttakendur í pall- borðsumræðunum verða: Magnús Stefánsson, alþingismaður og for- maður fjárlaganefndar, Halldór Hall- dórsson, bæjarstjóri, Rósamunda Baldursdóttir lögregluvarðstjóri, Halldór Hlöðversson, forstöðumaður Gamla apóteksins, og Bryndís Birg- isdóttir, formaður íþrótta- og æsku- lýðsnefndar. FEB fjallar um lífeyrissjóði laun- þega Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni heldur fræðslufund fyrir eldri borgara undir yfirskriftinni: Heilsa og hamingja á efri árum, á morgun, laugardaginn 18. október kl. 13.30 í Ásgarði, Glæsibæ. Á fundinum verður sjónum beint að lögbundnum lífeyrissjóðum sem launamenn greiða í. Erindi halda: Páll Ólafsson, deildarstjóri Lífeyr- issjóðs starfsmanna ríkisins, Magnús L. Sveinsson, stjórnarformaður Líf- eyrissjóðs verslunarmanna, og Ólafur Ólafsson, formaður FEB. Fund- arstjóri er Pétur Guðmundsson. Að- gangseyrir er kr. 300. Klifurfélag Reykjavíkur heldur fyrsta mót vetrarins á morgun, laugardaginn 18. október kl. 13 í Klif- urhúsinu, Skútuvogi 1G. Mótið er svokallað boulder-mót þar sem kepp- endur keppast um að leysa ákveðinn fjölda vandamála án þess að notast við línur eða annan öryggisbúnað. Fyrir neðan veggina eru þykkar dýn- ur sem koma í veg fyrir slys á fallandi klifrurum. Allir velkomnir. Rætt um ástand mála í Rússlandi í MÍR Haukur Hauksson, magister í fjölmiðlun og alþjóðamálum frá Moskvuháskóla, heldur fyrirlestur í MÍR-salnum, Vatnsstíg 10, á morg- un, laugardaginn 18. október kl. 15. Ræðir hann um ástand og horfur í Rússlandi og víðar í fyrrum Sov- étríkjum og veltir fyrir sér ýmsum spurningum. Haukur svarar fyr- irspurnum úr sal að loknu inngangs- erindi. Kaffiveitingar í fundarlok. All- ir velkomnir. Fjölskyldudagur í Gullsmára á morgun, laugardaginn 18. október, kl. 14. Á dagskrá verður m.a.: Felix Per- elte syngur, Mikki refur og Lilli klif- urmús koma í heimsókn og 9–10 ára börn úr Kársneskórnum syngja undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur o.fl. Vöffluhlaðborð á kr. 500, en Gull- smári býður börnum 10 ára og yngri að þiggja veitingar. Vinnu- og vináttuferð til Kúbu Fulltrúar frá Vináttufélagi Íslands og Kúbu munu kynna vinnu- og vin- áttuferð til Kúbu. Kynningin fer fram á Caffé Kúlture í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18 í Reykjavík, á morg- un, laugardaginn 18. október kl. 16. Ferðin verður farin um næstu jól og áramót. Dagskrá mun liggja frammi. Á MORGUN Árangursrík mannauðsstjórnun Þriðjudaginn 21. október kl. 9–9.45 verður haldinn kynningarfundur vegna námsins Árangursrík mann- auðsstjórnun á vegum IMG Deloitte sem hefst í lok október. Fundurinn verður haldinn hjá IMG Deloitte að Laugavegi 170. Þetta er 9 mánaða nám og þjálfun þar sem lögð er áhersla á að efla þátttakendur á sviði faglegrar mannauðsstjórnunar. Námið er ætlað öllum þeim sem starfa við og áhuga hafa á mannauðs- stjórnun í fyrirtækjum og stofnunum. Í náminu er m.a. fjallað um aðferðir við starfsmannaval, framkvæmd ráðningarviðtalsins, nýliðaþjálfunar, frammistöðustjórnun, starfsmanna- samtöl o.fl. Á NÆSTUNNI Steingrímur hleypti straumi á nýju línuna Það var Steingrímur Stein- þórsson nýbakaður raforkuráð- herra sem hleypti straumi á nýju línuna til Akureyrar, við vígslu Laxár II í Laxárvirkjun 10. október árið 1953 en ekki Guðmundur Steinþórsson eins og missagt var í Morgunblaðinu í gær. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT LANDSMÓT æskulýðsfélaga kirkj- unnar verður haldið helgina 17.–19. október í Ólafsvík. Um 300 unglingar hvaðanæva af landinu munu sækja Landsmót æskulýðsfélaganna sem ber yfirskriftina „Í mynd við Guð“. Þátttakendur koma m.a. frá Raufar- höfn, Ísafirði, Kópaskeri, Egilsstöð- um, Akureyri, Hvammstanga, Akra- nesi og fleiri stöðum. Mótið er haldið á hverju ári og á sér yfir 50 ára sögu. Það er ætlað ung- lingum sem taka þátt í æskulýðsstarfi kirkjunnar og er meðal stærstu móta sem haldin eru fyrir unglinga. Mark- mið Landsmóta æskulýðsfélaga kirkjunnar er að gefa unglingum í starfi kirkjunnar tækifæri til þess að hittast og eiga góðar stundir saman. Frekari upplýsingar má einnig finna á www.kirkjan.is/landsmot. Ólafsvík Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar Á HVERRI önn heiðrar Háskólinn í Reykjavík afburðanemendur sem hafa náð inn á svokallaða forsetalista skólans fyrir frábæran námsárang- ur. Nemendur á forsetalistum fá felld niður skólagjöld á viðkomandi önn. Á yfirstandandi skólaönn eru samtals 39 nemendur Háskólans í Reykjavík á forsetalistum og fengu þeir af því tilefni afhent viðurkenn- ingarskjal við hátíðlega athöfn á miðvikudag. Nemendur á forseta- listum skiptast þannig á milli deilda: Í viðskiptadeild eru nú átján nem- endur á forsetalista, í tölvunarfræði- deild eru sautján nemendur á for- setalista og í lagadeild eru fjórir nemendur á forsetalista. Við upphaf skólaársins 2003–2004 voru skráðir nemendur við Háskól- ann í Reykjavík 1.440 talsins. Þar af voru 750 nemendur skráðir í BS- og MBA-nám í viðskiptadeild, 529 nem- endur skráðir í BS-nám í tölvunar- fræðideild og 170 nemendur í BA- nám við lagadeild. Afburðanemendur heiðraðir í Háskólanum í Reykjavík 39 nem- endur á forsetalista Morgunblaðið/Sverrir ÞAKRENNUR Frábært verð! B Y G G I N G AV Ö R U R www.merkur.is 594 6000 Bæjarflöt 4, 112 R.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.