Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 50
ÍÞRÓTTIR 50 FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ  ÓLAFUR Stefánsson skoraði 7 mörk fyrir Ciudad Real, þar af fjög- ur úr vítaköstum, þegar liðið burst- aði Barrakaldo, 37:23, í spænsku 1. deildinni í handknattleik í fyrra- kvöld. Ciudad Real hefur þar með unnið alla sjö leiki sína í deildinni og hefur 14 stig, stigi meira en Barce- lona.  FORRÁÐAMENN NBA-deildar- innar hafa í hyggju að bæta við liði frá Charlotteborg á ný í deildina frá og með keppnistímabilinu 2004– 2005. Þá verða liðin alls 30 og verða þrír riðlar með fimm liðum á vest- urströndinni. Og þrír riðlar á austur- ströndinni.  EVERTON segir ekki koma til greina að selja Wayne Rooney en ensk blöð greina frá því í dag að Roman Abramovich eigandi Chelsea hyggist slá met hvað leik- mannakaup varðar og sé reiðbúinn að greiða Everton 35 milljónir punda fyrir Rooney.  LEIKMENN Sporting Lissabon liggja undir grun hjá sænsku lög- reglunni eftir að notaðar sprautunál- ar og sprautur fundust á hótelher- bergjum þeim sem leikmenn Sporting dvöldu á í Malmö þegar lið- ið kom þangað til þess að glíma við heimaliðið í UEFA-keppninni í knattspyrnu í fyrrakvöld. Lögreglan heimsótti hótelið eftir að starfsfólk kvartaði þegar það fann við þrif á herbergjum leikmanna Sporting-liðsins nálar og sprautur, eftir því sem fram kemur í Afton- bladet.  SIR Alex Ferguson knattspyrnu- stjóri Manchester United kemur fyrir aganefnd enska knattspyrnu- sambandsins á mánudaginn þar sem honum verður gert að svara fyrir at- vik sem átti sér stað í leik Manchest- er United og Newcastle 23. ágúst síðastliðinn. Þar missti Ferguson stjórn á skapi sínu og jós fúkyrðum yfir dómarann, Uriah Rennie, og Jeff Winther sem var fjórði dómari á umræddum leik.  FERGUSON á yfir höfði sér bann sem felur í sér að hann má ekki stjórna liði sínu af varamannabekkn- um auk hárrar sektar.  PAUL Gascoigne æfir þessa dag- ana með enska úrvalsdeildarliðinu Wolves. „Hann setti sig í samband við okkur og óskaði eftir því að fá að mæta á æfingu. Hann vill koma sér í form og finna lið til að fara í. Við neit- uðum honum ekki um að æfa og er- um bara ánægðir ef við getum hjálp- að honum,“ segir Dave Jones, stjóri Úlfanna, sem sitja á botni deildar- innar.  GASCOIGNE, sem er orðinn 36 ára gamall, á litríkan feril að baki. Hann hefur leikið með Newcastle, Tottenham, Lazio, Rangers, Middl- esbrough, Everton og síðast með liði í Kína en nú langar hann að komast að hjá liði á Englandi. FÓLK KRISTINN Rúnar Jónsson, fyrrverandi þjálfari Fram og ÍBV, hefur fengið fyrirspurn frá fær- eysku meisturunum í HB frá Þórshöfn en félagið er að leita að nýjum þjálf- ara. „Ég hef ekki átt í neinum formlegum viðræðum við félag- ið. Ég fékk fyr- irspurn frá þeim í síðustu viku þar sem þeir óskuðu eftir því að ég sendi upplýs- ingar um sjálfan mig sem ég gerði en ég hef síðan heyrt meira frá félaginu,“ sagði Kristinn Rún- ar við Morgunblaðið en honum var sagt upp störfum hjá Fram í upphafi leik- tíðar í sumar. Kristinn Rúnar starfar þessa dag- ana fyrir Fjölni í Grafarvogi og hugs- anlegt er að hann taki við starfi sem yfirþjálfari yngri flokka félagsins. HB í Færeyjum ræddi við Kristin Rúnar Michael Finley, fyrirliði NBA-liðsins Dallas Mavericks, seg- ir í viðtali við bandaríska dagblaðið Star Telegram að nýliðarnir þrír í herbúðum liðsins hafi staðið sig vel á æfingum og gert það sem fyrir þá var lagt. Í þeim hópi er Jón Arnór Stefánsson ásamt þeim Josh How- ard og Marquis Daniels. Það er hefð hjá NBA-liðum að láta nýliðana „vinna sér inn virðingu“, þar sem þeir eiga að taka saman boltana í lok æfingar, sjá til þess að æfingavestin séu til reiðu og síðast en ekki síst – halda á íþróttatöskum þeirra sem eldri og reyndari eru í liðinu. Finley segir jafnframt að tímarnir séu breyttir frá því hann var nýliði hjá Phoenix Suns þar sem hann hélt á tösku Charles Barkley á ferðalögum liðsins. Í Dallas eru starfsmenn sem sjá að mestu um að bera töskurnar á ferðalögum – og af þeim sökum taki hann ávallt aukatösku með sér í ferðalög sem nýliðarnir eigi að halda á. „En við erum ekki að níðast á þeim – við reynum að hafa jákvæð áhrif á þá,“ segir Finley. „Eins og svampur“ Don Nelson segir við sama fjöl- miðil að hann sé afar ánægður með nýliðana þrjá en á sl. keppnistímabili voru engir nýliðar í leikmannahópi liðsins. „Þeir eru eins og svampur, allt sem er sagt við þá situr eftir hjá þeim og þeir eru fljótir að læra hlut- ina. Þetta eru bráðgáfaðir strákar, með þónokkra hæfileika og rétt hug- arfar. Við erum spenntir að sjá hvernig þeim vegnar – öllum þrem- ur.“ Finley segir að nýliðarnir standi sig vel hjá Dallas Morgunblaðið/Jim Smart Jón Arnór Stefánsson STEFÁN Arnarsson, landsliðs- þjálfari A-landsliðs kvenna, hef- ur valið 16 manna hóp sem fer til Póllands í næstu viku og tekur þátt í Silesia Cup 2003 sem er hluti af undirbúningi landsliðsins fyrir undankeppni EM í nóv- ember. Leikmennirnir sextán eru; Markmenn, Helga Torfadóttir, Tvis-Holstebro, Berglind Íris Hansdóttir, Val. Útileikmenn, Jóna Margrét Ragnarsdóttir, Stjörnunni, Guðbjörg Guðmars- dóttir, ÍBV, Kristín Guðmunds- dóttir, Tvis-Holstebro, Hrafn- hildur Skúladóttir, Tvis-Holstebro, Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Tvis-Holstebro, Inga Fríða Tryggvadóttir, Tvis- Holstebro, Brynja Steinssen, Val, Drífa Skúladóttir, Val, Hafrún Kristjánsdóttir, Val, Hafdís Hin- riksdóttir, Val, Harpa Melsted, Haukum, Dröfn Sæmundsdóttir, FH, Dagný Skúladóttir, Lutzell- inde, Harpa Vífilsdóttur, Ydun. Á mótinu, sem hefst föstudag- inn 24. október í Póllandi, leikur íslenska landsliðið auk heima- manna við Tékkland, Slóvakíu og Túnis. Stefán velur sextán stúlkur til Póllandsfarar Beckenbauer segir rétt að haldasig við að leika út framleng- inguna en ekki hætta þegar skorað hefur verið í framlengdum leik. Bendir hann á máli sínu til stuðnings undanúrslitaleik Þjóðverja og Ítala á HM í Mexíkó 1970. Þá hafi orðið að grípa til framlengingar til knýja fram úrslit því jafnt hafi verið að loknum venjulegum leiktíma, 1:1. „Leiknum lauk 4:3, það voru skoruð fimm mörk í framlengingu. Fyrir vikið er leikurinn ógleymanlegur öll- um sem sáu. Það myndi enginn sér- staklega eftir leiknum ef hann hefði verið flautaður af strax að loknum fyrsta markinu í framlengingu,“ seg- ir Beckenbauer og tekur svo djúpt í árinni að segja að sá sem hafi unnið reglunni um „gullmark“ brautar- gengi og fengið hana samþykkta sé réttnefndur sem óvinur knattspyrn- unnar. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur lagt regluna um „gull- mark“ til hliðar og tekið upp svo kall- að „silfurmark“ í framlengingum, þ.e. að þrátt fyrir að skorað sé í framlengingu þá er ekki flautað til leiksloka um leið heldur fá liðin tæki- færi til að ljúka leikhlutanum. Með „gullmarksreglunni“ var vonast til að hægt væri losna við að mestu að úrslit leikja á stórmótum réðust í vítaspyrnukeppni. Reuters Leikmenn þýska kvennalandsliðsins fagna „gullmarki“ Nia Kuenzer, en sænska stúlkan Hanna Ljungberg er vonsvikin. Þjóðverjar tryggðu sér heimsmeistaratitilinn með markinu, 2:1. „Gullmarks- reglan“ er tómt rugl FRANZ Beckenbauer, fyrrver- andi fyrirliði og landsliðsþjálfari Þjóðverja, í knattspyrnu, er ekki hrifinn af reglunni um „gull- mark“ sem alþjóða knatt- spyrnusambandið, FIFA, hefur notast við til þess að knýja fram úrslit í leikjum á stórmótum undandfarin ár. Sparaði hann síst stóru orðin í garð reglunnar og segir hana mest rugl sem innleitt hafi verið í knattspyrn- una. Breytir engu þótt Þjóð- verjar hafi í tvígang unnið gull- verðlaun á stórmóti í knattspyrnu eftir að reglan var tekin upp, á EM 1996 og HM kvenna um síðustu helgi. Kristinn Rúnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.