Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2003 43 enda ókrýndur höfðingi ættarinnar, ekki lék neinn vafi á því í huga okkar allra. Að vita af Siggu frænku og Henn- ing á mínum námsárum í Reykjavík var ómetanlegt. Stundum var hringt í frænku þegar álagið í prófunum var yfirþyrmandi, eða bara skroppið í kaffi og spjall yfir bakkelsi, og ein- hvern veginn kom maður alltaf létt- ari í sinni heim úr þeim heimsókn- um. Heimili þeirra Siggu og Hennings stóð öllum opið sem þiggja vildu og var þar oft margt um manninn. Hjá þeim hjónum var svo sannarlega nóg hjartarúm. Ömmu og afa reyndust Sigga og Henning ómetanleg þegar aldur og sjúkdómar fóru að sækja á, bæði amma og afi dvöldu langdvölum í Ljósheimunum og þá sérstaklega afi hans síðustu ár. Þar naut hann hjúkr- unar og umhyggju Siggu og hjálpar Hennings, og hafi þau bæði ævarandi þakkir okkar hinna fyrir. Trúarvitund Siggu frænku var sterk og sannfærandi og oft í gegnum tíðina spjölluðum við saman um trúarleg málefni, þau samtöl eru nú geymd sem dýrmætur fjársjóður í hjarta mínu. Mynd sú sem ég á í hjarta mér af þessari stórbrotnu konu er skýr og hrein. Af frænku sem sópaði að og aldrei var lognmolla í kringum, sem alltaf hugsaði fyrst um aðra, gaf af heilum huga líf sitt og starf guði, með þá lífssýn að ekkert væri mikilvægara en fjölskyldan og tryggðin við hana. Hafðu þökk fyrir allt og allt elsku frænka. Elsku Henning, Birgir, Ómar og fjölskyldur, pabbi og systkin, ykkur öllum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Friðþóra Ester Þorvalds- dóttir og fjölskylda. Ég var ekki há í loftinu þegar ég fór fyrst í pössun til Siggu frænku og Hennings. Mikill samgangur hefur ávallt verið milli okkar og óteljandi yndislegar minningar koma upp í hugann sem aldrei verða frá mér teknar. Þessar minningar ylja. Sigga frænka hafði óbilandi trú á okkur systkinunum, endalaust af fal- legum orðum í okkar garð og til þeirra Hennings var ávallt gott að koma. Mér þykir svo vænt um að litla dóttir mín fékk að koma í faðm þinn áður en þú kvaddir, þykir svo vænt um að þið Henning komuð í skírn hennar og þegar hún verður stærri ætla ég að segja henni frá þér. Bros Dýrleifar Unu hjálpa mér á sorgar- stund og ég veit að ég verð að vera sterk hennar vegna. Ég minnist hlýju þinnar, trúar og kærleika. Falleg orð þín á brúðkaups- degi okkar Ingþórs í fyrra. Þú varst líka perlan mín. Það er svo sárt að skrifa þessi orð og enn á ég erfitt með að trúa að þú sért farin. Stóri kletturinn í fjölskyld- unni farinn og eftir erum við litlu steinarnir eins og pabbi komst að orði daginn sem þú kvaddir. Þetta eru orð að sönnu. Þú varst engillinn sem um- vafðir fjölskylduna og ég trúi því að þú munir halda því áfram. Þínir miklu kraftar höfðu þorrið undir það síðasta og það var því gott þú fékkst að kveðja, þú hafðir lifað góðu lífi og varst tilbúin í ferðalagið. Þegar ég sá þig í síðasta skiptið viss- um við báðar að þetta var kveðju- stund. Það var erfið stund. Ég mun aldrei gleyma hendinni sem ég kyssti þá. Sigga frænka hafði dálæti á ljóðum og mig langar aðeins að rifja upp lokaljóðlínur í kvæði sem unglings- stúlka samdi til frænku sinnar á fimmtugsafmæli hennar. Þær voru eitthvað á þessa leið: … þegar við lít- um til baka og hugsum um þær stundir sem við höfum átt og allt það sem við gerðum saman færist bros yf- ir andlit bæði hlýtt, glatt og kátt sem minnir okkur á allt sem við höfum átt og þótt gaman. Elsku Henning, guðfaðir, hugur minn er hjá þér. Nú er það okkar að umvefja þig á sama hátt og þið Sigga hugsuðuð um okkur. Hrönn. Ein af þýðingarmestu persónum í lífi mínu, Sigga frænka, er látin langt um aldur fram. Ég líki stundum lífs- göngu okkar við leikrit þar sem þeir sem í kringum okkur eru fara með misstór hlutverk. Sigga frænka var með eitt af aðalhlutverkunum, stórt eins og hjartað í henni. Svo stórt að þar var rúm fyrir alla þá er kynntust þessari stórbrotnu konu. Fyrstu minningar um frænku mína eru þegar hún var að koma norður í heimsókn á sumrin til móður minnar, föðursystur sinnar. Þegar ég var 12 ára komu upp að- stæður hjá mér sem urðu til þess að ég var hjá Siggu frænku og hennar yndislega eiginmanni brot úr ári og gekk í Vogaskóla. En ég gekk líka í annan skóla fyrir hennar tilstuðlan og það var sunnudagaskóli Langholts- kirkju. Trúin spilaði ákaflega stórt hlutverk í lífi frænku minnar og þegar ljóst var að stutt yrði í að lífsgöngu hennar lyki og ég fór til að kveðja hana kom berlega í ljós hversu trúföst hún var. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig fyrir frænku, þakklát fyrir allt sem við höfum átt saman, þakklát fyr- ir plássið sem ég átti í hjarta þínu og þakklát fyrir að hafa verið í bænum þínum og í trausti þess að ég verði það áfram í nýju heimkynnunum þín- um kveð ég þig með ljóði Þórunnar Sigurðardóttur. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ragnheiður Rut Friðgeirsdóttir. Síst vil ég tala um svefn við þig. Þreyttum anda er þægt að blunda og þannig bíða sælli funda – það kemur ekki mál við mig. Flýt þér, vinur, í fegri heim. Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. (Jónas Hallgrímsson.) Sigga frænka er dáin, en eftir lifir minningin um hjartahlýja, hlátur- milda, stjórnsama konu með stóran faðm sem rúmaði allan heiminn. Það er margs að minnast. Fjöl- skylduboðin verða ekki söm þegar hún kemur ekki, heldur ræðu og skil- ar kveðju frá fjarstöddum ættingjum. Óspör á hrósið fyrir það sem henni þótti vel gert og gaf góð ráð um það sem henni þótti mega betur fara. En þetta er leiðin okkar allra þótt okkur finnist hún hafa birst svo alltof fljótt í þetta sinn. Og því verðum við að taka hversu erfitt sem það er. Elsku Sigga, að hafa átt þig að er auðlegð sem ekki verður frá mér tek- in. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guð geymi þig. Rebekka Sigríður. Nýlátin er í Reykjavík Sigríður Jóhannsdóttir, húsfreyja í Ljósheim- um 18, eftir langa og erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Sigga frænka, eins og við frændfólkið nefndum hana í daglegu tali, var að mínu mati ákaflega merkileg kona. Við vorum systkinabörn, ég að vísu áratug eldri en hún. Hún var fædd og uppalin fyr- ir norðan þar sem síldin réð ríkjum. Foreldrar hennar, sem bæði voru kennarar að mennt, þau Friðþóra Stefánsdóttir og Jóhann Þorvalds- son, bjuggu á Hverfisgötu 4 á Siglu- firði alla sína búskapartíð og eign- uðust fimm börn og var Sigríður elst þeirra. Þar bjó og amma okkar beggja og vorum við systkinin frá Neðri-Nöf af þeim sökum tíðir gestir í þeim ranni. Jóhann, faðir Sigríðar, var mikill hugsjónamaður og frum- kvöðull, ekki aðeins í sinni heima- byggð heldur og á landsvísu. Hann sat um tíma í bæjarstjórn kaupstað- arins, var forystumaður í bindindis- og skógræktarmálum um áratuga- skeið og sinnti þeim störfum af frá- bærum dugnaði svo eftir var tekið. Hér var um að ræða hreint hug- sjónastarf sem aldrei var tekinn eyr- ir fyrir. Þessa get ég hér ekki að ástæðu- lausu. Sigríður líktist föður sínum mjög hvað þetta snerti. Hún var mikil hugsjónamanneskja, strangtrúuð og heiðarleg og mátti ekkert aumt sjá svo ekki væri reynt úr að bæta. Henni var einkar annt um aldraða og sjúka, enda sjálf sjúkraliði að mennt. Hún lét sér einnig annt um hag og heilsu ættingja og hughreysti og jafnvel hjúkraði þeim sem sjúkir voru. Sjálf veiktist hún af krabbameini fyrir þremur árum, sem nú varð henni að aldurtila. Sjálf kvartaði aldrei um sinn hag í þeirri orðræðu en lét hverj- um degi nægja sína þjáningu. Eitt hennar síðustu verka var að undirbúa og sjá um greftrun háaldraðrar móð- ur sinnar norður á Siglufirði, þá hel- sjúk sjálf. Já, það var reisn yfir henni Sigríði frænku. Sigríður kveið ekki vistaskiptun- um. „Það er bjart framundan,“ sagði hún í síðustu heimsókn minni á sjúkrahúsið. Hið gullna hlið stóð henni þegar opið. Eiginmanni henn- ar, Henning Finnbogasyni, sonum og fjölskyldu þeirra og öðrum ættingj- um sendi ég og öll mín fjölskylda bestu samúðarkveðjur. Systkinin frá Nöf og fjölskyldur. Morgunn, – bjartur, hlýr, einn þessara, þegar dísir vorsins bíða þín brosandi á dyrahellunni með fangið fullt af gjöfum til þín, og fylgja þér síðan út á starfsvöllinn, takandi þátt í amstri þínu og önn. Á slíkum degi kynntist eg Siggu frænku fyrst. Hún sat með ungan son sér við hlið, leitaði með honum lausna á gátuhnútum námsbókar, skýrði og fræddi á leiftr- andi, laðandi hátt, svo að undrun mína vakti. Forlaga dísir hjöluðu mér við hlust, að þar sæti kona sem ætti eftir að verða ein af driffjöðrum safn- aðarstarfsins í Langholtsprestakalli. Já, hvílíkt lán var það, er hún gekk til liðs við kirkjuna hér af slíkum smit- andi krafti, að fólk hreinlega hreifst með og gerðist sjálfboðaliðar, tók við kyndlum frumherjanna, hélt þeim hátt á loft, og í bjarma þeirra vann á þann hátt, að lengi mun íslenzk kirkja búa að, – vera máttugri boðberi kenn- inga þess kærleikans guðs er hún krýpur. Frú Sigríður varð máttarstólpi í kvenfélagi safnaðarins; sat í sóknar- nefnd og var ýtt í forsvar stjórnanna beggja. Já, hún varð fulltrúi safnaðar- ins í nefndum og ráðum, flugmælsk, svo við er þekktum hlýddum stolt á, en ókunnir hrifust með, gerðu marga drauma hennar að sínum. Hún gekk til starfa meðal sjúkra og aldraðra, bar til þeirra ljós umhyggjunnar, las meira að segja til sjúkraliðaprófs, til þess að kunna betur til starfans. Leiddi og studdi, var með fjölskyldur í fangi, áhyggjur þeirra og kröm, yf- irgaf þær ekki, fyrr en Gullnahliðið lokaðist á eftir þeim. Og áður en þú gazt deplað auga voru nýjar komnar í fang hennar, því kærleikurinn stend- ur aldrei aðgerðarlaus hjá, er hann líðandi lítur. Studd af maka og fjöl- skyldu gekk hún til þessarar þjónustu fullviss um það, að hún væri að leggja gullþráð á vefstól framtíðar íslenzkr- ar þjóðar. Hún tók þátt í ferðalögum safnaðarfélaga og kórs, jafnvel á er- lenda grund, stolt og glöð yfir að fá að vera fulltrúi þess musteris er hún og félagar hennar voru að reisa á Lang- holtshæð. Það var ekki erfitt að vera prestur með slíkan starfskraft sér við hlið. Sofin og vakin fylgdist hún með, bar inn á borð mitt lista um sjúka; fátæka sem okkur bæri að sinna, muna eftir, nú líka þá sem við áttum að gleðjast með á merkum dögum. Undrandi hugsaði eg oft um, hvernig hún gat teygt úr dögum sínum, því auk starfs- ins í kirkjunni rækti hún frændsemis- og vinaböndin af þeirri list, að þar trosnuðu ekki þræðir. Meira að segja helsjúk tók hún þátt í enn einu félag- inu, þeirra sem fundu krumlu sama sjúkdóms á herðum, gekk með þeim á laugardögum, meðan fætur hlýddu, í floskirkju Laugardalsins, stráði þar um sig geislum þroskaðrar sálar. Við hjónin þökkum Siggu frænku gullin öll er hún bar okkur, og við drúpum höfði með Langholtssöfnuði, skólafélögum, félögum af æskuslóð í þökk til þess guðs er sendi frú Sigríði sem ljósengil á jörðu. Veri hún og þeir sem hjarta hennar sló fyrir guði falin. Kristín og Haukur. Þú átt að vernda og verja þótt virðist það ekki fært allt sem er hug þínum heilagt og hjarta þínu kært. Vonlaust getur það verið þótt vörn þín sé djörf og traust. En afrek í ósigrum lífsins er aldrei tilgangslaust. (Guðm. I. Kristjánsson.) Mér er minnisstætt þegar ég, sem barn, sá Siggu frænku í fyrsta sinn í fjölskylduboði. Þessi fallega kona með suðræna yfirbragðið, tindrandi dökk augu og glaðlegt brosið vakti óskipta athygli mína. Ég var svo viss um að hún væri frá útlöndum að það var ekki fyrr en ég heyrði hana tala íslensku sem ég áttaði mig á því að hún væri í raun íslensk og það sem meira var, frænka mín. Ég ákvað það þá að Sigga frænka væri fallegasta kona í heimi. Og árin styrktu einungis þá skoðun mína. Fegurð hennar, hlýja og mann- Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegs eigin- manns, föður, tengdaföður og afa, GRETARS BÍLDSFELLS GRÍMSSONAR, Syðri-Reykjum, Biskupstungum. Sérstakar þakkir til þeirra sem önnuðust hann í veikindum hans. Lára Jakobsdóttir, Grímur Þór Gretarsson, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Sigurður Ólafur Gretarsson, Selma S. Gunnarsdóttir, Guðmundur Hrafn Gretarsson, Þórey S. Þórisdóttir, Ingibjörg Ragnheiður Gretarsdóttir, Sigurgeir Guðjónsson, Dagný Rut Gretarsdóttir, Einar Guðmundsson og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BRYNJARS G. ÍVARSSONAR, Möðrufelli 3, Reykjavík. Halldóra Karvelsdóttir, Örn Ægir Brynjarsson, Ómar Brynjarsson, Halldóra Berglind Brynjarsdóttir, Andrés Einar Einarsson, Hlöðver Már Brynjarsson, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, Sigurður Ívar Leifsson, María K. Ásmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.