Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSKURÐARNEFND fjarskipta- og póstmála féllst í gær á kröfu Sím- ans um útnefningu Og fjarskipta hf. (Og Vodafone) sem fyrirtæki með umtalsverða markaðshlutdeild á sam- tengimarkaði. Í tilkynningu frá Sím- anum segir, að úrskurðurinn hafi þau áhrif að Og Vodafone beri héðan í frá að miða heildsöluverð, þ.e. samtengi- gjöld, við kostnað, en til skamms tíma hefur Síminn einn borið slíka skyldu. Síminn segir, að samtengigjöld Og fjarskipta á farsímamarkaði séu nú 50% hærri en samtengigjöld Símans. Þetta þýði í raun að Síminn hafi fram að þessu selt Og fjarskiptum aðgang að sínu kerfi á 11,11 kr. með virðis- aukaskatti á mínútu. Á sama tíma selji Og fjarskipti Símanum aðgang að sínu kerfi á 16,81 kr. m.vsk mín- útuna. Síminn áfrýjaði ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar frá því í júlí, þar sem Póst- og fjarskiptastofnun taldi ekki tímabært að hafa eftirlit með verðlagningu Og fjarskipta hf. á sam- tengimarkaði. Úrskurðarnefndin felldi þessa ákvörðun úr gildi og telur að Póst- og fjarskiptastofnun hafi ver- ið rétt að útnefna Og Vodafone sem fyrirtæki með umtalsverða markaðs- hlutdeild. Segir úrskurðarnefndin í niðurstöðu sinni að þegar staða Og Vodafone sé metin heildstætt gefi það fullt tilefni til þess að fyrirtækið verði útnefnt sem fyrirtæki með umtals- verða markaðshlutdeild á samtengi- markaði. Segist úrskurðarnefndin telja þessa ákvörðun vera til þess fallna að efla virka samkeppni og þjóna hagsmunum neytenda. Skapar aukið svigrúm Páll Ásgrímsson, forstöðumaður lögfræðideildar Símans, segir að þessi niðurstaða úrskurðarnefndar- innar þýði einkum tvennt. Annars vegar skapi úrskurðurinn aukið svig- rúm fyrir Símann til þess að keppa við Og fjarskipti á jafnréttisgrundvelli en verið hafi til þessa og það muni koma neytendum til góða. Hins vegar leiði beint af þessum úrskurði að Og fjar- skiptum sé skylt að miða verð sitt við kostnað, en til þessa hafi slík skylda eingöngu hvílt á Símanum. Páll sagði að hingað til hefði Og fjarskiptum verið frjálst að að ákveða það verð sem Síminn hefði þurft að greiða þeim án tillits til kostnaðar en héðan í frá yrðu kostnaðarútreikning- arnir undir eftirliti Póst- og fjar- skiptastofnunar og ættu að miðast við þann kostnað sem fyrirtækið hefði af því að veita þessa þjónustu. Páll sagði að þeir reiknuðu með að kostnaður Og fjarskipta að þessu leyti væri mjög í hóf stillt þar sem fjarskiptakerfi þeirra væri ekki með sömu útbreiðslu og fjarskiptakerfi Símans. Og fjarskipti gætu náð til landsbyggðarinnar í gegnum reiki- samninga við Símann, sem hefði byggt upp kerfi út um hinar dreifðu byggðir landsins, en uppbygging kerfis Og fjarskipta hefði fyrst og fremst verið á höfuðborgarsvæðinu. „Um leið og annaðhvort Og fjar- skipti lækka verð að eigin frumkvæði eða samkvæmt fyrirmælum frá Póst- og fjarskiptastofnun þá munu okkar viðskiptavinir njóta þess. Smásölu- verðið til okkar viðskiptavina endur- speglar það heildsöluverð sem við þurfum að greiða og strax og það lækkar munu okkar viðskiptamenn njóta þess,“ sagði Páll einnig. Úrskurðarnefnd hefur fallist á kröfu Símans Viðskiptamenn Símans munu njóta lækkunar „VIÐ teljum að úrskurðurinn hafi engin grundvallaráhrif á rekstur Og Vodafone,“ segir Pétur Pétursson, forstöðumaður stjórnunarsviðs fyr- irtækisins, um niðurstöðu úrskurð- arnefndar fjarskipta- og póstmála um að Og Vodafone sé skilgreint sem fyrirtæki með umtalsverða markaðs- hlutdeild. Pétur segir úrskurðinn staðfesta vöxt og styrk félagsins. „Ljóst er að að þessu skrefi kæmi fyrr eða síðar. Við teljum þessa nið- urstöðu þó ekki tímabæra og að úr- skurðurinn sé því ekki réttur. Enn hefur þó ekki verið tekin ákvörðun um hvort honum verði vísað til dóm- stóla til endanlegrar niðurstöðu.“ Verði þetta hins vegar niðurstað- an, segir Pétur að þurfi að bíða eftir því að kostnaður við farsímanet Og Vodafone verði skilgreindur. „Í framhaldi af því verður tekin ákvörð- un um hvernig samtengiverðskrá Og Vodafone skal vera, m.a. það verð sem Landssími Íslands skal greiða fyrir símtöl í fjarskiptanet Og Voda- fone.“ Tók fjögur ár Félagið telji að gildandi samtengi- verðskrá endurspegli þann mikla kostnað sem lagt hafi verið í við upp- byggingu fullkomins fjarskiptanets Og Vodafone á síðustu árum. Úr- skurðurinn hafi því enga fjárhags- lega þýðingu fyrir Og Vodafone. „Varðandi muninn á samtengi- verði Og Vodafone og Landssímans og að Landssíminn hafi „fram að þessu selt Og fjarskiptum aðgang að sínu kerfi á 11,11 kr. m. vsk. mín- útuna“, þá er því til að svara að það tók Og Vodafone um fjögur ár, þar af á annað ár eftir formlegum leiðum, að knýja fram lækkun á þessu verði úr tæplega 14 krónum í það sem það er í dag,“ segir Pétur. Forstöðumaður hjá Og Vodafone Engin grund- vallaráhrif á reksturinn SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæð- isins var kallað að íbúð við Álfhóls- veg í gær eftir tilkynningu um að svartan reyk legði út um glugga hússins. Lögreglan var einnig kvödd til og sást að eldur var í stofu við stól. Slökkvistarf gekk greiðlega en eldsupptök eru ókunn. Að loknu slökkvistarfi reykræsti slökkviliðið íbúðina og er málið komið í rannsókn hjá lög- reglunni í Kópavogi. Talsverðar skemmdir urðu vegna sóts og reyks. Íbúðin var mannlaus þegar eldurinn kviknaði. Morgunblaðið/ Jón Svavarsson Talsverðar skemmdir urðu á íbúðinni við Álfhólsveg í brunanum í gær. Eldur varð laus í íbúð í Kópavogi GAGNRÝNI Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur, sem hætti sem varaborgarfulltrúi R-listans og varaformaður menningarmála- nefndar Reykjavíkur, á vinnu- brögð Reykjavíkurlistans er ómakleg, segir Árni Þór Sig- urðsson, forseti borgarstjórnar og flokksbróðir hennar í Vinstri grænum. Sérstaklega sú gagn- rýni sem beinist að Stefán Jóni Hafstein borgarfulltrúa og for- manni menningarmálanefndar. Sjálfur segir Stefán Jón það ekki þjóna neinum tilgangi að ræða þetta mál frekar í fjöl- miðlum. Afstaða hans hafi þegar komið fram og við það lætur hann sitja. Í greinargerð Steinunnar Birnu í Morgunblaðinu í gær, þar sem hún gerir grein fyrir ástæðum afsagnar sinnar, segir hún að henni hafi verið meinað af samherjum sínum að tjá skoðanir sínar í borgarstjórn. Jafnframt gagnrýnir hún stefnu R-listans í menningarmálum sem hún segir vera hálfkák. Þá segist hún efast um að Stefán Jón Hafstein hafi heyrt margt af því sem hún hafði til málanna að leggja. Afstaða hans sé sú að það þjóni ekki tilgangi að ræða málin þegar hann sé búinn að gera upp hug sinn. Steinunn óskaði eftir að tala „Við höfum haft þá vinnu- reglu í meirihlutanum að ræða okkar mál á fundum borgar- stjórnarflokksins og taka þar sameiginlegar ákvarðanir. Auð- vitað geta menn skipst á skoð- unum þar og verið ósammála en yfirleitt er reynt að ná niður- stöðu sem farið er með út af fundunum. Það er okkar meg- inregla,“ segir Árni Þór. Eftir umræður um framtíð Austurbæjarbíós í borgarstjórn- arflokki R-listans hafi verið ákveðið að vísa málinu til um- sagnar í menningarmálanefnd, eins og Steinunn Birna óskaði eftir, og segir Árni að skilningur flestra hafi verið sá að láta þar við sitja. „Hún óskaði hins vegar eftir að fá að tala sérstaklega um málið á [borgarstjórnar- ]fundinum eftir á. Mismunandi sjónarmið voru um hvort það hefði verið ætlunin á þessum meirihlutafundi. Um það getur verið deilt en mér finnst við- brögð hennar vera svolítið yf- irdrifin. Ég get ekki annað sagt.“ Árni segir að Steinunn Birna hafi átt fund með sér á mánu- degi fyrir hálfum mánuði. Þar hafi hún tilkynnt að hún væri búin að ákveða að segja af sér. Hann ásaki sig um að ekki hafi fyrst verið látið á það reyna hvort hægt væri að gera breyt- ingar að hennar skapi. Hann hafði áður alls ekki gert sér grein fyrir að málið væri svona alvarlegt í hennar huga. Umræðan tilgangslítil „Það þjónar engum tilgangi að ræða þetta mál frekar. Það sem þegar hefur komið fram af okkar hálfu í þessu máli er nóg,“ segir Stefán Jón Hafstein sem situr fyrir Samfylkinguna í meirihluta R-listans. Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs og fulltrúi Fram- sóknarflokksins í meirihlutan- um, tekur í sama streng og vill lítið um málið fjalla. Aðspurður neitar hann að hafa átt hlutdeild í því að meina Steinunni Birnu að tala í borgarstjórn um mál- efni Austurbæjarbíós. Hann hafi aldrei meinað nokkrum manni að tala. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur Segir gagnrýni Steinunnar Birnu ómaklega BANDARÍSKI varnarliðsmað- urinn, sem dæmdur var í 18 mánaða fangelsi fyrir tilraun til manndráps í Hafnarstræti í sumar, hefur áfrýjað til Hæsta- réttar dómi Héraðdsóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp 26. september sl. Að sögn Sveins Andra Sveinssonar, lögmanns varnar- liðsmannsins, heldur umbjóð- andi hans fast við sýknukröfur sínar og vill láta reyna á neyð- arvarnarákvæði í 12. grein al- mennra hegningarlaga. Varnar- liðsmaður áfrýjar RÍKJAHÓPUR Evrópuráðsins gegnspillingu (GRECO) hefur samþykkt- skýrslu um framkvæmd Íslands á til- mælum hópsins. Tilmælinvoru þrenn: Í fyrsta lagi að lögð verði drög að áætlun gegn spillingu, í öðru lagi að styrkja starfsemi efnahagsbrota- deildar ríkislögreglustjóra og í þriðja lagi að lögfesta ákvæði um skyldu op- inberra starfsmanna til að tilkynna lögreglu um upplýsingar um spilling- arbrot sem þeir fá í starfi sínu. Í tilkynningu frá dómsmálaráðu- neytinu segir að hvað varðar fyrstu tilmælin um áætlun gegn spillingu, hafi verið litið til þess að almenningur sé nú meðvitaðri um spillingu en áður og að samvinna er á milli dómsmála- ráðuneytisins og iðnaðar- og við- skiptaráðuneytisins um að sinna þessum þætti málsins enn frekar. Voru því tilmælin álitin vera uppfyllt að fullu. Um önnur tilmælin, að styrkja starfsemi efnahagsbrotadeildar, hafi verið litið til þess að fjölgun hefði orð- ið á starfsmönnum deildarinnar en að hana þyrfti að efla enn frekar til að hún gæti sinnt þeim verkefnum sem væru á hennar borði með fullnægj- andi hætti. Dómsmálaráðuneytið segir að þriðju tilmælin, um lagaskyldu opin- berra starfsmanna til að tilkynna um spillingarbrot, séu álitin vera uppfyllt að hluta. Vilja að efnahagsbrota- deildin verði styrkt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.