Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 19 Borgartúni 28,  562 2901 www.ef.is Dönsku Varde viðarofnarnir hafa hlotið sérstaka viðurkenningu í Danmörku, Svíþjóð og Þýska- landi fyrir fullkomna brennslu og lágmarksreykmengun. Smíðaðir úr þykku stáli, tvöfalt byrði og steypt hurð með barnaöryggi. Gæðavara á góðu verði, 34 gerðir fáanlegar. KAMÍNUR - VIÐAROFNAR Borgartúni 28,  562 2901 www.ef.is Dönsku Varde viðarofnarnir hafa hlotið sérstaka viðurkenningu í Danmörku, Svíþjóð og Þýska- landi fyrir fullkomna brennslu og lágmarksreykmengun. Smíðaðir úr þykku stáli, tvöfalt byrði og steypt hurð með barnaöryggi. Gæðavara á góðu verði, 34 gerðir fáanlegar. KAMÍNUR - VIÐAROFNAR Borgartúni 28,  520 7901 & 520 7900 www.ef.is „Í MÍNUM huga snýst þetta um að við erum að ræða um samgönguleið milli bæjarhluta. Mig varðar engu hvort um verður að ræða stokk sem lagður yrði í jörðu, vegi sem rutt yrði upp eða jarðgöngum. Þetta snýst fyrst og fremst um það hverju viðkomandi samgönguæð á skila og hvað hún mun kosta. Þessi atriði skipta öllu,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Ak- ureyri, um þá hugmynd sem fram hefur komið að tengja miðbæinn og Naustahverfi með jarðgöngum svo sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Fyrstu húsin eru að rísa í Naustahverfi, en gert er ráð fyrir að allt að 8 þúsund íbúar muni búa í hverfinu fullbyggðu innan fárra ára. Vinnuhópur er að skoða ýmsa fleti á samgöngumálum innanbæj- ar, m.a. hvernig best verður að leysa umferðarmál að og frá Naustahverfi. Starfsmenn VST á Akureyri eru að skoða hvort jarð- göng geti verið raunhæfur mögu- leiki til að leysa umferðarmálin, en ef af verður yrðu göngin um 600 metra löng. Gangamunni yrði við Hafnarstræti, skammt norðan við Samkomuhús bæjarins, þaðan inn í brekkuna og undir Lystigarðinn og þaðan syðst að Tónatröð, neðan við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Þaðan kæmi svo vegur upp að Þór- unnarstræti. Kristján Þór sagði flest benda til að núverandi vegtengingar myndu ekki anna þeirri umferð sem gera má ráð fyrir að verði á milli þess- ara bæjarhluta er fram líða stund- ir. „Annars hef ég nú stundum haldið því fram að við mættum vera þolinmóðari í umferðinni. Ég sé ekki allan mun á að bíða í tvær eða fimm mínútur, það breytir engu. Þetta eru ekki slíkar vegalengdir eða tími sem menn eru að glíma við hér,“ sagði Kristján Þór. Hann sagði að sá kostur yrði á endanum ofan á sem hagkvæmastur þætti og skilaði því sem til væri ætlast.                                         !  "         #   $ Bæjarstjórinn á Akureyri um hugmyndir um jarðgöng Hagkvæmasti kostur- inn verður fyrir valinu FULLORÐINN hnúfubakur festist í netatrossu sem þeir frænd- ur Árni Halldórsson og Garðar Níelsson á Gunnari Níelssyni EA, höfðu lagt í Eyjafirði, skammt norðan við Grenivík. Greiðlega gekk að skera hvalinn úr trossunni í gær og sagði Árni að hann hefði verið frelsinu feginn. Árni taldi að hvalurinn hefði fest sig í trossunni daginn áður, eða seinni partinn á mánudag. Hann var orðinn mjög das- aður, sem gerði björgunar- aðgerðir allar mun auð- veldari. „Það tók hnúfubakinn nokkurn tíma að átta sig eftir við vorum búnir að skera hann lausan. Hann var fastur á sporðinum en við drógum hann að bátnum, þannig að sporðurinn var upp úr sjónum og náðum þannig að skera hann lausan,“ sagði Árni. Hnúfubakurinn var mjög stór og sagði Árni að hann væri með þeim stærri sem sést hefðu í firðinum. Slík skepna getur orðið yfir 40 tonn að þyngd og allt að 17 metrar að lengd. Árni sagði að mikið hefði sést af hval í firðinum í sumar og haust og í gær sáust nokkrir hnúfubakar blása á svæðinu. Árni, sem einnig gerir út hvalaskoðunarbátinn Níels Jónsson EA, sagð- ist vonast til þess að hnúfubakurinn, sem lenti í þessum hremm- ingum, launaði þeim lífgjöfina með því að vera vel sýnilegur í hvalaskoðunarferðum næsta sumar. Það tók hnúfubakinn nokkurn tíma að átta sig á því að búið væri að skera hann lausan en hann var þó frelsinu feginn. Hnúfubakurinn rennir sér aftur með báti þeirra frænda Garð- ars Níelssonar og Árna Halldórssonar. Morgunblaðið/Kristján Hnúfubakurinn þurfti að koma oft upp á yfirborðið til að anda. Hnúfubakur skorinn úr netatrossu á Eyjafirði Var orðinn mjög dasaður en frelsinu feginn Garðar sker hnúfubakinn lausan en hann var fastur á sporðinum. meirihlutinn sem ræður. Það má ekki misskilja orð mín; ég er hvorki bitur né reið vegna niðurstöðu þessara kosninga. Ég var eingöngu að hugsa um velferð leikfélagsins.“ Sunna sagði sig úr félaginu á aðalfundi í fyrra, en hún hóf störf fyrir félagið árið 1979 og vann þar óslitið síðan. Hún sagði að vissulega segði fólk sig ekki úr félaginu eftir þetta langan tíma án ástæðu. Á starfsmannafundi fyrir aðalfund sagði hún að til tals hefðu komið fyrirhugaðar endurbætur á Sam- komuhúsinu, sem bæði voru nauðsynlegar og löngu tímabærar. „Þar af leiðandi var fyrirsjáanlegt að starfsemi félagsins yrði í lágmarki þar sem engin aðstaða væri fyrir hendi,“ sagði Sunna og benti einnig á að á þeim tíma hefðu fjárhagsvandræði einnig verið til staðar hjá félaginu. Á starfsmanna- fundinum benti Sunna á að hið eina rétta í stöðunni væri að sínu mati að segja öllu starfsfólki LA upp „ÞAÐ var skorað á mig að bjóða mig fram og eftir nokkra umhugsun varð ég við þeirri áskorun,“ segir Sunna Borg sem á aðalfundi Leikfélags Akureyrar á mánudagskvöld bauð sig fram sem formaður stjórnar LA. Eftir að Valgerður H. Bjarnadóttir sagði af sér sem formaður félagsins síðasta sumar í kjölfar dóms Héraðsdóms Norðurlands eystra varðandi ráðningu í stöðu leikhússtjóra á síðasta ári tók Saga Jónsdóttir leikari við stöðu formanns. Þann gjörn- ing telur Sunna ólöglegan, því kalla hefði átt til fé- lagsfundar til þess að kjósa nýjan forman. Á fundinum í fyrrakvöld sem var óvenju fjöl- mennur var kosið á milli Sögu og Sunnu og hlaut Sunna fjórum atkvæðum minna en Saga sem held- ur því áfram störfum sem formaður LA. Sunna, sem um árabil var fastráðinn leikari hjá LA, sagði sig úr Leikfélagi Akureyrar á aðalfundi þess í nóvember á liðnu ári og hefur ekki haft af- skipti af störfum félagsins upp frá því. Hún sagðist hafa ákveðið að taka áskorun um að bjóða sig fram eftir nokkra umhugsun vegna þess að sér þætti óeðlilegt að fastráðnir starfsmenn LA væru í meiri- hluta í stjórn þess. „Þeir sitja þarna beggja vegna borðsins,“ sagði Sunna. „Ég var tilbúin til að gera mitt besta til að taka á vanda leikfélagsins, því ég tel mig hafa næga inni- stæðu til þess, bæði þekkingu og reynslu. En það er ekki þar með sagt að mér hefði endilega tekist það og í þessum kosningum, eins og öllum öðrum, er það störfum. Leikarar væru á 6 mánaða uppsagnafresti og því hefði hann tekið gildi vorið á eftir. „Þetta hefði þýtt að leikarar væru farnir af samningi þegar leikhúsinu yrði lokað og hægt hefði verið að safna saman þeim styrk sem leikfélagið fær þar til aftur yrði opnað og þá með glæsilegri sýningu,“ sagði Sunna, en tillaga hennar átti ekki hljómgrunn með- al fundarmanna. „Henni var mjög illa tekið og fyrr- verandi formaður sagðist vonast til þess að uppá- stunga mín næði ekki fram að ganga.“ Sunna sagði að hún hefði þá séð að starfsfólk fé- lagsins vildi greinilega vera á spenanum, „skatt- greiðendur ættu að halda þessu fólki uppi á launum alla þessa mánuði á meðan starfsemin var mjög lítil. Mér myndi ekki líða vel að taka á móti tékka mán- aðarlega og finnast ég ekki hafa unnið fyrir honum. Ég tala nú ekki um á meðan leikfélagið er á helj- arþröm eins og nú er,“ sagði Sunna. Hún nefndi að staða leikfélagsins væri mun verri en bæjarbúar teldu, þeir hefðu ekki fengið réttar upplýsingar. Sunna sagði að í ljósi þessa hefði hún afráðið að taka áskoruninni um að bjóða sig fram, á þeim grunni að hún hefði getað nýtt hæfileika sína félag- inu til góðs. Hún hefði þó fyrir fundinn vitað að skoðanir hennar á málefnum félagsins nytu ekki alls staðar vinsælda. „Annaðhvort er að stokka upp allt heila gillið, eða láta það sigla sinn sjó og stranda svo. Mér sýnist allt stefna í það.“ Í stjórn félagsins voru kjörnir auk Sögu þeir Þrá- inn Karlsson og Þuríður Schiöth. Óeðlilegt að starfsmenn myndi meirihluta stjórnar Sunna Borg segist hvorki bit- ur né reið þótt hún hafi ekki náð kosningu til formanns LA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.