Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 46
Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir? Byrds, Gene Clark, Gram Parson og svona West- Coast -tónlist, 1965–70. Uppáhaldsplata? London Calling með Clash Hvaða plötu setur þú á á laugardagskvöldi? Jollý & Kóla Hvaða plötu setur þú á á sunnudagsmorgni? Mingus með Joni Mitchell Hver er fyrsta platan sem þú keyptir þér? Bat out of Hell með Meat Loaf – sex ára í Hag- kaupum. Þetta var svo flott umslag. Morgunblaðið/Arnaldur Þetta vil ég heyra Freyr Eyjólfsson Útvarpsmaður á Rás 2 og liðs- maður í Geirfuglum og Miðnesi 46 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 4. með ísl. tali.Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. kl. 6, 8.30 og 11. B.i. 16. Kl. 10.15 B.i. 16 Sýnd kl. 6 og 8.YFIR 18 000 GESTIR 3D gleraugu fylgja hverjum miða l l j j i Sýnd kl. 4. með ísl. tali. Miðav erð kr. 50 0 Miðav erð kr. 50 0 TOPP MYNDINÁ ÍSLANDI! BRJÁLUÐ BÍÓUPPLIFUN!  Kvikmyndir.com Skonrokk FM909 HJ MBL „Snilldarverk“ HK DV „Brjálæðisleg Kvikmynd“ „Frábær mynd“ Fréttablaðið 4. myndin frá Quentin Tarantino BLÓÐBAÐIÐ ER BYRJAÐ Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12.3D gleraugu fylgja hverjum miða l l j j i Ný vídd í skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Settu upp 3víddar gleraugun og taktu þátt í ævintýrinu! Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 12. Besta sérsveit sem sett hefur verið saman er að lenda í sínu erfiðasta máli. Mögnuð spennumynd! Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16 ára. 4 myndin fráQuentin Tarantino BLÓÐBAÐIÐ ER BYRJAÐ Miðav erð kr. 50 0 Sýnd kl. 6. Skonrokk FM909 TOPPMYNDINÁ ÍSLANDI!  Kvikmyndir.com HJ MBL „Snilldarverk“ HK DV „Brjálæðisleg Kvikmynd“ „Frábær mynd“ Fréttablaðið Spirulina Töflur og duft lífrænt ræktað FRÁ Nr. 1 í Ameríku RAPPIÐ virðist ráða tónlistarlögum og lofum um þessar mundir. Fyrir stuttu sagði af því að níu af tíu topp- lögum bandaríska Billboard-smá- skífulistans væru rappkyns og hinum megin við hafið, á Bretlandi, dvelur rappsveitin Black Eyed Peas enn á toppi breska listans með lag sitt „Where Is The Love?“. Lagið hefur nú verið á toppnum fimm vikur í röð en slíkt hefur ekki gerst í fimm ár eða síðan Cher var í sjö vikur á toppnum árið 1998 með smellinn „Believe“ Líkt og með Finnana í The Rasmus, sem prýddu síðasta „Sjóðheitt!“ dálk eiga Black Eyed Peas sér langa sögu. Sveitin á ættir að rekja til Los Angeles en þá voru stofnmeðlimir þeir Will.I.Am og Apl de Ap saman í menntaskóla og tilheyrðu þeir þá skrykkdansklíkunni Tribal Nation. Þeir félagar stofnuðu svo fljótlega Atban Klann og gerðu samning við Ruthless Records árið 1992, sem þá var í eigu Eazy-E úr NWA. Þetta var í þá daga er bófarappið réð ríkjum en þeir Will og Apl komu úr þver- öfugri átt, höfðu meira saman að sælda við friðarrapp Arrested Development ef eitthvað var. Sem Atban Klann hljóðrituðu þeir plötu fyrir Ruthless en hún safn- ar enn ryki – hefur aldrei komið út. Árið 1995 sagði sveitin svo skilið við Ruthless en það ár lést Eazy-E úr al- næmi. Sama ár gekk Taboo til liðs við sveitina en fyrsta platan undir Black Eyed Peas-nafninu, Behind the Front, kom út árið 1998. Bakradda- söngkonan Kim Hill gekk þá í kjölfar- ið í sveitina sem var þá farin að geta sér orð sem frábær tónleikasveit. Bridging the Gap kom út 2000 og varð það verk til þess að auka enn hróður sveitarinnar en á meðal gesta þar eru Jurassic 5, De La Soul og Macy Gray. „Where Is The Love?“ er tekið af nýjustu plötunni, Elephunk, sem út kom í sumar. Söngkonan Fergie hefur nú leyst Kim Hill af og plötunni hefur verið gríðarlega vel tekið en á meðal gesta í þetta skiptið eru Papa Roach og Justin Timberlake. Spennandi verður að sjá hvort næsta smáskífa nær viðlíka vinsældum og óhætt að segja að sumir blómstri greinilega seint en þá bara betur! Sjóðheitt! Black Eyed Peas Hipp-popp með boðskap. NÝBYLGJUSVEITIN Sebadoh heldur tónleika á Grand Rokk í kvöld. Leiðtogi sveitarinnar er Lou nokkur Barlow, ein af kan- ónum bandarískrar neðanjarð- artónlistar. Morgunblaðið spurði hann nokkurra laufléttra spurn- inga vegna heimsóknarinnar. Hvers vegna Ísland? „Hann Ajay, hljóðmaðurinn okkar og túrskipuleggjari, vinnur líka með múm. Við (Sebadoh) settum upp lítinn túr um Bret- land og Holland og hann vildi endilega að við myndum kíkja til Íslands í leiðinni. Við settum okk- ur því í samband við múmkrakk- ana og þeir græjuðu þetta fyrir okkur.“ Hefurðu komið hingað áður? „Nei. Þannig að ég er dálítið spenntur verður að viðurkenn- ast.“ Verðið þið hérna lengi? „Ja…svona tvo eða þrjá daga.“ Hvað hafa Sebadoh verið að gera undanfarið“ „Við höfum eiginlega ekki ver- ið starfandi band lengi. Þetta er í fyrsta skipti í þrjú ár sem við spilum saman. Þetta eru bara ég og Jason Lowenstein núna.“ Er þá von á einhverju nýju efni? „Nei (hlær). Ég og Jason búum langt í burtu frá hvor öðrum heima í Bandaríkjunum. Þannig að við getum eiginlega ekki rekið þetta band almennilega. Þessi túr er yfirskin fyrir okkur félagana svo við getum ferðast aðeins sam- an. Við erum að leika gömul og góð lög og skemmta okkur.“ Og hvernig hefur þessu verið tekið? „Vel, þetta er búið að vera mjög gott.“ Eigið þið aðdáendur um allar trissur? „Svo virðist vera (hlær) … Sumir virðast yfir sig hrifnir, syngja með og ég veit ekki hvað og hvað.“ Ertu sammála því að þú hafir skapað nýjan tónlistarstíl, það sem kallað er „lo-fi“? „Eiginlega ekki (hlær). Mér finnst ekki hægt að kalla mig ein- hvern uppfinningamann þar sem ég varð fyrir áhrifum sjálfur frá hlutum sem hægt er að kalla „lo-fi“.“ Nú varst þú í Dinosaur Jr. með J. Mascis. Hvernig var það nú eiginlega? „Ó, það var hræðilegt! Það var auðvitað fyrir löngu og við vor- um mjög ungir þá. Ég var með honum í böndum frá fimmtán ára aldri fram að tuttugu og tveggja. Við … (hikar) … við vorum mjög andfélagslegir menn. Mjög reiðir. Við tveir náðum einfaldlega aldr- ei saman. Það var ekkert mikið um stórskostleg rifrildi, við vor- um bara ekki á sömu bylgju- lengd.“ Gerir þú þér grein fyrir því að þú ert álitinn vera goðsögn í ný- bylgjuheimum? „Mér hefur verið sagt frá því en ég vil ekki trúa því (hlær). Ég vil bara halda áfram að gera tón- list og síðan má tíminn leiða í ljós hvort ég hafi gert eitthvað af viti.“ Sebadoh leikur á Grand Rokk í kvöld Tíminn dæmir Lou Barlow, leiðtogi Sebadoh. Hljómleikar Sebadoh hefjast kl. 22.00. Einnig leika Skakka- manage og DJ Zúri. Sebadoh munu einnig koma fram sama dag í 12 tónum kl. 17.00. arnart@mbl.is SAGT var frá því í fréttum Rík- isútvarpsins í gær að trommuleikari rokksveitarinnar Muse hefði lýst því yfir að sveitin væri á leið til Íslands til spilamennsku um miðjan desember. Samkvæmt fréttinni barði ungur aðdáandi sveitarinnar hér á landi hana augum á dögunum í Kaup- mannahöfn. Þar hitti hann meðlimi sveitarinnar eftir tónleikana og ræddi þar við trymbil sveitarinnar, Dominic Howard. Hann lýsti því þá yfir við aðdáandann að þeir myndu koma hignað til lands 15. desember. Vitað er til þess að nokkrir aðilar hérlendis eru að reyna að fá sveitina hingað til að spila, en síðasta plata þeirra, Absolution, hefur vakið tölu- verða athygli, fengið góða dóma og selst vel hérlendis. Enginn þessara aðila vill þó bendla sig við þær til- raunir enn sem komið er. Haft er eftir einum þeirra, sem ekki vildi láta nafns síns getið, að þetta væri allt á samningsstigi eins og staðan er núna en ávinningur af þessu hefði greinilega lekið til þeirra Muse-liða sjálfra. Jónas Kristinsson, hjá Laugardals- höll, staðfesti að fimmtudagurinn 11. desember hefði verið tekinn frá fyrir rokktónleika. Þrálátur orðrómur á kreiki Muse til lands- ins í desember? BEYONCE Knowles, Queen og Bono úr U2 ætla að taka höndum saman og halda risatónleika í Höfða- borg í Suður- Afríku til að vekja athygli á alnæm- isvandanum í Afr- íku. Tónlistarfólk eins og Anastacia, Ms Dynamite auk ýmissa afrískra listamanna munu leggja þeim lið á tónleikunum sem haldnir verða 29. nóvember. Verk- efnið nefnist 46664 en þær tölur voru einmitt númer Nelsons Mandela í yfir 18 ár er hann sat í fangelsi, en Mandela er forsvarsmaður tón- leikanna. Britney Spears, David Bowie, Pink, 50 Cent, Shakira og Paul McCartney hafa öll lýst stuðningi sínum við verkefnið, auk leikarans Robert de Niro, Bill Clin- tons og Oprah Winfrey. Geisla- og mynddiskar með efni frá tónleik- unum verða gefnir út í byrjun næsta árs … Sá fáheyrði viðburður átti sér stað á mánudag að Yusuf Islam sem einu sinni bar nafnið Cat Stevens steig á svið og spilaði á góðgerð- artónleikum í Royal Albert Hall í London. Tilefnið var að halda upp á 20 ára afmæli íslamskra barnaskóla sem hann stofnaði árið 1983. Stevens sem var afar vinsæll á áttunda ára- tugnum sneri baki við tónlistinni ár- ið 1977 eftir að hafa tekið íslamstrú. POPPkorn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.