Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FORELDRAR fá upplýsingar um vetrarfrí grunnskólanna yf- irleitt á vorin og hafa því góðan tíma til að skipuleggja í kring- um þau, segir Kristinn Breiðfjörð, skólastjóri Foldaskóla. Hann segir reynsluna af vetrarfríunum í heildina þokkalega. „Við höfum reynsluna frá því í fyrra, hún var margþætt en ef maður ætti að gefa einhverja heildareinkunn mundi ég segja að hún hefði verið alveg þokkaleg en það er greinilegt að það er ákveðinn byrjendabragur á þessu, fólk er ekki búið að átta sig á þessu og farið að reikna með því í sínu fjölskyldulífi. Einhverjir eru búnir að átta sig á þessu og nýta þetta alveg til fulls, og jafnvel dæmi um að fólk vilji fá lengra frí ef það er að fara eitthvað með börnin. Svo eru aðrir sem hafa lent í vanda- málum við að fá gæslu,“ segir Kristinn. Vetrarfríið virðist nýtast fjölskyldunum mjög misvel, segir Kristinn. Hann segir að einhverjir fari í ferðir, ýmist innan lands eða utan. Einnig hafi hann heyrt af því að krakkar fari í heimsóknir til ættingja, út á land eða til útlanda. Að festa sig í sessi „Ég held að það sé ekki nokkur vafi að þetta er komið til að vera, það er bara spurning hvernig skólarnir og foreldrar laga sig að þessu, og eins fyrirtækin. Þetta æt af þessum venjulega takti okkar og við fö á veturna til hvíldar.“ Að sögn Kristins er óvíst að það sé got milli skóla. „Hér í Reykjavík var það ger yfirvöldum, og þau fengu gagnrýni fyrir þeir skipulegðu þetta. Þær raddir þögnu vissu leyti er þægilegt að hafa þetta á sam segir þó að það gæti valdið vandamálum skólarnir gæfu vetrarfrí á sama tíma, en yrði ekki mikið öðruvísi en það er nú veg september. Foreldrar að verða v Þetta skólaár er það þriðja þar sem te ilsstaðaskóla, og foreldrar því að verða v urlaug Jónasdóttir, aðstoðarskólastjóri í „Ég held að það sé komin góð reynsla farnir að stíla upp á að nota fríið ef þeir æ um á þessum tíma.“ Sigurlaug segir að v þokkaleg, enda umhverfið á Egilsstöðum Reynsla skóla af vetrarfrí G ÚSTAF Adolf Skúlason, forstöðu- maður hjá Samtökum atvinnu- lífsins, segir að það sé ekki komin mikil reynsla á vetrarfríin, en þau valdi óneitanlega mikilli röskun og óþægindum á mörgum vinnustöð- um. Hann segir að þetta komi óneitanlega verst við fyrirtæki sem eru með mikið af ungu fólki í þjónustustörfum, svo sem banka og tryggingafélög. Hann segir ljóst að vetrarfríin bitni frekar á konum en körlum á vinnumarkaðnum: „Þó svo að það eigi ekki að vera þannig, og sé sem bet- ur fer að breytast, þá er það samt ennþá veru- leikinn að konur bera meiri ábyrgð á heim- ilunum. Þess vegna lendir það frekar á konum að missa úr vinnu vegna þessara daga.“ Gúst- af segir þetta eitt af þessum dæmigerðu atrið- um sem stuðla að tekjumuni kynjanna. Vetrarfrí í grunnskólum Reykjavíkur hafa nú verið samræmd af Fræðsluráði Reykjavík- ur og eru dagana 30. október til 3. nóvember, í þeim skólum sem taka vetrarfrí yfirleitt. Gústaf segir að hafa mætti meira samráð um vetrarfríin við Samtök atvinnulífsins. „Það kann vel að vera að það sé heppilegt að sam- ræma þessa daga. Við höfum lýst okkur reiðu- búna til að koma á einhverju samstarfi eða samráði um þetta fyrirkomulag. Við höfum gert athugasemdir við að fræðsluyfirvöld ákveði einhliða hvernig þetta á að vera. Kannski er ástæða til að stuðla að almennri orlofstöku tiltekna daga svo menn séu viðbún- ir þessu, en eins og staðan er í dag hefur ekki verið talað við okkur um þetta.“ Það virðist mismunandi eftir fyrirtækjum hversu mikil áhrif vetrarfríið hefur á rekst- ur. Sigþrúður Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri starfsmannasviðs hjá Lands- virkjun, segir að ekki megi missa sjónar á því að vetrarfrí séu góð fyrir bæði börn og foreldra, og vinnuveitendur verði að reyna að laga sig að breyttum aðstæðum. „Það tek- ur kannski samfélagið svolítinn tíma að venj- ast þessu, þetta er svo nýtt.“ Hjá Landsvirkjun starfa um 175 manns á höfuðborgarsvæðinu, og allt að helmingur þeirra er með börn á grunnskólaaldri, segir Sigþrúður. „Við erum hlynnt sveigjanleika og viljum gjarnan gefa starfsfólki sem þarf að taka sér frí tækifæri til að vinna þau af sér. En það er bara ekki alltaf hægt að gera það.“ Sigþrúður segir að ein hugmynd sé hvort íþróttafélögin gætu ekki verið með ein- hverja starfsemi á þessum dögum, svipað og gert er með ýmsum námskeiðum yfir sum- artíman. Íslandsbanki er eitt af þeim fyrirtækjum sem hafa fundið illa fyrir vetrarfríum, jafnt sem sta um grun ir, fræð bankanu sé ekki h ef öllum gefið frí Bank heilsusk bekk í munu b og sjúkr tals er u andi fríd arsvæði mismun hér sé u haldið r Herd valinu v öllum fr foreldra viljum t ekki get og liðið stað. Vi ur út á Vetrarfrí í grunnskólum hefjast víð Skoðanir er Vetrarfrí eru fyrirhuguð í fjölmörgu unni. Sumir vinnuveitendur hafa gag segja þetta eðlilega þróun. Brjánn Jó BIÐ ALDRAÐRA EFTIR HJÚKRUNARRÝMI Talsvert vantar upp á að hægt sé aðanna þörfinni fyrir hjúkrunar-rými fyrir aldraða á landinu. Í september biðu samtals 463 aldraðir eftir hjúkrunarrými að því er fram kom í máli Jóns Kristjánssonar heilbrigðis- ráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í upphafi mánaðar. Þar af voru 390 aldr- aðir í mjög brýnni þörf fyrir hjúkrunar- rými. Í samtali við Morgunblaðið 12. október sagði heilbrigðisráðherra að töluvert átak hefði verið gert til þess að bæta úr þessu ástandi og meðal annars hafi verið samþykkt á fjáraukalögum að verja 500 milljónum króna til öldrunar- mála. Hann sagði þó að enn væri langt í land í þessum efnum og ljóst væri að það markmið heilbrigðisáætlunar að biðtími eftir hjúkrunarrými verði ekki lengri en þrír mánuðir næðist ekki í bráð. Reyndar er ekki nóg með að það markmið muni ekki nást í bráð – það hefur verið að fjarlægjast. Í grein, sem Ólafur Örn Arnarson læknir skrifar í Morgunblaðið á mánudag, vitnar hann í tölur, sem fram komu á Lýðheilsuþingi þess efnis að á fyrstu tveimur árum heil- brigðisáætlunarinnar hefði biðtíminn lengst úr 270 dögum í tæplega 300 daga. Ólafur Örn gerir biðlista aldraðra að umtalsefni í grein sinni: „Hér er um að ræða aldrað fólk sem komið er nálægt ævilokum. Það á í flestum tilfellum eftir að lifa í nokkra mánuði eða ár. Þetta fólk hefur flest búið hér á landi mestalla sína tíð, átt sinn þátt í að byggja upp þetta þjóðfélag sem í dag er talið meðal þeirra ríkustu í heimi. Það hefur því áunnið sér ótvíræðan rétt til að fá við- unandi þjónustu þennan síðasta tíma ævinnar. Að bjóða þessu fólki upp á bið í 300 daga er einfaldlega hreint hneyksli og engan veginn sæmandi siðmenntaðri þjóð.“ Það er óhætt að taka undir þessi orð, en skortur á hjúkrunarrýmum kemur sér einnig illa á öðrum sviðum. Um þessar mundir bíða um 150 einstakling- ar, sem lokið hafa meðferð á Landspít- ala – háskólasjúkrahúsi, á legudeildum eftir varanlegri vistun utan spítalans og eru það um 50% fleiri en verið hefur undanfarin ár. Bíða margir þessara sjúklinga eftir plássi á dvalar- og hjúkr- unarheimilum fyrir aldraða, en þarna er einnig um að ræða ungt fólk, sem lent hefur í alvarlegum slysum eða veikind- um, og geðfatlaða einstaklinga. Þegar Jóhannes M. Gunnarsson, framkvæmdastjóri lækninga á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi, var spurð- ur um þetta sagði hann að eyða mætti nánast öllum biðlistum eftir aðgerðum á spítalanum ef þessi legupláss væru til- tæk: „Við höfum skurðstofurnar tilbún- ar og fasti kostnaðurinn er sá sami þótt við fjölgum aðgerðum.“ Í máli Jóhann- esar kom einnig fram að notkun á sjúkrarúmum spítalans væri mun dýr- ari en pláss í varanlegri vistun utan sjúkrahússins og að auki kæmi það sér verr fyrir sjúklinginn að liggja á sjúkra- húsi en í viðeigandi umhverfi. Hér er komin upp alvarlega staða og það er óskiljanlegt hvað býr á bak við það að sett er markmið um að bið eftir hjúkrunarrými verði ekki lengri en 90 dagar þegar biðtíminn er í raun að lengjast. Það verður að bregðast fljótt við og fjölga hjúkrunarrýmum þannig að bráðveikt fólk fá tilhlýðilega umönn- un. EINELTI OG ÁBYRGÐ FORELDRA Í frétt á forsíðu Morgunblaðsins sl.sunnudag sagði frá því að börnum með einhvers konar þroskafrávik væri hættara en öðrum við því að lenda í einelti. Fram kemur að samkvæmt nið- urstöðum norrænnar könnunar, sem náði til um 10.000 barna, lendi 27% barna með þroskafrávik í einelti, sam- anborið við um 14% annarra barna. Börn sem eru ofvirk, með geðraskanir eða eiga við offituvanda að stríða eru í mestri hættu að verða lögð í einelti. Ummæli Jóns Páls Hallgrímssonar, ráðgjafa hjá Regnbogabörnum, hljóta að vekja fólk til umhugsunar, en hann segir í fréttinni að það sé eins og Ís- lendingar séu ekki umburðarlyndir gagnvart einhverju sem sé öðruvísi. Það megi rekja beint til samskipta- hátta fullorðins fólks. „Í staðinn fyrir að þjappast saman og vera góð hvert við annað þá er fólk umtalsillt og bregst jafnvel illa við ef einhverjum gengur vel. Þetta smitar út frá sér og til barnanna,“ segir Jón Páll. Það liggur auðvitað í augum uppi að það hvernig fullorðna fólkið talar um aðra og kemur fram við aðra hefur mikil áhrif á hegðun barnanna. For- eldrar geta ekki varpað ábyrgðinni á að hindra að börnin þeirra taki þátt í að leggja önnur í einelti yfir á t.d. skólann eða yfirvöld. Ábyrgðin liggur hjá þeim sjálfum, fyrst og síðast. Ann- ars vegar þurfa foreldrar að vera börnum sínum fyrirmynd í umtali sínu um annað fólk. Hins vegar þurfa þeir að vera vakandi fyrir því, t.d. í sam- skiptum sínum við kennara, hvort það geti verið að barnið þeirra sé gerandi í eineltismálum, ekkert síður en fyrir því hvort það gæti verið þolandi. Á heimasíðu Regnbogabarna, regnboga- born.is, er að finna nokkur góð ráð frá Heimili og skóla um hvernig foreldrar eigi að bregðast við komi í ljós að barnið þeirra leggi önnur í einelti. Þar er m.a. bent á hversu mikilvægt sam- starf við skólann sé og að börnin viti að foreldrar verði í sambandi við kenn- ara og fylgist með því hvernig gengur að vinna bug á eineltinu. „Reiði og skammir duga skammt. Það er árangursríkara að setjast niður og ræða málin. Skýra þarf út fyrir barninu að það er alveg ólíðandi að særa aðra, bæði líkamlega og andlega. Barnið þarf að skilja að maður ræðst ekki á minnimáttar, slíkt er ómann- úðlegt,“ segir á síðu Regnbogabarna. „Gott er að fá barnið til að setja sig í spor þolenda og ímynda sér hvernig þeim líður. Þannig eflum við sam- kennd barnsins með öðrum. Ræðið hvernig barnið geti bætt fyrir hegðun sína og hvernig hægt væri að láta þol- andanum líða betur í skólanum.“ Síðast en ekki sízt segir í ráðlegg- ingum Regnbogabarna: „Ræðið um virðingu og umburðarlyndi gagnvart öðrum. Skoðið eigin hegðun og hegðun annarra í fjölskyldunni.“ Þekking á þroskafrávikum af ýmsu tagi hefur farið mjög vaxandi og margs konar fræðsla og upplýsingar standa fólki til boða. Það er þyngra en tárum taki ef börn, sem eru svolítið öðruvísi en önnur, eiga nánast óbæri- lega æsku vegna fáfræði, hugsunar- leysis eða samskiptaleysis á heimilum annarra. Hvert og eitt okkar á í þessu tilliti að gæta bróður síns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.