Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 13 STJÓRNVÖLD í Íran lýstu í gær yfir, að þau ætluðu að hafa „fullt samstarf“ við eftirlitsmenn IAEA, Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinn- ar, og hefðu engar áætlanir um smíði kjarnavopna. Kom þetta fram í yfir- lýsingu þeirra og utanríkisráðherra Bretlands, Frakklands og Þýska- lands. Á sameiginleg heimsókn ráð- herranna í Íran sér ekkert fordæmi og hefur hún og árangur hennar vak- ið mikla athygli. Í yfirlýsingunni segir, að Írans- stjórn stefni að samningum um öll deiluefni við IAEA og vilji vinna að auknu trausti og aukinni samvinnu um friðsamlega nýtingu kjarnork- unnar. Þá ætlar hún að undirrita alla samninga þessu viðkomandi. Í yfir- lýsingunni segir ennfremur: „Þótt Íransstjórn hafi rétt til að nýta kjarnorku í friðsamlegum til- gangi, svo fremi það fari ekki í bága við samninginn um bann við út- breiðslu kjarnavopna, þá ætlar hún að eigin frumkvæði að hætta að auðga úran og allri endurvinnslu geislavirkra efna.“ Tilvísan til kjarnorku- vopna Ísraela Fyrir sitt leyti viðurkenna Bretar, Frakkar og Þjóðverjar rétt Írana til að nýta kjarnorku í friðsamlegum til- gangi og lýsa yfir, að tilgangurinn með skyndiheimsóknum eftirlits- manna IAEA sé ekki að grafa undan fullveldi, þjóðlegri virðingu eða ör- yggi Írana. Segja þeir einnig, að standi Íranir að fullu við þetta sam- komulag, muni þeir fá betri aðgang að nútímatækni og búnaði. Í viðræðunum vöktu Íranir athygli á því, að á þeim stæðu öll spjót á sama tíma og þagað væri þunnu hljóði um kjarnorkuvopnabirgðir Ísraela. Komu utanríkisráðherrarn- ir til móts við þessar athugasemdir með því að lýsa yfir, að þeir vildu vinna með Írönum að öryggi og stöð- ugleika og berjast fyrir „upprætingu gereyðingarvopna í öllum Mið-Aust- urlöndum“. Í yfirlýsingunni segir ekkert um það hvenær Íransstjórn ætlar að fallast formlega á kröfur IAEA en evrópsku ráðherrarnir sögðust telja, að það yrði gert fyrir 31. þessa mán- aðar. Þá rennur út sá frestur, sem IAEA gaf henni til að sýna fram á, að hún hefði engar áætlanir um smíði kjarnorkuvopna. Harðlínumaðurinn Hassan Rohani, formaður hins valdamikla öryggisráðs í Íran, sagði hins vegar, að líklega yrði það ekki fyrr en um 20. nóvember og hann bætti við, að ákvörðunin um að hætta auðgun úrans yrði endurskoðuð ef þjóðarhagsmunir krefðust þess. Evrópsku utanríkisráðherrarnir, þeir Jack Straw, Dominique de Villepin og Joschka Fischer, fögn- uðu samkomulaginu í gær sem mik- ilvægum áfanga í átt að stöðugleika í heimshlutanum og Mohammad Khatami, forseti Írans, fagnaði sér- staklega komu ráðherranna og sagði, að hún sýndi, að Evrópuríkin vildu eiga eðlileg samskipti við Íran. Bandaríkjastjórn fagnar Sagt er, að heimsókn ráðherranna í Íran hafi verið að frumkvæði IAEA og hafi þeir átt í leynilegum viðræð- um við Íransstjórn í nokkurn tíma. Viðbrögð Bandaríkjastjórnar við tíðindunum frá Íran voru fremur varfærnisleg en Scott McClellan, talsmaður Bandaríkjaforseta, sagði yfirlýsingu Írana fagnaðarefni. Mestu skipti þó, að efndirnar yrðu í samræmi við hana. AP Khatami Íransforseti (t.h.) hlýðir á breska utanríkisráðherrann Straw. Með þeim er formaður öryggisráðs Írans. Heita fullu samstarfi í kjarnorkumálum Teheran. AP, AFP. ÁKVÖRÐUN Íransstjórnar um að verða við kröfum IAEA, Alþjóða- kjarnorkumálastofnunarinnar, er sigur fyrir evrópska utanríkis- stefnu og boðar gott fyrir annað frumkvæði Evrópusambandsríkj- anna, ESB, á þeim vettvangi. Er það mat franskra fréttaskýrenda. Fréttaskýrendur benda á, að samskipti Írana og Bandaríkja- manna séu mjög stirð og hafi versn- að um allan helming er George W. Bush Bandaríkjaforseti kallaði Íran eitt af „öxulveldum hins illa“. Frumkvæði Evrópuríkjanna sé hins vegar alls ekki í andstöðu við stefnu Bandaríkjanna, heldur bæti hana upp og geti átt þátt í brúa það bil, sem myndast hefur milli þeirra vegna Íraksstríðsins. Árangur stóru ESB-ríkjanna „Evrópa hefur kvatt sér hljóðs á alþjóðavettvangi og í Mið-Austur- löndum,“ sagði Dominique Moisi hjá IFRI, franskri alþjóðamála- stofnun. Sagði hann að evrópska aðferðin einkenndist af varfærni og styngi í stúf við þá bandarísku, sem oft væri stál í stál. Þær ættu þó að geta þrifist hlið við hlið. Fréttaskýrendur benda líka á, að ESB hefði aldrei náð þessum ár- angri í Teheran ef öll 15 aðildar- ríkin hefðu verið með í ráðum. Hann væri að þakka samstarfi stóru ríkjanna þriggja. Evrópskur sigur í utan- ríkismálum París. AFP. „ÁSTANDIÐ er alltaf að versna. Það er alveg klárt mál að ríkisstjórn Sharons hefur það að markmiði að reyna að þrengja meira og meira að lífsskilyrðum Palestínumanna með öllum mögulegum ráðum. Aðskiln- aðarveggurinn er bara nýjasta dæmið um það,“ sagði Viðar Þor- steinsson í samtali við Morgun- blaðið, en hann er nýkominn frá Pal- estínu eftir rúmlega tveggja vikna veru þar sem hann starfaði með al- þjóðlegu samtökunum ISM (Inter- national Solidarity Movement). Þetta er í annað skiptið sem Viðar, sem er varaformaður félagsins Ís- land-Palestína, dvelur í Palestínu, en hann var þar í fyrra sinni fyrir um átján mánuðum, vorið 2002. Kom í höfuðstöðvar Arafats Viðar sagði að hann hefði farið til Palestínu nú til þess að taka þátt í ólífuuppskerunni í landinu, en það hefði þó æxlast þannig að hann hefði dvalið nokkra daga í forsetahöllinni í Ramallah. Hann hefði hins vegar að- allega dvalið í litlum þorpum til að taka þátt í ólífuuppskeru, þ.á m. einu sem héti Jayyous. Þorpið væri þann- ig í sveit sett að hinn nýi aðskiln- aðarveggur Ísraela skildi að þorpið frá ólífuökrunum og jörðum bænd- anna að stærstum hluta. Á múrnum eða veggnum væru hlið en stað- reyndin væri sú að hliðin væru oftast lokuð og ef þau væru opin þá væru þau opin á tímum sem hentuðu ekki þeim sem þyrftu að fara um þau. Að sögn Viðars var þann 8. októ- ber efnt til aðgerða til að mótmæla þessu ástandi og þá hefði hliðið verið brotið upp. Fjölmargt fólk úr þess- um alþjóðlegu samtökum og öðrum alþjóðlegum og ísraelskum hreyf- ingum hefði verið þarna til að styðja við bakið á Palestínumönnum í þess- um aðgerðum og þetta hefði endað með táragasárás hersins og hand- tökum þrátt fyrir að þetta hefði allt farið friðsamlega fram af hálfu mót- mælenda. Viðar sagði að þessi alþjóðlegu samtök, ISM, hefðu verið stofnuð þegar seinni Intifada-uppreisnin hófst, en svo kalla Palestínumenn uppreisnina gegn Ísraelum sem staðið hefur yfir síðan haustið 2000. Tilgangur þeirra væri að taka þátt í baráttu Palestínumanna gegn her- náminu með friðsömum aðgerðum. Varaformaður félagsins Ísland-Palestína var á vettvangi „Ástandið er alltaf að versna“ Viðar Þorsteinsson tínir ólífur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.