Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ HÓPUR vísindamanna undir stjórn ástralskra stjarnfræðinga hefur fundið fjarlægar stjörnuþokur sem vísindamennirnir segja að veki efa- semdir um kenningarnar um upphaf og þróun alheimsins, að sögn fréttavefjar CNN í gær. Hópurinn notaði stjörnusjónauka í Chile og Ástralíu og fann stjörnu- þokur sem eru í um það bil 10.800 milljón ljósára fjarlægð frá jörðu, að því er fram kom í yfirlýsingu frá rannsóknadeild Australian National University í stjörnufræði og stjarn- eðlisfræði. Þar sem ljósið fer 9,5 billjónir kílómetra á einu ljósári sáu vísinda- mennirnir stjörnuþokurnar eins og þær voru fyrir 10,8 milljörðum ára, að því er CNN hefur eftir vísinda- mönnunum. Talið er að alheimurinn hafi myndast í Stóra hvelli um það bil þremur milljörðum ára áður – fyrir um 13,7 milljörðum ára – þannig að uppgötvun vísindamann- anna getur gefið vísbendingar um hvað gerðist í alheiminum þegar aldur hans var aðeins fimmtungur af núverandi aldri hans samkvæmt kenningunum. Þrjátíu og sjö björtustu stjörnu- þokurnar á þessu fjarlæga svæði í alheiminum fundust, meðal annars dulstirni, en líklega skipta stjörnu- þokurnar þúsundum í sama strengnum, að sögn Pauls Francis, sem stjórnar rannsókn vísinda- mannanna. Í engum af þeim tölvuhermilíkön- um sem búin hafa verið til er gert ráð fyrir því að svo stór strengur stjörnuþokna hafi getað myndast svo snemma eftir að alheimurinn varð til samkvæmt núverandi kenn- ingum um þróun hans. Francis seg- ir að stjarneðlisfræðingar þurfi því að endurskoða kenningar sínar um upphaf alheimsins. Geimvísindastofnun Bandaríkj- anna, NASA, og Australian Nation- al University í Canberra stóðu straum af kostnaðinum en vísinda- mönnunum var ekki leyft að nota stjörnusjónauka í Bandaríkjunum þar sem margir þarlendir stjarn- fræðingar höfðu ekki trú á því að rannsóknin bæri árangur og töldu það ómögulegt af tæknilegum ástæðum, að sögn áströlsku vísinda- mannanna. Stjörnuþokur vekja spurn- ingar um Stóra hvell Reuters Stjörnuþokan NGC 4603 séð í gegnum Hubble-geimstjörnusjónauka NASA. Fundur hóps stjarnfræðinga á fjarlægum stjörnuþokum kann að kalla á endurskoðun kenninga um upphaf alheimsins. Vísindamenn fundu mjög fjarlægar stjörnuþokur PAUL Martin, nýr forsætisráðherraKanada, hefur ekkert verið að tví-nóna við hlutina; hann er búinn aðstokka rækilega upp í ríkisstjórn-inni, frysta öll ríkisútgjöld til að koma í veg fyrir fjárlagahalla og kynna ýmis ný stefnumál. Atorkusemin þarf þó kannski ekki að koma á óvart, Paul Martin er búinn að bíða þess í mörg ár að taka við af hinum þaulsetna Jean Chretien sem forsætisráðherra. Martin er fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada. Hann var áður náinn samstarfsmaður Chretiens en síðan slettist upp á vinskapinn og hann vék úr stjórn. Í nóvember var hann valinn til að taka við af Chretien sem leiðtogi Frjáls- lynda flokksins og 12. desember sl. tók hann við sem forsætisráðherra. Gefa fyrstu dagar hans í embætti til kynna að hann vilji draga skýra línu milli sinnar stjórnar og þeirrar sem forveri hans fór fyrir. Chretien hafði fyrir margt löngu tilkynnt brotthvarf sitt úr framlínu kanadískra stjórn- mála. Hann sat í forsætisráðherrastólnum í tíu ár, var öllu lengra til vinstri en Martin og virt- ist undir það síðasta hreinlega gangast upp í því að andmæla stefnu bandarískra stjórn- valda. Hann beitti sér t.a.m. fyrir lagasetningu er felur í sér að ekki mun lengur vera ólöglegt að eiga kannabisefni og þá hafa verið sett lög sem heimila hjónabönd samkynhneigðra. Skýrasta dæmið tengist þó Íraksstríðinu. Chretien var á móti innrás Breta og Banda- ríkjamanna og lá ekki á þeim skoðunum sínum. Paul Martin segist fyrir sitt leyti hafa verið sammála því að Kanada ætti ekki að taka þátt í herförinni í Írak. Hann telur hins vegar að fara hefði mátt fínna í hlutina þegar afstaða Kan- adastjórnar var kynnt. „Vandinn fólst í því hvernig Kanada kom afstöðu sinni til skila [...]. Þó að við værum ekki sammála ákvörðun Breta og Bandaríkjamanna þá eru vinasambönd okk- ar við þessar þjóðir sterk og djúpstæð.“ Martin tekur fram að hvað varðar breyting- ar á eiturlyfjalöggjöfinni sé ekki um það að ræða að verið sé að lögleiða maríjúana. „Við er- um bara að segja að það sé ekkert vit í því að ung manneskja, sem tekin er með lítið magn, sé á sakaskrá það sem eftir er. Við erum að tala um að beita frekar sektum. Það kynni að vera líklegra til að hafa fyrirbyggjandi áhrif.“ Heilbrigðismál á forgangslista Martin skipaði tuttugu nýja ráðherra í rík- isstjórn þegar hann tók við fyrir þremur vikum en alls sitja 39 í stjórn hans. Að auki fengu að- eins örfáir þeirra, sem sitja áfram í stjórn, að halda þeim embættum, sem þeir höfðu undir það síðasta hjá Chretien. Er því óhætt að segja að Martin hafi stokkað upp í stjórn Frjálslynda flokksins. Martin er ósammála þeim sem segja að sú frysting útgjalda, sem hann hefur fyrirskipað, þýði að hann hafi tekið upp á sína arma stefnu- mál íhaldsmanna. „Ég tel það ekki hægri stefnu þó að menn sýni forsjálni í fjármálum og reyni að tryggja að ekki sé halli á ríkissjóði,“ segir Marin. „Ég tel það einfaldlega skynsam- lega stjórnarstefnu. Forgangsmál okkar eru heilbrigðismálin, betri menntun og að tryggja að Kanada leiki hlutverk á heimsvísu við að takast á við þá misskiptingu sem hefur fylgt al- þjóðavæðingunni.“ Martin mun þurfa að fara varlega í tilraun- um sínum til að bæta samskiptin við stjórnvöld í Washington enda er Kanadamönnum afar illa við að virka sem taglhnýtingar hins volduga nágranna í suðri. „Það ætti enginn að líta á vin- áttutengslin sem sjálfgefin, hvorki hér né í Bandaríkjunum,“ segir Martin. „Forsætisráð- herra Kanada mun verja kanadíska hagsmuni. Það hlýtur að vera mitt meginverkefni. En ég tel að þetta megi gera á uppbyggilegan hátt.“ Kanada í forystuhlutverki Martin vill sem fyrr segir að Kanada leiki stórt hlutverk í því verkefni að hjálpa íbúum fá- tækra ríkja að takast á við afleiðingar alþjóða- væðingar. Hefur hann heitið því að tryggja þeim sem þjást af alnæmi, malaríu eða berkl- um í þróunarlöndunum aðgang að nauðsynleg- um lyfjum. „Hvað varðar baráttuna gegn fá- tækt, vandamálin er tengjast flutningum flóttafólks, útbreiðslu sjúkdóma, þá þurfum við að gera meira en bara tala um heimsþorpið svokallaða, við þurfum að takast á við þau vandamál sem þar blasa raunverulega við,“ segir Martin. „Við þurfum að horfast í augu við að sumir hlutir koma öllum mönnum við. Að það sé siðferðilega óviðunandi að fólki sé ekki tryggður aðgangur að góðum lyfjum. Kanada hefur tekið forystu hvað þessi mál varðar.“ Martin tekur til hendinni Nýr forsætisráðherra stokkar rækilega upp í ríkisstjórn Kanada og fyrirskipar að útgjöld ríkisins skuli fryst Toronto. The Washington Post. ’ Ég tel það ekki hægristefnu þó að menn sýni forsjálni í fjármálum og reyni að tryggja að ekki sé halli á ríkissjóði. ‘ Reuters Paul Martin, nýr forsætisráðherra Kanada, hefur stokkað rækilega upp í ríkisstjórn sinni. Hann hefur m.a. skipað 20 nýja ráðherra, auk þess sem aðeins örfáir fengu að halda þeim embættum sem þeir höfðu undir stjórn Chretien. MARGT bendir til þess að Banda- ríkjamenn muni draga brynsveitir sínar frá Þýskalandi þegar hafist verður handa við að endurskipu- leggja uppbyggingu bandaríska heraflans um heim allan, en hvorki hafa verið teknar endanlegar ákvarðanir, né tilgreindar ákveðnar sveitir, herstöðvar eða tímasetningar, að því er Paul Swiergosz, talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins, sagði á föstudag. Dagblaðið Wall Street Journal greindi frá því að Douglas Feith, helsti ráðgjafi varnarmálaráðu- neytisins, hefði sagt þýskum emb- ættismönnum í desember að bryn- sveitir yrðu kvaddar á braut 2005 og 2006. Swiergosz sagði að Marc Grossman, aðstoðarutanríkisráð- herra, hefði rætt við Þjóðverja í desember, en ekki Feith, og hvorki hefði verið talað um dagsetningar né fjölda hermanna. „Hann sagði að verið gæti að eitthvað af bryn- sveitunum færi, það er líklegt,“ sagði Swiergosz. „En hann nefndi ekki ákveðnar herstöðvar, her- deildir eða tímasetningar.“ 70 þúsund bandarískir hermenn eru í Þýskalandi, fleiri en í nokkru öðru Evrópuríki. Þar á meðal er fyrsta bryndeildin og fyrsta land- deildin, um 30 þúsund hermenn, sem nú eru staddar í Írak. Swier- gosz og aðrir háttsettir embætt- ismenn í varnarmálaráðuneytinu sögðu að Bandaríkjamenn væru enn að ráðfæra sig við bandamenn vegna endurskoðunar á staðsetn- ingu Bandaríkjahers og engar ákvarðanir hefðu verið teknar. Talsmaðurinn sagði að sérstakar viðræður færu nú fram við Tyrki um afnot af Incirlik flugherstöðinni til að flytja hermenn til og frá Írak, en í þeim efnum hefðu heldur ekki verið teknar neinar ákvarðanir. Ronald Foglesong, herforingi í flughernum, sagði hins vegar við blaðamenn í liðinni viku að flugher- inn hefði undanfarið notað Incirlik- stöðina fyrir eldsneytis- og birgða- vélar á leið til og frá Írak. Fogle- song var nýverið í Írak til viðræðna um þessi mál og sagði hann að Bandaríkjamenn vildu einnig hafa aðgang að æfingasvæð- um í Tyrklandi. Bandaríkjamenn ítreka að end- urskipulagning herjanna muni taka nokkur ár, en markmiðið er að her- aflinn sé í stöðu til að bregðast við með hraði hvar sem er í heiminum. Fremur en að halda í brynsveitir á borð við þær sem stóðu gráar fyrir járnum á sléttum Evrópu and- spænis Sovétmönnum í kalda stríð- inu er hugmyndin að notast við hersveitir, sem hafi bækistöðvar í Bandaríkjunum, en skiptist á að fara til herstöðva í Austur- og Suð- ur-Evrópu þar sem þær verði nær stöðum þar sem búast megi við ólgu. Þó megi búast við því að stór- ar miðstöðvar verði áfram í Evr- ópu. Foglesong benti á það að Bandaríkjamenn væru um þessar mundir að leggja mikið fé í fram- kvæmdir við flugherstöðina í Ram- stein og Spangdahlem í Þýska- landi. „Ég get ekki ímyndað mér að við séum að fjárfesta meira í nokkurri annarri flugherstöð á þessari stundu,“ sagði hann. Hann sagði að meðal annars yrði herstyrkurinn í Evrópu metinn út frá því hvað hann gæti brugðist hratt við í bráðatilviki og benti á að dýrara væri að flytja herafla frá Bandaríkjunum, en hafa hann nær vettvangi. Foglesong dró í efa að dregið yrði meira úr styrk orrustu- flugsveita en orðið væri. Á áratug hefði þeim fækkað úr 12 í tvær og hálfa. Hins vegar hefur AFP eftir háttsettum embættismanni í sjó- hernum að svo geti farið að banda- ríski sjóherinn flytji allar sínar að- gerðir í Evrópu undir hatt höfuðstöðva sjötta flotans á Ítalíu. Líklegt að brynsveit- ir fari frá Þýskalandi Washington. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.