Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 53 ✝ Gunnar SalomonPétursson fædd- ist á Ísafirði 16. októ- ber 1921. Hann lést 19. desember síðast- liðinn á elliheimilinu Grund. Foreldrar hans voru hjónin Sveinbjörg Sigfús- dóttir og Pétur Hoff- mann Salómonsson sem bæði eru látin. Gunnar var næst elstur 10 alsystkina, tvö systkinanna dóu í æsku. Þau sem kom- ust til aldurs voru Margrét, f. 25. ágúst 1920, d. 30. nóvember 1993, Elín, f. 4. nóvem- ber 1926, giftist til Ameríku og dó þar í maí 1987, Nanna Lárensína, f. 1. júní 1928, Pétur, f. 19. júní 1929, Hörður, f. 7. mars 1931, Margot, f. 3. ágúst 1933, hún ólst upp hjá móðursystur sinni í Danmörku og hennar manni og Svava, f. 23. desem- ber 1934. Gunnar kvæntist 22. júní 1946 Svan- laugu Löve, f. 8. maí 1919, d. 30. apríl 1987. Þeim varð ekki barna auðið. For- eldrar hennar voru Jónína Jónsdóttir og Sófus Karl Löve. Þau eru bæði látin. Útför Gunnars var gerð 7. jan- úar, í kyrrþey að ósk hins látna. Gunnar Pétursson ólst upp hér í Reykjavík, reyndar sem unglingur frá 12 ára aldri til 18 ára. Hann var, eins og títt var um unga menn á þeim árum í sveit og var hann á Svarfhóli í Miklaholtshreppi á þess- um uppvaxtar árum sínum. Eign- aðist hann þar marga vini og kunn- ingja sem voru honum kærir alla tíð. Oft hafði hann orð á ábúendunum á Borg. Borg í Miklaholtshreppi var í þá daga höfðingjasetur og er kannski enn. Mörg systkini voru þar á svipuðum aldri og Gunnar og eins á bæjunum í kring. Þau sóttust mjög til samveru. Gunnar hafði sterkar taugar til sveitarinnar alla tíð. Hann hóf störf hjá Sænska frysti- húsinu 1942, þar sem Seðlabanki Ís- lands stendur nú. Þar eignaðist hann marga vini sem hann minntist oft á. Í byrjun sumars 1944 var ákveðið að hann hæfi nám í múr- verki og átti að byrja ákveðinn dag. Þegar hann kemur heim í hádeg- ismat eins og vani var, þá hefur móðir okkar orð á því við hann að hann skuli nú bara taka sér frí frá vinnunni eftir hádegi, kveðja vinnu- félagana og búa sig undir námið sem átti að hefjast daginn eftir. En hann vildi vinna síðasta daginn. Fljótlega eftir hádegið er hann sendur með lyftu, fullri af gegn- frosnum fiskikössum, ofan af fjórðu hæð og niður. En af óþekktum or- sökum slitnar burðarvír lyftunnar og hrapar þar Gunnar með lyftunni alla leið niður á jörð. Fiskikassarnir hrundu allir þar yfir hann. Við þetta slys mölbrotnar vinstri ökli hans og þótti það ganga kraftaverki næst að hann skyldi halda lífi. Því miður varð ekkert úr námi hans. Þá átti hann í vandkvæðum með fótinn má segja meðan hann lifði. Þegar hann síðar komst á stjá keypti hann sér vörubíl og vann við vörubílaskstur í nokkur ár. Í kring- um 1950 vann hann við pípulagnir á Keflavíkurflugvelli hjá fyrirtæki sem hét Hamilton sem margir unnu hjá og muna eftir. Uppúr því hóf hann nám í pípulögnum og varð meistari í þeirri grein. Hann varð jafnvígur á múrverk og pípulagnir. Á árunum milli 1960-1970 var hann stórtækur sem byggingarverktaki, byggði fjölda húsa, íbúða og blokka. En þrátt fyrir miklar verk annir átti hann sínar frístundir sem hann reyndi að njóta. Á yngri árum var Gunnar góður skákmaður, hann hafði gaman af að spila og dansa, einnig var nokkuð glúrinn bridsspilari. Hann hafði gaman af að renna fyrir fisk og voru margar ferðir með honum, okkur bræðrunum og samferðamönnum okkar ógleymanlegar. Ég minnist þess þegar Gunnar „gleymdi“ kótil- ettunum heima sem átti að vera hans tillegg í veiðiferðina. Við vor- um orðnir svangir á heimleiðinni og hljóðir eftir því. Allt í einu segir Gunnar „stákar ég finn kótilettu- lykt“. Menn höfðu ekki mikið hug- arrými fyrir slíkt grín. En Gunnar hafði einstakan húmor. En í þetta skiptið höfðu „týndu kótiletturnar“ lent svo þétt upp að miðstöðinni aft- urí að þær voru teknar að hitna. Þær brögðuðust vel. Eitt sinn vor- um við bræður að veiða í Laxá í Að- aldal. Ég skipti um veiðisvæði en Gunnar varð eftir. Hann setur fljót- lega í fisk og gefur sér góðan tíma til að landa honum. Á sama tíma kemur til hans Heimir á Tjörn við annan mann. Heimir hefur orð á því hve góðan tíma Gunnar gaf sér við laxinn. Því næst spyr hann Gunnar, hvar fiskurinn hafi tekið. Gunnar bandar með hendinni og segir „þarna úti í straumnum“. Þá segir Heimir „Þetta er enginn tökustað- ur“. Þá svarar Gunnar „ Maður hef- ur ekkert gaman af því að veiða fiskinn þar sem maður getur gengið að honum vísum“. Aðkomumennirn- ir gengu álútir í burtu. Það eru svona augnablik sem halda minn- ingunum vakandi. Gunnar var frá- bær ferðafélagi, kátur og skemmti- legur. Hann var greiðvikinn og var fús til að liðsinna fólki sem til hans leitaði. Hann studdi Svönu konu sína vel í hennar helsta áhugamáli. Hann tók virkan þátt í stofnun og uppbyggingu Kattavinafélags Ís- lands en Svana var þar forgöngu- maður og fyrsti formaður þess fé- lags. En hug hans allan átti samt golfið. Hann kynntist fyrst golfinu sem stráklingur þegar hann fékk vinnu við að útbúa golfvöll sem var lagður nálægt þar sem nú er Íþróttavöllurinn í Laugardal. Senni- lega hefur það verið fyrsti golfvöll- urinn í Reykjavík. Það var 6 holu völlur. Ég held að hann hafi ekki verið lengi í notkun því fljótlega var farið að byggja golfvöllinn í Öskju- hlíðinni. Heimavöllur Gunnars var Golf- klúbbur Ness. Gunnar lagði töluvert til uppbyggingar og lagfæringar við að gera Nesvöllinn sem best úr garði. Á seinni árum má segja að Golfklúbbur Ness væri hans annað heimili. Hann náði góðum árangri í golfíþróttinni og vann til margra verðlauna. Hann var orðlagður sem góður púttari. Á golfvellinum átti hann sínar bestu stundir. Gunnar var kjörinn heiðursfélagi Golfklúbbs Ness. Á titildögum voru honum veittar margskonar viður- kenningar. Klúbbfélagarnir voru honum einstakir vinir og félagar. Þann tíma sem Gunnar dvaldist á Elliheimilinu Grund kom til hans maður, oftar en margur annar. Það var Kjartan L. Pálsson golffélagi. Hann kom oft færandi hendi, gaf honum golfhúfur, stundum skreytt- ar með nafni hans, sem Kristmann í Pfaff hafði útbúið. Gunnari þótti af- ar vænt um bæði heimsóknirnar og það sem þeir færðu honum. Hann hafði oft orð á þeim. Þá var hans besti vinur og samferðafélagi Sig- urjón Guðmundsson pípulagningar- maður. Þau hjón Sigurjón og Svana reyndust honum einstakir vinir. Eftir að árin færðust yfir hlúðu þau að Gunnari á þann máta sem aldrei verður fullþakkað. Gunnar dvaldi síðustu árin á Elliheimilinu Grund og naut þar góðrar aðhlynningar sem ég þakka hér. Gunnar var orðinn þreyttur mað- ur þegar hann lést, ekki endilega vegna aldurs. Hann var alla tíð hraustur maður. Fyrir fjórum árum fékk hann heilablóðfall sem dró úr honum allan mátt og vilja. Hann varð aldrei samur eftir það. Ég kveð bróður minn með sökn- uði. Hörður Pétursson. GUNNAR SALOMON PÉTURSSON Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. ✝ Sigríður EyrúnGuðjónsdóttir fæddist í Reykjavík 20. maí 1948. Hún lést á Landspítalan- um við Hringbraut föstudaginn 12. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðjón Gunn- laugsson frá Hóls- húsum í Höfnum, f. 6.2. 1886, d. 21.5. 1949 og Anna Sölva- dóttir frá Vallholti á Árskógströnd, f. 20.8. 1909, d. 4.9. 1989. Tveggja ára gömul var Sig- ríður tekin í fóstur af þeim Re- bekku Eiríksdóttur og Halldóri Kristjánssyni og ólst upp hjá þeim að Kirkjubóli í Bjarnadal í Önund- arfirði. Alsystkini Sigríðar eru Borghildur f. 16.1. 1939, Sólveig f. 24.4. 1940, Sigurður, f. 1.11. 1941, börn þeirra Magnús, f. 23.12. 1987, Katla, f. 13.5. 1988, Þóra Björg, f. 26.5. 1993, Anna María, f. 29.1. 1997, og Bjarni Sævar, f. 14.7. 2000. 3) Sólveig Jóna, f. 12.4. 1970, maður hennar var Arngrímur Atlason, f. 31.8. 1976, d. 14.2. 2001, börn þeirra eru Arngrímur Sævar, f. 13.3. 1994, Ragnheiður Kristín, f. 28.6. 1997 og Ísleifur Orri, f. 26.7. 1999. Maki og fósturfaðir barna Sólveigar er Valur Hansson. 4) Helga Guðrún, f.18.5. 1978. 5) Dóra Rebekka, f. 11.7. 1985. 6) Kristín Bessa, f. 5.8. 1991. Sigríður stundaði nám við Grunnskólann í Holti í Önundar- firði og síðar við Héraðsskólann að Reykjum í Hrútarfirði. Hún var fyrstu hjúskaparárin húsmóðir á Kirkjubóli 1971-1977. Fjölskyldan flutti það ár til Grindavíkur og bjó á Vesturbraut 1 þar í byggð. Auk húsmóðurstarfa vann Sigríður um tíma hjá Þorbirni h/f og stundaði minnkaveiðar með eiginmanni sín- um. Sigríður greindist með Parkin- sonveikina árið 1991. Útför Sigríður var gerð frá Grindavíkurkirkju 20. desember. d. 22.7. 1943, Sigurð- ur, f. 1.3. 1943, Kol- brún, f. 5.6. 1944, og Ársæll, f.5.12. 1945. Hálfsystir í móðurætt er Árný Sigríður, f. 16.4. 1950. Hálfsystk- ini í föðurætt: á lífi er Þórdís en látin eru Jón, Ari, Lovísa, Svan- fríður og Þorbjörg. Sigríður giftist 12. desember 1970 Sæv- ari Sigurðssyni verka- manni, f. í Vorsabæ í Austur-Landeyjum 15. apríl 1942. For- eldrar hans voru þau Sigríður Jónsdóttir og Sigurður Jónsson. Dætur Sigríðar og Sævars eru sex: 1) Anna Ágústa, f. 10.3. 1969, gift Heiðari Erni Sverrissyni, dóttir þeirra er Gyða Dögg, f. 2.3. 1999. 2) Guðbjörg Særún, f. 12.4. 1970, maki Þóroddur Halldórsson og Elsku mamma, þá er komið að leiðarlokum, þú ert orðinn frjáls eins og fuglinn og getur farið þínar eigin leiðir og hvert sem er, ég er fegin fyrir þína hönd að baráttuni við veikindin er lokið en ég sakna þín sárt ég get ekki lýst því með orðum. Ég get bara hugsað til baka, allar skemmtilegu stundirnar, allar veislurnar hjá ættingjum og vinum, þú fórst í þær sem flestar, það fannst þér gaman, alltaf tókstu góða skapið með þér, þú kenndir mér að það væri mikilvægara en keypt gjöf. Öll ferðalögin um landið frá því ég man eftir mér sem barn voru skemmtileg og skildu mikið eftir bæði sem skemmtun og fróð- leikur, það voru ótrúlegustu hlutir sem þú fræddir mig um landið og allt fólkið sem við kynntumst og margt af því voru vinir þínir til lokadags. Þú varst líka fróð um ætt- ingja þína og vildir kynnast þeim sem flestum. Mér er ofarlega í huga veislan sem við systurnar og pabbi héldum þér síðastliðið vor er þú varðst 55 ára og buðum nokkrum ættingjum og vinum. Þér þótti mjög vænt um það. Mér þótti gott að hafa gefið þér þá gleðistund og tekið þátt í þeirri gleði sem það gaf þér og skilur eftir í hjarta mínu ásamt mörgu öðru en nú skiljast leiðir og megi guð vernda þig og halda utan um þig sínum hlýju höndum. Þú átt að vernda og verja þótt virðist það ekki fært allt, sem er hug þínum heilagt og hjarta þínu kært. vonlaust getur það verið, þótt vörn þín sé djörf og traust en afrek í ósigrum lífsins er aldrei tilgangslaust. (Guðmundur Ingi Kristjánsson.) Með söknuð í hjarta, þín dóttir. Guðbjörg Særún. Elsku mamma mín. Það er alltaf erfitt að kveðja. Þú kvaddir okkur 12. desember, ég hefði aldrei trúað að til væru svona mörg tár sem hafa fallið niður vanga minn síðustu daga og gera enn. Að hugsa til þess að sjá þig ekki aftur og heyra ekki röddina þína er hlutur sem ég er ekki tilbúin að takast á við. En þú varst orðin svo veik og kvalin af verkjum að þú þurftir á hvíldinni að halda. Elsku mamma mín, minning- arnar um þig verða alltaf geymdar í hjarta mínu. Mamma hafði gaman af að ferðast, hún var mikið náttúrubarn, ég veit ekki um þann stað sem hún hefur ekki farið á. Síðustu ferðirnar voru 3ferðir upp á hálendið sem hún fór í sumar með fjölskyldunni. Henni leið best í ferðalögum, þau hjónin stunduðu minkaveiðar frá árunum 1971-1999. Og var þá ferðast á húsbíl með börnunum um allt landið, það var lagt af stað í maí og komið heim í ágúst. Eftir 1999 var heilsan orðin of slæm til að ferðast svona lengi. Hagmælt var hún og eru til margar vísur eftir hana sem gaman er að glugga í. Hún var alltaf fyrst til að rétta hjálparhönd ef eitthvað bjátaði á, og engu aumu mátti hún vita af og hefur hún mörgum hjálpað yfir ár- in. Hún hafði mikið gaman af veislum og hefur haldið margar yfir árin. Við fjölskyldan héldum upp á 55 ára afmælið hennar í maí og þá var glatt á hjalla hjá henni og var hún langt fram á kvöld þrátt fyrir veikindin. Minningarnar um mömmu eru margar og þær fyrstu eru þegar hún kom á kvöldin og breiddi sæng- ina yfir mig og söng eða sagði mér sögur, það er minning sem mun alltaf verða efst í hjarta mínu. Elsku mamma mín, ég kveð þig nú með tárin í augunum, en nú veit ég að þér líður betur. Hvað er völd og auður? Hvað er vín og rósir? Hvað er sætur söngur? Ekki neitt án þín. Hvað er virðing fólksins? Hvorki frægð né frami finnst mér nokkurs virði ef þú hverfur frá mér. Vináttunni þinni vil ég aldrei glata hún er líkt og klettur, land að stíga á. Alltaf er ég villist, á í vök að verjast þú ert þá virki mitt og skjól ég bið þig. Gef mér ekki græna skóga gef mér heldur mjúkan lófa sem þú leggur á öxl mér gef mér brosið þitt bjart ég vil ekki gull og glingur gef mér heldur hlátur og hlýju gef mér faðm þinn svo fæðist ég að nýju. Hvað er náðargáfa? Hvað er þrek og styrkur? Hvað er vit og viska? Ef þú hverfur frá mér? (Karl Ágúst Úlfsson.) Þín dóttir Helga Guðrún Sævarsdóttir. SIGRÍÐUR EYRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.