Morgunblaðið - 08.02.2004, Page 65

Morgunblaðið - 08.02.2004, Page 65
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 65 TÓNLEIKAHALDARINN Ísleifur Þórhallsson, sem stendur ásamt fleiri fyrir komu kvennahljómsveit- arinnar Sugababes til landsins þar sem hún munu halda tónleika í Laugardalshöllinni, segir það mikið gleðiefni að hljóða– og ljósatækja- leigan Exton hljóð ehf. á Íslandi skuli vera búin að fjárfesta í einu fullkomnasta og dýrasta hátal- arakerfi sem völ er á í heiminum. Kemur kerfið hingað í þessum mán- uði og verður notað í fyrsta skipti á Íslandi á Sugababes-tónleikunum. Sami styrkur fremst og aftast „Þetta mega-fyrirbæri kallast Meyer-hljóðkerfi og Sugababes- stelpunum væntanlega til mikillar ánægju hefur hljóðsérfræðingur Noruh Jones t.d. látið þau orð falla að þetta kerfi henti kvenröddum sérstaklega vel og einnig hefur tæknimaður Kylie Minogue hrósað því í hástert eftir tónleikatúr. En vert er að taka fram að kerfið er jafnvígt á miðlun rokktónlistar og klassískrar tónlistar,“ segir Ísleifur En mestan mun á þessu nýja Meyer-hljóðkerfi og þeim sem áður hafa verið í notkun segir Ísleifur liggja bæði í krafti og gæðum. „Hljóðið verður jafnsterkt alls stað- ar, bæði aftast og fremst, sem skiptir miklu máli því það hafa allt- af verið þessi vandamálasvæði þar sem hljóðið hefur verið misgott eft- ir því hvar fólk er statt í salnum. Og þar sem Heilbrigðiseftirlitið fylgist auðvitað vel með hljóðstyrk og áreiti á ung eyru á tónleikum þá getur það svo sannarlega líka glaðst, því nú er hægt að halda tón- leika án þess að æra þá sem standa fremst en bjóða samt sem áður þeim sem eru aftast upp á alveg jafnmikil hljóðgæði.“ Einnig hugsað fyrir Egilshöll Ísleifur segir að miklu minna fari fyrir Meyers-hljóðkerfinu en þeim gömlu og því sé ekkert mál að flytja það milli staða og nota hvar sem er. „Enda var tilgangurinn hjá Ex- ton ehf. með því að fara út í þessa 30 milljóna króna fjárfestingu m.a. sá að geta græjað upp Egilshöllina sem er risastór og rúmar helmingi fleira fólk en Laugardalshöllin, eða um 12 þúsund manns. Þá fyrst verður hægt að halda alvöru risa- tónleika þar. Enda er það ekkert leyndarmál að það er von á góðum alvöru böndum hingað til lands með tónleika, því nú geta þau treyst á toppgæði og finna að tónleikahald er orðinn alvöru bissness hér- lendis.“ Tónleikar Sugababes verða í Laugardalshöllinni 8. apríl. Eitt besta hljóðkerfi í heimi vígt á Íslandi Reuters Það dugir sko ekkert minna en réttu græjurnar þegar Sugababes spila! Sugababes í nýjum græjum khk@mbl.is ALMENNINGUR í Bretlandi hef- ur valið „We Will Rock You“ með Queen besta „rokkslagara“ allra tíma. Ekki nóg með það heldur á Queen líka lagið sem þótti næst- best, „Bohemian Rhapsody“. Í þriðja sæti hafnaði „Smells Like Teen Spirit“ með Nirvana en ekki Milljónamæringunum, í fjórða sænski Volvo-rokkarinn „Final Co- untdown“ með Europe og iðn- aðarrokkið náði sínum fulltrúa í fimmta sætið með Bon Jovi-laginu „Livin’ On A Prayer“ Nýjasta lagið á listanum er með Darkness, „I Believe in A Thing Called Love“, sem varð í 19. sæti. … Britney Spears hefur enn ekki sagt skilið við fyrrverandi eig- inmann sinn Jason Alexander, en þau giftu sig í Las Vegas í upphafi árs. Tæpum tveimur sólarhringum síðar höfðu þau skilið. Britney er hins vegar enn með silfurhring sem Jason gaf henni, að sögn Sun. Þar kemur einnig fram að þau séu í nánum samskiptum og íhugi að gifta sig að nýju. Haft er eftir Jared Prescott, vini Jason, að skötuhjúin hafi ekki vilj- að skilja, en fjöl- skylda söngkon- unnar hafi krafist þess að þau kynntust betur og færu á nokkur stefnu- mót áður en lengra væri hald- ið … FÓLK Ífréttum ÍRSKA söngvaskáldið Damien Rice er á leiðinni til landsins og mun spila á skemmtistaðnum NASA við Austur- völl 19. mars næstkomandi. Vafalaust mun aðdáendum rólegr- ar, melódískrar og tilfinningaríkrar tónlistar þykja mikill fengur í komu Rice, en þannig hefur tónsmíðum hans gjarnan verið lýst í umsögnum um plötuna O, sem kom út árið 2002. Rice, sem er rúmlega þrítugur, hef- ur notið sívaxandi hylli að undanförnu og meðal annars hlotið hin banda- rísku Mercury-verðlaun, Shortlist Music Price. Nýlega var hann til- nefndur til verðlauna breska tónlist- arblaðsins NME, sem besti einherj- inn, ásamt Ryan Adams, Har Mar Superstar, Justin Timberlake og Pink. Honum til aðstoðar, á tónleikum og í hljóðveri, er sönggyðjan Lisa Hann- igan, sem þykir ljá tónlistinni mjúkan og hlýjan blæ. Samstarf þeirra þykir með eindæmum vel heppnað og nýtur hún ekki síður hylli áhorfenda en lagahöfundurinn sjálfur. Uppgötvaður af David Arnold Damien Rice er skjólstæðingur tónskáldsins Davids Arnolds, sem Ís- lendingar þekkja e.t.v. af samstarfi við Björk í laginu „Play Dead“. Arn- old heyrði prufuupptöku frá Rice árið 2001 og varð gríðarlega hrifinn. Þeir fóru saman í hljóðver og tóku upp lag- ið „Blower’s Daughter“, sem kom út sem smáskífa þá um haustið. O kom svo út í febrúar 2002 og hefur smám saman fallið í kramið meðal almenn- ings og ekki síst annarra tónlistar- manna. Damien Rice spilar á NASA 19. mars Heimsókn frá eyjunni grænu Damien Rice og Lisa Hannigan hafa náð vel saman, á sviði og í hljóðveri. Miðasala hefst í verslun Skífunnar á Laugavegi 26 miðvikudaginn 10. mars. Miðaverð 2.900 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.