Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagurinn 17. mars var sól-bjartur og lífið virtist brosa viðKosovo, þaðan sem ég horfðiyfir héraðið úr meir en tvö þús-und metra hæð í Brezovica- skíðaparadísinni. Ef fjöll væru ekki fyrir gæti maður séð þaðan yfir gervallt héraðið sem er á stærð við Árnessýslu, einn ellefti af Íslandi. Íbú- arnir hins vegar tæpar tvær milljónir, yfir níutíu prósent Albanar, flestir hinna Serbar. Þennan dag höfðu starfsmenn Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu (ÖSE) hópað saman fimmtíu börnum úr hópi allra þjóðarbrota sem héraðið byggja. Það var Kerlingafjallastemning þegar Fellahellis-foringjar úr Kosovo-löggunni, ÖSE og KFOR (NATO) reyndu að hrista saman fjöl- þjóða-krakkahópinn. Gregory Boatwright lið- þjálfi, bandarískur blökkumaður, fór fyrir liðinu og sá til þess að í hverju liði, hvort heldur sem var í snjókasti eða reiptogi, væri eðlilegt hlutfall þjóðarbrota, Albana, Serba og sígauna. Karlpeningurinn var farinn að hlakka til að hlusta á ungfrú Kosovo flytja ávarp síðdegis. Mér skildist að ÖSE hefði samið ræðuna og sá fyrir mér Söndru Bullock í Miss Congeniality flytja ræðu um alheimsfrið. En ungfrú Kosovo komst aldrei á áfangastað því á sama augnabliki og krakkarnir og KFOR tókust á í reiptogi byrj- uðu menn að brytja hver annan niður örfáum tugum kílómetra frá í borginni Mitrovica. Kos- ovo breyttist um stund á ný í þá morðvelli sem héraðið var fyrir fimm árum. Sólarhring eftir reiptogið í fjallaparadísinni hitti ég æskulýðs- leiðtogann Boatwright liðþjálfa, gráan fyrir járnum að setja á sig táragasgrímu í miðborg Pristina. Hvernig mátti þetta vera? Borgaralega klæddur aðmíráll Eftir á að hyggja sjá flestir sem brjóta heil- ann um þetta að óveðursský voru á lofti, en ann- aðhvort voru fáir veðurglöggir innan alþjóða- samfélagsins í Kosovo eða menn vildu ekki eða máttu ekki segja neitt. Um síðustu mánaðamót var áhættuþóknun tekin af starfsmönnum Sam- einuðu þjóðanna og ÖSE í Mitrovica, einu helsta þrætuepli Albana og Serba. Og tveimur dögum áður en ég horfði yfir – að því er virtist – friðsælt sólbaðað Kosovo-hérað úr fjallaparadísinni hafði Gregory Johnson aðmíráll, hæstráðandi NATO í Suðaustur-Evrópu, komið í heimsókn íklæddur borgaralegum fatnaði til að leggja áherslu á hve friðsælt væri í Kosovo. Á sömu stundu og ungfrú Kosovo hefði átt að flytja ávarp sitt um heimsfrið að hætti fegurð- ardrottninga réðust albanskir menntaskóla- krakkar yfir brú á ánni Ibar sem hefur skilið að Albana og Serba í Mitrovica undanfarin fimm ár. Kvöldið áður hafði RTK, ríkissjónvarp Kos- ovo, birt viðtal við tólf ára gamlan albanskan strák. Hann sagði að bróðir sinn og tveir félagar hefðu drukknað í Ibar-ánni skammt frá á flótta undan Serbum sem sigað hefðu mannýgum hundi á þá. Flest bendir reyndar til að þessi saga sé uppspuni. Skipst var á skotum yfir ána Ibar við brúna í Mitrovica og fyrr en varði var sýnt beint í Kosovo-sjónvarpinu frá átökunum. Og á samri stundu hófust mótmæli um allt hér- aðið. Alls staðar á sömu stundu. UCK! UCK! Sjálfur varð ég strandaglópur á leið „heim“ til Pristina úr fjallaparadísinni í syðsta hluta Kos- ovo. NATO hafði sett upp vegatálma og hindrað umferð enda barist á helsta þjóðveginum suður frá héraðshöfuðborginni. Af öryggisástæðum var mér skipað að hafast við þar sem ég var nið- urkominn og leggja bílnum við næstu lögreglu- stöð. Ég fylgdist síðan með átökum í sjónvarpi en úti fyrir gekk skríllinn um götur og hrópaði UCK! UCK! – skammstöfun fyrir Frelsisher Kosovo – og hefðu vafalaust brennt bílinn með hinum Sameinuðuþjóðabílunum sem þeir brenndu þetta kvöld ef ég hefði ekki komið hon- um í skjól. Engir Serbar búa í bænum Suha Reka þar sem ég strandaði þetta kvöld, en lög- reglan bað mig vinsamlegast um að halda mig innandyra enda væri auðvelt að villast á mér og Serba, mér skilst að ég sé hálfslavneskur í útliti. Og það gat verið dauðasök í Kosovo þetta kvöld. Eins og hendi væri veifað réðust Albanar á þorp og íbúðahverfi Serba um allt héraðið. Á sömu stundu, alls staðar, um allt héraðið. Sígarettu- kveikjaranum, hinu klassíska vopni í þjóðern- ishreinsunum á Balkanskaga, var óspart beitt. Eins og fyrir fimm árum er erfitt að koma hönd- um yfir kveikjarann og þann sem á honum held- ur, þá voru það Serbar, nú Albanar. Áður en annar dagur var að kveldi kominn lágu hátt í þrjátíu manns í valnum, eldur hafði verið lagður að hundruðum húsa í eigu Serba, og þúsundir þeirra voru á flótta. Og allt í beinni útsendingu. Fréttaflutningur var einhliða. Fjöldi rétttrún- aðarkirkna sem urðu brennuvörgum að bráð var tíundaður í sífellu eins og mörk í fótbolta- leik. Myndir af flýjandi fórnarlömbum sáust hins vegar óvíða, eins og fórnarlömbin hefðu hvorki rödd né andlit. Nema hvað rætt var við serbneskan flóttamann í klaustri nærri Prizren og hann spurður hvers vegna hann hefði flúið, hvort hann hefði eitthvað slæmt á samviskunni! Á sama tíma fuðruðu hús Serba upp í borginni. „Morðstræti“ Viku síðar, 24. mars, héldu Kosovo-Albanar upp á „dag vonar“, fimm ára afmæli loftárása NATO á Serba í Kosovo. Franskir NATO-her- menn í Mitrovica afþökkuðu blóm sem þeim voru boðin enda fjölmargir félaga þeirra sárir á sjúkrahúsum eftir árásir Albana á þá, serb- neska minnihlutann og stöðvar Sameinuðu þjóðanna í borginni. Í Pristina voru fánar NATO-ríkjanna (þó ekki Íslands) á lofti á fjöldafundi við þjóðleikhúsið. Vígorð þar sem ofbeldi var mótmælt voru skráð á spjöld. Bíóauglýsingar sem auglýsa albönsku myndina „Morðstræti“ voru hins vegar áber- andi í bakgrunninum. Auglýsingaspjöld undir- rituð af Sameinuðu þjóðunum með áletruninni „Standardet për Kosovën“ skyggja hins vegar á allt annað, hvort heldur sem er á vígvelli auglýs- inga eða stjórnmála í Kosovo. Standardarnir eru þau skilyrði sem alþjóðasamfélagið hefur sett fyrir því að hugleiða lokastöðu Kosovo. Þau eru í stuttu máli að komið sé á fót lýðræðisleg- um stofnunum og réttarríki, þar sem borin sé virðing fyrir mannréttindum og sér í lagi rétt- indum minnihlutahópa. Auglýsingaspjöldin sýna þjóðveg sem leiðir í átt til fjalla sem sjást í bakgrunni. Yfir þau gnæfir sólin í líki Evrópu- sambandsfána … „Framtíðin er í ykkar höndum“ NATO hrakti serbneskan her og lögreglu úr Kosovo fyrir fimm árum. Þá þegar töldu Alb- anar að leiðin til sjálfstæðis væri greið. Þótt NATO hafi ekki haft fulltingi öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna til árásarinnar sættust SÞ fljótlega á hernaðarleg yfirráð NATO og sam- þykktu ályktun 1244. Í kjölfarið tóku þrenn al- þjóðasamtök, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, Evrópusambandið auk Sameinuðu þjóðanna, að sér landstjórnina í nafni UNMIK. Evrópusambandið sér um efnahagsmálin, Sam- einuðu þjóðirnar um stjórnsýslu, löggæslu og dómsvald, en ÖSE sér um að búa til lýðræð- islegar stofnanir og að mannréttindi séu virt. Frakkinn Bernard Kouchner, einn stofnenda Lækna án landamæra, varð landstjóri SÞ. Hann lofaði Kosovo-Albönum því að „framtíð þeirra væri í þeirra eigin höndum“. Þessu var ákaft fagnað og skilyrðin sem hann reyndi að hnýta við eftir á drukknuðu í fagnaðarlátunum. Frið- argæslulið NATO, KFOR, átti að sjá um að ör- yggi væri tryggt. Hátt í ein milljón Albana hafði hrakist frá heimilum sínum í kjölfar þjóðern- ishreinsana Serba vorið 1999. NATO fékk hins vegar ekki við neitt ráðið þegar flóttamennirnir þustu heim úr útlegð í nágrannalöndunum sum- arið 1999 og hefndu sín umsvifalaust á öllu sem serbneskt var. Að minnsta kosti helmingur tvö hundruð þúsund Serba flúði Kosovo 1999–2000. Síðan þá hafa alþjóðastofnanir undir hatti UN- MIK reynt að byggja upp lýðræðislegt stjórn- kerfi í Kosovo. Ákaft hefur verið reynt að fá Serba til að snúa aftur en talið er að aðeins um 3% þeirra hafi gert það. Ástæðurnar eru þó ekki eingöngu fjandsamlegt umhverfi, heldur ekki síður bágborinn efnahagur. 50–70% Kosovobúa eru atvinnulaus og atvinnumöguleikar Serba eru jafnvel enn minni en Albana. Afstaða alþjóðasamfélagsins hefur verið sú að fyrst þurfi að koma upp lýðræðislegu stjórn- kerfi og síðan taka afstöðu til „lokastöðu“, það er hvort Kosovo verði sjálfstætt ríki eða verði áfram í einhvers konar sambandi við Serbíu- Svartfjallaland. Virðing fyrir minnihlutahópum, aðallega Serbum, er vitaskuld mikilvæg spurn- ing. Hins vegar spyrja leiðtogar Kosovo-Albana hvort menn hafi gengið til góðs götuna fram eft- ir veg, ef leiða eigi arftaka Milosevic til hásætis á ný. Og það verður fátt um svör hjá alþjóða- samfélaginu sem í fimm ár hefur í raun slegið úr og í þegar spurningin um framtíð Kosovo er annars vegar. Þegar draumur breyttist í martröð … Fréttaskýring | Þjóðernisátök bloss- uðu upp að nýju í Kosovo á dög- unum eftir nærri fimm ára vopn- aðan frið. Árni Snævarr frétta- maður er á meðal fjölda Íslendinga sem sinnt hafa friðargæslu í hér- aðinu. Hann segir aðkallandi að al- þjóðasamfélagið taki erfiðar ákvarð- anir um framtíð Kosovo sem slegið hafi verið á frest fyrir fimm árum. Morgunblaðið/Árni Snævarr Í sama mund og átökin í Kosovo brutust út var hópur barna af öllum þjóðarbrotum í reiptogi í skíða- paradísinni Brezovica með starfsmönnum ÖSE. Tilgangurinn var að auka samkennd þeirra. Reuters Hermenn Atlantshafsbandalagsins standa vörð við brúna yfir ána Ibar, sem skiptir bænum Mitrovica eftir þjóðarbrotum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.